Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992.
Spumingin
Hvar á ríkiö
helst að spara?
Einar Guttormsson skrifstofumaður:
Þeir ættu að byija á sjálfum sér. Þá
á ég viö toppana í ráðuneytunum og
annars staðar.
Ómar Sigurðsson verkamaður: Ríkiö
ætti að byija á því að setja ráðherra
og þingmenn á verkamannalaun.
Síðan ætti líka aö spara í þessu opin-
bera sukki.
Bjarki Sveinbjörnsson nemi: í óþarfa
fjárfestingum.
Hörður Zophaníasson rafvirki og
sölumaður: í heilbrigðiskerfinu t.d.
En þeir mega samt ekki byija á vit-
lausum enda.
Sigríður Jóhannesdóttir meðferðar-
fulltrúi: Ég skipti mér ekkert af
þessu.
Ólafía Ragnarsdóttir, húsmóðir og
dagmamma: Ferðalögum og risnu
hjá þingmönnum.
Lesendur
Kröfurum
nýia skatta
H.J. skrifar:
Verkalýðsforingjar gera kröfu um
nýjan skatt á sparifé. Þetta er furðu-
leg krafa þar sem stór hluti sparifjár-
eigenda er gamalt (og oft heiisutæpt)
fólk en í öðru orðinu tala þessir pred-
ikarar um það af tilfinningaþunga
hve núverándi ríkissljóm fari illa
með gamalt fólk og sjúklinga. Fólk
safnar einmitt sparifé m.a. til þess
að mæta óvæntum áfollum svo sem
heilsumissi.
Það er annars furðulegt hve fólk
er vifjugt að taka undir þennan söng
í komma-trúðunum þegar þeir eru
að heimta nýjar álögur á almenning
en það er vitað að skattur sem einu
sinni hefur verið settur á verður
aldrei tekinn af aftur. Það er mín
reynsla og er ég nú komin á efri ár.
Eitt dæmið um slíka skatta er eigna-
skatturinn á ekkjur og einstaklinga
sem er svo hár að kalla má eignaupp-
töku.
Sem betur fer er það ekki hlutverk
þessara lýðskrumara að sefja land-
inu lög þó þeir virðast trúa því sjálf-
ir. Maður hélt nú aö það hefði sann-
ast nógu rækilega að gamli komma-
draugurinn um botnlausa skatta og
ríkisforsjá var í raunveruleikanum
aldrei annað en martröð.
„Það er annars furðulegt hve fólk er viljugt að taka undir þennan söng i
komma-trúðunum þegar þeir eru að heimta nýjar álögur á almenning."
Stjórnmálamennirnir mesta vandamálið
Kristján Jóhannesson skrifar:
Oft hefur íslenska þjóðin þurft-að
glíma viö erfið vandamál en sjaldan
hefur vandinn verið eins og mikill
og nú. Samdrátturinn í þjóðfélaginu
blasir hvarvetna við og herferð að-
haldsaðgerða er skollin á.
Núverandi aðstæður eiga sér lang-
an aðdraganda og margir bera
ábyrgð á því ófremdarástandi sem
ríkir. Vandinn er uppsafnaður og
skrifast sem klúður íslenskra stjóm-
málamanna í gegnum árin. Þeir
herrar, sem nú sitja, geta auðvitaö
ekki borið af sér skammimar og
vinnubrögð þeirra á þessum síðustu
og verstu tímum gefa ekki tilefni til
húrrahrópa. Nei, þessi ríkisstjóm
mun ömgglega aldrei teljast til
þeirra betri. Stefna hennar sér til
þess, enda ekki hægt að greiða at-
kvæði með mönnum sem ráðast á
garðinn þar sem hann er lægstur.
Lyfjakostnaður rýkur upp úr öllu
valdi, fækka skal sjúkrahúsum og
skera niður bamabætur, svo að
dæmi séu tekin.
