Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992. 25 Iþróttir fþróttir Hvort virinur Valur eða Keflavík leikinn á Hlíðarenda í kvöld? Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN: Það er að duga eða drepast fyrir ÍBK í kvöld, það hefur allt að vinna en engu að tapa. Það er samt tnín trú að Valsmenn klári þetta dæmi. Gunnar Þorvarðarson, þjálfari UMFG: Það bendir allt til þess að Valsmenn hreppi titilinn. Þeir hafa komið svo sannarlega á óvart. Ég held að Keflvíkingar hafi nú ekki sagt sitt síðasta orð og knýi jafnvel fram fimmta leikinn. Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður UMFT: Ég held að Kefl- víkingar vinni leikinn i kvöld. Nú er öll pressan á Valsmönnum en ef þeir leika af sama krafti verður siguiinn þeirra. Þaö hlýtur hafa losnað um spennu hjá Keflviking- um sem kemur þeim til góða í kvöld. Birgir Mikaelsson, þjálfari Skallagrims: Þetta verðurjafnasti leikurinn til þessa. Valsmenn eru farnir að finna lyktina af bikam- um og vinna þvi leikinn. Þetta verður mikill baráttuleikur og úr- slit ráðast ekki fyrr en i lokin. Guðni Guðnason, leikmaður KR: 1 Ijósi síðustu leikja vinna Vals- menn leikinn í kvöld. Ég á þó von á jafhari viðureign en í undan- fómum leikjum. Valsmenn hafa leikið af skynsemi og vinna titibnn. Jafnt í ísrael - ísland og ísrael gerðu jafntefli, 2-2, í landsleik í gær íslendingar og ísraelsmenn gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik úknattspymu í Tel Aviv í gær. Bræðumir Sigurður og Arnar Grétarssyn- ir skoruðu mörk íslands hvor í sínum hálfleik. Leikurinn fór fram á aðalleikvangi borgarinnar í 20 stiga hita en skýjuðu veðri. íslendingar komust í 0-1. Sigurður skoraði þá úr víta- spymu eftir að Eyjólfur Sverrisson hafði verið felldur innan vítateigs en í næstu sókn jöfnuðu ísraelsmennirnir og þannig var staðan í leikhléi. ísraelsmenn áttu hörku- skot í stöng úr aukaspymu í fyrri hálíleik. Arnar kom íslendingum yfir á nýjan leik um miðjan síðari hálfleik, skoraði þá með lúmsku skoti utan víta- teigs gullfallegt mark sem markvörðurinn átti ekki mögu- leika á að verja. ísrealsmenn jöfnuðu metin sjö mínútum fyrir leikslok. Israelsmenn sóttu nokkuð í síðari hálfleik og í tvígang varði Friðrik Friðriksson markvörður á glæsilegan hátt. Friðrik kom inn á um miðjan síðari hálf- leik í stað Birkis Kristinssonar. „Ég var bara nokkuð ánægður með strákana í þessum leik. Fyrri hálfleikur var samt mun betri en sá síðari. Ég reyndi nýja taktík, 4-5-1, sem ég mun nota í útileikjun- um í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Þessi leik- aðferð kom ágætlega út, þótt ýmsa hluti þurfi að fin- pússa. Þessi leikur var mjög góður undirbúningur fyrir leikinn gegn Grikkjum," sagði Ásgeir Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspymu, í samtali við DV eftir leikinn í Tel Aviv í gær. Allir fengu að spreyta sig í leiknum, að undanskildum Baldri Bjarnasyni úr Fram sem var veikur. -JKS/GH Arnar Grétars- son skoraði gull- fallegt mark. Binda Valsmenn enda á íslandsmótið í kvöld? Hvort liðið hef ur Tómas Holton hefur