Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992. Bardagar blossa upp milli Azera og Armena eftir nokkurt hlé: Árásarmenn Azera stráf éllu í bardaga - af skæruliðum beggja voru 60 drepnir og auk þess 20 óbreyttir borgarar I þaö minnsta tuttugu óbreyttir borgarar í þorpinu Karin-Tak í fjalla- héraðinu Nagorno-Karabak létu lífið þegar skæruliðar Azera reyndu að ná því á sitt vald. Þorpið er nær ein- göngu byggt Armenum og snerust þeir til varnar. Samkvæmt upplýsingum frá Rúss- landi varð mikið mannfall í árásar- liði Azera og féllu í það minnsta 45 þeirra. Af Armenum féllu 15 menn við vöm þorpsins. Þetta eru alvarleg- ustu átök í Nagomo-Karabak um langt skeið. Skæmr hafa verið milli þjóðanna síðustu ijögur árin en sov- étherinn hefur haldið uppi friði und- anfarin misseri. Nú er hann úr sög- unni og óttast menn að harka færist Tveir sendimenn Palestínumanna, þau Saeb Erakat og Hanan Ashrawi, leggja upp í ferðalagið til Moskvu þar sem friðarráðstefna um Miðausturlönd fer fram. Palestínumenn hættu við að mæta til fundarins í morgun. Simamynd Reuter Palestínumenn mótmæla á friðarráðstefnu: Neituðu að mæta til fundarins í morgun í átökin á ný. Armenar og Azerar hafa barist víð- ar síðustu daga. Þannig var gerð sprengjuárás á Stepanakert, höfuð- borg héraösins, og tvær konur létu lífið. Þá er og sagt að Armenar hafi gert árás á bæinn Shusha sem er byggður Azerum. Þar eyðilögðust tíu hús. Héraðið Nagorno-Karabak er í Az- erbajdzhan en er að mestu byggt Armenum. Þessi nágrannaríki, sem áður voru lýðveldi í Sovétríkjunum, vilja bæði ráða fyrir héraðinu. íbú- arnir vilja flestir sameinast Armeniu en minnihluti Azera þar berst gegn öllum breytingum á stöðu héraðsins. Reuter Útlönd Breski ihalds- flokkurinn aftur íforustu íhaldsflokkurinn í Bretlandi er aftur kominn með naumt forskot á Verkamannaflokkinn sam- kvæmt úrshtum nýrrar skoðana- könnunar, fjármagnsmörkuðum til óumdeilanlegrar gleði, aðeins nokkrum mánuðum fyrir þing- kosningar. Stjómmálaskýrendur segja að vikulöng auglýsingaherferð íhaldsflokksins um að kjósendur þyrftu að greiða hærri skatta undir stjóm Verkamannaflokks- ins sé helsta ástæðan fyrir for- ustu flokksins í skoðanakönnun- um. Kosningar eiga að fara fram um miðjan júlí en fastlega er búist við að John Major forsætisráð- herra boði til þeirra í apríl eða maí. Eistneska þing- ið tilnefnir nýjanforsætis- ráðherra Þingið í Eistlandi hefur farið þess á leit við Tiit Vahi sam- göngnráðherra að hann myndi nýja ríkisstjóm innan tveggja vikna sem geti leitt landið út úr efnahagsógöngunum. Vahi mun taka við af Edgar Savisaar sem sagði af sér í síð- ustu viku þegar honum tókst ekki að afla stuðnings þingsins við efhahagsráðstafanir sínar. Vahi á erfitt verk fyrir höndum. Langar bíðraðir eru eftir brauði og öörum lífsnauðsynjum og mik- ill skortur er á húshitunarolíu í landinu. Rikisstjórnin hefur skrúfað fyrir heitt vatn til margra heimila í tilraun til að spara elds- neyti og minnka útgjöld til inn- flutnings. Einnféllíbar- dögumfGeorgíu Einn maður féll og að minnsta kosti tveir særðust þegar bardag- ar blossuðu upp að nýju í gær i bænum Poti milli hersveita ríkis- stjórnarinnar og stuðnings- manna Gamsakhurdia forseta sera var hrakinn úr embætti á dögunum. Andstæðingar beittu vélbyss- um og stórskotaliði og var þetta harðasta árás stjómarhermanna í íjóra daga. Þeir em að reyna að brjóta síðustu stuðningsmenn Gamsakhurdia á bak aftur. Bretar halda áframmeðsíli- konbrjóst Bresk heilbrigöisyfirvöld ætla ekki að fylgja í kjölfar Banda- ríkjamana og ráðleggja læknum að hætta um stundarsakir við að koma silikoni fyrir í brjóstum kvenna. í bréfi til lækna sögðu yfirvöld að þau heföu beðiö um upplýs- ingar frá bandarískum starfs- bræðrum sínura um 45 daga bannið á sílikoni sem gekk í gildi þann 6. janúar. Núverandi upp- lýsingar bentu til að ekki væri þörf á að Ijarlægja sílikon sem þegar heföi verið komið fyrir nema læknifræöilegar ástæður lægju þar að bakL Bann bandarískra yfirvalda kom til vegna ótta raanna um öryggi sílikonsins sem notað er í fegmnarlækningum eftir krabbameinsmeðferö eða til að stækka brjóst kvenna. Bresk heilbrigðisyfirvöld segja að ekkert bendi tíl aö sílikonið auki líkumar á krabbameini. Reuter Friðarráðstefnan um Miðaustur- lönd hófst í Moskvu í morgun án þátttöku sendinefndar Palestínu- manna. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt sig viö upphaf- lega opnunarræðu sína og minntist ekki einu orði á það Palestínumenn neituðu aö sitja fundinn. „Við ákváðum að fara ekki af því að Bandaríkjamenn féllust ekki á forskrift okkar,“ sagöi Faisal al- Husseini, formaður palestínsku sendinefndarinnar, við fréttamenn í morgun. Palestínumenn vildu breyta vinnu- reglunum sem settar voru áður en viðræðumar hófust í október og að í samninganefnd þeirra yrðu menn frá austurhluta Jerúsalemborgar og menn sem búa ekki á herteknu svæð- unum. ísraelsmenn hafa ítrekað lýst því yfir að þeir vilji aðeins ræða við Pa- lestinumenn frá vesturbakka Jórd- anár og frá Gaz^svæðinu. Þeir úti- loka viðræður við sendimenn frá austurhluta Jerúsalems og fulltrúa útlægra Palestínumanna. Heimildarmenn meðal arabaþjóð- anna sögðu að Jórdanir ættu einnig í deilum við Rússa um fjölda sæta sem þeim var ætlaður. Rússnesku gestgjafamir buðu þeim íjögur sæti, aö sögn heimildarmannanna. Jórd- anir sögðust hins vegar vilja átta sæti eins og allar hinar sendinefnd- imar. Fréttamenn í ráðstefnusalnum sáu síðar þrjá fulltrúa sitja í sætum sem vom ætluð Jórdönum. Flestir full- trúar hinna arabaríkjanna, sem þáðu boð um að sitja tveggja daga ráð- stefnuna, virtust vera í salnum. Útlægi Palestínumaðurinn Yazid al-Sayegh, sem er einn níu fulltrúa þjóðar sinnar í Moskvu, sagði í sam- tah við Reuters-fréttastofuna fyrir utan hótel sitt að það eina sem Bandaríkjamenn hefðu haft fram að færa hefði verið eitthvert óljóst hjal um framtíðina. Hann sagði að Palest- ínumenn hefðu ekki haft neina for- skrift, þeir hefðu aðeins lagt fram nafnalista og þeir hefðu aldrei fengið nafnspjöldin sem leyfðu þeim að mæta til ráðstefnunnar. ísraelsmenn sættu sig aðeins við þrjá úr hópi Palestínumanna. Rússar og Bandaríkjamenn, sem standa saman að ráðstefnuni, sögðu að samsetning palestínsku sendi- nefndarinnar brytí í bága við reglur sem hefðu verið settar fyrir ráðstefn- una í Madríd. Reuter ítalir lofa stuðningi Evrópubanda- lagsins við Kínverja Li Peng, forsætisráðherra Kína, segir að hann hafi fegnið vilyrði ítala fyrir stuðningi frá Evrópu- bandalaginu við efnahagsupp- byggingu austur þar. Li Peng er á ferð um Vesturlönd, þeirri fyrstu frá því að Kínverjar ein- angruðust á alþjóðavettvangi í kjölfar stúdentaóeirðanna í Pek- ing árið 1989. Ekki eru þó allir ítalir sáttir við að Kínveijar verði teknir í sátt strax þótt þeir lofi einhverjum umbótum í mannréttindamálum. Þeir vilja að rætt verði um mann- réttindi í Kína um leið og efna- hagsmálin. Andreotti, forsætis- ráðherra Ítalíu, hóf t.d. viðræður sína við Li Peng með því að nefna örlög andófsmanna. Li Peng heldur til Spánar og Portúgals að lokinni Ítalíuheim- sókninni. Hann vildi og fá mót- töku hjá Frökkum, Þjóðverjum og Bretum en var hafnað. Það sýnir að kínversk stjórnvöld hafa ekki enn verið tekin í sátt þótt þeim hafi tekist að opna ofurlitla gætt til umheimsins. Leiðtogar Serba haf na friðartillögum Sameinuðu þjóðanna Milan Babic, leiðtogi Serba í Króatíu, hefur hafnað hugmynd- um Sameinuðu þjóðanna um hlutverk friðargæsluhðs í land- inu. Marrack Goulding, sérlegur sendimaður framkvæmdastjóra SÞ, hefur reynt að telja um fyrir Serbunum, sem hafa haldið uppi skæruhemaði í Króatíu frá því í sumar. Þeir hafa með stuðningi sambandshers Júgóslavíu náð þriöjungi Króatíu á sitt vald. Deilurnar standa um hvar frið- argæsluhðið á að taka sér stöðu. Serbarnir vilja að það verði við vígUnuna eins og hún er nú en Króatar vilja að það verði við gömlulandamærin. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.