Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1991, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1991. 51 Afmæli Magnús Jósefsson Magnús Jósefsson, Blómvallagötu 12, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann starfaði í Smjör- líkisgerðinni Smára í rúm tuttugu ár, var sýningarstjóri í Trípolíbíói í u.þ.b. tólf ár og starfaði síðan hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Magnús spilaði með Lúðrasveit Reykjavíkur í nokkur ár. Fjölskylda Magnús kvæntist 6.5.1933 Ingi- björgu Vilhjálmsdóttur, f., 22.8.1912 en foreldrar hennar voru Vilhjálm- m- Ásgrímsson, verkamaður á Eyr- arbakka og í Reykjavík, og Gíslína Vilhjálmsdóttir húsmóðir. Börn Magnúsar og Ingibjargar: Jósef G.B. Magnússon, f. 18.12.1933, flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands, kvæntur Ruth Magnússon framkvæmdastjóra, en^ynir þeirra eru Magnús Yngvi Jósefsson og Ás- grímur Ari Jósefsson; Guðríður H. Magnúsdóttir, f. 20.4.1938, skrif- stofustjóri lagadeildar HÍ, gift Þóri Ragnarssyni aðstoðarháskólabóka- verði og eru börn þeirra Sigurður Thoroddsen, IngibjörgÞórisdóttir og Ragnar Þórisson; Jakob H. Magn- ússon, f. 1.8.1950, framkvæmda- stjóri og eigandi veitingahússins Hornið, kvæntur Valgerði Jóhanns- dóttur hárgreiðslukonu og eru börn þeirra Hlynur Sölvi Jakobsson, Jak- ob Reynir Jakobsson og Ólöf Jak- obsdóttir. Systkini Magnúsar: Jakobína Jós- efsdóttir, f. 1.8.1913, d. 28.2.1964, gjaldkeri í Reykjavík; Elín Jósefs- dóttir, f. 30.6.1915, fyrrv. bæjarfull- trúi í Hafnarfirði; Guðmundur Vignir Jósefsson, f. 24.2.1921, gjald- heimtustjóri í Reykjavík; Gottfreð, f. 1918, d. samaár. Foreldrar Magnúsar voru Jósef Gottfreð Blöndal Magnússon, tré- smiður í Reykjavík, og Guðríður Guðmundsdóttir húsmóðir. Ætt Meðal fóðursystkina Magnúsar var Anna, amma Gísla Alfreðsson- ar, fyrrv. þjóðleikhússtjóra. Faðir Jósefs var Magnús, snikkari í Reykjavík, bróðir Sæmundar, lang- afa Björgvins, fóður Sighvats heil- brigðisráðherra. Systir Magnúsar var Margrét, amma Elínborgar Lár- usdóttur rithöfundar. Magnús var sonur Áma, b. og ljósfóður í Stokk- hólma, Sigurðssonar og konu hans, Margrétar Magnúsdóttur, systur Pálma, langafa Helga Hálfdánarson- ar skálds og Péturs, fóður Hannesar skálds. Pálmi var einnig langafi Jóns, foður Pálma í Hagkaup. Móðir Jósefs var Vigdís Ólafsdóttir, prests í Viövík, bróður Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Systir Ólafs var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar. Ólafur var sonur Þorvalds, prófasts í Holti, Böðvarssonar og konu hans, Krist- ínar Björnsdóttur, prests í Bólstað- arhhð, Jónssonar, fóður Elísabetar, langömmu Sveins Bjömssonar for- seta. Móðir Vigdísar var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Leirum, Sigurðs- sonar. Móðir Magnúsar var Oddný Jónsdóttir, systir ísleifs, langafa Jóns, afa Karls Steinars Guðnason- ar alþingismanns. Móðir Sigríðar var Ánna Magnúsdóttir, systir Þor- steins, langafa Benediktu, móður Eggerts Haukdals alþingismanns. Meðal móðursystkina Magnúsar voru Loftur ljósmyndari, Gísli gerlafræðingur og Guðbjörg Kolka, móðir Perlu, konu Stefáns Sörens- sonar háskólaritara