gert frábæra hluti með lið Vals. Hér er hann brosandi fyrir miðri mynd. Spurningin er hvort Tómas brosir jafn breitt í kvöld eftir leikinn gegn Keflvíkingum. DV-mynd GS Eirikur Önundarson, IR-ingur, með knötfinn en til varnar er Biikinn Hjörtur Am- arsson. DV-mynd GS IR jaf naði metin á heimavelli UBK IR-ingar unnu mikiivægan sigur á liöi Breiöabliks í úrslitakeppni 1. deildar í körfuknattieik i gærkvöldi í miklum baráttuleik á heimavelli Breiðabliks í Digra- nesi. Lokatölur urðu 64-66, ÍR í vil, og liðin hafa nú unnið einn leik hvort og mætast þriðja sinni á heimavelli ÍR-inga í Seljaskóla. Fyrri hálíleikur í gærkvöldi var mjög jafn og staöan 85-34, ÍR í vil, í leikhléi. í síðari hálfleik náði IR góðu forskoti sem Blikum tókst að minnka en ekki að ógna ÍR verulega i lokin. _ Stigahæstur hjá ÍR var Jóhannes Sveinsson með 22 stig og Björn Steffensen og ívar Webster voru með 10 stig. Lloyd Sergent skoraði 21 stig fyrir UBK og Eiríkur Önundarson kom næstur mfeð 14 stig. Gísli Halldórsson, forseti ólympíunefndar íslands: „Lyfjapróf dýr og þungur baggi á sérsamböndum" „Ég viðurkenni að það er erfitt að haga lyfjaprófum eins í öllum grein- um, en reglurnar eru þær að sérsam- böndin þurfa að láta þá sem ná ólympíulágmörkum gangast undir lyfjapróf innan 24 tíma. Þetta vita sérsamböndin og það er þeirra mál, við fylgjumst ekki með einstökum mótum sem væhtanlegir ólympíufar- ar taka þátt í,“ sagði Gísli Halldórs- son, forseti ólympíunefndar íslands, í samtali við DV í gær. Vésteinn Hafsteinsson náði lág- markinu í kringlukasti á móti í Bandaríkjunum um síðustu helgi, eins og sagt var frá í DV á mánudag. Engin lyfjapróf voru tekin eftir mót- ið, hann komst ekki í slíkt innan 24 tíma, og þar með telst hann ekki hafa náð lágmarkinu, samkvæmt reglum ólympíunefndarinnar. Setjum reglurnar sjálfir „Við setjum þessar reglur sjálfir og förum að erlendri fyrirmynd, en þetta eru ekki kvaðir frá Alþjóða ólympíunefndinni," sagði Gísli þegar hann var spurður um hvaðan regl- urnar væru komnar. En er íþróttamönnum gert mishátt undir höfði, eftir því hvaða íþrótta- grein þeir stunda? Gísli staðfesti að það væri erfitt að koma prófunum við, eftir því hvaða grein væri um að ræða. Misjafnt eftir íþróttagreinum Hvað um skíðamennina sem fóru á vetrarólympíuleikana í Albertville? „Þeir fóru allir í lyfjapróf en þar var ekki hægt að hafa sama háttinn á, því þeir náðu lágmörkunum ekki beint heldur voru þeir valdir til aö fara og gengust þá undir próf. Ég þori þó ekki að segja nákvæmlega tii um hvernig það var.“ Júdómennirnir? „Það er erfitt, þeir vinna sig upp og ekki hægt að segja að þeir nái lágmarki á tilteknum tíma. En þeir fara í próf þegar kallað verður á þá af lækni.“ Badmintonmennimir? „Það er svipaifog með júdóið, en þeir fara þó á lokamót í apríl og gangast þá undir lyfjapróf innan 24 tíma.“ Sundfólkið? „Það á að vera eins, prófað strax eftir að lágmörkum hef- ur verið náð.