Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Side 45
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992.
65
Afmæli
li rgsm
■i'
Jón Guðmundsson
Jón Guömundsson fasteignasali,
Hegranesi24, Garðabæ, veröur
fimmtugur annan í páskum.
Starfsferill
Jón er fæddur í Neskaupstað og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA1963, hóf nám í lög-
fræði sama ár og lauk forprófum.
Jón lauk prófi til löggildingar í fast-
eigna- og skipasölu 1989.
Jón stundaði almenna vinnu á
námsárum og var m.a. verkstjóri
hjá Síldarvinnslunni í heimabyggð
sinni. Hann var framkvæmdastjóri
við byggingu nýrrar síldarbræðslu
í Neskaupstað 1965-67, við verslun-
ar- og umboðsstörf og útgerð 1967-74
og hefur starfað við fasteignasölu
og eignaumsýslu frá 1972. Jón hefur
rekið eigið fyrirtæki, Fasteigna-
markaðinn hf. í Reykjavík, síðustu
tíuárin.
Jón var fyrsti varabæjarfulltrúi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Neskaup-
stað 1970-74 og í þriðja sæti fram-
boðslista flokksins í Austurlands-
kjördæmi í tvennum alþingiskosn-
ingum, 1971 og 1974. Hann var í
stjóm SUS1971-73 og hefur sinnt
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn, m.a. sem ritstjóri bæjar-
og kjördæmisblaðsins Þórs. Jón sat
í stjórn Viðlagasjóðs 1973-76, í stjórn
ísafoldarprentsmiðju hf. frá 1982, í
stjórn íþrótta- og ungmennafélags-
ins Stjörnxmnar í Garðabæ 1984-90,
formaður byggingarnefndar félags-
heimilis Stjörnunnar frá 1989, í
stjórn Félags fasteignasala frá 1990
og formaður húsnæðisnefndar
Garðabæjar frá 1990. Jón var einnig
virkur í íþróttastarfi þegar hann bjó
fyrir austan og var t.d. formaður
Knattspyrnudómarafélags Austur-
lands.
Fjölskylda
Jón kvæntist 25.8.1973 Ásdísi
Þórðardóttur, f. 2.1.1948, d. 7.7.1991,
flugfreyju og síðar löggiltum fast-
eignasala. Foreldrar hennar: Þórð-
ur S. Þórðarson, rakarameistari í
Vestmannaeyjum og síðar útgerðar-
maður á Eyrarbakka, og Theódóra
Elísabet Bjamadóttir hárgreiðslu-
meistari.
Böm Jóns og Ásdísar: Arnar Þór,
f. 2.5.1971, nemi í HÍ; Guðmundur
Theodór, f. 24.11.1974, nemi í VÍ;
Sigríður Ásdís, f. 27.11.1977, nemi í
Garðaskóla.
Systkini Jóns: Sigfús Ólafur, f.
18.5.1940, umboðsmaður Flugleiða
í Neskaupstað, kvæntur Elínborgu
Eyþórsdóttur, þau eiga tvö börn;
Ólöf Jóhanna, f. 11.4.1946, fóstra,
gift Kjartani Kristinssyni, vélvirkja
hjá ÍSAL, þau eigafjögur böm; Frið-
rik Jóhann, f. 19.4.1949, fram-
kvæmdastjóri hjá MATA, kvæntur
Helgu Alexandersdóttur, þau eiga
þrjúböm.
Foreldrar Jóns vom Guðmundur
Sigfússon, f. 25.8.1909, d. 10.5.1980,
kaupmaður og útgeröarmaður í
Neskaupstað, og Sigríður Jónsdótt-
ir, f. 30.10.1910, d. 27.3.1975, hús-
móðir.
Ætt
Guðmundur var sonur Sigfúsar
Jón Guðmundsson.
Sveinssonar, kaupmanns og útgerð-
armanns á Nesi á Norðfirði, og Ólaf-
ar Guðmundsdóttur húsfreyju.
Sigríður var dóttir Jóns Davíðs-
sonar, verslunarstjóra á Fáskrúðs-
firði, og Jóhönnu Kristjánsdóttur.
Jón var bróðir Jakobínu, móður
Daviðs Ólafssonar, fyrrum seðla-
bankastjóra, föður Ólafs, ráðuneyt-
isstjóra.
Jón býður vinum, ættingjum og
kunningjum að þiggja veitingar í
tilefni afmælisins í Akoges-salnum,
Sigtúni 3, miðvikudaginn 22. apríl
nk. (síðasta vetrardag) kl. 17-19.
Sigurður Helgason
Sigurður Hermannsson Helgason
Backmann pípulagningameistari,
Hátúni 10, Reykjavík, veröur sjötug-
urannanípáskum.
Starfsferill
Sigurður er fæddur að Lambhaga
í Vestmannaeyjum og ólst þar upp
til sjö ára aldurs en flutti þá til
Reykjavíkur þar sem hann hefur
búið síðan. Hann gekk í Austurbæj-
arskólann og stundaði síðar nám í
pípulögnum. Sigurður lauk prófi frá
Iðnskólanum 1947 og fékk sveins-
bréf í iðninni 1948 og meistarabréfið
nokkrum árum síðar.
Á unglingsárum var Sigurður
sendisveinn hjá KRON á sumrin.
