Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992.
13
Menning
Feiknstöfum
skráð
„Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón.“
Þegar skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur með þessu
nafni kom út hlaut hún ákaflega góðar undirtektir og
lofsamlega dóma. Þó er bókin mjög óvægin við lesand-
ann, full af angist og grimmd, en um leið skrifuð af
óbrigðulu skáldlegu innsæi og djúpum skilningi á
mannlegum samskiptum.
Uppbygging sögunnar er flókin og lagskipt, og per-
sónumar margræðar. Þetta er bók sem gerir kröfur
til lesandans, en heldur honum um leið fongnum.
Hávar Siguijónsson hefur gert leikgerð sögunnar og
leikstýrir sýningu Þjóðleikhússins, sem frumsýnd var
í nýjum sal, Smíðaverkstæðinu, síðasthðið fóstudags-
kvöld. Leikgerðin fylgir sögunni í öllum meginatrið-
um, hún er harðneskjuleg, hröð og sterk, en býr engu
að síður bæði yfir viðkvæmni og sársauka.
Þetta er í senn grimm og mannleg sýning um feikn-
leg örlög ungrar stúlku. Sýning, sem hlýtur að vekja
margar spumingar og lætur engan ósnortinn.
Áhorfandinn heyrir sögu ísbjargar þegar hún rekur
atvik fyrir lögfræðingi sínum þar sem hún situr í fang-
elsi, ákærð fyrir morð. Hún segir frá æsku sinni og
föðurnum, sem hún dáði, en hann misnotaði barnið
kynferðislega. Móðirin, kúguð og niðurbrotin í sam-
búðinni með þessu mannskrímsli, þaggaði niður allar
grunsemdir og lét sem hún vissi ekkert um atferli
hans.
Þessi ömurlega æska setur óafmáanlegt mark á ís-
björgu, og hún reynir að takast á við heiminn með því
að herða sig upp og sparka frá sér. Inntak sögunnar
er lýsingin á henni, og andstæðumar í fari hennar
skýrast eftir þvi sem lengra liður á verkiö og sjónar-
homið víkkar. Við sjáum ekki bara hina hörðu ís-
björgu heldur líka hina mjúku og skynjum það tvíeðh
sem býr í öhum mönnum. Spurningin er bara hvemig
það þróast hjá hveijum einstökum.
Eins og fyrr sagði fylgir leikgerðin sögunni í megin-
dráttum þó að sums staðar þurfi að umskrifa og að-
laga textann fyrir leiksviðið. Helsti annmarki leikgerð-
arinnar er persónusköpunin, sem verður frekar veik,
og sumar persónumar eingöngu staðlaðar týpur vegna
þess hvað ísbjörg er ahsráðandi.
Meira að segja lögfræðingurinn Pétur öðlast varla
sjálfstætt líf þrátt fyrir þæghega túlkun Þórarins Ey-
flörð.
Hávar velur þá leið að skipta hlutverki ísbjargar á
milh tveggja leikkvenna. Þannig kahast á hin harða
og hin mjúka ísbjörg þó að skihn séu ekki skýr. Sjálf
mörkin em óljós, og sviðin skarast, en skiptingin gef-
ur færi á miklu dýpri og ítarlegri sálarlífslýsingu en
eha.
Þessi leið Hávars, sem fær endurhljóm í annarri
hlutverkaskipun í verkinu, reynist mjög sterk og það
er óhætt að segja að áhorfendur sitji höggdofa aha
sýninguna. Verkið er hlaðið spennu og textinn kemur
bæði til skha miskunnarlausu raunsæi bókarinnar og
ljóðrænu ívafi.
Leikmynd Elínar Eddu Ámadóttur er mjög vel hönn-
uð og margræð í einfaldleik sínum. Lehistjóri nýtir
vel möguleika hennar. Leikurinn berst fram og aftur
eftir palh sem hggur eftir endhöngum salnum með
útgönguleiðum th beggja enda, og áhorfendur sitja
bókstaflega ofan í atburðum. Elín Edda hannar líka
ágæta búninga sem allir vom vel við hæfi, nema hvað
mér fannst flíkumar, sem Guðrún S. Gísladóttir
klæddist, einstaklega ljótar.