“ Dýrt og sérstaklega erfitt í Bandaríkjunum Lyfjapróf eru dýr og því þungur baggi á sérsamböndunum, sérstak- lega þégar lágmörkum er náð erlend- is. „Ég viðurkenni að þetta er vont að ráða við, og það hefur verið sér- staklega erfitt að koma prófum við í Bandaríkjunum. Þess vegna er mað- ur hræddari við þann árangur sem næst þar. Árið 1984 sendum við lækni til að lyfjaprófa keppnisfólkið okkar sem þá var í Bandaríkjunum, þaö var mjög kostnaðarsamt og tókst ekki nógu vel. Það þarf að reyna eitthvað annað, þetta er í athugun og verður skoðað vel á næstu dögum," sagði Gísli Halldórsson. -VS Islandsmótið í handknattielk kvenna: Stjarnan komst í úrslitin - eftir sigur gegn FH. Þriðji leikur Fram og Víkings Framiengingu þurfti í leik Fram og Víkings í Höllinni í gær og voru það Víkingsstúlkur sem fóru með sigur af hólmi, 16-17. Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn en Framstúlkur þó alltaf fyrri til að skora og var staðan í leikhléi jöfn, 8-8. Framstulkur skor- uöu fyrstu 3 mörkin í síðari hálfleik og voru þær með yfirhöndina þar til um 13 mínútur voru eftir þá náöu Vík- ingsstúlkur að jafna, 12-12. Víkings- stúlkur komust yfir 1 fyrsta skiptið í síðari hálfleik þegar 6 mínútur voru eftir og bættu þær öðru marki við, 14-16, og virtust þær vera með pálm- ann í höndunum. Framstúlkur voru ekkert á því að gefast upp og með ótrú- legri baráttu náðu þær .að jafna og þurfti því að framlengja leikinn. Að- eins eitt mark var skorað í framleng- ingunni og var það Heiða Erlingsdótt- ir, Víkingi, sem tryggöi sínum mönn- um sigurinn og verður þriðji leikurinn spilaður í Víkinni á föstudag. Mörk Fram: Inga Huld 6, Auður 4, Díana 3/1, Hafdís 1, Ósk 1, Hulda 1. Mörk Víkings: Inga Lára 5, Halla 5/2, Heiða 2, Svava 2, Svava Ýr 1, Vald- ís 1, Andrea 1. • Stjaman tryggði sér sæti í úrslit- um með því að sigra FH 1 Kaplakrika 14-1. Stjömustúlkur tóku leikinn strax í sínar hendur og voru þær með gott forskot í leikhléi, 11^4. Héldu þær uppteknum hætti 1 seinni hálfleik og uppskáru sigur samkvæmt því. Mörk FH: Jólita 4, Rut 4/3, Sigurborg 2, Amdís 2, Hildur 1, María 1. Mörk Stjömunnar: Harpa 7/3, Ragn- heiöur 4/1, Sigrún 4, Margrét 3, Herdís 1. -BÓ KNATTSPYRNUFELAG AKUREYRAR 1.-5. JÚNÍ ESSOMÓT 1992 Þau félög, sem óska eftir að taka þátt í knattspyrnu- móti KA fyrir A-B-C og D lið í 5. flokki karla, til- kynni þátttöku á símrita KA (96) 11839 eða í póst- hólf 16 á Akureyri fyrir 14. apríl nk. Staðfestingargjald, kr. 15.000 á hvert lið viðkomandi félags, greiðist í síðasta lagi 21. apríl nk. Siguröur T. Sigurösson, FH, setti íslandsmet í 35 ára flokki á meistaramóti öldunga í stangar- stökki sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Sigurður, sem keppti í fyrsta skipti á öldungamóti, stökk 4,80 metra en annar varð Kristján Gis’surarson, UMSE, stökk 4,70 metra. Kristján átti fyrra metið, 4,75 metra. Valbjörn Þorláksson sigraði í 55 ára ílokki, stökk 3 metra. Heimsmet Vaibjörns? Valbjöm setti að öllum iíkindum heimsmet í hástökki án atrennu i 55 ára flokki á móti hjá ÍR á dögunum. Þar stökk hann 1,56 metra og ekki hefur frést af betri árangri, að sögn Ólafs Unnsteins- sonar, öldungaleiðtoga. Þetta er jafnframt 7. besti