Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1992. Útlönd Nemandiísteiii- innfyrirað lemja kennara SSgriður Eyjólfedóttir, DV, Morttpellier: Sautján ára nemandi í mennta- skóla í Marseille hefur veriö dæmdur í tveggja mánaða fanga- vist fyrir að lenvja kennslukonu. Neminn haíði verið rekinn úr skólanum hálfum mánuði áður og komið fyrir í öðrum en birtist óboöinn í frðnskutíma og sló kennarann áður en fyrrverandi samstúdentar hans gátu vörnum viö komið. Unga kennslukonan, sem var frá vinnu i tiu daga, kærði málið fyrir dómstólum. Þetta mál er aðeins eitt af mörg- um svipaðrar tegundar sem upp hafa komið í skólum landsins. Óöryggi kennara er hvað mest í úthverfum og á það sérstaklega við Parisarborg. Óllum ber sam- an um að rætur ofbeldisins séu þjóðfélagslegs eðlis, fátækt og at- vinnuleysi. Grænlenskir hasssmyglarar sektaðir Tvö hundruö grömm af hassi, sem smyglað var inn til Græn- lands, munu kosta smyglarann og dreifingaraðilann í Jakobs- havn hvorn um sig rúmar sextíu þúsund krónur. Sölumennir fá eitthvað lægri sektir. Bjarni Fisher, lögreglustjóri í Jakobshavn, sagði í viðtali við útvarpið á Grænlandi að pening- amir, sem komu inn fyrir hass- söluna, yrðu jafnframt gerðir upptækir. Lögregian fann 120 grömm af hassi á laugardag en þá var búið aö selja 80 grömm. Hvert gramm kostar á milli þijú og fjögur þús- und krónur á götunni á Græn- landi. Verðið fer eftir því hversu mikið framboöíð er. Börnumleyft aðkjaftafrá foreldrunum Djúpstæður klofningur er kom- inn upp í öðrum stjórnarflokkn- um í Danmörku, Venstre, vegna lagafrumvarps félagsmálaráö- herra flokksins. Frumvarpið ger- ir ráö fyrir því aö böm og ungl- ingar geti leltaö aðstoðar hjá fé- lagsmálayfirvöldum gegn óskum foreldra sinna. Þá eiga yflrvöld einnig að geta neitað að skýra foreldrunum frá því sem börnin sögðu. I lagafrumvarpinu er fjöldi nýrra reglna fyrir böm sem era tekin af heimilum sínum eða hafa farið þaðan af frjálsum vilja. Ein flokkssystir ráðherrans hefur þegar lýst yfir því að hún muni greiða atkvæði gegn framvarp- ínu. Einn af stjómendum sænska sklðalandsliðsins í norrænum greinum hefur verið leystur frá störfúm fyrir að mæta drukkinn í keppni erlendis. Sænska skíðasambandið kall- aöi liðsstjórann heim þar sem hann var á keppnisferðalagi með landsliðiö í útlöndum. Þegar þau skilaboð bárast ákvað landsliðiö að fara einnig heira. Máliö verður tekið upp á næsta stjómarfundi skíðasambandsins og trúlega verður maöurinn rek- inn úr starfi sínu. Enginn Svíi tekur þátt í nprrænum greinum á ólympíuleikunum í febrúar. Ritzau og TT Vinsældir Bush Bandaríkjaforseta aldrei minni: Fátæk börn notuð til að bæta slaka ímynd George Bush Bandaríkjaforseti skríður inn í dúkkuhús á dagvistarheimili fyrir fátæk börn í Catonsville í Maryland- fylki til að leika sér við börnin. Bush vildi sýna það og sanna að honum væri annt um þá landa sína sem minna mega SÍn. Simamynd Reuter George Bush Bandaríkjaforseti fór í framboðsferð í gær til að reyna að sannfæra Bandaríkjamenn um að honum standi ekki á sama um þá. í veganesti fékk hann úrslit nýrrar skoðanakönnunar sem leiðir í ljós að vinsældir hans hafa aldrei verið minni. Jafnframt birtust fréttir um það að djúpstæður ágreiningur væri meðal starfsliðs hans um hvernig bæri að stöðva vinsældahrunið. Skoðanakönnun, sem CBS sjón- varpsstöðin birti á mánudag, sýndi að aðeins 45 prósent kjósenda eru ánægð með frammistöðu forsetans í starfinu og aðeins 19 prósent, færri en nokkra sinni fyrr, era ánægð með frammistöðu hans í efnahagsmálum. í skoðanakönnun í fyrstu viku jan- úar vora 48 prósent kjósenda sátt við forsetann. Þá kom fram í skoðana- könnuninni að ótilgreindur demó- krati nýtur meira fylgis en forsetinn meðal kjósenda. Bush heimsótti