Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Rítstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200~kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Einkavæðing á villigötum Frumvarpið um breytingu ríkisbanka í hlutafélög hefur mætt harðri andspyrnu í stjórnarfLokkunum, einkum í Alþýðuflokknum, þótt skýrum stöfum segi í stjórnarsáttmála, að þetta skuli gera. Mótbyrinn stafar af, að einkavæðing hefur fengið á sig illt orð. Dæmi Bifreiðaskoðunar íslands vegur þungt á metun- um. Þar var dæmigerðri hallærisstofnun hins opinbera breytt í einkaokurbúlu í skjóli ríkisverndaðrar einokun- ar. Nú á að fella þessa einokun niður, en skaðinn af hlutafélaginu er skeður í almenningsálitinu. í huga fólks eru líka efasemdir um nokkur önnur nýleg einokunarfyrirtæki, sem rekin eru í hlutafélaga- formi. Dæmi um það eru Sorpa og Endurvinnslan, sem hafa gert almenningi á ýmsan hátt flóknara að losna við úrgang, svo sem sýnir dæmið um gömlu jólatrén. Umræðan um svonefndan kolkrabba hefur líka vald- ið mótbyr. Fólk sér til dæmis fyrir sér, að hlutabréf í núverandi ríkisbönkum féllu í skaut aðila á borð við íslenzka aðalverktaka, Eimskipafélagið, Skeljung og Sjóvá-Almennar, sem séu eins konar ríki í ríkinu. Draga má í efa, að þjóðarsátt sé um að einkavæða ríkisfyrirtæki. Miklu nær væri að tala um að markaðs- væða þau. Fólk vill ekki, að ríkiseinokun sé breytt í einkaeinokun, heldur að verð á vöru og þjónustu verði lækkað með því að markaðsvæða ríkisfyrirtæki. Slíkum árangri má ná á ýmsan hátt. Það er unnt með breytingu ríkisfyrirtækja í hlutafélög og sölu hlutafjár- ins. En einnig má ná slíkum árangri á allt annan hátt; með því að leyfa erlendum fyrirtækjum að keppa við einokunar- eða fáokunarstofnanir og -fyrirtæki. Sala Ríkisskipa hefur farið vel af stað og leitt til auk- innar samkeppni í vöruflutningum og lægra verðs á sumum sviðum. Koma Scandia á innlenda trygginga- markaðinn hefur leitt til aukinnar samkeppni í trygg- ingum og lægra verðs á sumum tryggingum almennings. Einkafyrirtæki, sem starfa í skjóli ríkisins, eru ekki betri en hliðstæð ríkisfyrirtæki. Það er markaðsvæðing- in, sem skilar þjóðfélaginu arði, ekki einkavæðingin ein út af fyrir sig. Þetta höfðu menn ekki í huga, þegar þeir hleyptu Bifreiðaskoðun íslands lausri á almenning. Ráðagerðum ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu virðast ekki fylgja neinar áætlanir um að markaðsvæða einkaeinokunina, hvort sem hún er hjá íslenzkum aðal- verktökum, Flugleiðum, vinnslu- og dreifmgarstöðvum landbúnaðar eða bara hjá landbúnaðinum sjálfum. Eindregin friðhelgi einkaeinokunar vekur grunsemd- ir um, að markmið einkavæðingar ríkisfyrirtækja sé ekki markaðsvæðing þeirra í þágu almennings, heldur einkavæðing einokunarinnar, svo að ýmsir armar kol- krabbans geti makað krókinn í stað ríkisins sjálfs. Af ýmsum slíkum ástæðum er eðlilegt, að margir, þar á meðal forustufólk í Alþýðuflokknum, telji brýnna að setja ný lög gegn einokun og hringamyndun en lög um breytingu banka í hlutafélög. Lögin um einokun og hringamyndun eru beinlínis í anda markaðsvæðingar. Hins vegar er allt óljóst um, hvort hlutafélagaform á ríkisbönkunum tveimur felur í sér markaðsvæðingu. Fólk vill fá tíma til að skoða, hvort það felur í sér eflda fáokun kolkrabbans eða raunverulgá dreifingu peninga- valds með aukinni samkeppni milli fjármálastofnana. Nær væri að byrja á að efla lög gegn ein- og fáokun og að markaðsvæða íslenzka aðalverktaka, Flugleiðir, vinnslustöðvar landbúnaðar og landbúnaðinn í heild. Jónas Kristjánsson Framlag íslend- inga til Eystra- saltsríkja: lítið Það var mikilvægt þegar íslending- ar beittu sér fyrir viðurkenningu Eystrasaltsríkjanna. Og það voru aÚir sammála um það þegar íslend- ingar ákváðu að verða fyrstir allra þjóða til að ganga frá formlegri við- urkenningu þessara ríkja. Og síðan hefur það gerst að haldnir hafa verið fundir og ráð- stefnur og íslendingar hafa tekið þátt í þeim fundum. En efnislegur beinn stuðningur íslendinga við Eystrasaltsríkin hefur verið allt of lítill. Hver er hann? Samkvæmt yfirhti sem ég fékk frá utanríkisráðuneytinu fyrir nokkru liggja ýmsar hugmyndir fyrir en fátt eitt hefur verið fram- kvæmt. Það sem liggur fyrir er þetta að sögn utanríkisráðuneytis- ins: 1. íslendingar hafa ekki veitt Eyst- rasaltsríkjunum beina fjárhags- aðstoð en ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 17 millj. kr. í tækniaðstoð í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna og Eystrasalts- ríkin fá e.t.v. eitthvað af því. 2. Ætlunin er að halda á íslandi námskeið fyrir stjórnendur fyr- irtækja í Eystrasaltslöndunum. Ekki komið til framkvæmda. 