árangur íslend- mgs í ár. Jón Þ. Ólafsson setti á sama móti met í 50 ára ílokki, stökk 1,60 metra. Jón bætti metið í gærkvöldi, stökk þá 1,65 metra. Úrslitaleikur um fallið Það verður hörkuleikur á Sel- tjarnarnesi í kvöld. Grótta og HK leika þá hreinan úrslitaleik um það hvort liðíð fellur í 2. deild. Liðin hafa leikiö tvo ieiki, HK vann fyrri leikinn á Nesinu, 21-20, og Grótta þann síðari, 19-18, en í kvöld fellur þaö lið sem biður lægri hlut. Leikurinn hefst klukkan 20. Tyrkir unnu Dani Tyrkir unnu sigur á Dönum, 2-1, í vináttulandsleik í knattspyrnu í Ankara í Tyrklandi í gær. Hami og Hakan gerðu mörk heima- manna en Bengt Christiansen skoraði eina mark Danmerkur. Opið i Grafarholti Eitt stærsta golfmót atvinnu- manna í heiminum ár hvert, US Masters, hefst í dag og lýkur mótinu á sunnudaginn. Þeir kylf- ingar islenskir sem áhuga hafa á aö fylgjast meö mótinu í beinni útsendingu geta gert það í golf- skálanum í Grafarholti alla keppnisdagana. Útsendingar verða kl. 20 á fimmtudag, föstu- dag og laugardag en 19.80 á sunnudagskvöldið, Borgarstjóri beitir sér fyrir stækkun Hallarinnar Borgarstjórinn i Reykjavík hefur sent Handknattleikssambandi Is- lands bréfþar sem hann lýsir því yfir að hann muni beita sér fyrir því að Laugardalshöllin verði stækkuð, svo hún geti hýst úr- slitaleiki HM 1995. Þar kemur fram aö slökkviliðsstjórinn í Reykjavík hafi lýst því yfir að aögangur fyrir allt að 4.200 gesti verði heimiiaður í Höllinni, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- Enska knattspyman: Liverpool tapaði á Anf ield Road Liverpool beið ósigur á heimavelli sínum í 1. deild ensku knattspyrn- unnar í gærkvöldi gegn Wimbledon, 2-3. Michael Thomas skoraði fyrst fyrir Liverpool, Lawrie Sanchez jafn- aði metin en Ronny Rosenthal kom Liverpool yfir á síðustu mínútunni fyrir leikhlé. í síöari hálfleiknum skoruðu þeir Andy Clarke og John Fashanu fyrir Wimbledon. Arsenal sigraði í leik sínum á heimavelh Norwich. Arsenal komst í 0-2 með mörkum Ians Wright (víti) og Kevins Campbell áður en Ian Butterworth náði að minnka muninn fyrir Norwich-. Wright skoraði síðan öðru sinni í síðari hálfleik og lokatöl- ur 1-3. Southampton tapaði heima gegn Nottingham Forest og skoraði Tiler sigurmarkið. Loks gerðu Coventry og Sheffield Wednesday markalaust jafntefli. í 3. deild sigraði Peterboro liö Bournemouth, 2-0. _SK sterkari taugar? - flórði leikur Vals og ÍBK kl. 201 Valsheimilinu „Ekkert hef ur gerst í mínum málum ennþá“ - hætta Júlíus og Geir á Spáni? Valsmenn geta í kvöld bundið enda á íslandsmótið í körfuknattleik. Þá mæta Valsmenn Keílvíkingum í fjórða úrslitaleik liðanna um íslands- meistaratitilinn en staðan fyrir leik- inn í kvöld er 2-1, Val í vil. Það er til mikils að vinna fyrir bæði liðin í kvöld. Valsmenn urðu síðast íslandsmeistarar árið 1983 og hafa sýnt það í síðustu tveimur leikj- um að þeir hafa fullan hug á titlinum. Liðið hefur verið að styrkjast und- anfarnar vikur og er firnasterkt um þessar mundir. Lykilmenn Vals eru mjög sterkir leikmenn og því ætti það ekki að koma