Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1992, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1992. 33 dv_________________ Merming Ýmsir - Aldrei ég gleymi: Ljúfir tónar úr dægurlagasafni Við íslendingar eigum marga frambærilega lagasmiði og á Aldrei ég gleymi eru mörg ágæt lög sem styrkja þá trú. Safnútgáfa þessi inniheldur sautján lög sem öll hafa komið út áður að undanskildu einu, Gamall draumur sem Buhbi Morthens flytur. Öll eru lögin á diskinum rólegar ballöður og flest laganna hafa mikið verið leikin á undanfömum árum og vekja örugglega minningar hjá mörgum. Eins og gefur að skilja em lögin misgóð og misvel flutt. Mat undirrit- aðs var eftir að hafa hlustað á diskinn að þekktustu lögin væru best. Lög eftir Gunnar Þórðarson og Magnús Eiríksson eru mest áberandi á diskin- um, og kemur það engum á óvart, þeir hafa verið bestu dægurlagahöfund- ar okkar í mörg ár og hafa samiö íjöldann allan af ballöðum sem hafa orðið að klassískum dægurlögum. A Aidrei ég gleymi em þrjú lög eftir hvorn, Gunnar á lögin Síðasti dans í flutningi Ríó, Við Reykjavíkurtjörn flutt af Agh Ólafssyni og Björgvini Halldórssyni og Þitt fyrsta bros, flutt af Pálma Gunnarssyni. Lög Magnúsar eru Ó þú í flutningi Mannakorns, Sönn ást flutt af Björgvini Halldórssyni og Einhversstaðar, einhverntíma aftur flutt af Mannakorni. Allt úrvalslög sem flestir kunna. Hljómplötur Hilmar Karlsson Það koma margir flytjendur við sögu. Auk fyrrnefndra má nefna Emu Gunnarsdóttur sem syngur hstilega vel lag Axels Einarssonar Aldrei ég gleymi, Eyjólf Kristjánsson sem syngur tvö lög, meðal annars Ástarævin- týri (Á vetrarbraut) sem er með betri lögum sem komið hafa fram í Euro- vision keppni hér á landi, Valgeir Guðjónsson sem syngur lag sitt Kram- ið hjarta og Todmobile sem flytur eftirminnilegt lag, Vikur og ár. Aldrei ég gleymi er vel heppnuð safnplata. Hún er engin heildarúttekt á íslenskum bahöðum, enda aðeins um að ræða lög sem eru til í fórum útgáfufyrirtækisins Steinars hf., en í hehd er tónhstin þægileg að hlusta á. Hljómsveitin Mannakorn syngur tvö lög á Aldrei ég gleymi. THkyiuiingar Landsþing ITC verður haldið á Hótel Húsvik 8. 10. mai 1992. Þinghald hefst með skráningu kl. 18 fostudaginn 8. maí 1992. Að loknum kvöldverði er árleg ræðukeppni þar sem efla kappi saman fulltrúar allra ráða ITC, þ.e. I., n. og m. ráð ITC. Fyrir hádegi laugardaginn 9. maí verða afgreidd fé- lagsmál. Hádegisverðarerindi flytur Jó- hannes Sigurjónsson, ritstjóri Víkur- blaðsins. Eftir hádegi verður Valgerður Bjamadóttir, félagsráðgjafi á Akureyri, með erindi sem hún nefnir „Leitin að jafnvægi". Síðan er fræðsludagskrá, flutt af ITC-félögum og þar á meðal mun heið- ursgestur þingsins, Edna Chapmann frá Bretlandi, flytja þinggestum fræðsluer- indi sem hún nefnir „Why extension". Gestur samtakanna á hátíðarkvöldverði á laugardag er Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík. Á sunnudagsmorgnin- um verður Edna Chapmann með fræðslu Leiðrétting í jarðarfarartilkynningu í DV sl. mánudag var rangt.farið með nokkur æviatriði Klöru Eggertsdóttur, Stór- holti 14. Eftirfarandi er rétt: Klara var fædd í Vestur-Húnavatnssýslu, 8. mars 1902. Þann 16. september 1926 giftist hún Guðjóni H. Guðnasyni sem þá var starfsmaður hjá Kaupfé- lagi V.