Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1992, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1992. 41 Menning Sjómennska og leiklist - Þröstur Leo Gunnarsson stundaöi sjómennsku í rúmt ár en er nú í stóru hlutverki í Þrúgum reiðinnar: Þröstur Leo Gunnarsson í hlutverki Tomma í Þrúgum reiðinnar. Með honum á myndinni er Hanna María Karls- dóttir sem leikur móður hans. DV-mynd GVA Einn af þekktari ungum leikurum landsins, Þröstur Leo Gunnarsson, leikur eitt veigamesta hlutverkiö í Þrúgum reiðinnar sem er leikgerð eftir hinni frægu skáldsögu Johns Steinbeck. Það er Leikfélag Reykja- vikur sem setur verkið á svið undir stjóm Kjartans Ragnarssonar. Þröst- ur Leo hefur ekki leikið á leiksviði hér í höfuðborginn í tæp tvö ár. Hann ákvað vorið 1990 að nú væri kominn tími til að taka sér hlé frá leiklist- inni, fékk ársfrí frá störfum hjá Leik- félagi Reykjavíkur og flutti vestur á BOdudal þar sem hann gerðist sjó- maður. Þrúgur reiðinnar verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins 27. febrúar næstkomandi. Til að forvitn- ast um hlutverkið sem Þröstur Leo leikur og hvað hefði á daga hans drif- ið fyrir vestan var hann fenginn í stutt spjall. - Það er orðið nokkuð um liðið síð- an þú lékst á sviði hér í borginni? „Eg lék síðast í Kjöti eftir Ólaf Hauk Símonarson á sviði Borgarleikhúss- ins. Þegar sýningum á leikritinu lauk í apríl 1990 flutti ég til Bíldudals og fór að stunda sjómennsku. Var ég á dragnót fyrsta sumarið, fór svo á hnu um haustið, síðan á grásleppu og aft- ur á dragnót. Ástæðan fyrir þessari hvíld frá leiklistinni var að kominn var hálf- gerður leiði í mig og þráði ég tilbreyt- ingu, svo var ég með snert af heim- þrá. Ég fékk ársleyfi frá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem ég er á samn- ingi og fór heim til Bíldudals. Eftir á er ég ipjög feginn að ég tók mér þetta frí. Ég hafði gott af þessu og kom endumýjaður til baka. Að vísu tók ég mér smáfrí frá sjómennskunni síðastliðið sumar og lék í stutfinynd Sigurbjöms Aðalsteinssonar, Ókunn dufl, og hafði gaman af.“ Held að þetta verði góð sýning? - Er um að ræða nýja leikgerð af Þrúgum reiðinnar? „Upphaflega er þetta bandarísk leikgerð en Kjartan Ragnarsson hef- ur yfirfarið hana og tekið út það sem honum fannst ekki eiga að vera og sumt var ekki hægt að gera. Má eig- inlega segja að hann hafi að nokkm leyti búið til nýja leikgerð." - Kemst þessi mikla skáldsaga Steinbecks til skila í leikritinu? „Ég hef lesið skáldsöguna sem er mjög viðamikið verk og auðvitað verður að sleppa heilmiklfi þegar leikrit er gert eftir jafnlangri sögu, en ég held samt að sagan komist vel til skila innan ramma leikhússins og ég held að þetta verði góð sýning. Maður fær tilfinningu fyrir þegar vel gengur og sú tilfinning er fyrir hendi nú. Sýningin á auðvitað eftir að slíp- Memúngarverðlaim D V: Fimm tilnef ningar í tónlist Menningarverðlaun DV fyrir 1991 verða afhent 27. febrúar í hádegis- verðarboði að Hótel Holti. Nefndim- ar sjö sem hafa þann starfa að velja verðugan verðlaunahafa í hverium flokki fyrir sig hafa setið að störfum Blásarakvintett Reykjavíkur. undanfarið og í dag byrium við að birta tilnefningar og fyrst em það tilnefningar til verðlauna í tónlist. í tónlistamefndinni eiga sæti Finnur Torfi Stefánsson, tónskáld og tónhst- argagnrýnandi DV, formaður, Bald- ur Símonarson lífefnafræðingur og Sigurður Ingvi Snorrason tónlistar- maður. Nefndin hefur orðið ásátt um að nefna eftirtalda fimm aðila til Menningarverðlauna DV í tónlist. Þeir em í stafrófsröð: Blásarakvintett Reykjavíkur, sem er tilnefndur fyrir frábæran tónlist- arflutning í mörg ár og ekki síst fyr- ir tónleikahald sitt í vetur í tilefni af 10 ára starfsafmæli kvintettsins. Jón Stefánsson, stjómandi Kórs Langholtskirkju, er tilnefndur fyrir ágætt starf með kór sínum undanfar- in ár og einkum fyrir flutning á verk- um Jóhanns Sebastians Bach. Jónas Ingimundarson píanóleikari er tilnefndur fyrir píanóleik sinn um land allt á undanfornum árum og einkum fyrir undirleik sinn með söngvurum á ljóðatónleikum í Gerðuhergi. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari er tilnefnd fyrir framúrskarandi fiðlu- leik á mörgum tónleikum á síðasta ári en einkum fyrir flutning hennar á fiðlukonsert Brahms með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona er tilnefnd fyrir frábæran söng sinn viö ýmis tækifæri á árinu. Þyngst vegur frammistaða hennar með íslensku óperunni sem hún kórónaði í hlut- verki Nætiu-drottningarinnar í Töfraflauhmni í fyrra. Það mun svo koma í ljós fimmtu- daginn 27. febrúar hver þessara aðila verður handhafi Menningarverð- launa DV 1991 fyrir tónlist. -HK Jón Stefánsson. Jónas Ingimundarson. Sigrún Eóvaldsdóttir. ast, það er enn hálfur mánuður í frumsýningu, en ég held að þetta verði góð sýning." - Hvemig persóna er Tommi? „Tommi er ákveðinn, hreinn og beinn og lætur ekki vaða yfir sig. Hann lenti í fangelsi fyrir manndráp þar sem hann var að veija sjálfan sig. Hefði Tom ekki gert það hefði hann verið drepinn. Tom var fiögur ár í fangelsi. Heimkoman er mikið áfall fyrir hann. Þegar hann var sett- ur í fangelsi var allt í sómanum. Nú er allt í niðumíðslu og fiölskyldan að flytja til Kalifomíu sem er draumalandið í huga hennar. Tom er fljótur að taka að sér stjómina enda faðirinn niðurbrotinn maður og það er Tom sem reynir að halda fiölskyldunni saman.“ Var á báðum áttum - Varstu allaf ákveðinn í að fara í leiklistina aftur? „Ég var að vísu aöeins í ársleyfi, en ég verð að viðurkenna að ég var á báðum áttum um hvort ég ætti að fara suður aftur enda líkaði mér vel fyrir vestan. Ég mætti til leiks síðastliðið haust hjá Leikfélagi Reykjavíkur og byrjaði að æfa í Ljóni í síðbuxum, en á fót- boltaæfingu sleit ég hásinina í mér og varð að hætta æfingum í leikrit- inu. Ég fór því ekki að æfa í leikriti fyrr en í desember. En ég get ekki kvartað yfir hlutskipti mínu hér. Þetta er spennandi verkefni og gott hlutverk. Én heimabyggð mín á sterk ítök í mér og þau ár sem ég hef starf- að sem leikari hef ég ávallt þotið vestur um leið og síðustu leiksýn- ingu, sem ég tek þátt í, lýkur og á því verður engin breyting. -HK i draumaflðluna? Sigrún Eövaldsdóttur hefur ; fifcidið sína draumafiölu, en hún hefur ekki enn eignast hana. Eins og kunnugt er var stofnaður sjóð- ur rétt fyrir jól sem hefur það markmið að gera Sigrúnu kleift að eignast góða fiðlu. Hingað til hefur hún notast við gömlu skóla- fiðluna sína. Undanfarið hefur Sigrún verið erlendis að leita að fiðlu sem hæfir henni og i London fann hún fiðluna stna, Guarner- ius fiðlu sem smíðuð var á Ítalíu fyrir tæpum 300 árum. Margir aðilar hafa lagt fé í fiðlusjóð Sig- rúnar og hafa safhast og fcngist loforö fyrir 3 milljónum króna. Enn er þó langt í land að Sigrún getí eignast fiðluna sina því hún kostar um 9 milljónir króna. í dag stendur fiðlusjóðurinn fyrir sér- stöku söfnimarátaki. Tekið verö- ur á móti fiárfranxlögum í Gulu línunni i síma 626262 klukkan 18-23 en einnig er hægt að leggja inn á tékkareikning fiðlusjóðsins nr. 2400 I aöalbanka Búnaöar- bankans. Ténleikarfyrir Nú standa yfir Tónmenntadag- ar Ríkisútvarpsins og er mikið imi aö vera í tónlistardeild út- varpsins. Meðal þess sem boðið verður upp á eru tónleikar fyrir almenning í Útvarpshúsinu við Efstaleití 1 kvöld. Þar koma fram Kolbeinn Bjamason flautuleikari og Páll Eyjóllsson gítarleikari. Mrfiytjafógæta tónlist úr öllum suður-ameríska, þýska og ís-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.