Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 12
12 Lesendur ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. Spumingin Var Sara Ferguson bresku konungsfjöl- skyldunni til skammar? Þorgerður Morthensen: Ekki að mínu viti. Sverrir Steinn Sverrisson: Nei, nei. Ef hún vill frekar ríkan Texasmilla en prins þá er það hennar mál. Friðrik Danielsson: Það er enginn vafi á því að hún fór illa með góða fjölskyldu. Kristbjörg Sólmundsdóttir: Nei, þetta er fráleit spuming. Helga Jóhanna Oddsdóttir: Nei, Andrew var alltaf á sjó. Hulda Hauksdóttir: Nei, hún hefur alltaf verið væn við fjölskylduna, er góð móðir og hefur fallegt rautt hár. Á bölmóðstímum svörtu sauðanna Þ.L. skrifar: Ég hef oft undrast þaö að þegar verið er að ræða um efnahagsmál þjóðarinnar, sem er mál okkar allra, þá er sjaldan eða aldrei talað um okkar iðnað nema í sambandi við sjávarútveginn. Mér finnst stundum að íslendingar hafi minnimáttar- kennd vegna sinnar framleiðslu, allrar annarrar en fisks. Það er óþarfi að hafa minnimáttar- kennd vegna íslenskrar framleiðslu, hún er fyllilega samkeppnisfær við aðrar vörur. Ég hef orðið vitni að því að íslensk framleiðsla var merkt á ensku og hvergi getið um fram- leiðsluland. Framleiðendum er hins vegar vorkunn í svona málum því viðskiptavinurinnn er tilbúinn að greiða hærra verð fyrir erlenda vöru en hina íslensku. Það eru því miður mörg dæmi þessa. íslendingar snobba oft ótrúlega fyrir erlendum vörum. Maöur heyrir oft í öðrum löndum að viðkomandi þjóð er stolt af sinni framleiðslu og reynir að kaupa sem mest af inn- lendri vöru. Það er talið þjóðhagslega hagkvæmt, jafnvel þótt innlend vara sé aðeins dýrari. Kostimir eru ótví- ræðir. Fyrst og fremst skapar það atvinnu sem er undirstaða okkar lífs- afkomu. í raun er þetta einfalt mál ef þá hægt er að tala um einfaldleika í þessu sambandi. Til þess að við höfum atvinnu og kaupmáttur launa aukist þá þurfa fyrirtækin aö geta gengið. Helst meira en bara að skrimta frá mánuði Erum við tilbúnir að greiða hærra verö fyrir erlenda vöru en hina innlendu? til mánaðar. Það er hægt ef allir taka höndum saman og velja íslenskt. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að illa rekin fyrirtæki og mörg gjaldþrot hafi eyðilagt ímynd íslenskra fyrir- tækja meira en margt annað. Auðvit- að er það ekki sanngjamt. Við eigum ekki að láta svörtu sauðina eyði- leggja fyrir hinum. Við eigum líka mörg fyrirtæki sem eru vel rekin og það er ómetanlegt fyrir starfsfólk þeirra fyrirtækja að vera öruggt í starfi og fá launin á réttum tíma. Það vita þeir sem hafa unnið hjá svörtu sauðunum. Það væri gaman ef við gætum gert tilraun í svo sem eitt ár að allir legðu sitt af mörkum fyrir land og þjóð og gerður yrði saman- burður á launum, kaupmætti og af- komu fyrirtækjanna og afkomu rík- issjóðs að ári liðnu. - í von um betri kaupmátt næstu misseri. Stóri bróðir gætir þín S.G. skrifar: Nýlega greindu fréttir frá tillögum nefndar um nýjan skattstofn og nú á sparifé. Samkvæmt þeim á ekki bara að sefja nýja skatta, t.d. bæði tekju- og eignarskatt, á venjulegar spari- sjóðsbækur eða afrakstur þeirra heldur er einnig hugmyndin að koma hér á lögregluríki þar sem skatt- heimtan verður með nefið niðri í hvers manns buddu. Minnir þetta ekki óhugnanlega á sögu Orwells, 1984, þar sem „Stóri bróðir" (ríkið) hefur nákvæmar gæt- ur á þegnunum? Það mun vera við- horf flestra íslendinga að þeirra eigin sparifé, sem þeir hafa unnið fyrir á heiðarlegan hátt, sé þeirra einkamál. Það er hins vegar gamall og nýr draumur allra kommúnista, fyrrver- andi og núverandi (hvaða nafni sem þeir nefna sig nú), að ráðskast með fé annarra. Það er svo sem ekkert nýtt að strengjabrúður Alþýðubandalagsins innan verkaiýðshreyfingarinnar krefjist þessara nýju álaga á almenn- ing. Samúðin með gömlu og lasburða fólki nær jú ekki til þess gamla og lasburða fólks sem á sparifé. En hitt sætir meiri furðu að menn innan Sjálfstæðisflokksins skuli taka undir þessar úreltu austantjalds-hug- myndir. Bæði vegna þess sem talin hefur verið almenn stefna flokksins og eins vegna loforða um að leggja ekki á nýja skatta. Hlýtur þetta hvort tveggja að verða fyrrum kjósendum þessa flokks nokkurt umhugsunar- efni þegar næst verður gengið til kosninga. Endurhæf um íslensku krónuna Baldur Sigurðsson skrifar: Er nú ekki kjörið tækifæri til að endurhæfa íslensku krónuna og koma henni til þess vegs sem hún á skiliö? Koma henni í þaö horf að hún sé nothæfur gjaldmiðill sem nýtur trausts