Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANUAR 1992. ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992. 17 Iþróttir Iþróttir Sport- stúfar ¥ “..... Þriðja punktamót Skvassfélags Reykja- /I vikur á þessum vetri hófst um helgina en þá fór fram keppni í opnum B- flokki. John Frantz varð sigur- vegari, Matthias Kjeld varð í öðru sæti og Hilmar Hilmarsson varö þriðji. Um næstu helgi verður keppt í A-ílokkum karla- og kvenna og er búist við hörku- keppni. Leikið verður í Vegg- sporö, Stórhöfða 17, og hefst keppni í karlaflokki klukkan 12 á laugardag en 14 i kvennaflokki. Courier kominn í annað sætið Eftir sigur Jim Couriers á Stefan Edberg í úrsJitaleik á opna ástr- alska meistaramótinu í tennis er hann kominn á 2. sætiö á heims- afrekalistanum á eftir Edberg. Staða 10 efstu manna er þannig: 1. Stefan Edberg.....Sviþjóð 2. Jim Courier ...Bandaríkjunum 3. Michael Stich...Þýskalandi 4. Pete Sampras Bandaríkjunum 5. BorisBecker.......Þýskalandi 6. Ivan Lendl...Tékkóslóvakíu 7. Guy Forget.....Frakklandi 8. Emilio Sanchez......Spáni 9. Petr Korda..Tékkóslóvakíu 10. Karle Novacek.Tékkóslóvakíu Þrír í Japis-deild Þrir leikir eru á dag- skrá Japis-deildarinn- ar í körfuknattleik í kvöld klukkan 20. KR tekur á móti Snæfelli á Seltjam- amesi, Tindastóll og Skallagrím- ur leika á Sauðárkróki og að Hlíð- arenda Valur og Keflavík. Handbolti í kvöid Tveir leikir em í 1. deild kvenna í hand- knattleik í kvöld. Stjarnan og Keflavík mætast í Garðabæ klukkan 18.50 og ÍBV mætir Fram í Eyjum klukkan 20. í 2. deild karla leika Þór og Völsungur á Akureyri klukkan 20.30. Herrakvöld FH Herrakvöld FH verður haldið í Kaplakrika fóstudaginn Ol.jan- úar og hefst skemmtunin klukk- an 20. í tilefhi þorra verður þorra- matur á boðstólum og þá verða skemmtilegar uppákomur. Miðar verða seldir í Kaplakrika alla þessa viku. Giitschow njósnaði fyrir Stasi Torsten Gútschow, sóknarmaður Dynamo Dresden í þýsku úr- valsdeildinni í knatt- spymu og fyrmm austur-þýskur landsliðsmaður, hefur viður- kennt að hafa njósnað um aðra Ieikmenn fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna, Stasi. Gútschow segir að sér hafi verið hótað aðskilnaði frá unnustu sinni ef hann neitaði að njósna. Hann fylgdist með um 60 knatt- spymumönnum, þar á meðal samherja sínura, Mattbíasi Sam- mer, sem nú leikur með Stutt- gart. Áhorfendur á leik Dresden í þýsku úrvalsdeildinni um síö- ustu helgi kolluðu ókvæöisorð aö Gútschow og nefhdu hann meðal annars „Stasi-svín!“ Sascoigne ekki með í Svíþjóð Nú er ijóst aö Paul Gascoigne Ieikur ekki með enska landslið- inu í úrshtum Evrópukeppninn- ar í knattspymu í Svíþjóð í sum- ar. Graham Taylor landsliðsein- valdur ætlaði að velja Gascoigne í hópinn ef hann yrði orðinn leik- fær um miðjan mars en 1 gær til- kynnti Terry Venables, yfir- framkvæmdastjóri Tottenham, að Gascoigne gæti ekki byijað að ieika með höinu fyrr en um miðj- an apríl. & Líkur á landsleikjum gegn ísraelsmönnum -19 leikmenn valdir fyrir