Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992.
3
Fréttir
Hollenskt ráðgjafarfyrirtæki mælti gegn sameiningu Borgarspítala og Landakots:
Sóun fjármuna og lakari
þjónusta við sameiningu
„Sameining Borgarspítalans og
Landakotsspítala gengur gjörsam-
lega á skjön viö tillögur hollensku
rekstrarráðgjafanna frá því sumar.
Þeir mæltu gegn tveimur jafnstórum
sjúkrahúsum þar sem um sam-
keppni mundi veröa að ræða um
starfsfólk, fjármagn og jafnvel sjúkl-
inga. Þessi sameining, sem nú er
verið að ræða, er að mínu mati ekki
góður kostur. Afleiðingin gæti orðið
sú að kostnaðurinn við heilbrigðis-
þjónustuna ykist á ný,“ segir Pétur
Jónsson, framkvæmdastjóri stjóm-
unarsviðs Ríkisspítalanna.
Síðasthöið sumar skilaði hollenska
rekstrarráögjafarfyrirtækið Moret
Emst & Young skýrslu til stjórnenda
Ríkisspítalanna um framtíöarstöðu
Landspítalans. Skýrslan tók einkum
á æskilegri samsöfnun og dreifingu
sjúkrahússþjónustu á höfuðborgar-
svæðinu. Meginniðurstaðan var sú
að rétt væri að sameina Landspítal-
ann og Borgarspítalann í eitt stórt
hátæknisjúkrahús til að koma í veg
fyrir óþarfa samkeppni mn fjármagn
og bæta þjónustuna á sem ódýrastan
hátt. Að sama skapi var lagst gegn
sameiningu Landakotsspítala - og
Borgarspítala.
Versti kosturinn valinn
Að sögn Péturs vora stjórnendur
Ríkisspítalanna mjög sáttir viö efni
skýrslunnar enda rökstuðningur
rekstrarráðgjafanna gildur. í ljós
kom hins vegar að af hálfu Borgar-
spítalans var mikil andstaða gegn
sameiningu við Ríkisspítalana.
Þrátt fyrir rökstutt álit hollensku
rekstrarráðgjafanna, sem allir hafa
viðamikla reynslu af skipulagningu
heilbrigðisþjónustu, virðist Sighvat-
ur Björgvinsson heilbrigðisráðherra
hafa valið að hunsa skýrslu þeirra.
Yfirlýst stefna hans er að sameina
Borgarspítalann og Landakotsspítal-
ann þrátt fyrir þau vamaðarorð hol-
lensku sérfræðinganna að kostnað-
urinn kunni að aukast.
Formlegar samningaviðræður
standa nú yfir milh stjómenda Borg-
arspítalans og Landakots um sam-
einingu. Til að auðvelda ákvörðunar-
tökuna hefur hehbrigðisráðherra
skorið rekstrarframlög til Landakots
stórlega niður en boðið aukna fjár-
muni náist samkomulag. Gangi sam-
einingin eftir verða starfandi í
Reykjavík tveir næstum jafnstórir
hátæknispítalar sem óhjákvæmilega
munu lenda í samkeppni, samkvæmt
skýrslu rekstrarráðgjafa Emst &
Young.
Megintillaga Hollendinganna
MegintiUaga Emest & Young felur
í sér að með samrana Ríkisspítal-
anna og Borgarspítalans náist sam-
söfnun þverfaglegrar, óalgengfar,
mjög sérfræöilegrar og hátæknilegr-
ar bráðaþjónustu á einn th tvo staði.
Að auki geti samruninn leitt til al-
mennrar dreifingar einsfaglegrar,
algengrar, fremur almennrar, lág-
tæknilegrar og valfijálsrar þjónustu.
Kostimir við samsöfnun sérhæfðr-
ar sjúkrahússþjónustu era að mati
Emest & Young betri nýting sjúkra-
deilda vegna stærðar, auknir mögu-
leikar á frekari sérhæfingu lækna,
minni stjómunarkostnaður, auknir
möguleikar á menntun og rannsókn-
um. Að auki gæfist læknum og
hjúkrunarfólki betra svigrúm til að
bera saman og ræða meðferðar-
mynstur.
Hvað varðar aðra almenna heil-
brigðisþjónustu er það mat hol-
lensku ráðgjafanna að dreifing henn-
ar sé af hinu góða. Hún geti leitt til
kostnaðaraðhalds sem komi skatt-
greiðendum til góða og meiri gæða
sem sé sjúklingum hagstætt.
