Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992.
15
LÍN-fyrirhverja?
„Ég reyndi í sjálfu sér ekki að koma
mér undan þessu ráðuneyti..
Svo mælti Ólafur G. Einarsson, þá
nýskipaður menntamálaráðherra,
í blaðinu Háskóli í 80 ár síðastliðiö
sumar.
Þessi orð ráðherra kristalia þann
skort á starfslegum metnaði sem
einkennt hefur störf hans. Flaust-
urslegar skyndiákvarðanir varða
því miður veg Ólafs G. Einarssonar
í þessu starfi sem er viðamikið og
krefst því náins samstarfs við
helstu hagsmunaaðila.
Raunhæfar tillögur
námsmanna
í málefnum Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hafa tilskipanir ráð-
herra náð hámarki. í fyrsta sinn í
mörg ár hefur lánamálabarátta
stúdenta verið málefnaleg og
raunsæ með það fyrir augum að
hreinsa stúdenta af þeim áhurði að
þar fari hópur heimtufrekra dekur-
bama. Á þessu starfsári hafa verið
teknar upp nýjar baráttuaðferðir,
ábyrgur máiflutningur og raun-
hæfar tillögur sem m.a. hafa verið
kynntar þingmönnum og fulltrú-
um launþega. Stúdentar hafa lýst
sig reiðubúna til samstarfs um
hverja þá hagræðingu og spamað
sem létt gæti fjárhagsvandj sjóðs-
ins án þess að vega að grundvallar-
markmiði hans. Stúdentar hafa
sjálfir sett fram tillögur um hvern-
ig ná megi fram spamaði hjá LÍN
sem nemur allt að 500 milljónum
króna. Ráðherra hefur ekki séð
ástæðu til að skoða þessar tillögur.
Afskræmt velferðarkerfi
Lánasjóður íslenskra náms-
manna hefur verið ein af stoðum
hins íslenska velferðarkerfis og var
reistur á þeirri hugsjón að tækifæri
manna tfi mennta skuli vera jöfn
en ekki háð efnahag. Niðurskurður
námslána á síðastliðnu vori og
„Stúdentar hafa sjálfir sett fram tillög-
ur um hvernig ná megi fram sparnaði
hjá LÍN sem nemur allt að 500 milljón-
um króna. Ráðherra og fulltrúar hans
hafa ekki séð ástæðu til að skoða þess-
ar tillögur."
fmmvarp tfi laga um LÍN, sem nú
liggur fyrir Alþingi, gengur í
grundvallaratriðum gegn þessu
markmiði. Einfóld dæmi sýna
þetta: Samanlögð áhrif skerðingar
námslána um 16,7% og lækkaðs tfi-
lits tfi tekna úr 75% í 50% vom þau
að stúdentar sem höfðu lágar eða
miðlungstekjur höfðu úr mun
færri krónum að spila en áður en
hins vegar var hátekjufólk skyndi-
lega komið á spena skattborgar-
anna.
Sama mynd blasir við okkur af
endurgreiðslum námslána skv.
umræddu frumvarpi. Þar er tekju-
tengt þak á endurgreiöslur, m.ö.o.
lögin kveða á um að endurgreiðslur
námsmanns verði ekki hærri en
8% af tekjum hans þegar kerfið er
að fullu komið tfi framkvæmda.
Hækkunin er gríðarleg fyrir flesta
því nú er hlutfafiið 3,75%. Jafn-
framt er endurgreiðslutími að lág-
marki fjórföld lengd eðlfiegs náms-
tima í viðkomandi fagi.
Þetta býður heim afskræmingu á
öllum jöfnunarhugmyndum. Hugs-
um okkur nemanda í læknisfræði
til sex ára, sem hýr við traustan
fjárhag og þarf ekki að taka náms-
lán nema eitt skólaár af 6. Þrátt
fyrir að námsmaðurinn sé þannig
með smávægfiega skuld á bakinu
(u.þ.b. 500.000) fær hann 24 ár til
að endurgreiða hana. Þeir sem hins
vegar verða að treysta á Lánasjóð-
inn öll háskólaárin geta lent í veru-
legum erfiðleikum.
Krafan er réttlæti
Alþingi mun á næstunni taka af-
stöðu tfi frumvarpsins um LÍN. Þar
verða greidd atkvæði um nýmæli á
borð við vexti og lántökugjöld sem
gerbreyta aðstöðu námsmanna í
fyrirsjáanlegri framtíð.
Krafa námsmanna er sú að
greiðslubyrði af námslánum sé
réttlát svo að hátekjumenn komist
ekki upp með að greiða smápen-
inga í endurgreiðslur meðan aðrir
reiða af hendi drjúgan hluta af tekj-
um sínum. Röskva í Háskólá ís-
lands hefur lagt fram tifiögur sem
miða að því að endurreisa hinar
félagslegú áherslur í útlánum og
endurgreiðslum Lánasjóðsins. Þar
er m.a. gert ráð fyrir því að há-
tekjufólk greiði námslán sín hraðar
tfi haka en aðrir.
Baráttufundur I háskólabíói
Ég sóttist ekki eftir því að fá Ólaf
G. Einarsson í embætti mennta-
málaráðherra. Engu að síður hefur
framganga hans í embætti nú þegar
haft mikil áhrif á aðstöðu mína og
þúsunda námsmanna í þessu landi.
