Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1992, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1992. Viðskipti Nýja friunvarpið um olíuverslun eykur samkeppnina ekki nægilega mikið: Utilokað að stofna nýtt olíufélag fyrir Reykjavik Markaðshlutdeild olíufélaganna =1» Oliumarkaðurinn á íslandi er fákeppnismarkaður. Það þýðir að lækki eitt félaganna verð getur það búist við að hin tvö lækki lika umsvifalaust. Útkom- an verður tregða til að lækka verðið. Frumvarp um olíuverslun, sem nú liggur fyrir á Alþingi, eykur sam- keppnina engan veginn nægilega mikið. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir að flutningsjöfnunargjald komi á allt innflutt bensín og olíu. Þetta þýðir að útilokað verður að stofna nýtt olíufélag sem yrði lítið og vildi aðeins keppa á höfuðborgarsvæðinu í bensínsölu. Ná markaði þar sem hann er mestur og skerpa samkeppn- ina. Olíumarkaðurinn íslenski er fá- keppnismarkaðurinn. Oliufélögin eru þrjú og skipta kökunni nokkuö bróðurlega á milh sín. Olíufélagið, ESSÓ, er með um 42 prósent af mark- aðnum, Skeljungur um 29 prósent og Olís um 29 prósent. Fákeppnismarkaður þýðir að lækki eitt félaganna verð getur það búist við aö hin fyrirtækin tvö lækki sitt verð nánast um leið. Þetta þýðir aftur að viss tregða verður hjáhverju félagi til að lækka verðiö. í frumvarpinu á Alþingi er gert ráð fyrir flutningsjöfnunargjaldi á allt innflutt bensín og olíur. Ætlaði fjóröa félagið að fara af stað og hirða aðeins um höfuðborgarmarkaöinn og sleppa dreifmgarkerfmu úti á landi, sem olíufélögin þrjú eru með, yrði það engu að síður að greiða flutningsjöfnunargjald fyrir sitt bensín. Með öðrum orðum, það væri ekki með neina bensínsölu úti á landi Alþýðubankamenn: Mótmæla uppsögnum hjá íslandsbanka „Fólkinu var margsinnis lofað að því yrði tryggð vinna og ekki yrði gripið til uppsagna en ekki ráðið í stöður sem losnuðu til þess að fækka fólki. Um áramótin var 17 manns sagt upp hjá íslandsbanka, þar af 12 sem áður var lofað áframhaldandi vinnu og þess vegna lögðum við þessa tillögu fram,“ segir Hilmar F. Thorarensen, fyrrum starfsmaður Alþýðubanka og íslandsbanka og hluthafi í Eignarhaldsfélagi Alþýðu- bankans. Félagið hélt aðalfund 1. apríl og lagði Hilmar þá fram tillögu ásamt fleiri þess efnis að fundurinn harm- aði að bankastjórn íslandsbanka gripi fyrstur banka til hópuppsagna á starfsfólki og minni á fyrirheit við stofnun hans um að starfsfólki bank- anna fjögurra yrðu tryggð störf. Lagt er til að bankastjómin dragi upp- sagnarbréfm til baka. Tillögunni var vísað til stjómar félagsins. Sjö manns undirrita tillöguna, þar á meðal Örn Friðriksson, formaður Félags málm- og skipasmiða, Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, og Halldór Bjömsson, stjórnarfor- maður lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar. Hilmar bendir á tölur sem sýna að í ársbyrjun 1990 voru stöðugildi bankans 805 og var þá búið að fækka um 89 manns. En í árslok vora starfs- menn 809 og hafði þá fjölgað um íjóra. Hann mótmælir því einnig hvemig komið var fram við Stefán M. Gunn- arsson, fyrrum bankastjóra Alþýðu- bankans, á sínum tíma og segir að honum hafl verið bolað burt úr starfi. „Það var skipuð 3 manna dómnefnd til að gera úttekt á stöðu bankans og á niöurstöðum hennar var Stefáni bolað burt,“ segir Hilmar. „Þeir sem voru í þessari dómnefnd voru Björn Björnsson, núverandi bankastjóri íslandsbanka hf„ Jóhannes Siggeirs- son, sem er einn af sex framkvæmda- stjórum íslandsbanka, og Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður Jóns Bald- vins utanríkisráðherra, en Björn var einmitt aðstoðarmaður Jóns Bald- vins, þáverandi tjármálaráðherra." Þessu segist Hilmar hafa mómælt ásamt öömm en þeim hefur nú báð- um verið sagt upp. -VD Ásmundur Stefánsson: Ekki var hægt að gef a nein loforð „Flutningsmaöur tillögunnar vitn- aði í ræðu Björns Björnssonar á hlut- hafafundi Alþýðubankans 1989 en stoppaði lesturinn áður en kom aö setningunni: „En að ekki komi til einhverra uppsagna einhvers staðar er ekki hægt að lýsa yfir hér og nú.“ Það var því gert ljóst strax að ekki væri hægt aö gefa nein loforð í þessu efni,“ segir Asmundur Stefánsson, stjómarformaöur Eignarhaldsfélags Alþýðubanka og bankaráðsmaður í íslandsbanka. „Niðurstaðan var sú að í haust var sagt upp 7 fastráðnum og 5 lausráðn- um starfsmönnum í höfuðstöðvun- um og 5 í útibúum. Af þeim var 3 sagt upp í Keflavík eftir að þeim var boðið að flytja sig í störf í Hafnar- firði en þágu ekki,“ segir Ásmundur. „Það er rétt að það hafa verið ein- hverjar nýráðningar en í 900 manna fyrirtæki leysum við ekki allt án þess að ráða eitthvert fólk.