Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1992, Blaðsíða 14
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: Auglýsingar: (91J626684 - aðrar deildir: (91)27079 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Verðbólgan á núlli Þrátt fyrir allt andstreymiö í efnahagsmálunum og dökkar horfur í atvinnumálum og kjaramálum er samt eitt ljós í öllu svartnættinu. Veröbólgan er aö mestu horfm. Hún mælist rétt fyrir ofan núllstrikið og hún hefur haldið sig þar í tvo eöa þrjá mánuöi. Lánskjara- vísitalan sem gildir fyrir febrúar er lægri en sú láns- kjaravísitala sem var reiknuð út fyrir áramótin. Þetta þýöir verðhjöönun í staö verðbólgu. Launavísitala er óbreytt frá því fyrir áramót en byggingarvísitalan hefur lækkaö um 1% frá fyrra mánuði. íslendingar hafa ekki átt aö venjast slíku ástandi í efnahagsmálum. Stjórnvöld hafa glímt við veröbólgu- drauginn svo lengi sem elstu menn muna. Verðbólgan var og hefur veriö okkar Akkilesarhæll í þjóölífinu um langan aldur. Allir muna þann vítahring launa og verö- lags sem geröi allar áætlanir að engu, rúöi fólk inn aö skinninu og brenndi sparifé á báli óðaverðbólgunnar. Allar muna óstööugleikann, gengisfellingarnar, svarta- markaösbraskiö og sóknina í lánsfé meðan lán voru ekki vísitölutryggð. í skjóli veröbólgunnar þreifst spill- ing og spákaupmennska, óvissa og örvænting. Flestir stjómmálaflokkanna höfðu þaö efst á stefnu- skrá sinni aö slá á verðbólgu. Markið var oftast sett viö að verðbólgan yrði sambærileg viö verðbólgustigið í nágrannalöndunum. Meiru treystu menn sér ekki aö lofa og þau loforö voru líka oftast ekki efnd vegna þess aö enginn virtist geta ráöiö niðurlögum veröbólgu- draugsins. Þessi meinsemd sýkti þjóðfélagið og skekkti. Meö þjóðarsáttinni margfrægu uröu þáttaskil. Margir komu þar viö sögu en verkalýðshreyfingin á þar allan heiður. Ekki síst vegna þess aö launþegar féllu frá klass- ískri kröfugerö um launahækkanir og létu þaö yfir sig ganga að taka launavísitöluna úr hinu sjálfvirka sam- bandi við verðlagiö. íslenskir launþegar eru sannarlega ekki of sælir af kjörum sínum en í staðinn hafa þeir uppskorið stööugleika og veröbólgulaust efnahagsum- hverfi. Enginn vafi er á því aö langlundargeð verkalýöshreyf- ingarinnar um þessar mundir stafar meöal annars af þeirri staðreynd aö verðbólgan hefur veriö kveðin niö- ur. Auðvitað eru bhkurnar í efnahagsmálunum og at- vinnumálunum að ööru leyti ástæöa til þess aö menn fara sér hægt í samningamálum en launþegar vita þó allténd hvað þeir hafa, hvaö þeir fá fyrir krónurnar og það gefur þjóöinni svigrúm til aö ná áttum meðan krepp- an gengur yfir. í ljósi þessa ástands er þaö réttmæt krafa aö vextir séu lækkaðir. Vextir af víxlum og skuldabréfum eru á bilinu 14 til 15%. Þaö er hægt aö segja með sanni aö vextir á lánsfj ármarkaðnum séu þröskuldur í vegi nýrr- ar þjóöarsáttar. Þeir eru úr öllu samræmi viö eðlilega ávöxtun fjár og shga bæði atvinnurekstur og skuldugar fjölskyldur. Bankamir virðast ennþá lifa í veröbólgu- hugarfarinu og taka ahs ekki miö af veruleikanum í kringum sig. í þeim kjarasamningum, sem nú eru von- andi að hefjast fyrir alvöru, þurfa bæöi atvinnurekend- ur og launþegar aö sameinast um þá kröfu aö niður- færsla