Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1992, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992.
41
LífsstHI
Það kostar neytandann þriðjungi minna að versla í bandarískum stórmarkaði en íslenskum. DV-mynd Hanna
ísland - Bandaríkin: Verð í matvöruverslimum:
Verömunur allt
að þrefaldur
Arma Bjamason, DV, Flórída:
Flestir eru á þeirri skoðun að verð-
lag í íslenskum matvöruverslunum
sé almennt hærra en gengur og ger-
ist hjá öðrum þjóðum. Fróðlegt er að
bera saman verð á nauðsynjavörum
hér og í öðrum löndum og við þann
samanburð er alls ekki einhlítt að
verð sé hærra hér á landi, þótt það
sé eflaust raunin að jafnaði.
Þann 27. mars síðasthðinn birtist í
DV könnun á 21 vörutegund í 8 mat-
vöruverslunum. Fréttaritari DV í
Flórída, Anna Bjamason, gerði verð-
samanburð á flestum þessara sam-
bærilegu tegunda í stórmarkaði og
hverfaverslun í fylkinu. í sumum til-
fellum er íslenska verðið fylhlega
sambærilegt en í öðrum munar vem-
lega, íslenska verðinu í óhag.
Niðurstöður verðkönnunarinnar
má sjá á súluritinu hér á síðunni og
í töflunni. Kannað var verð á Pihs-
bury’s hveiti, 2,26 kg; banönum, 1 kg;
diet kóki, 33 cl; Hunt’s tómatsósu, 907
g; Lux handsápu, 75 g; Cameliu Nor
Neytendur
mal dömubindum, 10 stk; Gihette
sensor rakvélum; Cheerios kornmat,
275 g; nautafihet, I kg; sinnepi, 250
g; kaffi, ódýrri tegund, 'A kg; pilsner,
ódýrri tegund, 'A 1; salernispappír, 4
rúllum; Colgate tannkremi í stauk
og eldhúsrúhum, 2 stk.
Rúmlega helmingsmunur
á innkaupakörfu
í 4 tilfellum af 15 em íslensku vör-
umar á svipuðu verði og í Bandaríkj-
unum en í 11 tilfellum er verðið
hærra eða mun hærra á íslensku
vörunni. Lux handsápa, Camelia
dömubindi, Cheerios og salemis-
pappír er á svipuðu verði. Munurinn
er mestur, 200%, á verði pilsners og
209% á Pillsbury’s hveiti. Það kemur
ef til vill á óvart að verðmunur á
nautafihet er ekki nema 37% en
margir myndu eflaust álíta að hann
væri að jafnaði meiri.
Ef búin er th innkaupakarfa þá
kostar sú íslenska 3.387 krónur, stór-
markaðskarfan í Flórída 2.221 krónu
og karfan frá hverfaversluninni 2.454
krónur. Það munar því 52% á verði
íslensku körfunnar og verði stór-
markaðarins og 38% á vörunum í
þeirri íslensku og vörum hverfa-
verslunarinnar. Hver neytandi fær
því, gróflega áætlað, þriggja króna
virði fyrir hverjar tvær ef hann
verslar í bandarískum stórmarkaöi
en ekki íslenskum.
-ÍS
Verðsamanburdur Bandaríkin - Island
400-
kr.
300-
200
100
^ Meðaltal Hagkaups,
Fjarðarkaups, Mikilgarðs
□ Stórmarkaður, Bandaríkjunum
□ Hverfaverslun, Bandaríkjunum
339
209
400
300
200
100
Hveiti
Tómatsósa
Dömubindi Rakvél
Camelia, 10 stk Gillette sensor
li
Vörutegund Meðaltal Hagkaups, Miklagarðsog Fjarðark. Stórmarkaður Flórfda Hverfaverslun Flórída
Cheerios,275g 134 116 133
Nautafillet, 1 kg 1.641 1.199 1.191
Sinnep,250g 54 29 47
Kaffi, 'A kg 252 134 184
Pilsner, 'A 1 63 21 42
Salernispappír, 4 rúllur 100 41 120
Colgatetannkrem 154 127 133
Eldhúsrúllur, 2 stk. 109 63 64
TOTO
næstu helgi, 10. og 11. apríl
Toto/Bobby Kimball
Þekktasta stórplata „Toto" var tví-
mælalaust Toto IV en fyrir þá plötu
hlaut hljómsveitin sex Grammy-verð-
laun árið 1982.
Lög eins og
Africa, Rosanna Hold the Time, l'll
Be over You, One Day at a Time,
Hollyanna, Anna Isolation, Cool
Change, Child's Antem, Out of Love,
I Won't Hold You back, 99
hljómuðu á öldum Ijósvakans með
hljómsveitinni Toto og skipuðu efstu
sæti vinsældalistans.
24. og 25. apríl
Tamla Motown Soul Party Presenting
The Fabulous Sound of the Supremes
Supremes eiga fjöldann allan af „topp" lögum sem setið hafa í sæti vinsælda-
lista Bandaríkjanna svo vikum og mánuðum skiptir. Topplögin eru eftirfarandi:
rNrÆ í ML-jmi jjKMt 1 Baby Love, Stop in the Name of Love, You Keep Me Hanging on, 1 Hear a Symphony, There Is no Stopping Us now, Where Did Your Love Go, Back in My Arms again, Come See about Me, Love Is here and now You re Gone, Someday We’ll Be together, Yoy Can't Hurry Love, The Happening, Love- child, Qupit.
Laugard. 2. maí, laugard. 9. maí
Móeiður Júníusdóttir Pétur Kristjánsson Berglind Björk Jónasd. Sigrún Eva Armannsd
15. og 16. maí.
DR. HOOK Ein alvinsælasta hljómsveit sem til landsins hefur komið Hver man ekki eftir: Sylvia's Mother, The Cover of the Rolling Stones, Only Sixteen, Walk Right in, Sharing the Night together, When You’re in Love with a Beautiful Woman, Sexy Eyes, Sweetest of All, o.fl. o.fl. f
FEGURÐARSAMKEPPNIÍSLANDS
18 stúlkur keppa til úrslita.
Þetta er glæsilegasta kvöld sem Hótel ísland býður upp á.
Borðapantanir hafnar.
'f' f'
Sýningar á
heimsmælikvarða
Hljómsveitin
Stjórnin
leikur fyrir
dansi
allar helgar
á Hótel Islandi
/
Staður með stíl
Miðasala og borðapantanir í síma 687111