Fámenni kallar á samruna
Hohensku rekstrarráðgjafarnir
segja að samruni Ríkisspítalanna og
Borgarspítalans muni leiða til 80 til
100 prósent markaðshlutdehdar á
flestum sviðum læknisfræðinnar.
Með þeim hætti yrði kostnaðarað-
haldið mest og tilkostnaðurinn
minnstur. Hvað varðar öflun og nýt-
ingu dýrra tækja, nýtingu og gang-
kvæma örvun milli fágætra sér-
greina og viðhald hagnýtrar kunn-
áttu með tilliti th fámennis myndi
þéssi kostur leiða th lágmarks tvö-
foldunar í hehbrigðisþjónustunni.
Á hinn bóginn er það mat ráðgjaf-
anna að með samruna Borgarspítal-
ans og Landakotsspítala muni ein-
Ráöhús Reykjavíkur:
Milljónakostnaður
vegna f undarborða
„Borgarstjómarsalnum í nýja ráð-
húsinu svipar mjög th núverandi
fundarsalar borgarstjómar. Sæti
borgarfuhtrúanna mynda skeifu. Við
háborð sitin- fundarstjóri, sem er for-
seti borgarstjómar, og borgarstjóri.
Þar era og tvö ræðupúlt sem hægt
er að hækka og lækka eftir þörfum.
Th hhðar við háborðið mun svo
fundarritari sitja. Salurinn er fer-
kantaður og hann er ekki það stór
að það þurfi hátalarakerfi í hann,“
segir Stefán Hermannsson aðstoðar-
borgarverkfræðingur.
- Fyrst að sölunum svipar svona
saman af hverju er þá eklti hægt að
nota húsgögnin úr gamla salnum?
„Þau passa nú kannski ekki alveg.
Það er mjög sterkur htur á parketinu
sem notað er í nýja ráðhúsinu og
húsgögnin era í sama ht.“
Þessa dagana er unnið að því að
kaupa húsgögn í ráðhúsið í Tjöm-
inni. Á fjárhagsáætlun borgarinnar
er gert ráð fyrir að eyða 135 mihjón-
um króna í húshúnað og tækjakaup
fyrir ráðhúsið. í þeirri tölu er þyj
gert ráð fyrir kostnaði vegna tölvu-
kaupa, tölvutenginga og símstöðvar.
Það er fyrirtækið Bíró Steinar í
Kópavogi sem mun annast smiðina
á fundarborðum í borgarstjórnarsal-
inn auk tíu annarra fundarborða
sem verða víös vegar í ráðhúsinu.
Hljóðaði útboðið upp á 21 milljón
króna.
Kostnaður vegna skrifborða og
hihna, sem framleidd verða hjá GKS,
en þeir áttu lægsta thboðið í þann
hð, og skrifborðsstóla frá Epal, sem
ákveðið var að kaupa eftir verðkönn-
un, hljóðar upp á um um 30 mihjónir
króna.
Þá er ótalinn kostnaður vegna stóla
sem veröa á biðstofum í ráðhúsinu
en þeir era keyptir hjá Sess. Stefán
sagðist ekki hafa á reiðum höndum
kostnað vegna þeirra. -J.Mar
Starfsfólk Landakots fjölmennti á Alþingi í gær.
ungis nást 40 th 60 prósent markaðs-
hlutdehd í mörgum sérsviðum lækn-
isvísindanna. Kostnaður mun
hækka, sóun verður í hámarki og
gæði þjónustunnar munu minnka.
Óþörf tvöfoldun í hehbrigðisþjón-
ustunni yrði í hámarki.
í skýrslunni kemur fram að þaö
þarf ekki að vera slæmur kostur fyr-
ir Landakotsspítala þó Borgarspítal-
inn og Ríkisspítalamir sameinuðust
undir eina yfirstjórn. í stað þess að
veita bráðaþjónustu gæti hann veitt
svokahaða valþjónustu sem sjúkl-
ingar greiddu sjálfir fyrir.
DV-mynd GVA -kaa
Nokkuð hefur borið á fölsuðum vörum merktum Levi's á
markaðnum. Ef þú kaupir föt merkt Levi's í öðrum búðum
en í Levi's búðinni áttu á hættu að þau séu svikin
og gæðin alls ekki þau sömu.
Levi's búðin, Laugavegi 37, er löggild Levi's búð á íslandi
(AUTHORIZED LEVI'S DEALER) og því eina búðin þar
sem þú getur verið viss um að þú fáir ekta Levi's.