Möltuferðina Miklar likur em á að íslenska landsliðið í knattspyrnu leiki tvo landsleiki gegn ísra^lsmönnum á þessu ári. Stefnt er að því að ísland leiki fyrri leikinn í ísrael þann 8. apríl og síðan er ráðgert að ísraels- menn komi með hð sitt hingað til lands í byrjun ágúst. Annars verður í nógu að snúast hjá landshðinu á næstu vikum. Á mánu- daginn heldur hðið til Möltu og leik- ur þar á móti ásamt heimamönnum og ólympíuliði Noregs. Þann 6. febrú- ar leika íslendingar gegn Norðmönn- um, 8. febrúar gegn svissneska liöinu Luzern og þann 10. febrúar leikur ísland gegn Möltu. Upphaflega ætl- uðu Albanir að vera með á þessu móti en þeir hættu við á síðustu stundu og Luzern kom í staðinn. Til furstadæmanna í byrjun mars í byrjun mars heldur íslenska lands- hðið til Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna og leikur tvo leiki 2. og 4. mars. Fyrri leikurinn er gegn A-hði heimamanna og sá síðari gegn U-19 ára hði þeirra arabísku. íslendingum er boðið til furstadæmanna og í því felst að ahar ferðir og dvalarkostnaður eru íslenska hðinu að kostnaðarlausu. Ásgeir valdi 19 leikmenn í gær Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari valdi í gær 19 manna hóp fyrir ferð- ina til Möltu. í honum er einn leik- maður sem ekki lék með landsliðinu á síðasta ári, Skagamaðurinn Har- aldur Ingólfsson, en hann lék sinn Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari valdi I gær 19 leikmenn til að keppa á móti á Möltu fyrstu vikuna I febrúar. Síðar verður svo leikið i furstadæmunum. Eyjamenn með besta markvörslu - í 1. deild karla í handknattleik fyrsta og eina landsleik til þessa gegn Bandaríkjamönnum fyrir tæpum tveimur árum. Þá valdi Ásgeir Valsmanninn Einar Pál Tómasson í hópinn en Einar Páh var ekki í náðinni eftir að Ásgeir tók við landsliðinu í haust. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram.... Friðrik Friðriksson, ÍBV. Vamarmenn: Sævar Jónsson, Val....... Kristján Jónsson, Fram... Guðni Bergsson, Tottenham... Einar PáU Tómasson, Val... Ath Helgason, Víkingi... Miðjumenn: Kristinn R. Jónsson, Fram. Andri Marteinsson, FH... Hlynur Stefánsson, ÍBV.. Baldur Bjamason, Fram.... Amar Grétarsson, UBK.... Rúnar Kristinsson, KR.... Haraldur Ingólfsson, ÍA.. Þorvaldur Örlygsson, Nott.For Sóknarmenn: Hörður Magnússon, FH....... Ath Einarsson, Víkingi..... Arnór Guðjohnsen, Bordeaux.. Guðni Bergsson verður væntan- lega með í fyrsta leiknum á Möltu, gegn Noregi, og Arnór í þeim síðasta, gegn Möltu. Þeir Pétur Ormslev, Ól- afur Þórðarson og Sigurður Jónsson em fjarverandi vegna meiðsla og Sig- urður Grétarsson og Eyjólfur Sverr- isson em uppteknir með félagshðum sínumásamatíma. -GH/VS .... 8 ....19 ....66 ....16 ....42 .... 4 .... 1 .... 6 .... 7 .... 7 .... 3 .... 2 ....20 .... 1 ....21 .... 3 .... 