Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1992. 3 dv Viðtaliö Veiðimaður ogfréttafíkill .......... ^ Nafn; Sveinn S. Hannesson Starf: Framkvæmdastjóri Félags fslenskra iönrekenda. Aidur. 41 árs „Ég hef verið að lána peninga síðastliðin 12 ár og þegar þetta tækifæri gafst fannst mér tíma- bært að prófa eitthvað annað,“ segir Sveínn S. Hannesson sem mun heíja störf sem fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra iönrekenda um miðjan mars næstkomandí. Sveinn tekur við starfinu af Ólafi Davíðssyni sem ráðinn hefur verið ráðuneytis- stjóri forsætisráðuneytisins. Sveinn er fæddur og uppaJinn á Seyðisfirði, yngstur fiögurra systkina. Faðir hans er Hannes Jónsson verkamaður, nú látinn. Móðir hans er Sigríður Jóhann- esdóttir, búsett í Reykjavík eins og böm hennar öll Elsti bróðir- inn er Sigurjón, áður skipherra hjá Landhelgisgæslunni, starfar nú hjá Siglingamálastofnun. Systumar tvær eru Elín Hrefna, húsmóðir, og Sigrún Klara há- skólakennari. Sveinn er stúdent frá MR og lauk kandídatsprófi frá við- skiptadeild Háskóla íslands árið 1974. Hann starfaði hjá Seðla- bankanum síðasta námsárið og í eitt ár eftir að námi lauk og vann siöan hjá Landssambandi iðnað- armanna í fimm ár. Árin 1980 til 1986 var hann forstöðumaður hagdeildar og síöar lánasviðs Iön- aöarbankans en var þá ráðinn framkvæmdastjóri eignarleigufé- lagsins Lýsingar og hefur gegnt því starfi síðan. Sveinn er kvæntur Áslaugu Sigurðardóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau fiórar dætur á aldrinum eins til sextán ára Veiðiskapur helsta áhugamálið Veiðiskapur er helsta áhuga- mál Sveins og hann hefur fariö víða til aö elta uppi þann stóra. „Ég hef gaman af að veiða, er uppalinn við það. Ég fer í stanga- veiöi og stundum á sjó, bæði til aðrennafæriogfara áskytterí.1' Sveinn segist lengst af hafa ver- ið alæta á bækur og verið mikill bókaormur, þó minni tími gefist til að lesa í seinni tíð. „Núna les ég helst skáldsögur en er farinn að fá svolítinn áhuga á ævisögum og þjóðlegum fróðleik," segir hann. „Ég er auk þess fréttafíkill og reyni að fylgjast vel meö hvað er að gerast Ég er frekar heima- kær, er lítlö í félagsstarfi. Ég er þó félagi í Rotaryklubbinum Reykjavík-Breiðholt. í sumarfríum ferðumst við helst xnn landið og höfum reynd- ar fariö nokkuð víöa undanfarið. Mér finnst það nær að halda sig heima yfir besta tímann á árinu en fara til útlanda." Stefnan í lifinu er skýr. „Ég reyni standa mig sæmilega í starfi og vera uppréttur," segir Sveinn. Og það sem eftírsóknar- verðast er í fari annars fólks: „Ég met þaö mikils þegar menn eru heiöarlegiroghreinskilnir." -VD Fréttir Hlýindin í janúar: Birtuleysi bjargar gróðri - segir Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjaflarðar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum ekki farnir að hafa veru- legar áhyggjur af að gróður fari að taka við sér í þessum hlýindum og það er að þakka því að birtutíminn er svo lítiU,“ segir Hallgrímur Ind- riðason, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Eyjafiarðar, um hlýind- in á Norðurlandi að undanfórnu og áhrif þess á gróður. Hallgrímur segir að þar sem birtu- tíminn sé ekki nema 5-6 tímar á dag taki gróður ekki við sér en vissulega lengist birtutíminn sífellt og suðlæg- um vindum og hlýindum sé spáð áfram næstu daga. „Enn sem komið er höfum við ekki áhyggjur en njót- um bara þessara hlýinda sem eru óvenjuleg. Þær tegundir gróðurs, sem gætu fyrst tekið við sér, eru ýmsar suðlægar tegundir, s.s. skrautrunnar ýmiss konar, og öspin á þaö líka til að vera fljót til,“ sagði Hallgrímur. Hallgrímur sagðist ekki vera með elstu mönnum, en hann minntist ekki hlýinda á þessum árstíma eins og verið hafa að undanfomu. „Ég hef verið aö ræða við gamla menn um þetta og þeir minnast ekki svona hlý- indakafla í upphafi þorra. En þaö á eftir að frysta og snjóa og oft hefur marsmánuöur verið snjóþyngsti mánuðurinn," sagði Hallgrímur. HOTELISLAND OGSTEINARHF. KYNNA NÝJA STÓRSÝNINGUÁ HÓTEL ÍSLANDI R TIL FORT/ö ÍSLENSKIR TÓNAR " Í30ÁR 1950 -1980 Tugir laga frá gullöld íslenskrar dægurtónlistar fluttir af nokkrum bestu dægurlagasöngvurum landsins Daniel Agúst Haraldsson Páll Úskar Hjálmtýsson Sigrún Eva Ármannsdóttir MóeiðurJúníusdóttir NÆSTU SYNINGAR 25. JANÚAROG l.FEBRÚAR. Rúnar Júliusson Sigurður Pétur Harðarson Pétur Kristjánsson Berglind Björk Jónasdóttir Stjómandi: Bjöm Emilsson * Handríl: Ómar Valdimarsson * KÓKÓgraría: Ástrós Gunnarsdóttir * Hljóðmeistari: Sveinn Kjartansson * Ljósameistari: Kristján Magnússon * Sviðsstjóri: Ágúst Ágústsson. Kynnir: Útvarpsmaðurinn vinsæli, SigurðurPéturHarðar- son,stjómandiþáttarins„Landiðogmiðin“. Húsið opnað kl. 19.00. Borðhald hefstkl. 20.00 Sýning hefst kl. 22.00. Dægurlagacombó Jóns Úlafssonar: Asgeir Úskarsson, Einar Bragi Bragason, Haraldur Þorsteinsson, Jón Elvar Hafsteinsson. Jón Úlafsson, Úlafur Hólm Einarsson, Stefán Hjörleifsson. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrirdansiað skemmtun lokinni ásamt söngkonunum Sigrúnu Evu Armannsdóttur . og Berglirtdi Björk Jónasdóttur. FÖSTUDAGINN 7. FEBRÚAR OG LAUGARDAGINN 8. FEBRUAR Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra í hinum stórkostlegu „The Platters“ Hver man ekki eftir lögum eins og The Great Pretender, Only You, Smoke Gets in Your Eyes, The Magic Touch, Harbor Lights, Enchanted, My Prayer, Twilight Time, You’Il never Know, RedSailsin theSunset, Remember When... o.fl. Míðasala og borðapantanir f sfma 687111 Munlð glæsilegustu gistiherbergi landsins Herbergjabókanir s. 688999 ISLAND Staður með stíl á Hótel Islandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.