Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992. LiífSsstHI______________________________________> _________________________________dv DV kannarverð í matvöruverslunum: Munur á hæsta og lægsta verði eykst Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verö í eftirtöldum verslunum; Bónusi í Skútuvogi, Fjarðarkaupi í Hafnarfirði, Hagkaupi í Kringlunni, Kaupstað í Garðabæ og Miklagarði við Sund. Veröstríð stórmarkaða kemur einna greinilegast fram á grænmeti og ávöxtum. Afleiðingamar má með- al annars sjá á því að verðsveiflur á meðalverði verða meiri milli vikna. í tveimur tilfellum, á gulrótum og gulri papriku, í könnun vikunnar eru sveiflumar með ólíkindum. Meðalverð tómata hefur verið á uppleið undanfamar vikur og var komið upp í 230 krónur í lok mars. Nú bregður svo við að það hrapar niður í 168 krónur. Meðalverð á kart- öflum hefur veriö stöðugt undan- fama mánuði en nú gæti orðið þar breyting á. Meðcdverðið var rúmar 60 krónur í lok mars en er nú komið niður í 50 krónur. Gul paprika var á hagstæðu verði fyrir neytendur eftir áramót og var komið í meðalverö rétt um 300 krón- Bónusbúðimar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- ur í byrjun mars en hefur hækkað gífurlega á einum mánuði. Meðal- verð hennar er nú hvorki meira né minna en 692 krónur en geta verður þess að hún fékkst ekki nema í þrem- ur samanburðarverslananna. Meðalverð á gulrótum stefndi hratt upp á við frá lokum janúarmánaðar til loka marsmánaðar en hríðféll í könnuninni nú. Það er nú aðeins 72 krónur. Meðalverð á grænum vín- berjum hefur verið á niðurleið frá áramótum og hefur lækkað um tæp- ar 100 krónur á því tímabili. Ekki er séð fyrir endann á þeirri lækkun. Meðalverð á appelsínum hefur verið heldur stöð'ugra, ýmist hækkað eða lækkað. Það hækkaði lítillega frá síð- ustu könnun um miðjan marsmánuö ogernúðlkróna. -ÍS verð. Að þessu sinni var kannað verð á tómötum, grænum vínberjum, gulri papriku, kartöflum, gulrótum, appp- elsínum, hvítkáli, Ota haframjöli, 950 g, kjúklingum, Þvol uppþvottalegi, kók í hálfs Utra plastflöskum og við- bitinu Léttu. Það er athyglisvert við könnunina nú að svo virðist sem munur á hæsta og lægsta verði aukist töluvert í flest- um tilfellum. Aukin harka er að fær- ast í verðstríð stórmarkaðanna og eiga breytingarnar hjá Miklagarði eflaust sinn þátt í því. Munur á hæsta og lægsta verði á tómötum mæhst vera 143% sem þýð- ir aö næstum 2'A tómatur fæst fyrir hvem einn ef verslað er á ódýrasta stað í stað þess dýrasta. Mikligarður var með lægsta verðið, 86 krónur, en síðan komu Kaupstaður með 177, Fjarðarkaup 179, Bónus 188 og Hag- kaup 209 krónur. Hagkaup var einn- ig, eitt verslana, með nýja íslenska tómata sem seldir eru á 499 krónur kílóið. Græn vínber voru á lægsta verðinu í Miklagarði, 112 krónur, en verðið var 198 í Kaupstað, 239 í Hagkaupi og 245 í Fjarðarkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er 119%. Þau fengust ekki í Bónusi aö þessu sinni. Gul paprika fékkst ekki í Miklagarði né Bónusi en verðið var 390 í Fjarðar- kaupi, töluvert hærra eða 688 í Hag- kaupi og langhæst, 999 krónur kílóiö, í Kaupstað. Það er hæsta kílóverð á gulri papriku sem sést hefur í nokkur ár í stórmörkuðunum. Munur á hæsta og lægsta verði er 156%. Kartöflur era á 25 krónur kílóið í Bónusi þar sem verðið var lægst, 28 í Miklagarði, 59 í Hagkaupi, 62 í Fjarðarkaupi og 75 í