Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Qupperneq 17
íþróttir
Norræn tvíkeppni:
Vinna Frakkar
í fyrsta sinn?
- Fransmaðurinn Fabrice Guy með góða stöðu
Fabrice Guy frá Frakklandi á
mikia möguleika á að verða fyrsti
Frakkinn til að sigra í norrænni
grein á ólympíuleikum. Hann stend-
ur vel að vígi í norrænni tvíkeppni
eftir að hafa náð þriðja sæti í fyrri
greininni, skíðastökki af 90 metra
palli, en seinni hlutinn, 15 kílómetra
ganga, fer fram í dag.
Guy leyndi ekki fógnuöi sínum eft-
ir árangurinn í stökkinu en á undan
honrnn þar voru Klaus Ofner frá
Austurríki, sem stökk lengst, og Rei-
ichi Mikata frá Japan. „Þeir ættu
ekki að valda mér neinum vandræð-
um í göngunni," sagði Guy sem er
mjög góður göngumaður. „Ég hef
aldrei vitað aðra eins áhorfendur,
þeir fleyttu mér áfram,“ bætti hann
við en hann er frá einu fjallaþorp-
anna í nágrenni Albertville.
Frakkinn byrjar með forskot á tvo
skæðustu keppinauta sína í
göngmmi því Klaus Sulzenbacher frá
Austurríki, silfurverðlaunahafi á
síðustu leikum, varð fjórði í stökkinu
og heimsmeistarinn, Fred-Börre
Lundberg frá Noregi, varð níundi.
-VS
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992.
Samveldin
Austurríki
Þýskaland
Noregur
Ítalía
Bandaríkin
Finnland
Kína
Frakkland
Sviss
Kanada
Natalia Mlshkutlenok og Artur Dmltrlev, frá Samveldi sjálfstæðra rikja, sigr-
uðu I parakeppnl i listdansi á skautum á ólympiuleikunum f gær. Þau sýndu
glæsileg tilþrif og voru virkilega vel að sigrinum komin.
Símamynd/Reuter
ALBERTVILLE 92.
Q5£P
Úrslit
Einstaklingskeppni
ásleðum-konur
Keppni hálfnuð:
1. Doris Neuner, Austurríki .1:33,35
2. Angelika Neuner, Aust.1:33,53
3. Andrea Tagwerker, Aust ..1:33,78
Norræn tvíkeppni
Fyrri hluti - skíðastökk:
1. Klaus Ofher, Austurríki.228,5
2. Reiichi Mikata, Japan...226,1
3. Fabrice Guy, Frakk......222,1
Íshokkí
A-riðill:
Finnland - Pólland...........9-1
Bandaríkin - Þýskaland.......2-0
Sviþjóð-Ítalía............. 7-3
Finnland......2 2 0 0 14-2 4
Svíþjóð.......2 2 0 0 14-5 4
Bandar........2 2 0 0 8-3.4
Þýskal........2 0 0 2 1-7 0
Ítalía........2 0 0 2 6-Í3 0
Pólland.......2 0 0 2 3-16 0
Skíðaskotfimi
kvenna 7,5 km
1. Anfissa Restzova, SSR.24:29,2
2. Antje Misersky, Þýskal.24:45,1
3. ElenaBelova, SSR.......24:50,8
Svig í alpatvíkeppni
1. Ole C. Furuseth, Noregi ....1:41,04
2. SteveLocher, Sviss.....1:41,44
3. Kiminobu, Kimura, Japanl:41,55
4. Jean Luc Cretier, Frakkl...l:42,09
5. Josef Polig, Ítalíu....1:42,16
Úrslit í tvíkeppninni
1. Josef Polig, ítaliu......14,58
2. Gianfranco Martin Ítalíu.14,90
3. SteveLocher, Sviss......18,16
4. Jean Luc Cretier, Frakkl.18,97
5. Markus Wasmeier, Þýskal. .32,77
Listdans á skautum
parakeppni
1. Mishkutieenok/Dmitriev..SSR
2. Bechke/Petrov.............SSR
3. Braseur/Eisler.........Kanada
Sjónvarpið í dag
Sjónvarpið gerir ólympíuleikun-
um í Albertville góð skil. Alla daga
eru beinar útsendingar og upptök-
ur frá helstu viöburðum dagsins
eru sýndar seinni part dags og í lok
dagskrá.
kl. 8.20-10.30
......10 km skíðaskotfimi - beint
kl. 19.00-19.30
........helstuviðburðirdagsins
kl. 23.10-23.40
.........helstuviðburðirdagsins
ítalir kærðir
Alþjóða skíðasambandið hefur
sent kæru til ólympíunefndarinn-
ar vegna búninga italska skiða-
landsliösins. ítalamir eru með
auglýsingar á keppnisbúningum
sínum og telur alþjóða skíðasam-
bandið þær vera of stórar.
