Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992. 17 >v________________________________________Fréttir Alþýðuílokkurinn í erfiðleikum: Félagshyggjumenn safna liði fyrir f lokksþingið - ætla að láta þingið snúast um velferðarmálin en ekki EES-samninginn Það kostaði mikil átök að fá fram þetta þvingaða bros á formanni og varaformanni Alþýðuflokksins í lok síðasta flokksþings. Enginn veit hverjum klukk- an glymur á flokksþinginu í næsta mánuði. DV-mynd Hanna Einn af foringjum Alþýðuflokksins sagði við tíðindamann DV, þegar rætt var um Ragnheiðar-málið í þinghúsinu síðasthðinn mánudag, að þetta væri bara ein af fjölmörgum bólum sem væru og hefðu verið að springa innan Alþýðuflokksins að undanförnu. Og þótt engin stór bóla hefði enn sprungið væru þær litlu orðnar svo margar að samsvaraði einni eða fleiri stórum. Enda þótt ýmsir telji Ragnheiðar- máhð ekki stórvægilegt, er það flokknum þungt í skauti og getur orðið að báli. Segi Ragnheiður sig úr flokknum, eins og hún hefur hótað, mun stór hópur fólks úr Nýjum vett- vangi fylgja henni. Sá hópur kom úr Alþýðubandalaginu þegar ólgan var sem mest í þeim flokki. Enda þótt hópurinn sé ekki mjög stór er hann sterkt afl og vel þjáífað í stjómmál- um. Aðalforingjar þessa fólks eru þau Ólina Þorvarðardóttir borgar- fuhtrúi og Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins. Þeim hefur verið sýnd mikil virðing í Alþýðuflokknum. Tveir armar Enda þótt kyrrð og samheldni hafi virst vera innan Alþýðuflokksins nokkur undanfarin ár vita þeir sem fylgjast með stjómmálum að í raun eru í flokknum tveir armar sem tak- ast á og þarf lítið til að úfar rísi með þeiin. Þama er um að ræða félags- hyggjufólkið í flokknum, undir for- ystu Jóhönnu Sigurðardóttur og þeirra bræðra Gunnlaugs og Guð- mundar Áma Stefánssona. Fleiri áhrifamenn tilheyra þessum hópi. Hins vegar er það svo hægri armur- inn, eða frjálshyggjuarmur flokksins undir forystu Jónanna tveggja, Sig- urðssonar og Hannibalssonar. Þessi armur varð ofan á í flokknum þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð fyrir rúmu ári. Og þessi armur hefur ráðið hvaða málefni flokkurinn hef- ur samþykkt í stjómarsamstarfmu við Sjálfstæðisflokkinn. Nú segir fé- lagshyggjuarmurinn hingað og ekki lengra í niðurskurði velferðarkerfis- ins. Óánægjan magnast Alveg frá því í haust, þegar íjárlög voru lögð fram og hinn mikh niður- skurður í velferðarkerfmu blasti við, hefur óánægja verið að magnast hjá félagshyggjuhópnum innan Alþýðu- flokksins. Hraði óánægjunnar jókst þegar afleiðingar niðurskurðarins komu í ljós og almennigur fór að finna fyrir honum. Nú er svo komið að Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra seg- ir opinberlega að þetta gangi ekki lengur. Taka verði velferðarmálin til algerrar endurskoðunar innan Al- þýðuflokksins. Og hún úthokar ekki framboð gegn Jóni Baldvin til for- mennsku í flokknum. Formannsslagur? Enda þótt flokksþinginu hafi verið flýtt, frá 30. október og fram í júní, úthoka þau Jóhanna Sigurðardóttir og Guömundur Ami Stefánsson ekki að þau bjóði sig fram th formennsku. Meira að segja er nú talað um það í Alþýðuflokknum að þau fari saman í framboð, sem formaður og vara- formaður. Það ræðst alveg af því hvaða ákvörðun Jóhanna tekur. Hpn er óskoraður foringi félagshyggju- fólks í Alþýðuflokknum. Jóhanna gerir sér hins vegar grein fyrir því að bjóði hún sig fram gegn Jóni Bald- vin leggur hún aht undir. Henni væri tæplega sætt sem ráðherra í núverandi ríkisstjórn ef hún tapaði formannskosningu fyrir Jóni. Menn segja að Guðmundur Ámi sé það ungur að hann geti átt annað tæki- færi þótt hann tapaði nú. Flokksþingi flýtt vegna niðurskuröar Margir héldu að Jón Baldvin hefði flýtt flokksþinginu th þess að slá á þá möguleika að boðið yrði fram gegn honum. Sjálfsagt er eitthvað til í þessu. Hins vegar er aðalástæðan allt önnur. Hún er sú að flokksþingið átti að halda 30. október í haust. Reglulegt Alþingi kemur saman 10. október. Þá um leið verða fjárlög ársins 1993 lögð fram. Friðrik Sophusson sagði í viðtah við DV að ef nást á það markmið rík- isstjómarinnar að ná niður íjárlaga- hahanum á tveimur árum verði að skera niður á íjárlögum næsta árs um 5 mihjarða króna. Sá niðurskurð- ur lendir fyrst og fremst á hehbrigð- is- og tryggingakerfinu og mennta- málunum. Jón Baldvin sá í hendi sér hvað myndi gerast á flokksþingi