Undirrót alls þess vanda era stjóm-
málamennimir sjálfir. Þeir era alveg
kolómögulegir og hafa yfirleitt veriö
það flestir. Undantekningartilfellin
era fá og ritari man ekki eftir neinum
stjómmálamanni í svipinn sem stað-
ið hefur upp úr. Meira að segja Dav-
íð Oddsson hefur alveg bragðist mér.
Ég var sáttur með hann sem borgar-
stjóra þangað til hann fór að byggja
Ráðhúsið, Perluna og allt hitt. Þá
leist mér ekki á blikuna meir. Og svo
fór hann á þing og byrjaði ágætlega
en eftir að áramótaskaupið tók hann
í gegn er eins og hann hafi hreinlega
týnst.
Það er talað viö Halldór Blöndal
og Þorstein Pálsson en aldrei heyrist
neitt í Davíð. Hann er kannski svona
önnum kafinn við að undirbúa ferð-
ina til ísrael. Annars finnst mér þessi
ferð hans í lagi. Það væri miklu nær
að stoppa Jóri Baldvin sem getur
aldrei verið heima hjá sér. Alltaf
þarf hann að vera á eilífum feröalög-
um. Ég get ekki ímyndað mér aö all-
ar þessir ferðir hans skili árangri og
svo er líka svo dýrt að borga dagpen-
inga með þessum ráðherram og
mökum þeirra. Ef einhvers staðar á
að skera niður þá á að byrja á dag-
pengingum aUra opinberra starfs-
manna. Jafnt ráðherra sem annarra.
Vaknið konur
Guðrún Langfeldt skrifar:
Þið konur sem hafið barist fyrir
kvenréttindum, stöndum saman. Er-
uð þið ekki aö berjast fyrir almennu
frelsi? Ég vil alla vega val, t.d. hvar
ég fæði bömin mín. Era ekki fleiri
konur sem hugsa eins.
Ég hef fætt á Landspítalanum og
Fæðingarheimilinu og vil eiga yndis-
lega minningu um fæðinguna, hvað
meö ykkur hinar? Á Fæðingarheim-
ilinu er aUt gert eins manneskjulegt
og hægt er. Þar er öryggi og mjög
persónulegt viðmót, bæði viö sæng-
urkonur og aðstandendur. Með því á
ég við að óskir konunnar séu teknar
tíl greina.
Það er öðruvísi að fæða barn á
Fæðingarheimilinu, umhverfið er
faUegt og vel er að öUu staðið. Þaö
Ukist hlýju heimiU en ekki stofnun.
í þannig umhverfi vU ég að börnin
mín Uti dagsins ljós. En nú stendur
tU að leggja FæðingarheimUiö niður
og því spyr ég hvort Reykvíkingar
og aðrir eigi að dragast aftur úr í
þjónustu við fæðingarhjálp? Og ég
skora á þá sem stjóma landinu að
skoða þetta mál með mannlegum
skUningi.
Hvar á líka að koma öUum sængur-
konunum fyrir þegar topparnir era?
Ég trúi því ekki að það sé neinn
spamaður í reynd að loka Fæðingar-
heimUinu. Af hveiju má t.d. Fæöing-
arheimUið ekki vera undir sama
rekstrarþaki og fæðingardeUd
Landspítalans? ÆtUð þið stjómend-
ur kannski að innleiöa að það þurfi
leyfi fyrir getnaði bams tíl að ráða
röð fæðinga, t.d. 1-3 á dag. TU þess
þurfið þið eflaust að stofna eitt ráðu-
neytið til viðbótar með tilheyrandi
fræðingum tíl að gefa út leyfin.
Hringió í síma
63 27 00
milli kl. 14 og 16
-eóa skrifið
Naín og símanr. vrröur aö fylgja bréfum
Bréfritari segir að á Fæöingarhelmilinu sé allt gert eins manneskjulegt og
hægt sé og að allt viðmót sé mjög persónulegt.