Norðmaður rekinn heim
Norska skíðasambandið ákvaö í
gær aö senda Orjan Lovdahl, einn
af leikmönnum norska íshokki-
landsliösins, heim. Lovdahl mæti
ekki á æfingar og gat ekki gefiö
skýringar á fjarveru sinni.
Ginther flutt á sjúkrahús
Ein af bestu brunkonum Austur-
ríkis, Sabine Ginther, slasaðist á
æfingu í gær og veröur í dag flutt
á sjúkrahús í Innsbruch í Austur-
ríki. Ginther er því væntanlega úr
leik en hún var talin eiga góða
möguleika á sigri í bruni.
Fisher líka úr leik
Önnur brunkona slasaðist einnig
á æfingu í gær. Þaö var bandaríska
stúikan Wendy Fisher. Fisher féll
harkalega í brekkunni og við þaö
brotnaði þumalfingur auk þess
sem hún tognaði illa á hné.
Glæsileg tilþrif í listdansinum
íþróttir
ALBERTVILLE92.
05&
Huldumenn
frá Fidji
Keppendur frá Fidjieyjum í
Kyrrahafi valda skipuleggjend-
um ólympíuleikanna í Albertville
miklum heilabrotum því að eng-
inn hefur enn heyrt þá eða séð!
Fidji-menn eru skráðir til keppni
í skíðagöngu en þeir mættu ekki
á setningarathöfnina og enginn
svarar enn í símann þeirra í
ólympíuþorpinu. Við nánari at-
hugun hefur komið í ljós að eng-
inn veit nöfn keppendanna eða
kyn - landið er skráð til leiks og
það er allt og sumt!
Ætla ekki niður
á hausnum núna
Jamaíkabúar eru mættir til Al-
bertville með íjögurra manna
bobbsleðasveit sem einnig keppti
í Calgary fyrir flórum árum. Þá
vakti hún heimsathygli fyrir að
hvolfa sleðanum í miðri braut og
renna síöasta spölinn á hausnum!
Nú ætla flórmenningamir að
gera betur og stefna á að vera í
hópi 20 bestu.
Mun betur undir-
búnir en síðast
Hugmyndin að þátttöku Jama-
íkamannanna í Calgary fyrir flór-
um árum kviknaði sex mánuðum
fyrir leikana, „eftir of mörg
rommglös“ í Kingston, að sögn
Georges Fitch, bandarísks kaup-
sýslumanns sem fjármagnar æv-
intýrið. Þeir höfðu aðeins farið
nokkrar reynsluferðir fyrir
ólympíuleikana, héldu „reagge-
kvöld“ til aö safna fyrir sleða, og
árangurinn var eftir því. Síðan
þá hafa þeir tekið íþróttina alvar-
legar og keppa nú reglulega á
heimsbikarmótum.
Stefnt á frekari
útbreiðslu á Jamaíka
George Fitch hefur lagt um 5
milijónir króna í bobbsleðaævin-
týrið á Jamaíka, og segist hafa
fengið peningana til baka með
auglýsingum og markaðssetn-
ingu. Nú ætlar hann að koma af
stað einmenningskeppni á sleð-
um á sólareynni, í kvennaflokki,
og ungfrú Jamaíka 1989, Natasha
Lee Marcanik, er sögð hafa mik-
inn áhuga á aö spreyta sig í þeirri
grein! Fitch segir að Walt Disney
fyrirtækið hafi keypt. einkarétt-
inn á að gera kvikmynd um sleða-
mennina í Karabíska hafinu.
Systurfrá Austur-
ríki meðforystu
Doris Neuner og Angelika Neun-
er, systur frá Austurríki, eru í
tveimur efstu sætunum í ein-
staklingskeppni kvenna á sleðum
efdr tvær ferðir af fjórum. Aust-
urrísk stúlka er einnig í þriðja
sæti þannig að verðlaunahorfur
landsins eru góðar fyrir hinar
tvær ferðimar í dag.
Systurnar kærðar
Ekki voru allir jafn ánægðir með
frammistöðu systranna og
Bandaríkjamenn og ítalir kærðu
þær fyrir að vera í skóbúnaöi með
oddmjóum tám til aö minnka loft-
mótstöðuna. Kærunni var vísað
frá.