-Húnvetninga á Hvamms- tanga. Þar eignuðust þau tvær dæt- ur. Árið 1936 fluttu þau til Vest- mannaeyja þar sem þriðja dóttirin fæddist. Þar hóf Guðjón störf við toll- gæslu. Árið 1939 fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu til æviloka en Guðjón lést 3. júlí 1980. DV biður aöstandendur Klöru af- sökunar á mistökunum. fyrir verðandi embættismenn viðtakandi landsstjómar. Hádegisverðarerindi flyt- ur Sigríður Bima Olafsdóttir frá Húsa- vik. Áætlað er að þingslit verði kl. 14.50 á sunnudag. Umsjónarmaður þingsins í ár er Helga Gunnarsdóttir, ITC Melkorku í Reykjavík. Árbæjarkirkja Fyrirbænaguðþjónusta í dag kl. 16.30. Prestar kirkjunnar taka á móti fyrirbæn- um. Breiðholtskirkja Æflng Ten-Sing hópsins verður í kvöld kl. 20. Fella- og Hólabrekkusóknir Starf aldraðra í Gerðubergi: Sögustimd í dag kl. 15.30. Bústaðakirkja Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13-17. Dómkirkjan Hádegisbænir kl. 12.10 í kirkjunni. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Samvera aldraða í safnaðarheimilinu í dag kl. 13.30-16.30. Tekið í spil. Kafflborð, söngur, spjall og helgistund. Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands - í grænni tónleikaröð verða haldnir í Há- skólabíói nk. fimmtudag, 7. maí, kl. 20. Öm Óskarsson hljómsveitarstjóri mun í fyrsta skipti stjóma hljómsveitinni á áskriftartónleikum en hann hefur starfað dálitið með henni í vetur. Einleikari verð- ur tékkneski píanóleikarinn Peter Máté. Á éfnisskránni verða þrjú verk. Árnesingakórinn í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Lang- holtskirkju laugardaginn 9. maí nk. kl. 17. Efnisval tónleikanna er fjölbreytt og er þar að finna lög eftir hina ýmsu höf- unda, innlenda og erlenda. Einsöngvarar með kómum era þau Dúfa S. Einarsdótt- ir og Ámi Sighvatsson, undirleikari er Bjami Jónatansson og söngstjóri er Sig- uröur Bragason. Leikhús Leikfélag Akureyrar Islandsklukkan eftir Halldór Laxness Föstud. 8. mal kl. 20.30. Laugard. 9. mal kl. 20.30. SÍÐUSTU SÝNINGAR Miöasala er í Samkomuhúsinu, Hafnar- stræti 57. Mlöasalan er opin alla virka daga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simsvari allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Simi i miöasölu: (96) 24073. AMD LEIKHÚSIÐ í Tunglinu (Nýja Bíó) DANNI OG DJÚPSÆVIÐ BLÁA eftir John Patrick Shanley i leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar 2. sýning fimmtud. 7. maí kl. 21. 3. sýning sunnud. 10. mai kl. 21. 4. sýning fimmtud. 14. maí kl. 21. 5. sýning sunnud. 17. maí kl. 21. Miöaverö kr. 1200. Miöapantanir i síma 27333. Miðasala opin sýningardagana frá kl. 19. LEIKHÚSTILBOÐ Á PÍSA GARÐALEIKHUSIÐ LUKTAR DYR eflir J.P. Sartre i Félagsheimili Kópavogs. 6. sýn. föstud. 8. mai kl. 20.30. 7. syn. laugard. 9. mai kl. 20.30. Siöustu sýningar. MIÐAPANTANIR ALLAN SOLAR- HRINGINN ÍSIMA 44425. ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími 11200 ELIM HELGA' GUÐRIÐUR eftir Þórunni Sigurðardóttur Fös. 8.5, tös. 15.5, lau. 16.5. EMIL í KATTHOLTI Lau. 9.5. kl. 14, örtá sæti laus, og kl. 17, örfá sæti laus, sun. 10.5. kl. 14, örlá sæti laus, og kl. 17, örfá sæti laus, sun. 17.5. kl. 14 og kl. 17, lau. 23.5. kl. 14 og kl. 17, sun. 24.5. kl. 14 og kl. 17, fim. 28.5. kl. 14, sun. 31.5. kl. 14 og kl. 17. MIÐAR Á EMIL í KATTHOLTISÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. LITLA SVIÐIÐ í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR, LINDARGÖTU 7 KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju í kvöld kl. 20.30100. SÝNING, uppselt. Uppselt er á allar sýningar til og meö sun. 31.5. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM i SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR ÁKÆRUJELENU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMIÐAVERKSTÆÐIÐ Gengið inn frá Lindargötu ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN j kvöld kl. 20.30, lau. 9.5. kl. 20.30, sun. 10.5. kl. 20.30, fim. 14.5. kl. 20.30, sun. 17.5. kl. 20.30. SÝNINGUM FER FÆKK- ANDIOG LÝKUR í VOR. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐR- UM. Miöasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningardagana. Auk þess er tekið á móti pöntunum i síma frá kMOalla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. HÓPAR 30 MANNS EÐA FLEIRIHAFI SAMBANDÍSÍMA11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANIR SELJAST DAGLEGA. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Simi680680 ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI STÓRA SVIÐIÐ KL. 20. Fimmtud. 7. mai. Uppselt. Föstud. 8. mai. Uppselt. Laugard. 9. mai. Úppselt. Þriðjud. 12. mai. Uppselt. Flmmtud. 14. mai. Uppselt. Föstud. 15. maí. Uppselt. Laugard. 16. maí. Uppselt. Þriöjud. 19 maí. Uppselt. Fimmtud. 21. maí. Uppselt. Föstud. 22. mai. Uppselt. Laugard. 23. mai. Uppselt. Þriðjud. 26 mai. Fáeln sætl laus. Fimmtud. 28. mai. Uppselt. Föstud. 29. mai. Uppselt. Laugard. 30. maí. Uppselt. Þriðjud. 2. júni. Miðvikud. 3. júni. Föstud. 5. júni. Uppselt. Laugard. 6. júni. fáein sæti laus. Miðvikud. 10. júni. Fimmtud. 11. júní. ATH. SÝNINGUM LÝKUR 20. JÚNINK. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖÐRUM. ÓPERUSMIÐJAN sýnir i samvinnu við Leikfélag Reykjavikur: LA BOHÉME eftir Giacomo Puccini. í kvöld. Sunnud. 10. mai. Uppselt. Miðvikud. 13. maí. Fáein sæti laus. AUKASÝNING: Mlövlkud. 20. mai. SIGRUN ASTROS eftirWilly Russell. LITLA SVIÐIÐ KL. 20. Föstud. 15. mai. Fáein sætl laus. Laugard. 16. mai. ATH. AÐEINS10 SÝNINGAR. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i síma alla virka daga frákl.10-12. Simi680680. Faxnúmer: 680383. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhús. Ígræni ( siminnJp SMÁAUGLÝSINGASÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 99-6272 Háteigskirkja Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Neskirkja Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Bæna- messa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Seltjarnarneskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altaris- ganga, fyrirbænir, Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Samkoma kl. 20.30 á vegum Seltjamameskirkju og sönghóps- ins „Án skilyrða" undir stjóm Þorvalds Halldórssonar. Söngur, prédikun, fyrir- bænir. Farsóttir í Reykjavíkurum- dæminu í mars 1992 Inflúensa 92, lungnabólga 90, kvef og aðr- ar