Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglysingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblaö 150 kr. Styttri námstími Menntamálaráðuneytið stendur í stórræðum við að verja niðurskurð á Qárveitingum til grunnskóla og reyndar til menntamála almennt. Menntamálaráðherra hefur verið gert að draga úr útgjöldum eins og öðrum ráðherrum og þar er helsti ásteytingarsteinninn að ráð- herra hyggst fækka kennslustundum á grunnskólastig- inu. Af þessu stafar mesti hávaðinn. Kennarasamtök hafa fengið foreldrafélög til hðs við sig í mótmælum gegn fækkun kennslustunda. Fjölmennir fundir hafa verið haldnir, ályktunum hefur rignt yfir ráðherra og skólayfirvöld hafa hótað ýmsum aðgerðum í hefridar- skyni. Allt sýnist þetta úaðrafok vera úr hófi miðað við það að deilan stendur um þann ásetning menntamálaráð- herra að skera niður um tvær kennslustundir á viku hjá 9 ára bömum og upp úr. Fljótt á htið getur það varla tahst til byltingar í skólakerfmu og satt að segja er sú hugsun áleitin að þeir fari offari sem láta nú öllum illum látum gagnvart tilraunum til sparnaðar í mennta- málunum. Vera má að kennslumálum sé ábótavant en sá grunur læðist að þeim sem fylgjast með mótmælunum og fundunum, sem kennarasamtökin efna til, að hér sé á ferðinni meiri hagsraunagæsla í þágu kennara sjálfra heldur en nemendanna. Kennarasamtökin hafa því mið- ur áður orðið ber að þvi að setja sína hagsmuni ofar hagsmunum nemenda. Eitt gott getur þó af þessari umræðu hlotist. Ýmislegt bendir til að í framhaldinu beinist augu manna að stærri vandamálunum í menntakerfmu. Menntamála- ráðherra hyggst skipa nefnd til endurskoðunar á skóla- löggjöfinni og hefur reifað hugmyndir um breytingar sem eru löngu tímabærar. Þar ber hæst að stytta skyldu- námið og stytta leáðina til stúdentsprófs. íslenskir nem- endur verða stúdentar 20 ára gamhr og á vegferð sinni í gegnum skyldunámið og framhaldsskólastigið verður margur nemandinn bæði námsleiður og lífsleiður á því stagh. Sérstaklega þeir nemendur sem hafa aha burði til að ljúka sér af mun fyrr. Margir þekkja það vanda- mál að böm þeirra era komin langt fram úr námsefninu og virðast sóa tíma sínum meðan beðið er eftir meðaljón- inum eða hinum sem dragast aftur úr. Einkum á þetta við í grunnskólanum. Það væri nær að lengja námsárið en stytta skólagöng- una frá sex ára bekk til stúdentsprófs. Auk þess sem stúdentspróf er orðið ahtof þýðingarmikið miðað við þá staðreynd að fjöldinn ahur af nemendum er þvingaður th að taka stúdentspróf meðan hæfheikar og áhugi hggja th aht annarrar menntunar. Kennarar við Háskóla íslands kvarta mjög undan því að stúdentar, sem innritast í Háskólann, séu ahs ekki undir það búnir sem segir auðvitað meira um fram- haldsskólana og stúdentsprófin heldur en Háskólann. Þá hefur ráðherra hreyft þeirri hugmynd að auka sjálfstæði einstakra skóla og færa forræði yfir skólunum til sveitarfélaganna. Enginn vafi er á því að með þeim hætti mundu skólamir taka betra mið af þörfum nem- enda og foreldra með samfehdum skóladegi og stuðla að nánara sambandi mihi nemenda og kennara. íslensk skóla- og fræðsluyfirvöld, sem og kennarar, eiga að taka þessum hugmyndum fagnandi: styttingu grunnskólans, lengingu skólaársins og sjálfstæði skól- anna. Aht era þetta brennandi viðfangsefni og mun áhugaverðari og mikhvægari heldur en karp um nokkr- ar kennslustundir th eða frá. Ehert B. Schram „Er það af þakkiæti við Jósepssystur sem Landakot er nú lagt i einelti með 38% niöurskurði á framlögum til sjúkrahússins?" Leyf ið Landakoti aðveraífriði íslendingar hafa verið svo lán- samir að njóta góðrar heilbrigðis- þjónustu. Það er m.a. að þakka vel menntuðu fólki sem leggur metnað sinn í að vinna vel. Hingað til höf- um við haft góðar almannatrygg- ingar sem verja okkur þegar slys og sjúkdóma ber að höndum, án tiliits til efnahags eða aldurs. En ekki lengur ef heldur sem horfir. Nú er vegið svo að velferðarkerfinu að öllu sanngjömu fólki ofbýður. Aðfarir ríkisstjómarinnar minna mig á þá sem kaupa sér gömui hús til þess að breyta. Langflestir byrja á því að rífa of mikið niður af því sem fyrir er. Þegar hins vegar á að byggja húsið upp aftur reynist það þrautin þyngri. Þaö var nefnilega of mikið rifið niður. Þessi ríkis- stjóm byggir ekki upp hún rífur bara niður og á eftir sitjum við með skemmdimar. Konur