vaxta hafi forgang. Enda þótt þessir aðilar geti vitaskuld ekki samiö sín í milli um vexti, né heldur að ríkisstjómin gefi fyrirmæli til bankanna um vaxtastig- iö, þá er ljóst aö allir þessir þrír höfuöviösemjendur í kjaramálum hafa ítök inn í bankana. Auk þess sem lána- stofnanir hafa meiri hag af því en flestir aörir að hjól atvinnulífsins snúist með eölilegum hætti. Ellert B. Schram MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1992. „Nær hefði verið að birta mynd af einhverju bankaráðinu á fundi. Þar kynnu að finnast nokkrir sem verða fyrir tekjumissi sakir hinna nýju ákvæða." Verða gamalmenni sett á gaddinn? Fyrir Alþingi liggur nú tillaga frá ríkisstjóminni um nokkra skerð- ingu ellilífeyris. Upplýsingar í fjölmiðlum um þetta mál hafa verið nýög villandi. Dæmigert var að sjónvarpið flutti frétt um málið þar sm bakgrunnsmyndin var af gam- almennum á elliheimili. Það er afar ósennilegt að nokkur á þeirri mynd verði fyrir skerðingu. Nær hefði verið að birta mynd af einhverju bankaráðinu á fundi. Þar kynnu að finnast nokkrir sem verða fyrir tekjumissi sakir hinna nýju ákvæöa. Hver eru markmið breytinganna? Megintilgangur þessara breyt- inga er að draga eilítið úr útgjöld- um ríkisins til lífeyristrygginga. Jafnframt er breytingin liður í heildarendurskoðun laga um þenn- an málaflokk sem hefur það m.a. að markmiði að gera bótakerfið markvissara. í fjárlögum er svo fyrir mælt að lækka skuli útgjöld til lífeyristrygginga um 250 millj. kr. á þessu ári. Hér er þó einungis um 2% að ræða af heildarútgjöld- um til þessa málaflokks. Spamaðinum á að ná með því að draga úr greiðslu grunnlifeyris til þeirra best settu meðal ellilífeyris- þega. Er þá sjónum beint að þeim sem stunda fulla vinnu enda þótt þeir hafi náð 67 ára aldri. Telja verður að þeir séu ekki enn sestir í helgan stein og þurfi ekki á þeirri framfærslu þjóðfélagsins að halda sem felst í ellilífeyri - og eigi ekki heldur tilkall til hennar. Velferðarkerfi okkar er í hættu vegna þess að ríkiskassinn er gal- tómur og hefur verið það lengi. Við höfum safnað skuldum. Af þeim sökum greiðir ríkið í ár álíka upp- hæð í vexti og varið er til allra líf- eyrisbóta. Hefði ekki lengi verið lif- að um efni fram væri vandinn snöggtum minni, e.t.v. enginn. En nú verður ekki lengur umflúið að treysta fjárhagslegar stoðir samfé- lagsins. Hverjir missa lífeyrinn? Skerðing grunnlífeyris tekur ein- göngu til þeirra lífeyrisþega sem hafa eigið aflafé yfir 66 þús. kr. á mánuði. Við þau tekjumörk gætir hennar fyrst lítillega en síðan eykst skerðingin með vaxandi tekjum þar til að lífeyririnn er að fullu horfinn við 114 þús. kr. mánaðar- tekjur. Það er afar mikilvægt að greiðsl- ur úr lífeyrissjóðum og almanna- tryggingum valda ekki skerðingu grunnlífeyris. Einungis atvinnu- tekjur og þær eignatekjur, sem eru skattskyldar, geta leitt til skerðing- ar. Hve margir fá skertan lífeyri? Mjög fáir. Einn af 9 lífeyrisþegum verður fyrir einhverri skerðingu KjaUarinn Þorkell Helgeson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra grunnlifeyris og einungis tuttug- asti hver missir lífeyrinn alfarið. Langflestir lífeyrisþegar verða breytinganna ekki varir. Fjölmiðl- ar hafa gefið í skyn að nú verði