Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1992, Page 52
F R ÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þái síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Augíýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagbiað MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992. Borgarstjórn Reykjavikur fagnaði vígslu ráðhússins í Perlunni i gærkvöldi. Til veislunnar mættu borgarfulltrúar ásamt mökum sinum, fulltrúar ýmissa sveitarfélaga á landsbyggðinni og sérlegir gestir frá höfuðborgum Norður- landanna. Og ekki var annað að sjá en menn og konur skemmtu sér vel, þar á meðal þau Markús Örn Antons- son, Davíð Oddsson, Páll Pétursson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Ármannsdóttir og Ástriður Thorarensen. Meðal krása sem gestum var boðið upp á voru sjávarréttir, lambahryggur og borgarís sem þeir skoluðu niður með hvitvíni, rauðvini, koniaki og líkjör. Almenningi verður hins vegar boðið að skoða allt ráðhúsið á skírdag, laugardag og mánudag. - Sjá nánar um vígsluna á blaðsíðu 8. DV-mynd GVA Páskaveðriö: Vætusamt fyrst en birtir svo til Búast má við úrkomu á öllu land- inu á morgun, samkvæmt upplýsing- um Veðurstofu íslands. Þá verður lægðardrag yfir landinu sem hefur í fór með sér rigningu sunnanlands og snjókomu fyrir norðan. Vindátt verður austlæg norðantil og suðvest- læg fyrir sunnan. Hiti verður á bilinu 0-6 stig. Á fóstudag verður komin önnur lægð við vestanvert landið. Veöur verður þá heldur hlýnandi og rigning víðast hvar, mest þó sunnanlands og vestan. Á laugardag verður komin norðan- átt og farið að létta til sunnanlands. É1 verður fyrir norðan. Á sunnudag er útht fyrir frekar hæga, breytilega átt. Búast má við þurru og björtu veðri víðast hvar á landinu. -JSS Góðfærðum Góð færð er um allt land um þessar mundir aö sögn Vegagerðar ríkisins. Allir vegir sem venjulega eru opnir á þessu árstíma eru færir. Færð um heiðar á Vestfjörðum er ágæt svo og á Austijörðum. Vegagerðarmenn hafa ekkert skoð- að hálendið enn. Þeir munu hins vegar athuga með lokun hálendis- vegaþegarferaðhlána. ari Skíðasvæðin opin Skíðasvæðin í Bláfjöllum og í Skálafelli verða opin alla daga yfir páskana. Þau verða opin frá klukkan 10 á morgnana til klukkan 10 á kvöld- in. Á báðum stööum er nægur snjór. -pj Smáauglýsingadeild DV er opin í dag, 15. apríl, til kl. 18.00. Lokað verður skírdag, fóstudaginn langa, laugardaginn 18. apríl og páskadag. Annan páskadag verður smáaug- lýsingadeildin opin frá kl. 18.00-22.00. Síminn er 91-632700. Afgreiðsla og áskrift er opin til kl. 20.00 í kvöld. Næsta blað kemur út þriðjudaginn 21. aprfi. Gleðilega páska! Fölsuð greiðslukort: Islenskir kort- haf ar sviknir í Asíulöndum Færst hefur í vöxt að handhafar greiðslúkorta, þar á meðal íslend- ingar, séu sviknir eftir viðskipti í Tælandi, Hong Kong og víðar í Asíulöndum. Hér er um að ræða falsanir á nöfnum og númerum korthafa þegar þeir eru á ferð er- lendis. Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf., seg- ir brögö hafa verið aö þvi að nöfn viðskiptavina fyrirtækisins séu notuð í óleyfi. Þannig hafi korthaf- ar notað kort sín á hótelum eða veitingastöðum meö eðlilegum hætti en þegar heim er komið ber- ist úttektarreikningar fyrir vörum eða þjónustu sem ekki var keypt. „Þá hafa jafnvel verið búnir til fleiri seðlar eða búið er að útbúa annað kort með sama númeri. Við- komandi uppgötvar þetta þá gjarn- an of seint til aö gera viðvart í tæka tið. Einnig eru dæmi um að kort- hafi setji kortið sitt í hólf á hóteh og fari síðan í nokkurra daga ferð. Þegar komið er til baka á hótehð er kortið á sínum stað en þegar heim er komið er búið aö nota kort- ið á meðan. Menn eiga því ekki að láta kort sín úr augsýn, sérstaklega ekki á vafasömum stöðum ,“ sagði Gunnar í samtah viðDVí morgun. Gunnar segir að ekki hefði borið á svikum sem þessum hér á landi en stór fyrirtæki í Bandaríkjunum, Bretlandi og öðrum Evrópulöndum hafi mestu tapað vegna þessa. -ÓTT Mjólk skömmt- uð til verslana „Fólk hamstraði mjólkurvörur í gær þannig að við skömmtum mjólk- urvörur til verslana í dag,“ segir Ei- ríkur Þorkelsson, stöðvarstjóri hjá MS. Mjólkurfræðingar hjá Mjólkur- samsölunni í Reykjavík og hjá KEA hafa boðað þrisvar eins dags verkfall í næstu og þar næstu viku. Þvi má búast við mjólkurskorti. „Þó það sé yfirvinnubann og boðuð verkfóll fá mjólkurfræðingar greitt vikulega vegna vinnuskyldu. Við eig- um rétt á að kaha þá út á frídögum en það verður ekki hægt að nýta vaktir því að mjólkurfræðingamir ætla bara að vinna sínar átta klukku- stundir og allir á sama tíma,“ segir Eiríkur. -IBS EyjólfurKoríráð: EESbrotá stjórnarskrá Eyjólfur Konráð Jónsson, formað- ur utanríkismálanefndar, sagði á Alþingi í gær að hann harmaði það mjög að Hannes Hafstein, aðalsamn- ingamaður íslands í viðræðunum um Evrópskt efnahagssvæði, skyldi skrifa undir samninginn í gær og taldi Eyjólfur það vera stjórnar- skrárbrot og afsal á fullveldi landsins að einhverju leyti. Eyjólfur segist hafa reynt th hins ýtrasta að fá forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra til þess að ekki yrði skrifað undir. „Ég vhdi að aðalsamningamaður thkynnti það skriflega að undirskrift hans þýddi aðeins að hann væri hættur störfum og myndi afhenda ríkisstjóminni máhð.“ Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir að með undirskrift- inni sé ekki stofnað til þjóðréttar- legraskuldbindinga. -JGH Dagsbrúnjafnvelá leiðúrsamflotinu „Dagsbrún mun mæta á fund sátta- semjara. Við teljum hins vegar að fram til þessa hafi samningaviðræð- umar nær allar verið spilaðar undir styrk Dagsbrúnar. Það má vel vera að við göngum út úr þeim eftir helg- ina. Það er ekki formleg samþykkt aðalfundar en tónninn er helst sá,“ segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar. Ríkissáttasemjari hefur boðað að- há vinnumarkaðarins á sinn fund á þriðjudaginn. Á aðalfundi Dagsbrún- ar í gær kom fram nokkur gagnrýni á samflot launþegahreyfinganna og þvi ekki víst að það haldi þeim við- ræðumsememframundan. -kaa LOKI Þetta eru að sjá perluvinir! Veöriö á morgun: Úrkoma víðast hvar Á morgun verður austan- og norðaustankaldi um norðan- vert landiö en suðvestlæg átt og gola eða kaldi sunnan th. Úrkoma veröur víðast hvar á landinu, snjókoma eða slydda norðanlands en rigning syðra. Hiti verður 0 th 6 stig, hlýjast sunnanlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.