2 ....42 Framkvæmdir í fullum gangi - við nýju hlaupabrautina á LaugardalsveUinum Jóhannes Óh Garðarsson, vallarstjóri á Laugardalsvelhnum, sagði í samtali við DV í gær að framkvæmdum við nýja hlaupa- brautina miðaði vel áfram. Veðráttan hefði verið einstök og hún ætti stóran þátt í því hvað framkvæmdir gengju vel. Eins og málum háttar í dag er allt útht fyrir að nýja hlaupabrautin úr gerviefninu verði tekin í notkun í ágúst í sumar. „Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar verður í næstu viku en þá verður ljóst hvaða fjárveitingar verkið fær en ég er bjartsýnn að þær verði samþykktar," sagði Jóhannes Óh en áætlað er að uppsetningin kosti um 100 milljónir. Jóhannes Óh var inntur eftir hvað liði uppsetningu á flóðljósum við leikvanginn og sagðist á hann telja miklar líkur á því að flóðljósin fengju jákvæða umfjöllun hjá fjárveitingavaldinu í næstu viku og framkvæmdir gætu því hafist fljótlega. Það mætti því búast við að þau yrði tekin í notkun þegar íslensku félögin taka þátt í Evrópumótunum í knattspymu á hausti komanda. JKS/DV-mynd Brynjar Gauti IBV er þaö hð í 1. deild karla í handknattleik sem státar af bestu markvörslunni til þessa í vetur. Markveröir ÍBV hafa varið 14,9 skot aö meðaltah í leik, samtals 208 skot í 14 leikjum. Sigmar Þröstur Óskars- son landsliðsmarkvöröur hefur verið þar í aðalhlutverki og er búinn að veija 183 skot. FH, með Bergsvein Bergsveinsson fremstan í tlokki, er með næstbestu markvörsluna en liö Gróttu og HK fylgja fast á eftir eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Haukar eru með lökustu mark- vörsluna, markveröir þeirra hafa aðeins varið 10,6 skot að meðaltali í vetur en markverðir KA eru þar skammt fyrir ofan. Revine ver mest Sem fyrr er Alexander Revine, Rúss- inn í liði Gróttu, sá markvörður í 1. deild sem hefur varið flest skot í vet- ur. Þessir hafa varið best, skot/víti: Alexander Revine, Gróttu.....210/9 Sigmar Þ. Óskarsson, ÍBV.....183/9 Bergsveinn Bergsveinss., FH..176/12 Guðmundur Hrafnkelsson, Val ..162/14 Bjami Frostason, HK.........142/12 Sigtryggur Albertsson, Fram.125/7 Axel Stefánsson, KA..........116/7 Gísh F. Bjamason, Selfossi...116/3 Brynjar Kvaran, Stjömunni....108/3 Magnús Ámason, Haukum........100/4 Rétt er að taka fram að Valur hefur leikið 13 leiki, Selfoss, KA og ÍBV 14 en hin hðin 15 leiki. -VS Markvarsla — í 1. deild karla - 14,9 ] 14,3 ] 14,2 □ 14,1 ] 13,8 J 12,6 ] 12,5 1 12,5 Stjarnan I ™e/9 Víkingur 1172/9 KA Haukar ] 12,4 1 12,3 162/11 D 11’6 Varíð/vfti 10,9 Meðaltal Guðmundur Benediktsson er kominn á fulla ferð í belgisku knattspyrnunni. Samkeppnin er mikil Kristján Bemburg, DV, Belgía: Guðmundur Benediktsson er kom- inn á fulla ferð með belgíska félaginu Ekeren. Guðmundur virðist vera búinn að ná sér eftir langvarandi meiðsh og fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Ekeren í deildarleik um helgina. Ekki reyndi mikið á Guð- mund en hann kom inn á þegar fimm mínútur vom til leiksloka. „Ég var ekkert taugaveiklaður þann tíma sem ég tók þátt í leiknum. Það er virkilega gaman að vera kom- inn á fuila ferð að nýju. Ég geng ekki að þvi visu að fá tækifæri í næsta leik en samkeppni um sæti í liðinu er