eftir að þessi tíðindi hefðu verið staðfest með fjárlagafrumvarpinu. Þess vegna ákvað hann að flýta flokksþinginu segja félagshyggjumenn í flokknum. Stjómmálalega séð var það því klókt hjá Jóni Baldvin að flýta flokksþing- inu. Það er hins vegar ekki víst að leik- fléttan gangi upp. Svo mögnuð er óánægjan orðin hjá félagshyggju- fólkinu að ahs er óvíst að leikflétta Jóns dugi th. Ráðherrahrókeringar Margir urðu hissa á því að Jón Fréttaljós: Sigurdór Sigurdórsson Baldvin skyldi velja símaviðtal við útvarpsstöð, að lokinni undirritun EES-samningsins í Portúgal um síð- ustu helgi, th að thkynna um fyrir- hugaða ráðherrahrókeringu í ríkis- stjórninni síðar á árinu. Einn af for- ingjum flokksins sagði við tíðinda- mann DV að hann væri hins vegar ekkert hissa. Þetta væri hður í leik- fléttu Jóns Baldvins fyrir flokksþing- ið. Hann ætlaði sér að láta flokks- þingið snúast um EES-samninginn, sem hann lítur á sem mikinn per- sónulegan sigur sinn. Eins ætiaði hann að láta ráðherrahrókeringuna verða að stóra máh á þinginu. Ráðherrahrókeringin getur aftur á móti orðið nokkuð snúinn fyrir Al- þýðuflokkinn. Jón Baldvin segir að starf utanríkisráðherra sé svo tíma- frekt að hann hafi ekki tíma th að sinna flokknum sem skyldi. Eflaust er það alveg rétt. Jón Sigurðsson seg- ist gjarnan vhja verða utanríkisráð- herra og því er það mál leyst. En hvaða embætti getur Jón Baldvin tekið? Hann sættir sig ekki við annað en eitt af stóm ráðuneytunum, fjár- mál eða sjávarútvegsmál. Nær úti- lokað má telja að Þorsteinn Pálsson gefi sjávarútvegsráðuneytið eftir. Ef th vih væri Friðrik Sophusson thbú- inn th að gefa fj ármálaráðuneytið eftir og taka eitthvað annað ráðu- neyti. En Jón Baldvin lýsti því yfir þegar hann var fjármálaráðherra í ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar að það væri svo tímafrekt vinnuráðu- neyti að hann gæti ekki sinnt flokkn- um eins vel og hann vhdi. Guðmundur Árni ráðherra? Það er ekkert leyndarmál að þegar Guðmundur Árni, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sættist á að hætt yrði við prófkjör í Reykjanesi og að Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra fengi 1. sæti listans, var gert samkomulag um að Jón Sigurðsson færi í Seðla- bankann á miðju kjörtímabih og Guðmundur Árni tæki við af honum á Alþingi. Einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins sagði í samtali viö DV á dögunum að samið hefði verið um meira. Það hefði einfaldlega verið samið um að Guðmundur Ami tæki bæði við þingmennsku og ráðherra- dómi af Jóni Sigurðssyni. Þetta hefur ekld heyrst opinberlega áður. Varðandi það að Guðmundur Ami tæki sæti Jóns á Alþingi sagði Jón Sigurðsson í samtali við DV í fyrra „að hann kannaðist við að um þetta hefði verið rætt“. Þá var ekki spurt hvort ráðherradómur fylgdi með. Vera má aö það geti orðið th þess að lægja öldurnar hjá félagshyggju- hópnum í Alþýðuflokknum að Guð- mundur Árni komi inn sem þing- maður og ráðherra fyrir Jón Sigurðs- son fari hann í Seðlabankann. Þó er ótrúlegt að krafa hópsins um breyt- ingar í velferðarmálunum verði lögð niður þess vegna. Mál málanna á flokksþinginu Foringjar félagshyggjuhópsins hafa fullyrt í samtah við DV að það skuh aldrei verða að EES-samning- urinn verði aðalmál þingsins, eins og Jón Baldvin ætlar sér. Velferðar- kerfið skuh og muni verða aðalmál- ið. Jónanna Sigurðardóttir sagði það líka í tímaritsviðtah fyrir skömmu að velferðarkerfið og að snúa vörn í sókn í þeim málaflokki yrði aðal- viðfangsefnið á flokksþingi Alþýðu- flokksins. Hitt er svo annað mál að foringjar þessa hóps hafa oft haft uppi stór orð um að nú verði látið sverfa th „stáls á hinum ýmsu fundum í flokknum á undaníomum misserum. í öh skiptin hefur Jón Baldvin haft betur, haft sitt fram. Því má aö vísu ekki gleyma í þessu sambandi að flokksþing er nokkuð annað en miðstjómar- eða flokksstj órnarfundir. Menn muna eflaust hina hörðu rimmu þeirra Jóns Baldvins og Jó- hönnu Sigurðardóttur á síðasta flokksþingi. Þá munaði aöeins hárs- breidd aö aht færi í loft upp. Sagan gæti endurtekið sig nú meö alvar- legri afleiðingum en þá. Báðir hópar standa nú í miklum hðsafnaði. Flokksfélög úti um land em að hefja undirbúning að kosn- ingu fuhtrúa á flokksþingið og það ríður þvíá fyrir báða hópa að fá sína menn kjöma á flokksþingið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.