Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. 25 TÓMSTUNDAHÚSIÐ HF. LAUCAVECl 164 - POSTHQLF 5066 Æ Fjarstýrðir bátar, flugvélar og bílar í miklu úrvali. Futaba fjarstýringar. O.S. mótorar og rafmótorar í úrvali. Zap lím. Balsi og allt til módelsmíða. Gæðavörur á góðu verði. Póstsendum samdægurs, sími 91-21901. dv Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 ■ Parket Slípun og lökkun á gömlum og nýjum gólfum. Parketlagnir og viðhald. Gerum föst tilboð að kostnaðarlausu. Sími 76121. ■ Nudd Slakaðu á með nuddi, ekki pillum. Náttúrulegar olíur. Kem í hús eða tek heim á þeim tíma sem hentar þér. Sími 642662 frá kl. 10-12 f.h. eða 17-20 e.h. ■ Landbúraöartæki Ámoksturstæki. Til sölu ámoksturs- tæki á Styre. Upplýsingar í síma 94-6250 eftir kl. 19. ■ Tilkynningar ATH.I Auglýsingadeild DV hefur tekið í notkun bréfasíma 63 27 27 sem er bein lína til auglýsingadeildar. Nýr bréfasími annarra deilda DV er 63 29 99. Auglýsingadeild DV. ■ Tflsölu Léttitœki íslensk framleiðsla, borðvagnar og lagervagnar í miklu úrvali, einnig sér- smíði. Sala - leiga. •Léttitæki hf., Bíldshöfða 18, s. 676955. ■ Verslun Hugsaðu um heilsuna. Ledins heilsu- matur er steinefnaríkur, basískur, sykurlaus og hægðaörvandi morgun- matur. Heilsuvöruverslunin Græna línan, Laugavegi 46, s. 91-622820. Vélsleðakerrur - jeppakerrur. Eigum á lager vandaðar og sterkar stálkerrur með sturtum. Burðargeta 800-2.200 kg, 6 strigalaga dekk. Yfirbyggðar vélsleðakerrur. Allar gerðir af kerrum, vögnum og dráttar- beislum. Veljum íslenskt. Opið alla laugard. Víkurvagnar, Dalbrekku 24, s. 91-43911/45270. ■ Bátar ■ Varahlutir Brettakantar á Toyota, Ford Ranger, Explorer, MMC Pajero og flestar aðr- ar tegundir jeppa og pickupbíla, einnig skúffulok á jap- anska pickupbíla. Tökum að okkur trefjaplastklæðningu í gólf og hliðar á sendi- og pickupbflum, sem og aðrar plastviðgerðir. Boddíplasthlutir, Grensásvegi 24, simi 91-812030. Brettasamstæður og brettakantar á Wagoneer og Blazer. Skúffur og hús á Willys CJ-5 og CJ-7 pallhús á Nissan Patrol og Toyota pallbíla, pallhús á Izusu Crew cab. Bílplast, Vagnhöfða 19, sími 688233. ■ BQar til sölu Benz 1419 4x4 ’77, ek. 276 þ., vél ek. 6 þ. eftir upptekt, ryðlaus, upplagður fyrir bændur í rúllu- og fjárflutn. Mögulegt að lengja pall í um 8 m. Verð 1.250.000 + vsk, góður stað- greiðsluafsláttur. Sími 96-52235. Til sölu Isuzu NPR, árg. ’87, með lyftu og Aluvan kassa, ekinn aðeins 86 þús., Uppl. í símum 91-674886 og 985-27068. Til sölu Benz 1017, árg. ’82, 6,5 m kassi, 2ja tonna lyfta, stórar hliðarhurðir, minnaprófsbíll, toppein- tak. Gott staðgreiðsluverð. Uppl. í síma 985-21931 á daginn og í síma 670160 á kvöldin, Kristberg. Dalhatsu Feroza EL II Crome, árgerð 1990, ekinn 41 þúsund km. Mjög fall- egur bíll. Upplýsingar í síma 92-12247. Patrol STW H/Roof, turbo, disil, árgerð 1986, björgunarsveitaútgáfa, einn eig- andi. Skipti möguleg, gott stað- greiðsluverð. Uppl. í síma 92-12247. M. Benz, 41 sætis, grindarbill, mikið endurbyggður og góður bíll. 26 sæta M. Benz 0309, árg. ’80, Lada Sport, árg. ’85, ekinn 70 þúsund. Upplýsingar í síma 91-814098 og 985-25429. ■ Ýmislegt Páskatilboð á Dusar sturtuklefum og baðkarshurðum úr öryggis -og