Guðrún leikur ísbjörgu eins og hún er orðin eftir
ótrúlegar ágjafir í lífinu, eiturgrimm og bæði bítur og
slær. Guðrún hefur svipbrigðaríkt andht, hver dráttur
er meitlaður og harður, þegar hún túlkar þijósku,
reiði og fyrirhtningu, sem þó er blandin óbærilegri
þrá eftir umhyggju og bhðu. Skehn er ekki eins þykk
og sýnist.
Leikur Guðrúnar er afar sterkur og óvæginn. Áhorf-
endum era ekki gefin nein grið og rétt eins og lögfræð-
ingurinn, sem þarf að hlusta á aha sögu ísbjargar,
upplifa þeir hana með henni án þess að fá vömum við
komið.
Hin Ihiðin á ísbjörgu er ekki eins hörð, þó að hún
stappi í sig stálinu. Þessi ísbjörg gefur hugmynd um
aðra og mýkri manneskju, eitthvað í þá átt sem hún
hefði getað orðið. Bryndís Petra Bragadóttir ghmir við
þennan hluta persónunnar, sem er að ýmsu leyti erfið-
ari og óræðari. Þetta er sú ísbjörg, sem auðveldara
virðist að stjóma, en hún er þó ekki öh þar sem hún
er séð.
Bryndís Petra þarf eins og Guðrún að spanna breitt
svið í túlkun sinni. í verkinu em miklar sviptingar
og hörð átök, en inn á milli era líka ljóðrænir kaflar.
Bryndís Petra Bragadóttir og Guðrún Gisladóttir leika
báðar ísbjörgu.
Leiklist
Auður Eydal
Þessi blæbrigði koma meira fram í hlutverki Bryndís-
ar, sem sýnir hér vel unninn skapgerðarleik.
Saman mynda þær Guðrún og Bryndís Petra heihega
mynd af ísbjörgu, mynd, sem fær aukna vídd og dýpt
með þessu móti og báðar leika ísbjörgu á. barnsaldri
einkar vel.
Jóhann Sigurðarson leikur bæði föður ísbjargar og
sömuleiðis „Manninn", sem reynist henni seinna ör-
lagavaldur. Hér leikur einn leikari tvo menn, sem
báðir eru einsht ómenni og misnota ísbjörgu. Endalok-
in eru óumflýjanleg. Jóhann bregður hér fyrir sig
hrollvekjandi túlkun, ólíkri nokkm sem ég hef áður
séð hann leika, og er alveg ótrúlega óhugnanlegur,
sérstaklega í hlutverki föðurins.
. Ragnheiður Steindórsdóttir leikur hijáða og fótum-
troðna móður ísbjargar, sem brotnar alveg niður und-
an oki sektar og sársauka. Ragnheiður túlkar eymd
hennar og hjálparleysi af miklu raunsæi, hún breytist
jafnvel alveg í úthti.
ÓUna Hrönn Jónsdóttir lék þijú hlutverk, bæði björt
og svört, og leysti þau mjög vel afhendi. Og ekki bmgð-
ust þeir Pálmi Gestsson og Hjálmar Hjálmarsson í sín-
um hlutverkum, sem skiptust líka í það að vera björt
og svört. En eins og fyrr sagði vom þetta aUt frekar
staðlaðar persónur.
Fyrsta sýningin í Smíðaverkstæðinu verður áreiðan-
lega í minnum höfð. ísbjörg Ijón gengur út af síðum
bókarinnar og inn í leikhúsið. Slík yfirfærsla er alltaf
viðkvæm og leikgerð eftir bók er auðvitaö alveg nýtt
og sjálfstætt verk, sem verður að geta lifa á eigin for-
sendum.
Ekki er annað að sjá en ísbjörg leiksviðsins fari létt
með það.
Þjóðleikhúsiö - Smíðaverkstæðiö:
ÉG HEITI ÍSBJÖRG. ÉG ER LJÓN etlir Vigdisi Grimsdóttur.
Leikgerð og leikstjórn: Hávar Slgurjónsson.
Leikmynd og búningar: Elin Edda Árnadóttir.
Tónlist og leikhljóö: Lárus H. Grimsson.
Lýsing: Björn B. Guðmundsson.
Athugasemd
DV biður lesendur velvirðingar á að leikhstardómur Auðar Eydal skyldi ekki birtast í fyrsta blaði eftir
frumsýningu eins og venjan er. Var það vegna mistaka á ritstjóm blaðsins.