íslendingarnir
ganga í fyrramálið
íslendingar verða á ný í sviðsljós-
inu í Albertville í fyrramálið, en
klukkan 10 hefst keppni í 10 kíló-
metra göngu. Haukur Eiríksson
og Rögnvaldur Ingþórsson eru
þar á meðal keppenda.
ítalinn Josef Polig, sem sigraði óvænt í tvíkeppninni, er hér á fullri ferð í svigbrautinni.
Símamynd Reuter
Óvænt úrslit í alpatvlkeppninni í gær:
Lítt þekktur Itali
hampaði gullinu
Lítt þekktur Itali, Josef Polig, hampaði
í gær ólympíugullinu í alpatvikeppni -
eftir að sigurstranglegri menn höfðu
helst úr lestinni einn af öðrum.
Polig hefur aidrei náð verðlaunasæti í
heimsbikarkeppni og var sjötti eftir
brunkeppnina á mánudag en keyrði báð-
ar ferðimar í sviginu í gær af öryggi.
Hubert Strolz frá Austurríki virtist
hafa sigurinn í hendi sér og verða þar
með fyrstur í sögunni til að sigra í alpa-
tvíkeppni á tvennmn ólympíuleikum í
röð. En þegar aöeins fjögur hiiö vom
eftir í seinni ferð svigsins í gær keyrði
hann út úr brautinni og féll úr keppni.
„Ég fór-á taugum, ég hélt að ég væri á
eftir efstu mönnum og þyrfd að bæta
mig á lokasprettinum," sagði Strolz,
daufur í dálkinn, að keppni lokinni.
ítalir fognuðu tvöföldum sigri því að
Gianfranco Martin náði öðra sætinu og
síðan varð Steve Locher frá Sviss þriðji.
íslensku göngumennimir keppa á morgun:
Tökum enga áhættu
- meö smuminguna eins og á mánudag, segir Haukur
Göngumennimir Haukur Eiríksson og
Rögnvaldur Ingþórsson verða í eldlínunxú
á ólympíuleikunum í Albertville á morgun
en þá fer keppni fram í 10 kílómetra göngu.
Þeir Haukur og Rögnvaldur tóku báðir
þátt í 30 kílómetra göngmmi á mánudag,
Rögnvaldur varð í 69. sætí en Haukur lauk
ekki keppni.
Að sögn íslensku göngumannanna snjó-
aöi mikið um morguninn áður en keppnin
hófst og hitinn var mínus ein gráða. Rétt
áður en keppendur vora ræstir hætti að
snjóa og áttu göngumennimir þá von á
að sólin myndi bræða snjóinn en þeim
varð ekki að ósk sinni. Þeir Haukur og
Rögnvaldur notuðu linan áburð til að
smyija skíðin, í samráði við þjálfara sinn,
Svíann Bo Ericsson, og bættu síðan köld-
um við. Rögnvaldur smurði þremur lögum
af köldum áburði á skíði sín en Haukur
aðeins einu og það gerði gæfumuninn,
enda fraus snjórinn undir skíðum Hauks
svo að hann varð að hætta keppni.
„Þetta vai' leiöinleg óheppni. Veðrið
gerði okkur nokkum grikk og ég hafði lít-
inn tíma til að undirbúa smurninguna,
enda var ég ræstur með fyrstu mönnum.
Rögnvaldur hafði hins vegar meiri tíma
og það varð honum til láns að smyrja
þremur lögum af köldum áburði,“ sagði
Haukur Eiríksson við DV í gær.
Eins og kunnugt er unnu Norðmenn
þrefaldan sigur í göngimni. Norðmenn era
atvinnumenn í greininni. Til marks um
það höfðu göngumennimir fjórir 20 að-
stoðarmenn á sínum snærum og sérstaka
smursérfræðinga og hver skíðamaður
hafði úr 20 pörum af skíðum aö velja. ís-
lensku göngumennimir era aðeins með
tvö pör af skíðum hver og aðstoðarmaður
þeirra er þjálfarinn Bo Ericsson.
„10 kílómetra gangan leggst mun betur
í okkur. Við erum famir að vepjast lofts-
laginu, við erum 1600 metra yfir sjávar-
máli, og þaö munar um hvem dag sem
við erum hér. Við erum reynslunni ríkari
frá því á mánudaginn og nú ætlum við að
gefa okkur meiri tíma til aö spá í rétta
smumingu á skíðin," sagði Haukur.