hörð. í þessum leik vantaði þrjá af fastamönnum Uðsins sem ekki gátu leikið vegna meiðsla," sagði Guðmundur Benediktsson í samtah viðDV. -JKS ISI80 ára Stærstu félagasamtök landsins, íþróttasamband íslands, eiga stór- afmæh í dag, þriðjudaginn 28. jan- úar. 80 ár em liðin frá þvi að ÍSÍ var stofnað í Bárabúð í Reykjavík. Afinælisms verður minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu. Ýms- ir áhersluþættir veröa teknir til umfjöllunar og efnt verður til sér- stakra íþróttaviöburða. ÍSÍ var stofnaö 28. janúar árið 1912. Stofnendur fSÍ vom eftírtalin félög: Glimufélagið Armann, íþróttafélagið Kári, íþróttafélag Reykjavíkur, Knattspyraufélagið Fram, Knattspyrnufélag Reykja- víkur, Ungmennafélag Reykjavík- ur og Ungmennafélagið Iðunn. Fulltrúar frá framangreindum fé- lögum sendu fuhtrúa á stofnfund- inn fyrir 80 árum. Til viðbótar höfðu fimm félög borið fram form- lega ósk um þátttöku í samband- inu. Þau eru því tahn með stoth- endum sambandsins. Félögin eru þessi: Skautafélag Reykjavíkur og Sundfélagið Ægjr úr Reykjavík og íþróttafélagiðGrettir, Glímufélagið<, Héðinn og Ungmennafélag Akur- eyrar, öh frá Akureyri. AIls stóðu því 12 félög aö stofnun ÍSÍ. í dag era 346 félög ínnan ÍSÍ og auk þess 28 héraðssambönd, íþróttabanda- lög og 20 sérsambönd. Um þaö bil lOOþúsund iökendur eru i dag inn- an ISf. Fimm forsetar frá upphafi Helsti hvatamaður að stofnun fSÍ var Sigurjón Pétursson glímu- kappi. Fyrstu stjórnina skipuðu hins vegar þessir menn: Axel V. Tuiiníus, forseti, Guðmundur Bjömsson, varaforseti, Bjöm Bjarnason frá Viðfírði, ritari, Hall- dór Hansen, gjaldkeri, og Björn Jakobsson, féhirðir. Núverandi stjórn fsf skipa eftirtaldir: Ellert B. Schram, forseti, Friðjón B. Frið- jónsson, Jón Ármann Héðinsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Hermann Sigtryggsson, Lovísa Einarsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Sigurður Jóakimsson og Árni Þór Ámason. Axel V. Tiúinius varö fyrsti for- seti ÍSÍ. Starfaði hann sem slíkur frá árinu 1912 til 1926. Benedikt G. Waage tók þá við og var forseti ÍSÍ til 1962 eða í 36 ár. Gísli Halldórsson var forseti frá 1962 tif 1980, Sveinn heitinn Bjömsson var forseti frá 1980 til 1991 er Ellert tók viö. Fimm menn hafa því gegnt forsetastarfinu á árunum 80 sem liöin era frá stofn- un ÍSÍ. Framkvæmdastjóri ÍSÍ í dag er Sigurður Magnússon. -SK Ishokkí: Leikmenn Bjarnarins sóttu ekki gull í greipar Skautafélags Akureyrar er liðin áttust við á skautasvellinu á Akureyri um helgina. Akureyringar sigraðu, 21-0, og eins og úrshtin bera með sér var um mjög ójafha viðureign að ræða. Siguröur Sveinn Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir SA, Heiðar Ingi Ágústsson 5, Ágúst Ásgrlms- son 2, Birgir Ágústsson 2, Einar Gunnarsson 2, Héðinn Björnsson 2 og Sigurgeir Haraldsson 1. Björninn mætti noröur með vængbrotiö hð en fimm banda- rískir leikmenn, sem jafnan leika með liöinu, komust ekki í leikinn. Skautafélag Akurayrar er nú efstí keppninni um