Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. 5 dv Fréttir Nær 80 unglingar leituðu til Rauða kross hússins í fyrra: 14.618 beiðnir um aðstoð haf a borist - frá því að starfsemin hófst 1985 Rauða kross húsinu hafa borist samtals 14.618 beiðnir um aðstoð, þar af5.284 árið 1991.78 unglingar leituðu til Rauða kross hússins á síðasta.ári. Þeir komu samtals 108 sinnum og voru skráðar gistinætur 902 talsins. Meira en helmingur unglinganna átti lögheimih utan höfuðborgarsvæðis- ins. Rúmlega 48 prósent þeirra voru í mikilh vímuefnaneyslu, vikulega eða oftar. Flestir þeirra notuöu öll tiltæk efni. Ofangreindar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Rauða kross húss- ins. Það hefur nú verið starfrækt í rúm sex ár. Þar er 111 staðar þrenns konar þjónusta, sem er neyðarat- hvarf fyrir unghnga 18 ára og yngri, símaþjónusta, svo og ráðgjöf. Á þeim árum sem húsið hefur ver- ið starfrækt hafa komið 310 einstakl- ingar 648 sinnum th dvalar þar. Gisti- nætur þessa hóps eru orðnar samtals 5.745. Daggestakomur voru 5.414, þar af1.079 á síðasta ári. Hringt var 10.116 sinnum í símaþjónustu Rauða kross hússins, þar af4.486 sinnum á síðasta ári. í nóvember einum voru skráð 819 símtöl sem er meira en nokkru sinni áður. Beiðnir um einhvers kon- ar aðstoð eru því orðnar 14.618, þar af 5.284 á árinu 1991, eins og áður sagði. Meðalaldur unghnganna sem leit- Gestir 1986 - 1991 - gestakomur á ári - 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Heimild: Raudakrosshúsid. Ársskýrsla fyrir árid 199 9é að hafa til Rauða kross hússins hefur verið á bihnu 16-17 ár. Mikill meiri- Uuti þeirra var hvorki í skóla né vinnu. í 66 prósent tilfella voru kyn- foreldrar gesta ekki í sambúð. Stúlkur voru í miklum meirihluta þeirra sem hringdu í Rauða kross húsið. Langflestir voru í aldurshópn- um 12-16 ára. Mest var hringt á bil- inu klukkan 13-17 á daginn en á þeim tíma eru flestir foreldrar í vinnu. Drengir voru í meiri hluta þess hóps sem leitaði ráðgjafar í Rauða kross húsinu á árinu. Af 1079 dag- gestakomum voru 37 prósent að leita eftir einhvers konar aðstoð. Rúmlega helmingur þeirra var að leita aðstoð- arífyrstaskipti. -JSS Sjóbirtingsveiðin hafin: Ellefu punda sjóbirtingur í Geirlandsá - 50 veiddust 1 Vatnamótunum Sjóbirtingsveiðin byriaði ágætlega í Geirlandsá og Vatnamótum í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Fyrstu hóparnir voru að koma úr ánum núna um helgina. 11 fiskar komu úr Géirlandsá og var hann 11 punda sá stærsti, svona vænn fiskur í byrjun veiðitímans lof- ar góðu um framhaldið. Þeir sem renndu fyrst í Geirlandsá voru Kefl- víkingarnir Hahdór Pálsson, Þór- hahur Guðjónsson og Garðar Odd- geirsson. „Veiðin byriaði vel í Vatnamótun- um og fengust kringum 50 fiskar í fyrsta hollinu, flestir voru fiskarnir 4 th 5 punda,“ sagði Óskar Færseth um helgina, nýkominn af árbakkan- um. „Það var töluvert lif á svæðinu fyrsta daginn en svo minnkaði veiðin þegar leið á, viö fengum 38 fiska og hann var 7,5 punda sá stærsti. Bóndi einn var við veiðar á miövikudaginn og fékk 10-12 fiska. Fyrsta hohið hef- ur því endað í 50 fiskum. Við höfum oft séö meira af fiski en núna en gott tíðarfar sphar þarna inn í. Einhverj- ir fiskar eru bara farnir," sagði Ósk- ar. -G.Bender Þorleifslækurinn hefur gefið um 100 fiska og á myndinni halda þeir feðg- ar, Sigurður Rósarsson og Rósar Eggeusson, á tveimur fiskum fyrsta veiði- daginn. DV-mynd G. Bender FERMINCARIIIHOf) |APIS CIIDA EINNIC I II IIRIOIIHIM VERSIUNUM : KAUPrtlAC BORCIIRDINGA BORCARNfSI • KAUPICIAC llf RAIISHUA ICItSSIODUM • HOKAVIRSIUN PORARINS SIIIANSSONAR IIUSAVlK KAUPICIAC ARNISINCA SllfOSSI • RADIOVINNUSIOIAN K AUPANÍ.I AKURIYRI • R ADIONAUSI CCISIAGOIU AKURIYKI • KAUPIClAC llf R ADSBUA SIYDISIIRDI • RAIS|A SAUDARKROKI • SONAR KtflAVIK • MOSIIIl IIIIIU • POlllNN III ISAIIRDI R KAUPICIAC AUSIUR- SKAlIIIIIINCA HOIN • lONSPIl'NISKAUPSSIAD • MAININCARP|ONUSIAN AKRANISI • VIRSIUN I. CUDIINNSSONAR KOtUNGARVIK Technics X110CD fRÁBÆR HLJOMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ SJÁLFSTÆÐUM EININCUM HLAÐIN OLLUM t>EIM TÆKJUM SEM PRÝÐA CODA HLJÖMTÆKJASTÆÐU, FALLEGUR VIÐARSKÁPUR ER FÁANLECUR UTANUM STÆÐUNA -VERt) KR:-94t400.- fíTO JAPIS* BRAUTARHOLTI - KRINGLUNNI The Hotel Career Center Bournemouth Dorset Suður-England Er hótel, matreiðslu- og ferða- mannaskóli sem rekinn er allt árið. Hægt að velja um lengri eða skemmri námskeið í hinum ýmsu greinum en einnig stunda árs nám í hverju fagi. Próf eru tekin í hverju fagi að loknu námi, sem veita réttindi í ölium enskumælandi löndum. Skólarnir eru hvort heldur fyrir algjöra byrjendur eða þá sem lengra eru komnir. Hafa þarf sæmilega enskukunn- áttu en hægt er að undirbúa hana i skólanum i byrjun, Sendum bæklinga, lánum video- spólur og veitum frekari upplýs- ingar. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogi 44, sími 686255

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.