veirasýklngar í efri loftvegum 1212, hálsbólga af völdum sýkla 53, einkim- ingasótt 0, kíghósti 0, hlaupabóla 13, misl- ingar 0, hettusótt 0, iðrakvef (veirasýking í þörmum) 110, matareitrun 0, maura- kláði (scabies) 0. Fyrirlestur í Norræna húsinu Miðvikudagirm 6. maí mun Júlíana Gott- skálksdóttir listfræðingur halda fyrir- lestur í Norræna húsinu á vegum Dansk- íslenska félagsins. Kafflstofa Norræna hússins verður opin. Fyrirlesturinn er ókeypis og era allir velkomnir. Stjóm Dansk-íslenska félagsins. Ungverskt menningarkvöld Ungverskur matur, ungverskt vín og vönduð dagskrá verða á boðstólum á menningarkvöldi sem Félagið ísland- Ungverjaland stendur fyrir fóstudags- kvöldið 8. maí. Skemmtunin verður hald- in í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garða- kirkju, Garðabæ. Húsið verður opnað kl. 18.30 og stendur skemmtunin fram eftir kvöldi. Gjaldi verður mjög stillt í hóf og er aðgangur opinn öllum. Menn era beðnir að tilkynna þátttöku í síma 91- 625194, Anna Björk Bjamadóttir, fyrir þriðjudagskvöldið 5. maí. Lambakjötsdagar veitinga- húsana Dagana X,—10. mai standa yfir lambakjöts- dagar hjá völdum veitingahúsum um allt land. Það er samstarfshópur um sölu á lambakjöti og Samtök veitinga- og gisti- húsa sem standa að þessum dögum en með þeim er ætlunin að gefa fólki kost á að reyna fjölbreytta og gimilega lamba- kjötsrétti á sérlega hagstæðu verði. Nýtt gallerí í Austurstræti Nýr sýningarsalur, „Gallerí Emil“, hefur verið opnaður í kjallaranum Austur- stræti 6. Galleríið fór af stað með sýningu ungs listamanns, Helga Valgeirssonar, sem sýnir þar verk sín sem unnin era í olíu. Þetta er fimmta einkasýning Helga en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Dregið I byggingarhappdrætti SEM-samtakanna Dregið var í byggingahapdrætti SEM- samtakanna þann 8. apríl sl. Vinningar komu á eftirtalda miða: Bifreið af gerð- inni Ford Explorer XLT kom á miða nr. 209564, tvær Saab 9000 CS bifreiðar komu á miða nr. 65522 og 71647. Tiu Ford Exc- ort 1300 CLX bifreiðar komu á miða nr. 28243, 75927, 76766, 84684, 124704, 184574, 191035,194224, 205498, 214761. Fimm sum- arbústaðalóðir í Úthlíð í Biskupstungum komu á miða nr. 90072, 143930, 176306, 183588, 233556. Fjórtán vikudvalir í sum- arhúsi SEM-samtakanna í Úthlíð í Bisk- upstungum komu á miða nr. 44301,45059, 69153,97960,102882,140028,153569,155436, 197021, 224176, 233375, 233668, 234091, 234636. Vinninga má vitja í síma 91- 677470. SEM-samtökinþakkalandsmönn- um fyrir stuðninginn. Fundur Fundur hjá ITC-deildinni Björkinni að Síðumúla 17 kl. 20. Opinn fundur. Dagskrá: Óimdirbúnar ræður. Nánari uppl. Gyöa í síma 687092 og Magný í síma 22312. Stofnfundur félags fósturforeldra verður í Komhlöðunni sunnudaginn 10. maí kl. 14. Greint verður frá helstu niður- stöðum könnunar á högum bama sem fóru í varanlegt fóstur á vegum Bama- vemdamefndar Reykjavíkur á árunum 1971-1987. Allir fósturforeldrar velkomn- ir. Tapað-fundið Pioneer Prostyle fjallahjól Skærgulu, 18 gíra Pioneer Prostyle tjalla- hjóh var stolið frá Gilsárstekk 4. Þeir sem geta gefið ábendingu um hjólið vinsam- lega hafið samband í síma 72011.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.