íslandsmeist- aratitilinn með 6 stig eftir 4 leiki. Skautafélag Reykjavíkur er í öðra sæti meö 4 stig eftir 3 leiki og á ínni leik gegn Birninum. Björninn rekur lestina án stiga eftir 3 leiki. Markahæsti leikmað- ur í deildinni er Heiðar Ingi Ág- ústsson, SA, sem hefur skorað 13 mörk. -SK Þýski handboltinn: íslendingaliðin í neðri hlutanum Öh íslendingaliðin í þýsku úrvals- deildinni í handbolta töpuðu leikjum sínum um helgina. Héðinn Gilsson og félagar hans í Dússeldorf heimsóttu Kiel, sem er í efsta sæti í riðlinum, og töpuðu með tveggja marka mun, 19-17. Kiel hafði 11-6 yfir í hálfleik en Dússeldorf náði að minnka muninn í eitt mark, 15-16, og fékk mörg tækifæri til þess aö jafna metin. Á lokakaflanum reynd- ust Kielarmenn sterkari og sigruðu. Héðinn skoraði 2 mörk í leiknum, hann var óheppinn meö skot og ekki sjaldnar en fimm sinnum skaut hann í markstangimar. Dússeldorf er í 8. sæti. Sigurður Bjamson skoraði 1 mark fyrir Grosswallstadt þegar hðið tap- aði fyrir Leuterhausen, 17-14, á úti- velli. Grosswallstadt er í 8. sæti í sín- um riðh. Suhl, hð Jóns Kristjánssonar, held- ur sig við botnbaráttuna eftir 16-14 tap gegn Leipzig. -GH Síðari umflöllun um lið í Kyrrahafsdeildinni: „Litli bróðir“ Lakers á góðri leið Umíjöllun um hð í Kyrrahafsriðhn- um heldur áfram í þessum pisth. Margt fróðlegt kemur fram en ýmsar breytingar og tilfærslur hafa átt sér stað h)á hðunum, bæði fyrir tímabihð og eins meðan á því hefur staðið. Seattle Supersonics K.C. Jones, þjálfari þeirra, var rekinn á dögunum en ekki held ég að þaö veröi til bóta. Mildar breytingar vora gerðar sl. vetur. Seldir vora: Olden Polynice tíi L.A. Chppers, Dale Elhs til Milwaukee og Xavier McDaniel til Phoenix (nú New York). Keyptir vora: Benoit Benjamin frá Chppers, Eddie Johnson frá Phoenix og Ricky Pierce frá Milwaukee. Þá fengu þeir Gary Payton, leikstjómanda, úr háskólaval- inu, sem stóð sig mjög vel. Þrátt fyrir ágæta leikmenn á borð viö Derrick McKey, Michael Cage og Shawn Kemp virðist vanta herslumuninn og eflaust detta þeir út úr 1. umferð úrshtanna eins og sl. ár ef þeir þá á annað borð komast í úrshtín! - Spá: 5. sætí í riðlin- um. 8. sætí í úrshtariðh. Los Angeles Clippers „Litli bróðir" Lakers, eins og gárung- ar hafa stundum kallað þetta unga Chppers-hð, virðist nú loksins á góðri leið með að shta bamsskónum. Hinn frægi framkvæmdastjóri þess, Elgin Baylor, sem í mörg ár lék meö Lakers og er af mörgmn talinn bestí fram- heiji allra tíma, tók upp budduna í sumar og bættí við liðið „gömlum, reyndum brýnum", þeim James Edw- ards frá Detroit og Doc Rivers frá Atlanta. Þeir ásamt Danny Manning, Ron Harper, Ken Norman, Olden Po- lynice, Charles Smith og Gary Grant hafa tryggt Chppers bestu byijun í mörg ár og enda þótt þeim takist e.t.v. ekki að komast í úrsht í vor þá er framtíðin björt. - Spá: 6. sæti í riðlin- um. Ekki í úrsht. Sacramento Kings Æ, æ, hvað á maður að segja um Sacramento? Það seldi besta mann sinn í fyrra, Antoine Carr, valdi