Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Page 27
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 35 Sljömuspá Gleðilegt 1992 Nýtt ár er framundan og þvítengjast óskir og vonir. Hvernig verður það? Við báðum kunnan stjörnuspá mann, Jörgen Juhldal, um að skyggnast inn í framtíðina og segja okkur hvers við megum vænta af árinu 1992. Hrúturinn Fyrirflesta í Hrútsmerkinu verðurárið 1992 ár velgengni og flest sem í verður ráðist heppnast. Árið verður ekki síst örvandi á tilfinningasviðinu! Þú munt ná verðskulduðum árangri í starfi þínu og finnur til þarfar til að njóta góðssumarleyfis. Frá fjárhags- legu sjónarmiði verða mánuðirnir ólíkir en þegar litið er á árið í heild verður það svipað að þessu leyti og árið 1991. Ljónið Á árinu þarftu að taka mikilvæga ákvörðun sem krefst þess að allt verði íhugað vel því ákvörðunin hefur áhrif á þig mörg árfram ítímann. Átilfinn- ingasviðinu gætir nokkurra minni- háttar vandamála sem leysast þó fljótlega. I starfi nýturðu nú ávaxt- anna af góðu framlagi fram til þessa. Það verðuraðeinstími til stutts sum- arleyfis. í fjármálunum mun þér ganga þetur en þú hélst. Bogmaðurinn Á nýja árinu verður breyting á ýmsu - og því fylgja spennandi möguleik- ar, ekki síst á sviði ástamálanna! ( starfi hlýturðu verulegan frama en gættu þín á þeim breytingum sem eru framundan. Sumarleyfisferðin verður ákveðin í skyndi og gengur vel. Fjárhagurinn batnarnokkuð meira en þú hafðir þorað að vona. Nautið Það lítur út fyrir að árið verði að miklu leyti líkt árinu 1991 og það ættirðu að geta verið ánægður með! Ástar- ævintýri gefursumrinu gullinn þlæ- og því sem eftir er af árinu. Starfið gengur vel en er nú ekki kom- inn tími til að breyta til? Sumarleyfið verður ekki dýrt-en engu að síður ánægjulegt. Fjárhagurinn batnar hægt og sígandi á árinu 1992. Árið 1992 lofaref til yi.ll ekki jafn- góðu og árið sem var að líða. En nýtirðu vel tækifærin getur árangur- inn orðið miklu betri en þá! Róman- tíkin á eftir að þlómstra -ekki síst undir lok ársins. Á vinnustað verða lögð fyrir þig áhugaverð verkefni en sumarleyfið verður heldur í daufara lagi. Fjárhagurinn verður það góður að óþægilegur sparnaður verður óþarfur. Steingeitin Þetta ár verður undir meðallagi en líttu á það sem hvatningu til að njóta þess besta sem það hefur upp á að bjóða! Oft er það þannig að við ráð- um því hvað verður úr hlutunum. I ástamálum gengur þér vel! Á vinnu- stað verðurðu að sýna nokkuð meiri þolinmæði - þá nærðu fyrr árangri! I sumarleyfinu ferðu á stað sem þér er kær. Fjárhagurinn er góður en forðastu alla stóráhættu! Tvíburinn Árið 1992 verður gæfuríkt fyrir f lesta tvíbura og margt gengur nú betur. Þá lofar árið góðri þróun á róman- tíska sviðinu. Á vinnustað ættirðu ekki að fara þér of hratt en bíða þess í stað eftir góðu tækifæri sem kem- ur. Sumarleyfið verður örvandi en ólíkt öðrum! Gömul vinátta er endur- vakin, þértil mikillar gleði. Fjárhagur- inn verður dálítið þröngur. Vogin Fyrir þig, sem ert fæddur í Vogar- merkinu, gerast nokkrir atburðir á árinu 1992 sem verða ekki léttbærir. En þegar á heildina er litið verður árið nokkuð gott! Ásviði ástamál- anna gerist það sem þú hefur lengi þráð en því miður verður vinátta að engu. Starfið gengur fyrir sig eins og þú býst við og án þess að nokkuð óvæntgerist. Fjárhagurinn verður ekki góður í ársbyrjun en það breyt- istsvo síðartil batnaðar. Vatnsberinn Annasamt ár bíður þín með verkefn- um sem eru langt frá því að vera létt. Þau verða þér hins vegar sú hvatning sem þú hefur þörf fyrir! Þú verður ástfangin(n) og þaðerindælten gleymdu ekki að hugsa rökrétt! Á vinnustað sækirðu jafnt og þétt fram. i sumarleyfinu eignastu nýttáhuga- mál sem á eftir að gleðja þig framveg- is. Fjárhagurinn batnar nokkuð vegna tækifæris sem þú kannt að nýta þér rétt. Krabbinn Nýja árið byrjar vel en það sem á eftir kemur verður ekki alveg í sam- ræmi við það. En á sviði ástamálanna verður þetta með allra bestu árum! Á starfsvettvangi mætirðu nokkurri mótspyrnu en þú sigrast á henni á sannfærandi hátt og hlýtur nokkurn frama. Með sumarleyfinu rætist margra ára gamall draumur. Fjár- hagslega verður árið 1992 nokkuð jafngott. Sporðdrekinn Þetta verður tilbreytingaríkt og við- burðaríkt ár þar sem jákvæð atvik verða í meirihluta! Og nýja árið gefur góða möguleika á sviði ástamálanna! Ástarfsvettvangi skilur nú leiðir og l þú verður að velja. Valið er erfitt því báðum möguleikum fylgja kostir. En þú velur rétt og sumarleyfið heppn- astvel! Fárhagslegaséðverðurárið allsekki slæmt. Fiskarnir Það lítur út fyrir að árið verði bæði annasamt og rólegt og það á eftir aðkoma þérafarvel! I ástamálunum verður árið 1992 miklu betra fyrir þig en árið sem var að líða. Starfið reyn- ist bjóða upp á mun fleiri tækifæri en þú hélst og það er þér hvatning til framtaks! í sumarleyfinu ferðu á nýjan stað. Fjárhagurinn verðuralveg viðunandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.