-GH
Páll Ólafsson úr leik hjá Haukum:
Mikið
áfall
- segir Viggó Sigurðsson þjálfari
1. deildar liö Hauka í hand-
knattleik hefur orðiö fyrir gífur-
legri blóðtöku en emn af burða-
rásum liðsins, Páll Ólafsson, leik-
ur að öllum líkindum ekki meira
með liðinu í deildinni. Eftir leik-
inn gegn Eyjamönnum í deildar-
keppninni í Hafnarfirði á sunnu-
dagskvöldið kvartaði Páll undan
verkjum í herðunum. Páll fór í
skoðun á sjúkrahúsi og kom þá í
ijós að annað lungað hafði fallið
saman.
Páll dvelur á sjúkrahúsi og
verður þar að minnsta kosti fram
að helgi. í umræddum leik gegn
Eyjamönnum var Páll iðinn við
kolaim og skoraöi 11 mörk.
Á versta tíma
fyrir okkur
„Þetta kemur upp á versta tíma
fyrir okkur. í fljótu bragði sé ég
ekki að Páll leiki meira með okk-
ur í deildarkeppninni. Það era
aðeins flórir leikir eftir í for-
keppninni og eins og staðan er í
dag erum við í baráttunni að
tryggja okkur sæti i úrslita-
keppninni. Þetta er mikið áfall
fyrir okkur en nú er bara að vona
að mannskapurinn þjappi sér
saman og klári dæmiö,“ sagði
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka,
í samtali við DV í gær.
Viggó sagði að Páll hefði harkað
af sér leikinn gegn Eyjamönnum.
Eftir leikinn fór hann að kvarta
undan verkjum í herðunum. Af
röntgenmyndum kom í ljós að
annað lungað hafði failið saman.
Páll Ólafsson hefur leikið vel
með Haukaliðinu í vetur og þó
aiveg sérstaklega upp á síðkastið.
Páll er þriðji markahæsti leik-
• maður liðsins á tímabilinu, skor-
að 82 mörk í 17 leikjum. Átta lið
tryggja sér sæti í úrslitakeppn-
inni en um þessar mundir er liðið
í sjálfu baráttusætinu.
-JKS
Margirfrægir
féllu úr keppni
Margir frægir skíðamenn féllu úr
keppni, Marc Girardelli frá Lúxemborg
og Gunther Mader frá Austurríki strax
í bruninu og Paul Accola hlekktist þar
á þannig að hann átti aldrei möguleika
í sviginu. Heimsmeistarinn Stefan Eber-
harter frá Austurríki náði ekki aö Ijúka
svigkeppninni. -VS
Knattspyma:
Skotar vilja koma
- og leika gegn íslenska landsliðinu
Viðræður era í gangi um að
skoska landsliðið í knattspymu
komi hingað tii lands og leiki gegn
íslendingum ef af verður seinni
partinn í ágúst. í fyrstu ætluðu
Skotar að koma til íslands áður en
úrshtakeppni Evrópumótsins hæf-
ist í júní en við þau áform hættu
Skotar. Nú era viðræður við þá um
landsleik komnar í gang aftur.
„Skotar höfðu samband við okk-
ur í síðustu viku og könnuðu
möguleika á landsleik seinni part-
inn í ágúst. Skotar líta á það sem
góðan undirbúning fyrir fyrsta leik
þeirra í undankeppni heimsmeist-
aramótsins sem verður gegn Sviss
9. september. Það er mikið að ger-
ast í knattspymunni hér heima á
þeim tíma sem Skotar vilja koma
en engu að síður er áhugi hjá okkur
aö fá Skotana hingað. Við bíðum
þessa dagana eftir endanlegu svari
frá skoska knattspymusamband-
inu hvort af þessum landsleik verð-
ur eða ekki,“ sagði Snorri Fiirn-
laugsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í
samtaliviðDVígær. -JKS
Þátttaka íslands í B-keppninni í handbolta:
Kostar HSÍ 3 milljónir
- heildarkostnaður um 6 miUjónir
Haukur Eiríksson ætlar ekkf aö láta
smuminguna verða sér aö falli á
morgun.
Þátttaka íslenska landshðsins í
handknattleik í B-keppninni kostar
HSÍ um þijár miiljónir króna. í þess-
ari upphæð era ferðir, uppihald og
dagpeningar til landshðsmanna.
Kostnaður vegna landsleikja hér
heima fyrir keppnina og annar und-
irbúningur landshðsins mun nema
rösklega þremur milljónum þannig
að heiidarkostnaöur vegna B-keppn-
innar losar sex milijónir króna. Þetta
kom fram í samtali við Jón Hjaltalín
Magnússon, formann HSÍ, í gær.