Hann hóf störf sem logsuðumaður
17 ára gamaU og vann m.a. hjá Hita-
veitu Reykjavíkur. Sigurður slasað-
ist við vinnu sína árið 1958 og missti
sjónina í kjölfarið. Hann hefur geng-
ist undir nokkVar aðgerðir og hefur
í dag 10% sjón sem hann þakkar
ekki síst Úlfari Þórðarsyni augn-
lækni. Sigurður var um tíma á Borg-
arspítalanum og vann síðar á sama
stað við pípulagnir í tæp tvö ár. Þá
tók við endurhæfing og þj álfun á
Reykjalundi og síðar störf á Vernd-
uðum vinnustað, Örtækni, en þar
vann hann í tæp fjórtán ár. Hjá
Örtækni var starfssviö Sigurðar
m.a. að gera upp gamla síma fyrir
Póst og síma. Sigurður hefur sinnt
einstaka verkefnum fyrir vini og
kunningja síðustu árin.
Fjölskylda
Fyrri kona Sigurðar var Jóhanna
Sigurður Hermannsson Heigason.
Elín Erlendsdóttir, f. 1924, húsmóð-
ir, þau skildu. Seinni kona Sigurðar
var Brynhildur Fjóla Steingríms-
dóttir, f. 1927, húsmóðir og síma-
dama, þau skildu. Foreldrar Bryn-
hildar Fjólu: Steingrímur Davíðs-
son, skólastjóri og oddviti á Blöndu-
ósi, og kona hans, Helga Jónsdóttir
húsfreyja.
Dóttir Sigurðar og Jóhönnu Elín-
ar: Ellý, f. 1944, húsmóðir. Böm Sig-
urðar og Brynhildar Fjólu: Helgi
Ingimundur, f. 1952, dýralæknir;
Helga Steingerður, f. 1954, hjúkrun-
arfræðingur.
Systkini Sigurðar: Siguijón, lát-
inn; Ámi Backmann, látinn; Har-
aldur Backmann, látinn; Svanhvit
Smith; Sigurður Þórarinn; Ólavía,
látin; Þóra.
Foreldrar Sigurðar vora Helgi
IngimundarsonBackmann, sjómað-
ur, og Jóna Guðrún Jónsdóttir, hús-
freyja, en þau bjuggu í Vestmanna-
eyjum og Reykjavík.
Til hamingju meö afmælið 18. apríl
50 ára
Hermína Jónsdóttir,
Lyngbrekku, Reykdælahreppi.
90 ára
Gizur Bergsteinsson,
Neshaga 6, Reykjavik,
Elísa Erlendsdóttir,
Freyvangil2,HeIlu.
Jóhann Bjarnason,
Útskálum9,Hellu.
Guðný Árnadóttir,
Bleiksárhlíð 25, Eskifirði.
JónÞór Karlsson,
Reynimel 47, Reykjavik.
Guðrún Birna Árnadóttir,
Skipasundi 70, Reykjavík.
Kristján B. Kristjánsson.
Birkihvammi 16, Hafnarfirði.
Kolbrún Kristjánsdóttir,
Hraunbæ 118, Reykjavík.
80 ára
40 ára
AdolfBjörnsson, Helga Jóhannsdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík. Vesturbergi 148, Reykjavík.
Hann er að heiraan. Guðjón Sigurðsson,
SigurðurGuðmundsson, Hátúni lOa, Reykjavík.
Hrísmóum6,Garðabæ. Gerður Janusdóttir,
------------------------------ Kambahrauni 14, Hverageröi.
Hólmfríður Guðbjörnsdóttir,
_____ Austurbergi 34, Reykjavík.
Þorsteinn Guðlaugsson, Páll S. Elíasson,
Laugamesvegi 92, Reykíavík. Joruseh 13, Reykjavik.
________ Olafur Baldursson,
Langholtsvegi I71a, Reykjavík.
Kristrun Sigtryggsdóttir.
■---- Urðargerði6,Husavík.
Karl Kristinn Júlíusson,
Fálkagötu 18a, Reykjavik.
----- Ingunn Kristín Aradótth,
Stemahlíö 5a, Akureyri.
70 ára
JónB.Kvaran, >■;
Aðalstræti 8, Reykjavík,
60 ára
Gísll Pálsson,
Hamragerði 26, Akureyri.
Kjarian A. Kristj ánsson,
Skriðustekk 14, Reykjavík.
70ára
Hann tekur á móti gestum á afmæl-
isdaginn á heimili sínu eftir kl. 15.
60 ára
Guðríður Jónsdóttir,
Hagaflöt20, Garðabæ.
40 ára
Guðlaugur Þórðar.son,
EinarEinarsson bankamaður,
Álfaskeiði74, Hafnarfirði.
Ingibjörg Haraldsdóttir,
Seiðakvisl 38, Reykjavik.
Sólveig Magdalena Einarsdóttir,
Hraunbæ, Garðabæ.
Soffía Magnúsdóttii-,
Heiðargerði 28, Reykjavík.
Guðni Guðmundsson,
Jöklafold 22, Reykjavík.
Þorsteinn Haraldsson,
Ránargötu 46, Reykjavík.
ÁrniFinnbjörn Þórarinsson,
Straumi, Tunguhreppi.
J[ón Karl Friðrik Geirsson,
Ásvallagötu 31, Reykjavík.
Sigurður H. Jóhannsson,
Engjaseli 21, Reykjavik.
Jens B, Baldursson,
Lerkigrund 4, Akranesi.
JerzyRozbiecki,
Ölduslóð 37, Hafnartirði. ;
ERT ÞU ÖRUGGLEGA
ÁSKRIFANDI?
EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN
A FULLRI FERÐ! ^
OG SIMINN ER 63 27
lE^Q
RAFSUÐUVÉLAR
MIGSUÐUVÉLAR
TIGSUÐUVÉLAR
PLASMASKURÐARVÉLAR
HLEÐSLUTÆKI
STARTTÆKI
GOTT VERÐ
SÉRVERSLUN MEÐ SLÍPIVÖRUR
0GL0FTVERKFÆRI
%R0T
Kaplahrauni 5,220 Hafnaríjöröur
sími 653090 -fax 650120