börðust fyrir stofnun Landspítalans. Jósepssystur byggðu og ráku Landakot og Jós- epsspítala í Hafnarfirði. Fransisk- ussystur byggðu sjúkrahúsið í Stykkishólhíi. Konur hafa því kom- ið rækilega við sögu heÚbrigðis- mála, ekki til þess að rífa niður heldur til þess að byggja upp. Systumar komu til íslands á þeim árum sem við íslendingar töldum okkur ekki hafa efni á að reisa sjúkrahús. Það var hugsjón systranna að hjálpa þessari þjóð. Þegar þær vom búnar að skila ætlunarverki sínu, afhentu þær okkur lífsstarf sitt. Landakot lagt í einelti Er það af þakklæti við Jóseps- systur sem Landakot er nú lagt í einelti með 38% niðurskurði á framlögum til sjúkrahússins? Þetta er hefndarráðstöfun, óskiljanleg öliu sanngjömu fólki. Spítalinn var alltaf rekin fyrir brot af því fjár- magni sem þurfti til daglegs rekstr- ar. Þegar systumar hættu þurfi 3-6 starfsmenn til að gegna störfum hverrar systur. Mér dettur í hug málshátturinn. Sjaldan launar kálfur ofeldi þegar ég hugsa um aðfarimar að Landakoti. Bandalag kvenna í Hafnarfirði brást hart við til vamar Jósepsspít- ala. Með samtakamætti sínum hrundu þær af stað fjöldahreyfingu sem safnaði á tveim dögum 10.300 undirskriftinn meðal bæjarbúa til stuðnings sjúkrahúsinu. Áformum um að gjörbreyta sjúkrahúsinu án saipráðs viö starfsfólk og eigendur þess var hrundið, a.m.k. í bili. KjaUariim Margrét Sæmundsdóttir fóstra og fyrrv. fulltrúi Kvennalistans I byggingan. aldraöra í Reykjavík Kvennalistinn krefur heil- brigðisráðherra svara Við í Kvennalistanum höfum miklar áhyggjur af gangi mála. Ekki bara af afdrifum sjúklinga, sem er auðvitað alvarlegasta málið, heldur einnig starfsfólksins. Konur era langfjölmennastar í heilbrigöisstéttum. Öllu starfsfólki á Landakoti hefur verið sagt upp. Ungar og vel menntaöar konur fá eflaust vinnu aftur en þær sem eldri era og minna menntaðar eiga á hættu að missa atvinnu sína að fullu og öllu. M.a. þess vegna hefur Kvennahstinn haft fundi með starfsfólki Landakots og kynnt sér mál þess. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, þingkona Kvennalistans, hefur margítrekað krafiö heil- brigðisráðherra svara um aðgerðir í heilbrigðismálum en Játt er um svör. Kvennalistinn hefur því farið fram á utandagskrárumræðu á'AI- þingi um Landakot. Mér er minnisstæö grein eftir Áma Björnsson, yfirlækni á Landspítalanum, í Morgunblaðinu 17. desember sl. Árni vitnar í kín- verska spekinginn Lao-Tse og er fundvís á samlíkingar sem eiga við ráðamenn þjóðarinnar, t.d. þetta: „Stjórn sem virðist duglaus, er oft afarasælust fyrir þjóðina. Ströng stjóm sem skiptir sér af öllu, veld- ur þjóðinni ófarnaði." Halldór Steinsen læknir segir í grein í Morgunblaðinu 12. nóvemb- er sl.: „Á sama tíma og aðrar þjóð- ir eru að gefast upp á mið^týringu erum viö að auka hana. Þegar aðr- ar þjóðir hafa uppgötvað að stór sjúkrahús era minna skilvirk en meðalstór og reyna að skipta þeim í smærri einingar fóram við öfugt að.“ í grein eftir Sigurgeir Kjart- ansson lækni 3. desember segir: „Á almennum fundi í Læknafélagi Reykjavíkur upplýsti Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur og al- þingismaður, að sjúkrahús af stærðinni 250-300 rúm, sem lætur nærri að vera stærð Landakots fullskipaös og Hafnarbúða, kæmu einna best út stjórnskipulega séð.“ ' Það skyldi enginn vanmeta Jós- epssystur, þær hafa góða þekkingu og reynslu af viðskiptum. Þær ráku Landakot á erfiðari timum en nú eru. Ef þær segja að það sé glap- ræði að breyta Landakoti á þann hátt sem fyrirhugað er .þá er þaö glapræði. Oft er leitað langt yfir skammt Heilbrigisráðherra virðist ekki ánægður með neinar af þeim skýrslum sem koma frá útlendum mönnum. Hér á landi er sægur af vel menntuðu fólki sem getur ef til vill veitt betri ráö. Hollt er heima hvað. Til minningar um framlag kvenna til heilbrigðismála á íslandi sendi ég ríkisstjóminni erfiljóð eft- ir Bjarna Thorarensen: Á gjöfum margur sér, þó gefi annarra, orðstír ærinn getur. Gaf hann af sjálfs sín og gaf óspart - . Gleymdar era hans gjafir. Margrét Sæmundsdóttir „Það skyldi enginn vanmeta Jóseps- systur, þær hafa góða þekkingu og reynslu af viðskiptum. Þær raku Landakot á erfiðari tímum en nú eru. Ef þær segja að það sé glapræði að breyta Landakoti á þann háttsem fyrir- hugað er þá er það glapræði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.