Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Side 19
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 19 DV Sviðsljós Þann 22. nóvember 1963 var John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, skotinn til bana. Kvikmynd um Kennedy- morðið vekur athygli - Oliver Stone telur sig vita sannleikann um morðið Morðið á John F. Kennedy, fyrr- um forseta Bandaríkjanna, var samsæri bandaríska hersins og bandarísku stjórnarinnar. Þetta er þemað í nýrri kvikmynd sem frum- sýnd var í Bandaríkjunum rétt fyr- ir jólin. Leikstjóri kvikmyndarinn- ar er Oliver Stone. Hann hefur einnig skrifað handritið að mynd- inni. Myndin þykir svo áhrifamikil að ýmsir þykjast vissir um að fólk muni ganga út úr kvikmyndahús- um sannfært um að Bandaríkja- stjóm hafi myrt sinn eigin forseta þann 22. nóvember 1963. Enginn vafl þykir leika á því að óánægja almennings með störf Warren-nefndarinnar, er rannsak- aði morðið á Kennedy, hefur farið vaxandi að undanförnu og að millj- ónir Bandaríkjamanna eru sann- færðar um að Lee Harvey Oswald hafi ekki verið einn að verki. Það var hins vegar niðurstaða Warren- nefndarinnar. Tveimur dögum eft- ir morðið á Kennedy var Lee Harv- ey Oswald myrtur af Jack Ruby. í myndinni er því haldið fram að Kennedy hafi verið linur gagnvart „kommúnisma" og að valdarán hafi verið skipulagt af varnarmála- ráðuneytinu, bandarísku leyni- þjónustunni og eigin stjórn Kennedys og aðilum innan her- gagnaiðnaðarins sem vildu fyrir alla muni halda áfram stríðsrekstr- John F. Kennedy og Jacqueline Kennedy ári áður en John var myrtur. inum í Víetnam. Ekki þykir fullsannað í myndinni að Kennedy hafi verið búinn að taka ákvörðun um að hætta stríð- inu í Víetnam þegar hann var myrtur. Aðstoðarmenn hans hafa haldið því fram að hefði hann náð endurkjöri 1964 hefði hann annað- hvort kallað heim bandarísku her- mennina frá Víetnam eða komið í veg fyrir að stríðsreksturinn yrði jafn víðtækur og hann varð undir stjórn Lyndons Johnson, eftir- manns Kennedys. í myndinni eru atburðirnir séðir með augum Jims Garrison, sak- sóknara í New Orleans. Handrit Olivers byggist á bók eftir Jim sem í myndinni er kynntur sem maður sem vill fóma lífi sínu og fjölskyldu sinnar fyrir sannleikann. Jim er sannfærður um að um samsæri Kevin Kostner leikur Jim Garrison, saksóknara sem er sannfærður um að morðið á John F. Kennedy hafi verið samsæri bandarísku stjórnarinnar. hafi verið að ræða þegar Kennedy var myrtur. í raunveruleikanum endaði morðrannsókn Jims seint á sjö- unda áratugnum illa. Sá sem hann ákærði fyrir að hafa átt þátt í sam- særinu, kaupsýslumaðurinn Clay Shaw, var sýknaður áður en klukkutími var hðinn af réttar- höldunum yfir honum. Aðalvitnin reyndust annaðhvort ljúga eða Lyndon Johnson jók stríðsrekstur Bandarikjanna i Víetnam að Kennedy látnum. vera óáreiðanleg á annan hátt. Þekktur blaöamaður á New York Times hélt því fram að Jim hefði sjálfur mútað vitnunum. Leikstjór- inn Oliver Stone viðurkennir að rannsókn Jims hafi ekki verið eins og skyldi en segir hann hafa gert sitt besta. „Hann var eirín af fáum sem fljótlega hélt því fram að stjórnin stæði á bak við morðið." Iman og David Bowie Brúðkaup ánæsta leiti Poppstjarnan David Bowie og fyrirsætan eftirsótta, Iman, eru í giftingarhugleiðingum ef marka' má nýjustu fréttir. David og Iman vekja mikla athygh hvar sem þau koma enda þykja þau afar flott par. Nýlega komu þau til veislu og var Iman þá klædd í hlébarðaskinn frá toppi til táar. Sannarlega glæsileg. David Bowie var hins vegar í dökk- bláum smóking. Sagt er að þau geti ekki komið sér saman um hvar brúðkaupið eigi að fara fram. Iman vih hafa það í Marokkó en David í Mexíkó. En þaö er aldrei að vita hvað gerist. Við fylgjumst með. Fyrirsætan Iman og David Bowie geta ekki komið sér saman um hvar brúðkaupið skuli fara fram. Rod Stewart og Rachel Hunter: Eiga von á bami í apríl Poppstjaman Rod Stewart á von á einu bami enn í apríl næst- komandi. Nú með fyrirsætunni Rachel Hunter. Þetta verður fjórða barn Rods en hann er 46 ára gamall. Rod Stewart og Rach- el Hunter hafa verið gift í eitt ár. Rod er sagður afar ánægður með að eiga von á öðm bami og vonar að það verði strákur. „Til að bæta við í fótboltahðið mitt,“ hefur hann sagt. Rod á fyrir þrjú böm. Kimberly, 12 ára, og Sean, 10 ára, með fyrri konu sinni, Alönu Hamilton, og dóttur, Ruby, 3 ára, með fyrrum vinkonu, Kelly Emberg. Rachel er hins vegar að eignast sitt fyrsta bam. Rachel hafði sagt í fjölmiðlum snemma á árinu að hún hygðist eignast bam á því næsta og það ætlar að standast hjá henni. Poppstjarnan Rod Stewart og eiginkona hans, Rachel Hunter. Þau eiga von á sínu fyrsta barni i apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.