Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 32
F R ÉTTASKOTIÐ 62 • Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- I DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift * Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1992. Sameinaðir verktakar: Greiða900millj- ónirtilhluthafa Á hluthafafundi Sameinaðra verk- taka, sem til skamms tíma áttu 50 prósent í íslenskum aðalverktökum, var ákveðið að greiða hluthöfum út 900 milljónir af hlutafé fyrirtækisins. Voru ávísanir greiddar út í lok hlut- hafafundarins í fyrradag. Sameinaðir verktakar ákváðu fyrst að hækka hlutafé fyrirtækisins um 900 miiljónir, eða úr 310 milljónum í 1.210 milljónir. Síðan var hlutaféð lækkað aftur niður í 310 milljónir og mismun- urinn greiddur út til hluthafa. Sameinaðir verktakar áttu fram á síðasta ár 50 prósent í íslenskum aðalverktökum. Á síðasta ári seldu þeir hluta af þessu hlutafé sínu til ríkisins og eiga núna 32 prósent í Aðalverktökum, Reginn á 16 prósent ^ og ríkið á núna 52 prósent. Stór hluti af þeim 900 milljónum, sem greiddar voru út í fyrradag, voru áávöxtuníLandsbankanum. -JGH UtanríMsráðherrar: EES-samning Fundi utanríkisráðherra Norður- landanna lauk í Reykjavík í gær. Aðallega var rætt um horfumar á 7- myndun evrópsks efnahagssvæðis. Sögðust ráðherrarnir enn trúa á að samningur EB og EFTA yrði að veru- leika, jafnvel þó kraftaverk þyrfti til. Einnig ræddu ráðherramir mögu- leikann á stofnun sameiginlegra sendiráða fyrir Norðurlöndin, efna- hagsástandið í Eystrasaltsríkjunum, friðarhorfur í fyrrum Júgóslavíu, breytta afstöðu til stjórnvalda í Suð- ur-Áfríku og hmn Sovétríkjanna. Lýstu þeir yfir vilja sínum til að lýð- veldi fyrrum Sovétríkjanna yrðu að- ilar að RÖSE, ráðstefnu um öryggi ogsamvinnuíEvrópu. -kaa Innbrotínótt: w Reyntaðopna peningaskáp í Víðistaðaskóia Innbrot var framið í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í nótt. Farið var inn um útidyr í kjallara. Þaðan var farið áleiðis að skrifstofu með því að brjóta sér leið um læstar millihurðir. Tals- vert miklar skemmdir urðu af þess- um sökum. Þjófurinn eða þjófarnir brutu upp gossjálfsala og tóku skiptimynt úr honum. Einnig var farið á skrifstofu og reynt að opna þar peningaskáp en án árangurs. Um eitt ár er liðið m frá því að síðast var brotist inn í skól- ann. Rannsóknarlögregla ríkisins hefurmáliðtilmeðferðar. -ÓTT LOKI Sameinaðir stöndum vér! Fer fram á tæpar fimm milljónir í skaðabætur Lögreglumanni, sem nýlega var dæmdur fyrir likamsárás og brot í opinberu starfi, hefur ásamt dóms- málaráðherra- veriö stefnt fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur þar sem faríð er fram á tæplega 5 milljóna króna skaöabætur. Lögreglumaðurinn var á sfðasta ári dæmdur fyrir að hafa orðið valdur að talsvert miklum líkamsá- verkura á ungum raanni á mótum Bergþórugötu og Frakkastígs í des- ember 1990. Þar var um að ræða sakamál, háð í Sakadómi Reykja- víkur og síðan Hæstarétti. Það raál, sem hér um ræðir, er hins vegar einkamál þar sem skaðabóta er krafist. Málið var þingfest fyrir bæjarþingi í gær. Averkarnir, sem umræddur maður hlaut, voru verulegir, meðal annars brotnuðu i honum sjö tenn- ur. Eina varð að fiarlægja strax. í sundurliðun á skaðabótakröfunum keraur fram að 900 þúsunda króna er krafist fyrir tannviðgerðar- kostnað. Sú kröfufjárhæö miðast við að maöurinn hefur þegar greitt 264 þúsund krónur í tannviðgerð- arkostnað, auk vinnutaps, en mið- að var við að maðurinn þyrfti að fara. tvisvar aftur á ævinni í sam- bærilega tannviðgerö. Einnig er farið fram á bætur vegna tekjutaps sem orsakast af seinkun á námi. í stefhunni segjr að atvikið hafi leitt til þess að stefh- andi hafi hætt háskólanámi, að minnsta kosti í bili. Varðandi rösk- un á stöðu og högum segir m.a. i stefnunni: „Stefnandi hefur verið sviptur ævilangt þeirri öryggistilfinningu sera borgari í réttarríki á heimt- ingu á - það er tilfinningunni fyrir því að löggæslan tryggi hann ævin- Iega gegn likamsmeiðingum og lagabrotumEinnig segir að traust mannsins verði ekki byggt upp aft- ur og geti haft „í för með sér ófyrir- sjáanlegar afleiðingar". Ölafur Ragnarsson hæstaréttarlögmaöur fer með málið fyrir hönd unga raannsins. -ÓTT Samstarfssamnlngur Vatnsberans hf. í Hafnarfirði og bandaríska fyrirtækisins United Gulf Trading var formlega undirritaður í gær af Þórhalli Gunnlaugssyni framkvæmdastjóra og dr. Donald Rocco. Samningurinn er gerður tii tíu ára. Eins og DV greindi frá í gær eru samningar ofangreindra fyrirtækja um stórfellda sölu á vatni til Saudi- Arabíu, Kúvæt og Kanada á lokastigi. Þeir gera ráð fyrir útflutningi á tæplega 20 milljónum litra vatns á mánuði. DV-mynd GVA ísaflöröur: Tekinn með 145 grömm af hassi Lögreglan á ísafirði handtók er- lendan ríkisborgara í síðustu viku þegar hann var að veita viðtöku pakka með 145 grömmum af hassi. Tollgæslan í Reykjavík komst fyrst á snoðir um hasssendinguna sem send var frá útlöndum. Maðurinn, sem er 33 ára, var í haldi í einn sólarhring áður en honum var sleppt aftur. Hann er búsettur á ísafirði og er talinn hafa ætlað að dreifa efninu fyrir vestan. Maðurinn hefur ekki orðið uppvís að fikniefna- misferliáísafirðiáður. -ÓTT Mosfellsbær: 27sóttu umstöðu Alls sóttu 27 manns um stööu bæj- arstjóra í Mosfellsbæ. Þar af voru tvær konur. Stefnt er að því að ganga frá vali nýs bæjarstjóra um helgina. Að sögn Þengils Óddssonar, forseta bæjarstjómar, var rætt viö umsækj- endur í gærkvöldi og verður því haldið áfram á morgun. Er fyrirhug- að að ganga frá ráöningu nýja bæjar- stjórans á bæjarstjómarfundi eftir hálfan mánuð. Páll Guðjónssnon, núverandi bæjarstjóri, gegnir því starfi enn samkvæmt starfsloka- samningi. -JSS Veðrið á morgun: Víðastormur eðarok Á morgun verður breytileg átt, líklega noröaustlæg og slydda norðvestanlands en suðlæg átt meö rigningu eða skúrum í öðr- um landshlutum. Víöa stormur eða rok. Hiti verður á bilinu 2-7 stig, svalast norðvestanlands. NSK KÚLULEGUR Poiifxrw SuAurtandsbraut 10. S. 686409.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.