Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992. 5 Fréttir íslandsbanki: Brjóstnælur í jólagjöf Starfsmenn íslandsbanka skarta nú nælum úr sUfri og messing sem þeir fengu í jólagjöf hjá fyrirtækinu. Konumar fengu barmnælu og karl- amir bindisnælu og er engin næla eins. Starfsmenn íslandsbanka em tæplega eitt þúsund. „Þaö er nú bara eðlilegt og sjálfsagt hjá öllum fyrirtækjum, sem vilja hugsa vel um sitt fólk, aö gefa því jólagjafir," segir Þórður Sverrisson, forstjóri markaösdeildar bankans, og bætir því við að margir hafi hringt og þakkað sérstaklega fyrir gjöfma. „Það er alltaf vandi að kaupa jóla- gjöf sem öllum líkar. Það er greini- legt að það tókst vel hjá okkur núna. í fyrra vomm við í vandræðum og enduðum á fjölskylduspili. Það er svo sem ágætisgjöf því allir geta spilað.“ Þórður segir að Jens guilsmiður hafi verið fenginn tii að vinna næl- urnar út frá merki bankans með náttúrutáknunum landinu, hafmu og sóhnni. Þar sem um jólagjöf er að ræða er verðánælunumekkigefiðupp. -IBS Enn deilt um verslunina Karma 1 Neskaupstað: Fógeti f restar lokunaraðgerðum - pólitískar ofsóknir, segja eigendumir Bæjarfógetinn í Neskaupstað hef- ur ákveðið að fresta lokunaraðgerð- um hjá versluninni Karma þar til umhverfisráðuneytið hefur sagt sitt álit á þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda að heimila ekki starfsemina á núver- andi stað. Ósk um lokun kom frá byggingarfulltrúa bæjarins á mánu- daginn þegar í ljós kom að verslun- inni hafði ekki verið lokað en þá rann út sá frestur sem bæjaryfirvöld höfðu veitt verslunareigendunum til að loka sjálfviljugir. Að sögn Hrafns Hallgrímssonar, deildarstjóra í umhvefisráðuneyt- inu, geta allt að þrír mánuðir hðið þar til úrskurður ráðuneytisins ligg- ur fyrir. Leita verði fyrst umsagna hjá skipulagsstjórn ríkisins og bygg- ingarnefnd Neskaupstaðar. Hann segir málskot verslunareigendanna fyrst hafa borist inn á sitt borð þann 16. janúar en til ráðuneytisins hafi það borist mánuði fyrr. Enn hafi honum því ekki gefist tími til að ræða við neinn um máhð. Verslunin Kárma tók th starfa síð- asthöið vor í íbúðargötu án þess að fyrir lægi leyfi byggingar- og skipu- lagsnefndar á staðnum. Þegar ósk þar um kom síðastliðið haust var starfsleyfi hafnað með vísan th þrengsla í götunni og farra bha- stæða. Þessu vhdu verslunareigend- urnir ekki una og skutu máhnu til umhverfisráðuneytisins. Segja þeir bæjaryfirvöld vera með póhtískar ofsóknir á hendur sjálfstæðum at- vinnurekendum á staðnum. Málið hefur komið th kasta bæjar,- sfjórnar en þar hefur ríkt póhtísk samstaða meðal fuhtrúa allra flokka um að hafna eigendunum um starfs- leyfi. Meðal sjálfstæðismanna á staðnum ríkir hins vegar ágreining- ur um máhð. -kaa . V Bryndís Svavarsdóttir í Islands- banka með brjóstnæluna sem hún fékk i jólagjöf frá vinnuveitendum. Allir starfsmenn bankans, nær þús- und manns, fengu ýmist brjóstnælur eða bindisnælur. DV-mynd GVA Lærið ensku í Englandi: „International Language and Sports Centre", Swanage, Dorset. Ársskólarfyrir nemend- ur á öllum aldri, byrjendur sem lengra komna. Vikulegar ferðir allt árið. Flogið til London með Flugleiðum. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogi 44-104 Reykjavík - Sími 91 -68 62 55 Lærið þýsku í Þýskalandi: „Deutsch im Deutschland D.I.D." Ársskólar víðs vegar um Þýskaland. Fyrir nemendur á öllum aldri, byrjendur sem lengar komna í þýsku. Flogið með Flug- leiðum til Frankfurt vikulega. Lærið frönsku í Frakklandi: „Institut D'en- seignement de Langue Francaise á Cote de Azur, Hyer- és" E.L.F.C.A. Ársskólar fyrir nem- endur á öllum aldri. Hafa þarf grunnþekkingu á frönsku máli (ekki algjörir byrjendur). Flogið til Parísar og Toulon með Flugleiðum/Airinter. Hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu- skóli í Bournemouth: „The Hotel Career Center" Ársskóli sem skipu- leggur námskeið fyrir byrjendur og nem- endur sem vilja auka við menntun sína. Veitir vinnurétt- indi víðs vegar um heim. Allar nánari upp- lýsingar veittar í skrifstofunni. Flogið með Flugleiðum til London. Á öllum þessum skólum er gist hjá fjölskyldum, borðað þar, en í ungl- ingaskólum á heimavist og þá borðað þar. Gert er ráð fyrir hálfu fæði mánudag - föstudags, fullt fæði um helgar. Yfirleitt 30 tíma kennsla á viku mánudaga - föstudaga. Skoðunarferðir skipulagðar af hálfu skól- anna. Við sendum bæklinga frá skólunum, lánum videospólur. Verð er mismunandi eftir skólum, lengd dvalar o.s.frv. Verðlistar eða hugmyndir fylgja bæklingum. Við minnum á Kanaríeyjaferðir okkar um Amst- erdam hverja viku. Mikið úrval gistinga. Flogið með Flugleiðum og Transavia. Verð samkeppnis- fært, örugg þjónusta, 24 skrifstofur „Insular s.l." veita farþegum okkar aðstoð hvar sem er á eyjun- um. Kynningarfundur á skólunum laugardaginn 1. febrúar kl. 14.00 á Loftleiðahótelinu, gengið inn um anddyri ráðstefnusalar. Fulltrúar frá ensku skólunum og hótelskólanum mæta og ræða við nemendur. Videomyndir sýndar. Öllum sem hafa hug á námi í ofangreindum skólum heimill aðgangur. - Verið velkomin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.