3. Landbúnaðarráðuneytið hefur lagt til að boðin verði bókleg og verkleg námskeið fyrir bændur. Ekki komin til framkvæmda. 4. Umhverfisráðuneytið hefur hreyft við þeirri hugmynd að veitt verði tækniaðstoð á sviði skipulags og húsnæðismála. Ekki komið til framkvæmda. 5. Útflutningsráð hefur sent hóp aðila til landanna. Þess „er vænst að jákvæður árangur verði af þessari ferð...“ segir í minnisblaði utanríkisráðuneyt- isins. Ekkert komiö til fram- kvæmda. 6. Áhugi hefur komið fram frá fleiri aðilum. 7. Menntamálaráðuneytið hefur veitt styrki handa námsmönn- um frá Eystrasaltsríkjunum. Þetta er það eina sem hefur ver- ið formlega og endanlega ákveð- ið og þaö gerðist í tíð síðustu rík- isstjórnar, að minni tillögu reyndar. Satt best að segja: Þetta er ekki nógu gott. Fyrir nokkru átti ég þess kost að hitta að máli stjómmálamenn í Eistlandi. Það var á vegum Norður- landaráðs er ég sótti fund fyrir Hjörleif Guttormsson. Það var góð- ur fundur og athyglisverður um margt. Það sem mestu skipti af því sem þar kom fram var eðlileg óþol- inmæði íbúa Eystrasaltsríkjanna eftir því að góður hugur og fögur áform breyttust í veruleika. Og það er beinlínis hættulegt fyrir lýðræð- isþróunina í þessum löndum að ís- lendingar og aðrar Vesturlanda- þjóðir hafist htt að í þessum efnum. íslendingar hafa tekið þátt í sam- starfi við Eystrasaltsríkin ásamt öðrum þjóðum Norðurlandaráðs, nokkram ríkjum í Þýskalandi (Hamborg, Bremen og Slésvík- Holstein, Mecklenburg) og þeim hluta Rússlands sem á land að Eystrasalti. Þessi samstarfsvett- vangur er eðhlegur fyrir íslendinga og hann á að vera forgangsvett- vangur okkar í erlendu samstarfi - næst Norðurlandaráði. Þarna eru þær þjóðir utan Norðurlanda sem við eigum helst samleið með og á KjaJJarinn Svavar Gestsson alþingismaður fyrir Alþýðu- bandalagið í Reykjavík þessu svæði gætum við helst orðið að hði. Glatast sögulegt tæki- færi fyrir lýðræðið Fyrir Vesturlöndum liggur nú sögulegt tækifæri: Það að tryggja með fjárframlögum lýðræðislega þróun í þeim ríkjum sem áður voru kölluð Sovétríkin. Það er hins veg- ar yfirvofandi sú hætta að of skammt verði gengið á öhum svið- um í þeim efnum. í nýjasta hefti fréttatímaritsins Time er lögð áhersla á nauðsyn þess að Banda- ríkjamenn gangi mun lengra í að- stoð við þessi ríki en hingað til hefur verið fyrirhugað. í tímaritinu er bent á þá hættu að ef ekki verði gengið fast fram í þessum efnum verði ríkin á ný einræðisöflum að bráð. Herirnir eru ennþá til. Ör- vænting þjóðanna fer vaxandi. Hana getur herinn notað sér th þess að hrifsa völd í þágu einræðis- afla af einhverju tagi og það er óvíst, svo vitnað sé í Time, að þau öfl verði skárri en þau sem hafa yflrgefið sviðið - nema síður sé. Tregðan til þess að bregðast við í þessum efnum sums staðar á Vest- urlöndum stafar auðvitað af því að þar er við efnahagserfiðleika að etja. Því þrátt fyrir sigurhroka markaðshyggjunnar um þessar mundir er alls staðar holt undir fæti; það kemur fram í Bandaríkj- unum og Japan, Frakklandi og Þýskaiandi og í Bretlandi svo dæmi séu nefnd. Hinu er ekki að neita að þessi lönd öll eiga mikinn þátt í því að einræðiskerfið fékk að hanga uppi svo lengi í Austur- Evrópu. Stefna vesturveldanna i utanríkismálum auðveldaði leið- togum Sovétríkjanna að halda ein- ræðisvélinni gangandi. Og hitt er þó meira um vert að þessi ríki hafa alltaf gert lýðræðið og varðveislu þess að úrslitaatriðum hverrar ræðu. Því er nú komið að því að orðunum fylgi athafnir ella er hætta á ferðum. Spurning um heil- indi eða hræsni Ekki er vafi á því að meðal íslend- inga hefur hugur fylgt máli í viður- kenningu Eystrasaltsríkjanna. Sá grunur er þó þrálátur að margir stjórnmálamenn hafi fyrst og fremst stutt viðurkenninguna af því að um leið væri komið höggi á sósíalismann og sósíalista hér og annars staðar. - Það kemur í ljós á næstunni hvort sú var raunin. Ef við rekum nú af okkur slyðru- orðið - þá er greinhegt að ærleg viðhorf hafa verið undirstaða við- urkenningarinnar. Annars verða talsmenn íslensku ríkisstjórnar- innar ævinlega grunaðir um græsku. Og það getur einmitt orðið of seint aö taka við sér eftir eitt ár. Spurningin er um hehindi eða hræsni. Svavar Gestsson „Sá grunur er þó þrálátur að margir stjórnmálamenn hafi fyrst og fremst stutt viðurkenninguna af því að um leið væri komið höggi á sósíalismann og sósíalista hér og annars staðar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.