Meiraum Landið
ogmiðin
Sigurður G. Tómasson, dagskrá-
gerðarinaður ó RtJV, hringdi:
Vegna klausu í lesendadáUd DV
sl. föstudag undir fyrirsögninni
„Landið og miðin" vil ég upplýsa
að sá semjætta ritar er umrædd-
ur karlmaður í grein sjómanns-
ins á ísafirði.
Það rétta í málinu er að ég út-
skýrði fyrir sjómanninum með
hvaða hætti hann gæti komiö
kveðju á framfæri í þáttinn Land-
ið og miöin. SUkt er ekkert nema
sjálfsagt en eitthvaö hefur það
farið fyrir ofen garð og neðan hjá
manninum því hann tók upp á
því að hreyta í mig skömmum og
loks hótunum. Við þaö gat ég
ekki unað og sá því ekki Önnur
úrræði en að leggja á.
Vanlarbetri
merkingaríAust-
■ niMl n
urstræti
Gangandi vegfarandi hringdi:
Austurstræti hefúr nú verið opn-
að bUaumferð enn á ný og sýnist
sitt hverjum um ágæti þeirrar
ákvörðunar.
Ekki ætla ég aö gera þaö að
umtalsefni mínu heldur benda á
aö betur mætti merkja þessa
breytingu sem nú er komin á.
Margir virðast ekki hafe gert sér
grein fyrir þvi að umferð nær nú
eftir Austurstræti öUu og hefúr
stundum mátt litlu muna aö ein-
hver hafi orðið fyrir bifreiðunum.
Margir labba þvert yfir götuna
þar sem áður var göngugata og
lita hvorki tíl hægri né vinstri.
Til að koma í veg fyrir óhöpp
væri tilvaliö að setja merkingar
í báða enda götunnar þar sem
vegfarendur eru varaðir við og
minntir á þær breytingar sem
oröiðhafa.
HvarfæstPóló?
Heimsborgari hringdi:
Eftir langa dvöl erlendis er ég nú
kominn heim aftur og eitt af því
fyrsta sem ég ætlaði að gera við
heimkomuna var aö dreypa á
öndvegis drykknum Póló.
Mér til hrellingar hefur reynst
lífsins ómögulegt að kaupa þenn-
an drykk og er ég þó búinn að
fera víða. Ég held meira að segja
aö enginn söluturn á Stór-Reykja-
víkursvæðinu hafi orðið útundan
í leit minni að Póló.
Því beini ég þeim tilmælum til
þeirra sem málið varða að láta í
sér heyra og skýra frá því hvort
framleiðslunni hafi verið hætt
eöur ei.
Gervisnjór
íBláfjöllum
Guðmimdur E. skrifar:
Ég vil lýsa yfir stuðningi rainum
við þá hugmynd sem viörað var
í lesendabréfi í blaði ykkar sl.
fóstudag.
Þar var sagt frá þeirri hugmynd
að koma upp gervisnjó í Bláfjöll-
um og tel ég hugmyndina vera
fyllilega framkvæmanlega.
Kostnaður vegna þessa þarf ekki
að vera svo mikill og vist er að
þeim peningum væri vel variö.
Það er líka rétt aö benda á að
skíðaíþróttin er fyrir alla fjöl-
skylduna og svo má ekki heldur
láta þessi dýru mannvirki standa
ónotuö.
Ráöamönnum vil ég benda á að
heilbrigðar sálir í hraustum
líkömum skila miklu meira til
þjóðarbúsins heldur en þeir sem
ekkert nenna að hreyfe sig og
sitja á rassinum alla daga. Pen-
ingum tiliþróttaiðkana er því vel
varið.
Eyrnaskjól
Sigrún hringdi:
Mig vantar eyrnaskjól til að veij-
ast kuldanum. Er einhver sem
veit hvar þau fást og hvað þau
kosta? Vinsamlegast látið ies-
endasiðuna þá vita um heimilis-
fangið.