“ Ásmundur vísar þeirri ásökun á bug að einhverjir starfsmenn hafi þurft að gjalda þess að hafa stutt fyrrum bankastjóra Alþýðubankans þegar hann hvarf frá störfum. „Það var nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir til að tryggja áframhald- andi rekstur bankans. Það er full- komlega fráleitt að halda því fram að þeir sem höfðu jákvæðan hug til Stefáns Gunnarssonar hafi á ein- hvem hátt verið ofsóttir. Þá lægju margir illa fyrir,“ segir Ásmundur. -VD en greiddi engu að síður hluta í dreif- ingarsölu olíufélaganna þriggja. Frumvarpið gerir ráð fyrir að hver sem er geti flutt inn bensín og olíu. Það er frelsi. Flutningsjöfnunar- gjaldið útilokar hins vegar að nýir aðilar muni sjá sér hag í að stofna olíufélag og hefja bensínsölu. Það dregur líka úr að útgerðir kaupi miklar birgðir erlendis af olíu vegna þess að af þeirri olíu þarf líka að borga innflutningsjöfnunargjald. Flutningsjöfnunargjaldið verður notað til að styrka flutning á olíu og bensíni með skipum til hafna lands- ins. Það styrkir hins vegar ekki olíu- flutninga með tankbílum út á land nema að hluta, þar sem greitt verður það sama og fyrir sjóflutninga en landflutningar eru mun dýrari. Innan olíufélaganna sjálfra hafa komið fram raddir sem vilja fullt frelsi í olíu- og bensínsölu á íslandi. Engu að síður er þingheimur á því að setja flutningsjöfnunargjald sem tryggi sama verð hjá hverju olíufé- lagihvarsemerálandinu. -JGH Peningamarkadur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN OVERÐTRYGGÐ Sparisjóösbækur óbundnar 1-1,25 Landsb., Sparisj. Sparireikningar 3ja mánaöa uppsögn 1,25-3 Sparisjóðirnir 6 mánaöa uppsögn 2,25-4 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 0,5 Allir Sértékkareikningar 1 2 Landsbanki VlSITÖLUBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 2,75-3 Landsbanki 1 5-24 mánaöa 6,75-7,25 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema Islb. Gengisbundnir reikningar í SDR 6-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsb.Jslb. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyföir. 3-3,25 Landsb., Búnb. Óverötryggö kjör, hreyfðir 4,5-4,75 Landsb.,Búnb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innantfmabils) Vísitölubundnir reikningar 1,75-3 Landsb. Gengisbundir reikningar 1,75-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6-6,5 Búnaðarbanki óverðtryggð kjör 6-6,5 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,0 Allir nema Búnb. Sterlingspund 8,25-8,7 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8,2 Sparisjóöirnir Danskar krónur 8,0-84 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst OTLAN óverðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 12,25-13,75 Búnaðarbanki Viðskiptavíxlar (forVextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf B-flokkur 13-14,25 Búnaöarbanki Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 15-1 5,75 Islb. ÚTLÁN verðtryggð Almenn skuldabréf B-flokkur 9,75-9,9 Búnb.,Sparisj. afurðalAn islenskar krónur 12,5-14,25 Islb. SDR 8,25-8,75 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Sparisjóðir Sterlingspund 11,9-12,75 Sparisjóðir Þýsk mörk 11,25-11,5 Búnðarbanki Húsnæðisián 4.9 Lífeyrissjóöslán 5-9 Dráttarvextir MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf apríl 13,8 Verðtryggð lán mars 9,8 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 3200 stig Lánskjaravísitala mars 31 98 stig Byggingavísitala mars 598 stig Byggingavísitala mars 187,1 stig Framfærsluvísitala mars 160,6 stig Húsaleiguvísitala apríl = janúar VERÐBRÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF Sölugengi bréfa verðbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,169 Sjóvá-Almennar hf. 5,05 5,65 Einingabréf 2 3,278 Armannsfell hf. 1,90 2,15 Einingabréf 3 4,052 Eimskip 4,77 5,14 Skammtimabréf 2,052 Flugleiðir 1,90 2,10 Kjarabréf 5,796 Hampiðjan 1,30 1,63 Markbréf 3,117 Haraldur Böðvarsson 2,85 3,10 Tekjubréf 2,154 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,10 Skyndibréf 1,791 Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68 Sjóösbréf 1 2,955 Islandsbanki hf. 1,61 1.74 Sjóðsbréf 2 1,935 Eignfél. Alþýðub. 1,58 1.71 Sjóðsbréf 3 2,040 Eignfél. Iðnaðarb. 2,12 2,29 Sjóðsbréf 4 1,740 Eignfél. Verslb. 1,41 1,53 Sjóðsbréf 5 1,226 Grandi hf. 2,60 2,80 Vaxtarbréf 2,0814 Olíufélagið hf. 4,40 4.90 Valbréf 1,9508 Olís 1,78 2,00 . Islandsbréf 1,298 Skeljungur hf. 4,80 5,45 Fjóröungsbréf 1,136 Skagstrendingur hf. 4,65 5,05 Þingbréf 1,294 Sæplast 3,24 3,44 Öndvegisbréf 1,276 Tollvöruguymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,319 Otgerðarfélag Ak. 4,25 4,60 Reiöubréf 1,251 Fjárfestingarfélagið 1,18 1,35 Launabréf 1,012 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15 Heimsbréf 1,135 Auðlindarbréf 1,04 1,09 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 3,50 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VÍB, L= Landsbréf, F= Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.