og Halldóru, konu Ara ísbergs lögfræðings. Guðríður var dóttir Guðmundar, b. í Hvammsvík í Kjós, Guðmundsson- ar, bróður Agöthu, langömmu Helgu, móður Vésteins Lúðvíksson- ar rithöfundar. Systir Guðmundar var Kristrún, langamma Jóns Tóm- assonar borgarlögmanns. Móðir Guðríðar var Jakobína, systir Katr- Magnús Jósefsson. ínar, ömmu Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra, Sigrúnar, móður Þorgils Óttars Mathiesens hand- knattleikmanns og ömmu Þorkels Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Bæjarleiða. Systir Jakobínu var Ingibjörg, amma Siguijóns Rists vatnamælingamanns. Bróðir Jak- obínu var Bjami, afi Sveins Björns- sonar stórkaupmanns. Jakobína var dóttir Jakobs, b. á Valdastöðum í Kjós, Guðlaugssonar, bróður Björns, langafa Jórunnar, móður Birgis ísleifs Gunnarssonar seðla- bankastjóra. Magnús verður að heiman í dag. Ármann Guðmundsson Ármann Guðmundsson húsasmíða- meistari, Brávöllum 12, Egilsstöð- um, er sextugur í dag. Starfsferill Ármann fæddist í Reykjavík en ólst upp á Víðum í Reykjadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Hann hóf nám í húsasmíði 1956 og stundaði nám við Iðnskólann á Egilsstöðum. Ármann lauk sveinsprófi í húsasmíði og hef- ur hann unnið við þá grein síðan. Fjölskylda Eiginkona Ármanns er Guðfinna Sigurbjömsdóttir, f. 10.5.1928, hús- móðir og starfsmaður við sjúkra- hús. Hún er dóttir Sigurbjörns Snjólfssonar að Gilsárteigi í Eiða- þinghá og Gunnþóru Guttormsdótt- ur. Böm Ármanns urðu átta talsins og em sjö þeirra á lífi. Böm Ár- manns: Inga Sigríður Ármannsdótt- ir, f. 28.1. ,1954, d. 5.8.1971; Guð- mundur ísleifur Ármannsson, f. 24.3.1955, húsasmíðameistari en sambýliskona hans er Kristín Ólafs- dóttir og á hann eina dóttur; Magn- ús Sigurbjörn Ármannsson, f. 17.4. 1956, húsasmiður, kvæntur Valgerði Erlingsdóttur, f. 4.2.1958, og eiga þau tvö börn; Guttormur Ármanns- son, f. 8.3.1958, tamningamaður og á hann eitt bam; Gunnar Ármanns- son, f. 6.9.1959, húsasmiður, kvænt- ur Guðrúnu Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn; Védís Harpa Ár- mannsdóttir, f. 22.5.1961, hár- greiðslumeistari, gift Bimi Guð- björnssyni og eiga þau eitt barn; Jóna Sigríður Ármannsdóttir, f. 19.6.1964, gift Magnúsi Þ. Snædal og eiga þau eitt barn; Ingunn Hera Ármannsdóttir, f. 12.3.1966, fóstur- nemi, gift Jóni Grétari Traustasyni og eiga þau eitt barn. Foreldrar Ármanns vom Guð- Armann Guðmundsson. mundur ísleifsson, húsasmíða- meistari í Reykjavík, og Jóna Sigríð- ur Jóhannesdóttir húsmóðir. Ármann tekur á móti gestum á heimili sínu, Brávöllum 12, Egils- stöðum, á afmælisdaginn. Sólborg Kristín Jónsdóttir Sólborg Kristín Jónsdóttir húsmóð- ir, Álftamýri 42, Reykjavík, verður sjötugámorgun. Fjölskylda Sólborg Kristín fæddist að Skálm- amesmúla og ólst upp í Reykhóla- veitinni. Hún giftist Guðmundi H. Jóns- syni, f. 23.1.1920, d. 16.2.1984, verk- stjóra hjá Eimskip. Hann var sonur Jóns Rögnvaldssonar frá Amey á Breiðafirði og Jónfríðar Ólafsdóttur frá Melum á Skarðsströnd. Böm Sólborgar Kristínar og Guð- mundar eru María Guðmundsdótt- ir, hárgreiðslukona í Stykkishólmi, og á hún fjögur börn; Jónína Mar- grét