Kaupstað. Mun- ur á hæsta og lægsta verði er 148%. Neytendur Gulrætur kosta 44 krónur kílóið í Miklagarði, 64 í Bónusi, 78 í Kaup- stað, 85 í Hagkaupi og 89 krónur í Fjaröarkaupi. Þar mælist munur á hæsta og lægsta verði vera 102%. Appelsínur voru á hagstæðasta verð- inu í Miklagarði, 38, en verðið var 58 í Bónusi, 63 í Fjarðarkaupi, 69 í Kaup- staö og 79 í Hagkaupi. Munur á hæsta og lægsta er 108%. Munur á hæsta og lægsta verði var mestur á hvítkáli, 172%, af tegundum í könnuninni. Lægsta veröið var að finna í Fjarðarkaupi, 47 krónur kíló- ið, en verðið var 66 í Miklagarði, 87 í Hagkaupi en 128 í Kaupstað. Mun- urinn á hæsta og lægsta verði á Ota haframjöli var öllu eðlilegri eða 19 af hundraði. Pakkinn var á 125 í Miklagarði, 129 í Bónusi, 135 í Hag- kaupi, 142 í Kaupstað og 149 í Fjarð- arkaupi. Kjúklingar voru á kílóverðinu 427 í Miklagarði þar sem verðið var lægst. Rétt á eftir kom verðið í Bón- usi, 431, og síðan 489 í Kaupstað og 566 í Fjarðarkaupi og Hagkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er 32 af hundraði. Þvol uppþvottalögur- inn er á 90 krónur í Miklagarði, 95 í Hagkaupi og 99 í Kaupstað og Fjarð- arkaupi en fékkst ekki í Bónusi. Munurinn á hæsta og lægsta verði er 10%. Kók í hálfs htra plastflöskum var ódýrast í Bónusi á 59 stykkið en verð- iö var 61 í Miklagarði, 69 í Hag- kaupi, 79 í Fjarðarkaupi og 88 í Kaup- stað. Munurinn á hæsta og lægsta verði er töluverður eða 49 af hundr- aði. Viðbitið Létta reyndist vera á lægsta verðinu í Miklagarði á 96 en kostaði 101 í Bónusi, 112 í Hagkaupi, 119 í Fíarðarkaupi og 127 í Kaupstað. Munur á hæsta og lægsta verði er þar 32%. -ÍS Sértilboð og afsláttur: Gróður- mold og blóma- áburður Meðal tilboðsvara í Bónusi eru Duni gular servíettur, 75 stk. i pakka á 139, Antik gul kerti, 10 stykki i pakka, á 149, London lamb, sem var á 686 krónur kíló- iö, og súkkulaöikanína frá Mónu, sem kostar aöeins 127 krónur. í Hagkaupi í Kringlunni voru að byrja vikutilboð á Libby’s blönduðum ávöxtum í hálfdós á 59, fersk jarðarber, 250 gramma askja kostar 99, MS ekta hátíðar- rjómaís, 11, er á 439 og SS rauð- vínslegið lambalæri á afsláttar- veröinu 799 krónur kílóiö. í Kaupstað í Garðabæ er Maar- ud sticks partísnakkið í 150 gramma pokum á 119 krónur, skötuselur, tilbúinn á grillið, á 695 krónur kílóið, danskt rauðkál í krukku, 720 g, á aöeins 89 kr. og Hy Top grænar baunir á 49 krónur dósin, 482 grömm. Meðal þess sem Fiarðarkaup er með á tilboði þessa vikuna er reyktur lax á kílóveröinu 1.298 krónur, unghænur á 159 krónur kílóið og súpukjöt á 198 krónur kílóið. Merki um verðstríð á brauðum sjást i versluninni þvi að þar er hægt að fá Samsölu- eða Myllubrauð á góðum afslætti á verðinu 74-89 krónur, flestar teg- undir. í Miklagarði við Sund var hægt að fá margar vörur á afsláttar- verði fyrir þá sem áhuga hafa á gróðurrækt. Hreppagróðurmold, 36 lítrar, kostar 545 krónur pok- inn og gróðurmold, 100 lítrar, frá Pindstrup er á 1.480 krónur. Pot og plante blómaáburður, 2 iítrar, kosta 399 krónur og 30 lítra leir- pottur er á 655 krónur. -ÍS , Hæsta og lægsta verð Kjúklingar Ota haframjöl 170* Hvítkál Aukin harka hefur greinilega færst í verðstrið stórmarkaðanna og afleiðing- arnar eru meðal annars þær að munur á hæsta og lægsta verði hefur aukist. DV-mynd Hanna Miklar verð- sveiflur á græn- meti og ávöxtum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.