Fréttir
Hæstiréttur tryggir réttarstöðu einhverfs drengs:
Mannréttindi að
fólk f ái að búa í
íbúðahverfum
- segir móðirin, Helga Ingólfsdóttir
„Þetta er spurning um mannrétt-
indi og snýst um rétt fólks til að búa
í íbúðahverfum. Það á ekki að vera
hægt að reka fólk burt úr þeim vegna
þess eins að það er fatlað. Ég trúi
ekki öðm en að það sé pláss fyrir
okkur öh á þessu landi, svo fremi
sem við gætum þess að sýna hvert
öðm gagnkvæma virðingu og thhts-
semi,“ segir Helga Ingólfsdóttir,
móðir einhverfs drengs á sambýh
fyrir fatlaða að Sæbraut 2 á Seltjam-
amesi.
Hæstiréttur dæmdi Helgu nýverið
rétt th meðalgöngu í máh hjóna á
Seltjamarnesi gegn félagsmálaráð-
herra út af sambýhnu. Meðalganga
gefur Helgu rétt til þátttöku í málinu
sem rekið verður fyrir bæjarþingi
Seltjamarness. Áður hafði undirrétt-
ur hafnað ósk hennar þessa efnis.
í dómi Hæstaréttar segir að verði
niðurstaða héraðsdóms sú að loka
verði sambýhnu muni sonur Helgu
þar með þurfa að flytjast á brott.
Kemst Hæstiréttur að þeirri niður-
staða að úrsht málsins skipti ein-
hverfa drenginn miklu enda hafi
ekki komið fram að hann eigi kost á
öðru sambærhegu heimih.
Að sögn Helgu er hún mjög ánægð
með þessa niðurstöðu Hæstaréttar
enda hafi sonur hennar augljósra
hagsmuna að gæta í máhnu. Hún
segist undrast þá hörku umræddra
hjóna að reka máhð annars vegar
fyrir dómstólum og hins vegar að
meina sér um meöalgöngu. „Þótt ein-
hver í sambýlinu hafi hugsanlega
áreitt þessi hjón er ekki hægt að al-
hæfa út frá því og kenna öllum um.
Minn sonur hefur ekki gert þeim
neitt,“ segir hún.
-kaa
Ný sundlaug
á Suðureyri
Jón Víðir Njálsson, DV, Suðureyri:
Langþráð stund rann upp hjá Súg-
firðingum sl. laugardag er ný simd-
laug var vígð við hátíðlega athöfn.
Ávörp fluttu núverandi sveitar-
stjóri, Hahdór Karl Hermannsson,
og fráfarandi sveitarstjóri, Snorri
Sturluson. Séra Sigríður Guðmunds-
dóttir hélt ræðu og vígði laugina. Að
því loknu var Guðna Ólafssyni, 75
ára gömlum Súgfiröingi, boðið að
stinga sér fyrstum manna til sunds
í hinni nýju laug. Hann tók einnig
þátt í vígslu gömlu laugarinnar við
Laugar árið 1933.
Öllum var svo boðiö að fara í laug-
ina sér að kostnaðarlausu og upp-
hófst þá mikið líf og fjör í lauginni.
Sundlaug þessi var keypt í Þýska-
landi og er kostnaður við hana um
það bh 10 mhljónir. Th að fjármagna
kaupin hefur sjúkrasjóður Verka-
lýðs- og sjómannafélagsins Súganda
lánað Suðureyrarhreppi 7 mhljónir
króna.
Fyrsti maðurinn sem stakk sér í laugina var Guðni Ólafsson, 75 ára iþrótta-
maður. Hann var einn af þeim sem vigðu gömlu sundlaugina 1933.
DV-mynd Jón Víðir Njálsson
Bilskúrshurðir—Iðnaðarhurðir
A QT D A Austurströnd 8
nu I flM simi 612244
Að syngja
hjálpar þér að halda góða skapinu. Losar streitu og eykur
sjálfstraust og öryggiskennd.
Söngsmiðjan (áður Nýi kórskólinn) býður upp á námskeið
þar sem kennd eru undirstöðuatriði í tónfræði, nótnalestri,
söngtækni og samsöng/einsöng. Einnig könnum við
hvernig áhrif söngur og tónlist hefur á okkar daglega líf
og hvernig við getum nýtt okkur þessi áhrif. Námskeiðin
eru opin ungum sem öldnum, laglausum sem lagvísum.
Kennari er Esther Helga Guðmundsdóttir söngfræðingur.
Uppl. í síma 656617 alla virka daga frá kl. 10-13.