á innlendum sem erlendum markaði. íslfenska krónan er líklega eini gjaldmiðillinn í hinum vestrænu ríkjum sem er svo lágt skrifuð að henni er ekki skipt í bönkum þessara þjóða. Það kemur sér stundum illa ef maður þarf að grípa til þess að skipta, þótt ekki sé nema nokkur hundruð krónum í skyndingu í er- lendum banka að fá þáð svar að því miður sé krónan ekki skráð sem skiptanlegur gjaldmiðill. Að ekki sé nú talað um hvaðþetta er niðurlægj- andi. Það kemur fram í úttekt á þessum málum nýlega í DV að krónan hefur rýmað um tæp 94% síðan gjaldmið- ilsbreytingin átti sér stað síðast, árið 1981. Þá voru tekin tvö núll aftan af krónunni. Menn voru bjartsýnir á að þama væri um varanlega aðgerð að ræða. Meira að segja kom fram tíu króna seðill, sem er löngu horf- inn, einnig fimmtíu króna seðill, ásamt urmul af smáaumm. Þessar mynteiningar era allar horfnar og smáauramir, sem eftir em, einungis til óþæginda í viðskiptum. En nú er ástandið allt annað en 1981. Nú ör ekki þensluástand í þjóð- félaginu og verðbólga eins lítil og hún getur hugsanlega orðið hér eða á bil- inu 2-4%. Ég er þess fullviss að landsmenn tækju endurhæfingu krónunnar nú vel. Það ætti að taka tvö núll aftan af henni. Ekki þarf að huga að eins mörgum hliðarráðstöf- unum nú og þurfti árið 1981. Koma yrði þó í veg fyrir að óprúttnir aðilar í viðskiptalífmu notfærðu sér'verö- hækkanir á borð við þær er urðu í kjölfar síðustu myntbreytingar. Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eðaskrifið NaXn ogsímamv veröurað fyJgjabréfum HvaðerSASað mismunafólki? S.H.S. skrifar: Útlenda flugfélagið SAS, sem er að reyna aö gera sig gildandi á íslenskumflugmarkaði, býðurnú sumum íbúum Reykjavíkur- svæðisins kostaboð: SAS Euro- class þægindi heiman úr stofu með límósínu (les líklega: amer- ískum fólksbíl, minni eða stærri) út á flugvöll, en ekki til baka, og 90% afslátt fyrir maka. Gallinn er bara sá að íbúar þriggja sveitarfélaga á Reykja- víkursvæðinu fa ekki að njóta ókeypis límósínu aðra leiðina. Álftnesingar, Seltirningar og Mosfellingar verða að borga und- ir sig sjálfir. Hvers eiga þeir að gjalda? Hvers vegna er SAS að mismuna íbúum höfuöborgar- svæðisins? Tittlingaskíturinn E.Þ. skrifar: Ég vil þakka Dagfaragreinar DV um „tittlingaskít“ umhverfis- ráðherra, þær vom frábærar. - Full ástæða er til að halda ráð- herranum við efniö er hann reyn- ir, að loknu sjónvarpsviðtali við haxm um Rió-ráöstefnuna, að afs- aka sig með því aö hann hafi átt viö ráðstefnuna í New York. Þjóð- in verður ekki blekkt með svona óskammfeilni. Ríó-ferðinerað „gangaupp“? Bára hringdi: Þegar neyðin er stærst er þjálp- in næst Ríó-ferð þeirra umhverf- ismanna og féiaga er smám sam- an aö „ganga upp". - Nú er td. farið að gera svo mikið grín aö fyrirhugaðri ferö í máli og mynd- um (sbr. t.d. skopmynd Sigmund í Mbl. 2. apríl sl.) að smám saman verður litiö á málið sem eitt grín- stykki. Og með því er reynt að valta yfir þá hneykslunargjömu. Rió-ferðin veröur hins vegar áfram sama hneykslunarhellan og áður - og með réttu. Dólgslæti lögreglu Mosfellingur skrifar: Mosfellingum kom svo sem ekki á óvart fréttin á dögunum um þjösnaskap lögreglunnar í bænum. Fréttin var þó ekki rétt aö öllu leyti, t.d. fékk maðurinn ekki þennan rosaskurð á höfuöið við högg frá lögreglumanni held- ur af því að reka höfuðið í bílinn - sem aftur má e.t.v. rekja til at- gangs lögreglunnar. Vissulega hafa ungiingar í Mos- fellsbæ verið uppvöðslusamir en þeir hafa líka mátt þola dólgshátt og þjösnaskap. Þess em dæmi að lögreglumenn hafi ruðst óboðnir ixm í stofu, jafiivel um svaladyr, og sýnt rosta við unglinga sem þar hafa veriö í mestu friðsemd að hlusta á tónlist eöa aö rabba. - Lögreglan mætti gjarnan huga að því að til þess að fá virðingu verður aö sýna virðingu. Landakot lifir Lúðvig Eggertsson skrifer: Mér kom á óvart að sjá grein Ólafs Arnar Arnarsonar í Morg- unblaðinu um þetta mál. Hann tekur neikvæða afstöðu gegn systrunum en er þó sjálfur einn þeirra sem gerðu garðinn frægan undir þeirra stjóm. Ólafur er í röö fremstu lækna. Það er hins vegar fáránlegt að vitna í „nunn- ur á eftirlaunum" sem eins konar annars flokks þegna. Systurnar eru öörum dómbærari um ffam- tíðarskipan sjúkrahússins vegna ævilangrar reynslu i fómfúsu starfi. Flestir fagna þvl að Landa- kotsspítali verður áfram sjálf- stæð stofhun. Það er fyrir ein- beitni St. Jósefssystra að þessi úrslit fengust. - Hafi þær heiður og þökk fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.