Háttvirtur ráðherra hefur enn tóm
til að snúa af villu síns vegar og
tryggja sér vænlegan sess í sögu
íslenskra stjómmála. Á morgun,
fimmtudag, gefst honum tækifæri
tfi að koma tfi móts við raunhæfar
tillögur námsmanna á baráttu-
fundi gegn aðfór að menntakerfi
landsins sem haldinn er að frum-
kvæði námsmannahreyfmganna í
Háskólahíói.
Skúli Helgason
Allt er í heiminum hverf ult
„Þetta er Þjóðviljinn, sagði þá vinur
minn og þegar hann sagði þetta ótta-
lega orð Þjóðviljinn varð röddin eins
og í okkur þegar við sögðum dömu-
bindi eða eitthvað enn ljótara.“
„Oft entist Þjóðviljinn ekki nema eina brauðsneið. Þá daga var hann rýr
í roðinu.“
Ein fyrstu kynni mín af Þjóðvilj-
aniun blaði voru þessi:
Það var á rakarastofu. Ég var
átta ára eða um það hfi. Ég var að
fara tfi rakara í þriðja sinn á stutt-
um tíma, móður minni tfi mikillar
armæðu: Því þarftu að fara svona
oft til rakara, drengur? Hún skfidi
nefnfiega ekki að burstaklipping
stóð ekki undir nafni nema hún
væri mjög snögg, helst þannig að
syngi í broddunum ef maður strauk
yfir þá hendi. Lítið vissum við þá
að fáum árum seinna hefði heimur-
inn tekið slíkum breytingum að
móðir mín sagði trekk í trekk pirr-
uð: Ætlarðu ekki að fara að láta
khppa þig, drengur?
En hvaö um það, rakarastofan
var í Lönguhlíð, við hliöna á Árna-
búð þar sem við í blokkinni unnum
eitt mesta afrek æsku okkar. Það
var að fara inn í búðina hans Árna
og spyrja sakleysislega: Ertu með
dömubindi, Ámi?
Og svo hlupum við öskrandi af
hlátri og geislandi af stolti og að
springa af hugrekki alla leið heim.
Það var sem sagt á þessari rak-
arastofu. Ég var ekki einn, með
mér var vinur minn af efri hæð.
Eins og vanalega á rakarastofum
sátum við þegjandi og horfðum á
hina klippta, glugguðum í blöð sem
við skfidum ekkert í enda voru þau
flest á dönsku.
Allt í einu hnippir vinur miim í
mig.
Sérðu manninn þama? spurði
hann og benti á mann sem sat í
stól og beið eftir klippingu. í minn-
ingunni er þessi maðm- voðalega
stór en líklega hef ég bara verið
svona lítfil.
Kjallarinn
Eiríkur Brynjólfsson
rithöfundur
Já, sagði ég.
Þetta er vondur maður, hvíslaöi
vinurinn.
Þekkirðu hann? spurði ég með
varimar uppi í eyranu á honum.
Nei, sagði hinn.
Hvemig veistu þá hvort hann er
vondur? sagði ég.
Sérðu ekki hvað hann er að lesa?
spurði hann.
Jú, og hvað með það? spurði ég.
Þetta er Þjóðviljinn, sagði þá vin-
ur minn og þegar hann sagði þetta
óttalega orð Þjóðvfijinn varö rödd-
in eins og í okkur þegar við sögðum
dömubindi eða eitthvað enn ljót-
ara.
En allt leggst af
Nú hefur allt hreyst. Þjóðvfijinn
er hættur að koma út, Áimabúö er
ekki lengur tfi, vinur minn orðinn
varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis-
fiokksins í Reykjavík og vondi
maðurinn líkast tfi dáinn.
Tveggja brauðsneiða blað
Vitaskuld sakna ég Þjóðviljans.
Frá blautu bamsbeini hef ég vanist
því að lesa blað með morgunverð-
inum en nú er sú sæla úti.
Reyndar þurfti oft útsjónarsemi
tfi að láta Þjóðviljann endast hefian
morgunverð. í mínum huga þarf
blað að þola tvær ristaðar brauð-
sneiðar og upphaf að fyrstu pípu
dagsins. Oft entist Þjóðvfijinn ekki
nema eina brauðsneið. Þá daga var
hann rýr í roðinu.
En nú borða ég morgunverðinn
blaðalaust og les í æðamar á viðn-
um í furuborðinu sem er afar þurr
lesning.
Nærri því lentur I óláni
Tómleikinn gekk svo langt að
mér flaug í hug að gerast áskrif-
andi að Morgunblaðinu en reyndar
hét ég því ungur maöur að gera
slíkt aldrei.
Eftir mikfi hefiabrot og innri bar-
áttu datt mér í hug að ég gæti skráð
Moggann á hömin. Þá fengi ég eitt-
hvað að lesa og losnaði jafhframt
við að vera áskrifandi.
Ég birti þessa niðurstöðu heima
hjá mér hróðugur en hún féll í
grýttan jarðveg. Fjölskyldan brosti
góðlátlega og tók þannig frá mér
þennan beiska kaleik. Og ég fann
að ég roðnaði örlítið 1 kinnunum
fyrir þennan veikleika minn.
Eiríkur Brynjólfsson