Bihy Owens í háskólavahnu og skipti á honum og Mitch Richmond ásamt Les Jepsen frá Golden State. Þá skipti það við Atlanta, fékk Spud „htla“ Webb fyrir Travis Mays! Lionel Simmons, framherji á öðra ári, var stórkostleg- ur í fyrra og Wayman Tisdale skilar ahtaf sínu en það er bara ekki nóg. Miðherjar hðsins era Duane CausweU og Dwayne Schintzius! Og aörir leik- menn í takt við það! - Spá: 7. sæti í riðlinum. Ekki í úrsht (sennilega ekki á þessari öld með þessu áframhaldi!). Schmeichel bjargaði Manchester United Southampton og Manchester Un- ited gerðu markalaust jafntefli í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspymu í gærkvöldi. Danski landshðsmarkvöröurinn, Peter Schmeichel hjá Unietd, varöi hvað eftir annað stórkostlega í leiknum. Liðin eigast við að nýju 5. febrúar og Uðið sem fer áfram í 5. umi'erð mætír Bolton á útívelh. -JKS Körfuknattleikur: Öruggt hjá Haukum - sigruöu Þór, 97-109, á Akureyri Gunnar Níelsson, DV, Akureyri: Haukar unnu ömggan sigur á Þór á íslandsmótinu í körfuknattieik á Akureyri í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 97-109. í hálfleik var staðan 43-59 fyrir Hauka. Haukamenn höfðu leikinn í hendi sér frá upphafi til enda. Þórsuram tókst að minnka bihð þegar Uðið breytti um vamaraðferð, lék stífa pressuvöm en Haukar juku muninn á lokakaflanum og sigruðu ömgg- lega. Þórsarar mistækir í sóknarleiknum Þórsarar voru mistækir í sókninni og ekki bættí úr skák aö Joe Harge náði sér engan veginn á strik. Hann á aö geta mun betur en hann náði að sýna í gærkvöldi. Haukamenn léku lengstum vel og var John Rhodes þar fremstur í flokki og einnig var Henning Henn- ingsson góöur. Konráö Óskarsson var bestur í Þórsliðinu en hann hefur leikið vel með Uðinu í vetur. -JKS Þór (43) 97 Haukar(59) 109 0-2, 9-8, 18-25, 32-50, 41-52, (43-59). 52-67, 62-82, 74-90, 83-94, 94-98, 97-109. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 27, Joe Harge 22, Guðmundur Bjöms- son 19, Jóhann Sigurðsson 14, Bjöm Sveinsson 10, Ami Jónsson 2, Davíð Hreiðarsson 2, Stefán Friðleifsson 1. Strig Hauka: John Rhodes 31, Henning Henningsson 20, Jón Arnar Ingvarsson 17, Jón Öm Guðmundsson 16, ívar Ásgríms- son 13, Bragi Magnússon 9, Reynir Kristjánsson 2. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Knstján Möller, dæmdu ágætlega. Áhorfendur: 79 greiddu aðgangs- eyri. Franska stúlkan Carole Merle sigraði í stórsvigi í heimsbikarkeppninni á skíöum í Morzíne í Frakklandi í gær. Deborah Compagnoni frá Ítalíu varð í öðru sætí og bandaríska stúlkan Diann Roffe hrepptí þriðja sætíö. Þær Merle og Compagnoni vom hnífjafnar eftír fyrri umferðina en í þeirri síðari tryggði Merle sér sigurinn. Vreni Schneider frá Sviss, sem er efst að stigum í heimsbikarkeppninni, varö í 5. sætí. Símamynd/Reuter Aðalfundur Þróttar Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn í Þróttheimum þriðjudaginn 4. febr. kl. 20. Félagar, fjölmennið. Aðalstjórn Þróttar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.