gamalmenni unnvörpum sett á gaddinn. Því fer víðs fjarri. Þeir sem verða fyrir skerðingunni búa í flestum tilvikum við þokkaleg kjör. Heildartekjur þeirra einhleypra ellilífeyrisþega, sem eru rétt við þau mörk að verða fyrir skerðingu, nema að meðaltali rúmum 80 þús. kr. á mánuði. Þetta fólk heldur þessum tekjum þar sem skatt- greiðslur og ellilífeyririnn standast á. Annað vinnandi fólk þarf að gjalda 8 þús. kr. í skatta af sömu tekjum. Er sanngjamt aö krefja láglaunafólk um gjöld til aö standa undir ellilífeyri betur stæðra ein- stakhnga? Er verið að níðast á öryrkjum? Nei. Þvert á móti er nú í fyrsta sinn gert betur við þá en ellilifeyr- isþega. Varið verður nokkurri upp- hæð, ríflega 30 millj. kr., til að hækka sérstaklega tekjutryggingu þeirra. Hækkunin verður að vísu ekki mikil hjá hvepum einstaklingi eða 7500 kr. á ári. En vonandi er mjór mikils vísir, enda er brýnt aö bæta kjör fátækustu öryrkjanna. Á hinn bóginn verða hinir tekjumeiri úr þeirra hópi fyrir sömu skerðingu og ellilífeyrisþegamir. Borgar sig ekki lengur að vinna? Sumir segja að eftir umræddar breytingar borgi sig ekki lengur fyrir roskið fólk að vinna, ríkið hirði allt. Þetta er rangt. Sá sem hefur 114 þús. kr. mánaðaratvinnu- tekjur fær hér eftir engar trygg- ingabætur og greiðir tæpar 22 þús. kr. í skatta. Hann heldur því eftir rúmum 92 þús. kr. Hætti hann allri vinnu á hann kost á tryggingabótum frá 11 þús. kr. til mest 47 þús. kr. á mánuði, allt eftir öðmm högum hans. Ráð- stöfunartekjur hans lækka því a.m.k. um helming við að hætta vinnu. Af hverju er ekki frekar settur á hátekjuskattur? Sagt er að skerðing ellilífeyris sé sérstakur hátekjuskattur á gamal- menni. Er þá spurt af hverju öðm fólki með háar tekjur sé hlíft við slíkum skatti. Endalaust má deila um hvað sé skattur. En er það nýr skattur þegar þjóðfélagið hættir að senda manni í forstjórastöðu af- mæhsgjöf í tilefni af því einu að hann hafi náð 67 ára aldri? Beina verður kröftunum að því að veria þá velferð sem viö viljum búa þeim sem minnst mega sín. Hinir verða um hriö að taka á sig einhveriar byrðar. Og þá verður vissulega að bera víðar niður held- ur en hjá lífeyrisþegum með skástu kjörin. Líka við hin, sem emm á besta aldri og höfum dijúgar tekj- ur, verðum aö leggja meira af mörkum. Hátekjuskattur hlýtur að koma. Réttlætismál Stjómarandstaðan leikur nú sitt hlutverk og andmælir ráðagerð ríkisstjómarinnar. En þá er verið að slá ryki í augu fólks. Ráöherra Framsóknarflokksins, sem fór með þennan málaflokk í fyrri ríkis- stjóm, undirbjó frumvarp sem gekk sumpart lengra í þessum efn- um. Hann fékk síðan heimild hinna stjómarflokkanna, Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks svo og Borgara- flokksins sáluga til aö leggja fyrir þingið tillögu um áþekka skerðingu grunnlífeyris og nú er til meðferðar á þingi. Að undanskildum Kvennalistan- um, sem hefur enn ekki axlað ábyrgð, em þvi allir flokkar í reynd sammála um það sem verið er að gera. Enda er hér um réttlætismál að ræða. Þorkell Helgason „En er það nýr skattur þegar þjóðfélag- ið hættir að senda manni í forstjóra- stöðu afmælisgjöf í tilefni af því einu að hann hafi náð 67 ára aldri?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.