dagvistarheimili í Maryland-fylki í gær til að reyna að afsanna þá almennu skoðun að hon- um sé ekki annt um kjör fátækra landa sinna. Hann tilkynnti að 600 milljónum dollara til viðbótar yrði varið til dagvistarstofnana fyrir fá- tæk böm undir skólaaldri. Bush er alla jafna fylgjandi lág- marksafskiptum ríkisstjómarinnar af lífi almennings en hann sagði að dagvistarstofnanirnar hefðu sannað ágæti sitt. Lamar Alexander, menntamála- ráðherra Bandaríkjanna, vísaði því á bug að tilkynning Bush væri kosn- ingabrella. Demókratar hafa haldið því fram að Bush sé kuldalegur yfirstéttar- maður sem láti vandamál venjulegra Bandaríkjamanna, einkum þó hinna fátæku, sig engu skipta. Dagblaðið New York Times skýrði frá því í gær að miklar erjur væru nú meðal starfsfólks forsetans og að umræður um kosningabaráttuna og efnahagsstefnuna hefðu færst í auk- ana. Blaðið haíði það eftir embættis- mönnum innan stjórnarinnar að ringulreið ríkti innan Hvíta hússins og deilan snerist. um hvort Bush ætti í vandræðum með ímynd sína eða hvort grandvallarveila væri í efna- hagsstefnu hans. Reuter Lenínistar hafa vakað við grafhýsi leiðtogans í Moskvu dag og nótt af ótta við að lík hans verði flutt á brott. Símamynd Reuter Hörmungarástand í borgum Rússlands: Gamalt fólk styttir sér aldur vegna matarverðs Sjálfsmorðum hefur fiölgað mikl- um mun í borgum Rússlands eftir að verð á matvöru hækkaði í byrjun ársins með nýrri stefnu stjómvalda í efnahagsmálum. í Pétursborg ganga sögur af gömlu fólki sem hefur stytt sér aldur þegar ellilifeyririnn hefur ekki lengur dugað fyrir nauð- þurftum. í einu tilvikinu stökk áttræð kona út af svölu á íbúð sinni þegar hún átti ekki lengur fyrir mat. Þá er vitað til að gamalt fólk hefur framið sjálfs- morð á sjúkrahúsum. Tass-fréttastofan hefur ilutt fréttir af ástandinu í borginni á sama tíma og margir minnast þess að 68 ár era liðin frá dauða Leníns. Pétursborg var til skamms tíma kennd við hann. Dýrkun á Lenín fer vaxandi í Rúss- landi og telja margir að sfiómvöldum væri nær að fylgja stefnu hans. Fólk- ið er alið upp í aðdáun á leiðtoganum sem stofnaði Sovétríkin og tengir betri daga fyrr á áram við minningu hans. Borís Jeltsín forseti er staðráðinn í halda fast við stefnu sína um mark- aösvæðingu efnahagslífsins. Hann hefur jafnframt boðað mikinn niður- skurð ríkisútgjalda. Einkum er ætl- unin að draga úr framlögum til hers- ins en þar er við ramman að rjá því herinn berst með öllum ráðum til að halda stöðu sinni. Reuter Deilan um f íf Isatriðið er Norðmenn og Svíar eru sam- mála um að deila þeirra um fífls- atriðið í barnaþætti sænska sjón- varpsins í desember sé pínleg. Svíar skella skuldinni á sjónvarp- ið og Norðmenn sendiráð sitt í Stokkhólmi sem mótmælti atrið- inu. Ekkert bendir þó til þess að fíflastríð sé í uppsiglingu milli landanna í kjölfar þáttarins þar sem ein persónan fær prjónahúfu sem á stendur „Norway" á höfuð- ið. Með því var ætlunin að sýna hvernig fífl líta út. „Þetta er alveg dautt mál í sænskum dagblöðum," sagði Lars Samuelson, fréttasfióri sænsku fréttastofunnar TT. Hann sagði að hvorki þátturinn né mótmæli norska sendiráðsins hefðu vakið nein sérstök við- brögð í Svíþjóö. Aðeins nokkur blöð hefðu fiallað lítillega um málið. „Viðbrögð mín era þau að þetta atriði hafi verið pínlegt og klaufa- legt og ég hef það á tilfinningunni að meirihluti Svía líti málið sömu augum,“ sagði Samuelson. Aöstoðardagskrárstjóri sænska sjónvarpsins hefur beðist afsök- unar á málinu. í Noregi hafa tvö dagblöð fiallaö um sjónvarpsþáttinn í leiðara og era þau sammála um að það sé vandræðalegt fyrir norska sendi- ráðið. „Diplómatískur Svía- brandari" er fyrirsögn leiðarans í Adresseavisen. NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.