plexi- gleri. Verð frá kr. 25.950, 13.900 og 11.900. A&B, Skeifunni 11, s. 681570. Þessi 5 smálesta þilfarsbátur er til sölu. Verðhugmynd 4,5-5 millj. Er með krókaleyfi. Tæki, dýptarmælir, lóran, sjálfstýring, línuspil, tölvurúllur. Vél 80 hö. Báturinn er vel með farinn og lítið notaður. Engin áhvílandi veð. Skipti á stærri bát, 7-9 smálesta, með 10-15 tonna fiskkvóta, koma vel til greina. Upplýsingar í síma 94-4531. Range Rover, árg. ’82, upphækkaður, á 36" dekkjum, ekinn 76 þúsund km, frá upphafi. Til sýnis og sölu á Litlu Bílasölunni. Uppl. í síma 91-679610 og á kvöldin í'91-650797. Toyota Corolla 1300 DX, árgerð ’86, til sölu, ekin 58 þúsund km. Upplýsingar á Bílasölu Hafnarfjarðar, sími 91-652930. Jeppaklúbbur Reykjavíkur.heldur al- mennan félagsfund þriðjud. 7. apríl kl. 20.30 í félagsheimilinu, Bíldshöfða 14. Dagskrá: Næsta keppni lands- keppni milli Svía og Islendinga, hugs- anleg ferð til Svíþjóðar og önnur mál. Allir velkomnir, nýir félagar sérstak- lega velkomnir. P.S. Skyldumæting á keppendur. Kveðja, stjórnin. Fréttir Óbreytt kröfugerð Verkamannasambandsins: Viðsemjenda okkar að verð* leggja friðinn - segirBjömGrétarSveinsson „Við sjáum enga ástæðu til að heíja niðurtalningu á þeim lágu kröfum sem við erum með. Við munum nátt- úrlega ganga til samninga þegar þess verður óskað. Nú verða viðsemjend- ur okkar, vinnuveitendur og ríkis- valdið, hreinlega að verðleggja kostnaðinn við það að halda frið í landinu,” segir Björn Grétar Sveins- son, formaður VMSÍ. Framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins kom saman til fundar í gær til að ræða stöðuna í samning- unum. Að sögn Björns ríkti samstaða á fundinum og fullur stuðningur við samninganefndina. Sú skoðun hefði verið almenn að til lítils hefði verið að halda samningaviðræðum áfram vegna stífni viðsemjenda. „Okkar kröfur setja ekki þjóðfélag- ið á hausinn. Við viljum einfaldlega endurheimta kaupmáttinn frá þvi í júní. Viðsemjendumir hafa ekki boð- ið neitt sérstakt í þessu sambandi en þó hefur mátt skilja þá þannig að þeir vildu semja um kaupmáttinn eins og hann var í janúar. í kaup- mætti er munurinn um 3,5 prósent.” Bjöm Grétar segir að á fundinum hafi ekki verið rætt um að lengja hugsanlegan samningstíma eins og raddir hafi verið uppi um innan ASI. Fram til þessa hafa launþegasamtök- in einungis viljað semja til næstu áramóta en atvinnurekendur og rík- isvaldið hafa krafist lengri samn- inga. Innan ASÍ er nú rætt um að semja til árs og gera ráð fyrir að ein- stök félög geti framlengt samningum sínum um nokkra mánuði. Samkvæmt heimildum DV ríkir óánægja innan BSRB með þá hug- mynd ASÍ að semja til árs. í samilot- inu hafi menn ákveðið að vinna út frá sameiginlegum forsendum, þar á meðal samningslengd. Að mati sumra sem DV hefur rætt við eru nú komnir upp shkir brestir í sam- flotið að óvíst sé um framhaldið. Samninganefnd BSRB ræöir meðal annars þessi mál á fundi sínum í dag. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, gerir ekki mikið úr skoðana- muninum sem kominn er upp í sam- flotinu. Hann segir BSRB ætíð hafa stefnt að stuttum samningstíma. Vinnuveitendur biðu þess með eft- irvæntingu hver niðurstaðan yrði á fundi VMSÍ. Er niðurstöðurnar lágu fyrir höfðu menn á orði að ekki væru miklar líkur á að samningar tækjust á næstunni. Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn VSÍ í dag. Sömu sögu er aö segja frá samn- inganefnd ríkisins. Þar er ekki búist við að til tíðinda dragi fyrr en um eða eftir páska. Samkvæmt heimild- um DV er það mat nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar að ekki sé hægt að bjóða launþegum meira en gert hafi verið þegar upp úr viðræðunum slitnaðifyrirrúmriviku. -kaa Alþýöubandalagið: Ráðuneytið bauð fimm þingmönnum - forsetar þingsins vilja bara senda tvo „Umhverfisráðstefnan er heims- viðburður. Það sem þar fer fram hef- ur mikið að segja fyrir íslendinga í framtíðinni. Þingmenn hafa ekki verið beinir þátttakendur í undir- búningsvinnu ráðstefnunnar en með því fara þangað fengju þeir tækifæri til að kynnast niðurstöðum þeirrar vinnu sem hefur átt sér stað á und- anfómum mánuðum,” segir Margrét Frímannsdóttir, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins. Deilur urðu á Alþingi í gær um þá ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að senda tvo þingmenn á umhverfis- ráðstefnuna í Ríó, einn frá stjórnar- flokkunum og einn frá stjórnarand- stöðunni, í stað fimm eins og um- hverfisráðuneytið hafi áður boðið. Þá hefur þingflokkur Alþýðubanda- lagsins komið skrifiegum mótmæl- um þessa efnis til forseta Alþingis. í umræðunum á þingi í gær létu al- þýðubandalagsmenn þau orð falla að trúnaðarbrestur ríkti milli þing- flokksins og forsætisnefndar vegna þessa máls. „í Ríó verður að öllúm líkindum gengið frá sáttmála um umhverfis- mál fyrir þjóðir heims. Maður skyldi því ætla að það væri mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með því og þing- menn ekki síður en aðra þar sem þeir eru ekki beinir aðilar að undir- búningsvinnunni. Það er þvi mikil- vægt fyrir þá að fara á ráðstefnun- una,“ segir Margrét. Að sögn Salome Þorkelsdóttur, for- seta Alþingis, fjallar forsætisnefnd þingsins í dag um mótmæli Alþýðu- bandalagsins. Þar verði málið rætt en ekki standi þó til að breyta þeirri ákvörðun að senda tvo fuhtrúa til Ríó. „Ég er að bíða eftir að fá betri upp- lýsingar um ráðstefnuna. Við höfum ekkert í höndunum á Alþingi um hvernig undirbúningnum hér heima er háttað nema það sem komið hefur fram í fréttum. En þetta er ekki ráð- stefna þinganna sem shkra heldur stjórnvalda. Maður skfiur það svo sem að ákvörðun Alþingis valdi von- brigðum hjá þingflokkum, sem hafa ákveðið að senda fuUtrúa á ráðstefn- una, en það er ekkert sem bannar þeim að senda fuUtrúa sína og greiða kostnað vegna farar þeirra.” -J.Mar/-kaa Tveir teknir við að stela bíl Tveir menn sáust við Ármúla sem taldir voru vera að reyna að bijótast inn í bíla um klukkan hálfþrjú í nótt. Lögreglan kom á staðinn en náði ekki mönnunum í fyrstu. Stuttu síð- ar sáust tveir grunsamlegir náungar inni í bíl við Háaleitisbraut. Voru þeir þá búnir aö tengja framhjá og voru að búa sig undir að aka af stað og stela bílnum. Lögreglan kom að mönnum áður en ökuferðin hófst. Þjófamir, sem eru 18 og 20 ára voru vistaöir í fangaklefum lögreglunnar í nótt. Talsvert hefur verið um þjófn- aði á bílum á undanfómum dögum. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.