„Eins og dæmið htur út í dag stend-
ur fjárhagsætlunin vel gagnvart B-
keppninni. Samningurinn við Vífil-
feh á dögimum hjálpar okkur mikið
til áð ná endum saman. Þessa dagana
eigum við í viðræðum við tvo aðra
stuðningsaðila,“ sagði Jón Hjaltalín
Magnússon.
Sjö landsleikir
fram að B-keppni
Nú er oröið Ijóst aö íslenska landshð-
ið mun leika sjö landsleiki hér á landi
fyrir B-keppnina í Austurríki. Lithá-
ar leika tvo landsleiki 2.-3. mars,
Portúgalir þijá leiki 6.-9. mars og
Slóvenar tvo leiki 11.-12. mars.
Landshðið heldur utan í keppnina
17. mars en hún hefst 19. mars.
Jón Hjaltalín sagði ennfremur að
búið væri að heita á leikmenn
ákveðnum bónus ef hðið hreppir eitt
af fjórum efstu sætunum í keppn-
inni. Fiögur efstu sætin tryggja
keppnisrétt í A-heimsmeistara-
keppninni í Svíþjóð 1993.
-JKS
Dick Advocaat hefur
veriö ráðinn þjálfari
hoflenska landshðsins
1 knattspymu til
tveggja ára og hann stýrir hðinu
í undankeppni HM. Advocaat er
aðstoðarmaður Rinus Michels
sem lætur af störfum eftir úrsht
Evrópukeppninnar í Svíþjóð f
sumar. Takist Hoflendingum aö
komast í úrshtakepprú HM i
Bandaríkjunum 1994 mun Johan
Crayff, núverandi þjálfari Barce-
lona, taka viö hðinu að undan-
keppninni lokinni.
Fram-Stjaman
Leik Fram'ög Stjöm-
unnar í l. deild karla 1
handknattleik, sem
fraro átti að fara i
kvöld, hefur verið frestað um
einn sólarhring og verður hann
leikinn annað kvöld klukkan 20.
Ástæðan er sú að Björgvin Ehas
Þórsson, sem lék með 2. flokki
Fram, verður jarðsunginn í dag
en hann lést af slysfóram fyrir
skömmu.
Fimm í 1. deild karla
Það verða þvi fimm leikir; í 1.
deild karla í kvöld og hefjast allir
kiukkan 20. HK og Haukar leika
í Digranesi, Valur og FH að Hhð-
arenda, ÍBV og Breiðabhk i Eyj-
um, Grótta og Víkingur á Sel-
tjarnamesi og Selfoss mætir KA
á Selfossi.
Umferð i 1. deild kvenna
í L deild kvenna er leikin heil
umferö í kvöld og þar ber hæst
viðureign Víkings og Fram í Vík-
inni klukkan 18. A sama 'tíma
Jeika Haukar og Ármahn í
Strandgöttihúsinu í Hafnarfiröi,
Valur og ÍBV leika að Hlíðarenda
klukkan 18.15, FHogKRí Kapla-
krika klukkan 19 og loks mætast
Keflavík og Grótta í Keflavík
klukkan 20.
Heimsmetstilraunir
Sergei Bubka, stangar-
stökkvari frá Úkraínu,
og Heike Henkel, há-
stökkvari frá Þýska-
tilraunir til að bæta heimsmet sín:
á innanhússmóti í Osaka í Japan'1
í gær. Bubka náöi ekki aö fara
fyrir 6,13 metra og Henkel fehdi
2,08 metra. Bæöi unnu þó sinar
greinar af öryggi
Ohc þjálfar SH
Klaus-Jörgen Ohc frá
Þýskalandi er þjálfari
Sundfélags Hafnar-
fjarðar, ekki Friðrik
Ólafsson eins og sagt var í frétt
DV um íslandsmet Arnþórs
Ragnarssonar á mánudaginn.
Karitas í IA
Karitas Jónsdóttir knattspymu-
kona hefur ákveðið aö leika með ÍA
í 1. deild kvenna nk. sumar.
„Það er að sjálfsögðu gífuriegur
hösstyrkur fyrir okkur að fá Karitas
enda er hún ein af 5 bestu knatt-
spymukonum landsins," sagði
Smári Guðjónsson, þjálfari ÍA, við
DV. -ih
ISLANDSMÓTIÐ í HANDKNATTLEIK
1. DEILD
STORLEIKUR
SELFOSS - KA
I ÍÞRÓTTAHÚSINU Á SELFOSSI '
I KVÖLD KL. 20.00.