Guðmundsdóttir, hárgreiðslu- kona í Reykjavík, gift Björgvini H. Kristinssyni og eiga þau sex böm; Valgeir Ólafur Guðmundsson, varð- stjóri í Reykjavík, kvæntur Jó- hönnu Lovísu Gísladóttur og eiga þau sex börn; Sigrún Erla Guð- mundsdóttir, búsett í Reykjavík. Langömmubörnin em nú átta tals- ins. Systkini Sólborgar Kristínar: Eyj- ólfur Jónsson, búsettur í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Alexandersdótt- mr; Hallgrímur Jónsson, búsettur í Grindavík, er lést 1984, var kvæntur Grétu Jónsdóttur; Hákon Arnar Jónsson, búsettur í Kaliforníu, kvæntur Auði Ingrúnu Gísladóttur. Foreldrar Sólborgar Kristínar vom Jón Hákonarson, f. 9.5.1899, d. 1952, veitingamaður í Bjarka- lundi, ættaður frá Reykhólum, og Hjálmfríður Eyjólfsdóttir, f. 1.11. 1898, d. 1986, húsfreyja, ættuð frá Svefneyjum á Breiðafirði. Sólborg Kristín tekur á móti gest- um laugardaginn 28.12. í sal Lög- reglufélags Reykjavíkur, Brautar- holti 30, eftir klukkan 19,00. RAUTT Láfivi RAUTT ljos WlL LJOSí Vráð Til hamingju með afmælið 29. desember 80 ára Hann tekur á móti gestum á heim- ili sinu 28.12. frá klukkan 17.00. Birgir Guðmundsson, Guðrún Sigmundsdóttir, Vestari-Hóli, Fljótahreppi. Guttormur Óskarsson, Skagfirðíngabraiit 25, Sauöárkróki. Ingibjörg Álfsdóttir, Meðalholti3, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmæl- isdaginn í Kirkjubæ, safnaðar- heimili Óháða safnaðarins, klukk- an 15-18. Guðrún Benediktsdóttir, Arahólum 4, Reykjavík. GuðbjörgS. Sigurjónsdóttir, Dúfnahólum 4, Reykjavik. 60 ára Einar Björgvin Kristinsson, Hrauntungu 15, Kópavogi. Gréta Ágústsdóttir, Hjaltabakka 12, Reykjavík. 50 ára Gunnar Steinþórsson, Lönguhlíð 3 D, Akureyri. Logafold 51, Reykjavík. Sigrún G. Jónsdóttir, Þingholtsbraut 29, Kópavogi. 40 ára Baidur Björgvinsson, Blönduhlíð 27, Reykjavík. Jón Vestmann Bjarnason, Háholti28, Akranesi. Brynjólfur H. Bjarnason, Miötúni 37, ísafirði. Guðmundur Sigurðsson, Barðstúni, Svalbarðsstrandar- hreppi. Steinunn Jónsdóttir, Háagerði 3, Akureyri. Björk Vermundsdóttir, Lyngmóa 9, Garöabæ. Hrefna Þorvaldsdóttir, Ámesi 2, Ámeshreppi. Olga Scheving, Flögusíðu3, Akureyri. Sigríður K. Guðmundsdóttir, Hamrafelli 4, Fellahreppi. Anna Einarsdóttir, Dynskógum 5, Egilsstöðum. Kristin Elly Egilsdóttir, Torfufelli 27, Reykjavík. Sigurður Ragnarsson, Hrísholti 8, Garðabæ. Kristján Daviðsson, Móasíðu 2E, AkureyrL SMAAUGLÝSINGASlMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 AskrifendasIminn FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6270 - talandi dæmi um þjónustu SMÁAUGLÝSINGADEILD er opin: virka daga kl. 9-22 laugardaga kl. 9-14 sunnudaga kl. 18-22 ATH. Smáauglýsing i helgarblað DV verður að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudögum. Vilji ibúar landsbyggðarinnar gerast áskrifendur er siminn 99-6270 og vegna smáauglýsinga ar slminn 99-6272. Ekki þad91 fyrir framan simanámerið. 99 gildirfyrirgraaiHi númerin hvar sem er á landinu. Rétt ar að benda á að tilkoma „gramu simanna" broytir engu fyrir lesendur okkar á höfuðborgarsvtaðinu. Þeir hringja áfram i sima 27022. Síminn á höfuðborgarsvæðinu er 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.