Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992. 25 Jón Hreggviðsson á hér oröastað við Snæfríði íslandssól i íslandsklukk- unni. getið sér gott orð erlendis en þegar á hólminn er komið reynast fáir kannast við viðkomandi og hæfi- leikamir kannski óvísir líka. Oft og iðulega er blásið til söng- skemmtana í bænum en þegar til á að taka er Garðar Hólm horfinn af vettvangi, yfirleitt til útlanda brýnna erinda. A einum staö í bókinni kemur Álfgrímur að Garðari Hólm þar sem hann Uggur undir dagblöðum á loftinu hjá Kristínu í Hringjara- bænum. Álfgrímur biður stór- söngvarann að segja sér til í söng. „Það er aðeins til einn tónn sem er allur tónninn," segir Garðar Hólm. „Sá sem hefur heyrt hann þarf einskis að biðja. Minn söngur skiptir ekki máh. En mundu mig um eitt: þegar heimurinn hefur gefið þér allt, þegar miskunnar- laust ok frægðarinnar hefur verið lagt á herðar þér og brennimarki hennar þrýst á enni þér, óafmáan- legu eins og þess manns sem varð uppvís að heimsglæp, mundu þá að þér er ekki athvarf nema í einni bæn: Guð taktu það allt frá mér - nema einn tón.“ „Ef ég næ ekki hreinum tón þá kæri ég mig ekkert um að vera frægur," segir Álfgrímur sem held- ur út á sömu braut og Garðar Hólm en með annað veganesti. Hann hef- ur í farteskinu arf ömmu sinnar og afa, heim einfaldleika og sann- leika. Gæti skorið afþérhausinn Kvenskörungurinn Salka Valka er ein af ógleymanlegum persónum Halldórs Laxness. Hún vildi ganga í buxum. Eitt sinn var stúlkan sú á leiðinni heim og mætti Steinþóri sem trúlofaður var mömmu henn- ar. Hann gerir athugasemd við út- ganginn á henni og býður að gefa henni kjól. Salka bregst hin versta við, segir að honum væri nær að gefa mömmu sinni kjól. Þegar hann segir hana vera samasem stjúp- dóttur sýður upp úr: „Onei, ég er það alls ekki, þú lýg- ur því. Þú mátt skammast þín fyrir hvemig þú hefur komið fram við hana mömmu. Hún sem biöur til guðs dag og nótt að þú sért ekki það bölvað illmenni og ræfill sem þú ert! Það er allt þér að kenna að hún sér aldrei framar glaðan dag og á ekki eina einustu almennilega flík, nema rósótta kjólinn sem hún varð að taka út á kaupið mitt með- an þú varst að dandalast í fylhríi með öðrum stelpum úti í bæ og kaupa útan á þær dýra kjóla. Þú ert svo ljótur og vitlaus að ég gæti bara skorið af þér hausinn." Deila um tittlingaskít Halldór skapcir ekki aðeins ht- skrúðugar persónur heldur hefur hann farið ófáum orðum um ís- lendinga sem þjóö. í Innansveitar- kroniku er að finna þessa lýsingu: „Því hefur verið haldið fram að íslendingar beygi sig lítt fyrir skyn- samlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vand- ræði sín með því að stunda orð- hengUshátt og deUa um tittUnga- skít sem ekki kemur málinu við en Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Sölku Völku. verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er aö kjarna máls. Aftur á móti klífa þeir þrítugan hamarinn tíl aö verða við bænarstað vina og frænda, enda mundi landsbyggð á íslandi hafa lagst niður fyrir mörgum öldum ef eigi væri svo. Þó er enn ein rök- semd sem íslendingar eru fúsir til að hlíta þegar aUt þrýtur, en það er fundni, má vera aulafundni. Við hlægUega lygisögu mýkist þjóðfé- lagið og fer að ljóma upp, jarðvegur sálarinnar verður jákvæður." Sofa hjá þrjátíu karlmönnum Úr persónugallern HaUdórs Lax- ness eru ótaldar margar persónur. Þar má nefna Snæfríði Islandssól sem sagði að konu sem þekkt hefði ágætan mann þætti góður maður hlægUegur, Uglu sem kom í bæinn tíl að læra á orgel, Organistann sem sagði að lauslátar konur væru ekki til heldur bæði kvenmenn sem svæfu þrjátíu sinnum hjá einum karlmanni og kvenmenn sem svæfu einu sinni hjá þijátíu karl- mönnum. Þessar persónur eru orðnar hluti af íslenskum veru- leika. Blístra eins og fuglarnir Jón prímus úr Kristnihaldinu er með eftirminnUegri persónum Halldórs. „Einu sinni átti ég hund sem var svo lengi á flækingi að hann var búinn að gleyma hvað hann hét. Hann gegndi ekki þegar ég kaUaöi á hann. Þegar ég gelti kom hann að vísu til mín en hann þekkti mig ekki. Ég er dálítið eins og þessi hundur.“ Jóni Prímus var ekki mikið fyrir langar orðræður: „Það er leiðinlegt aö við skulum ekki bhstra hvor á annan eins og fuglamir. Orð eru vUlandi. Ég er einlægt að bera mig aö gleyma orð- um. Þess vegna skoöa ég akursins Uljugrös en þó einkum og sér í lagi jökvdinn. Ef horft er á jökulinn nógu lengi hætta orð að merkja nokkra guðs grein.“ -pmó/hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.