neinum á óvart þótt íslandsmeistaratitillinn færi að Hlíð- arenda þetta árið. Keflvíkingar hafa ekki sagt sitt síðasta orð Sigur Valsmanna í kvöld er fjarri því að vera öruggur. Lið Keflvíkinga er mun betra en það hefur sýnt í síð- ustu leikjum. Þeir eru margir sem trúa því ekki að Keflvíkingar nái ekki einum góðum leik í úrslitaleikj- unum gegn Val. í kvöld er síðasta tækifæri Keflvíkinga og munu þeir örugglega gefa allt í þennan stórleik. Keílvíkingar hafa að öllum líkindum ekki sagt sitt síðasta orð og ef liðið vinnur í kvöld hefur staðan í úrslit- unum gerbreyst á einu kvöldi. Þá fer fimmti leikurinn fram í Keflavík á laugardag. Bæði lið í vandræðum Hvorugt liðanna getur mætt til leiks.- ins í kvöld með sitt sterkasta lið. Guðni Hafsteinsson, Val, verður í leikbanni vegna brottrekstrarvillu sem hann fékk í síðasta leik og þá hefur Tómas Holton verið veikur og gat lítið sem ekkert beytt sér í Kefla- vík á þriðjudaginn. Hjá Keílavík hefur Sigurður Ingi-, mundarson verið fjarri góðu gamni en hann á við bakmeiðsli að stríða. Óvíst er hvort hann leikur í kvöld. Fjarvera Sigurðar hefur auðvitað haft mjög slæm áhrif á lið Keflvík- inga enda hefur hann um árabil ver- ið einn besti leikmaður liðsins. Búist við 1500 áhorfendum Gífurlegur áhugi er fyrir leiknum í kvöld og búast Valsmenn við um 1500 áhorfendum. Búið er að bæta aðstöðu áhorfenda nokkuð og bæta við áhorf- enda bekkjum úr Laugardalshöll. Það verður hroðaleg spenna á Hlíðarenda í kvöld og víst er að það hð sem mætir til leiks í kvöld með upplagðari leikmenn og sterkari taugar mun fara meðsigurafhólmi. -SK Sigurður Grétarssnn skoraði "r vítaspyrnu. Júlíus Jónasson skoraði 3 mörk fyrir Bidasoa þegar Uðiö tapaði fyrir Barce- lona, 26-19, í úrslitakeppn- inni um spænska meistaratitilinn í handknattleik í fyrrakvöld. Börsung- ar eru þar með komnir með aðra höndina á titilinn en liðið hefur enn ekki beðið ósigur, unnið alla leiki sína utan eitt jafntefli í úrslitakeppn- inni. Barcelona er með 19 stig, Gran- ollers 14, Teka 12 og Avidesa 9. Bida- soa er meðal neðstu liða með 4 stig. Eins og fram hefur komið í DV lenti Júlíus í útistöðum við forráðamenn félagsins áður en B-keppnin hófst í Austurríki. „Það hefur ekkert gerst í mínum málum ennþá. Eins og staðan er í dag reikna ég með að leika annars staðar á næsta keppnistímabili. Ég á fund með forráðamönnum félagsins nú á næstu dögum og eftir þann fund ættu mín mál að komast á hreint,“ sagði Júlíus í samtali við DV í gær. Geir með tilboð Geir Sveinsson lék með með Avidesa og skoraði 2 mörk í jafnteflisleik, 21-21, gegn Granollers. Forráða- menn Avidesa hafa boðið Geir að framlengja samning sinn um 1 ár. Ætlar Geir að taka því boði? „Það veltur allt á því hvað þeir ætla að gera með útlendingana á næsta tíma- bili. Ef leyft verður að nota 3 í hveij- um leik er ég alveg eins til í að leika áfram en ég er ekki eins spenntur með óbreyttu fyrirkomulagi, það er að nota tvo í deildinni og þrjá í Evr- ópukeppninni," sagði Geir i samtali viðDV. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.