Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Síða 2
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992. 2 Fréttir Lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna samþykkt á Alþingi í gær: Stjórnarandstæðingar létu stór orð falla þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu við afgreiðslu frumvarpsins Frumvarpið um lánasjóð náms- manna var afgreitt sem lög frá Al- þingi í gær. Samkvæmt upplýsing- um sem komu fram á Alþingi í gær hefur umræða um málið staöiö í 42 klukkustundir. Fullyrða má aö það eru ár og dagar síðan jafn mikil átök hafa átt sér stað á Alþingi um lagafrumvarp og um þetta frumvarp. Enda fór það svo þegar frumvarpið hafði verið afgreitt að algert spennufall varð meðal þingmanna. Margir yf- irgáfu húsið en aðrir settust hijóðir inn í kaffistofu þingsins enda þótt þingstörf héldu áfram. Það bar til tíðinda aö Ingi Bjöm Albertsson, þingmaður Sjáifstæð- isflokksins, greiddi atkvæði meö breytingartillögu stjómarandstöð- unnar um 6. grein frumvarpsins. Tillagan var þess efnis að greiöa út tvo þriðju hluta venjulegra námslána í haust. Breytingartillag- an var felld með 28 atkvæöum gegn 25. Össur Skarphéðinsson, þing- flokksformaöur Alþýðuflokksins, sat hjá. Krafist var nafnakalls um allt sem viðkom afgreiðslu frumvarps- ins. M)ög margir þingmenn stjóm- arandstöðunnar gerðu grein fyrir atkvæði sínu við afgreiðslu frum- varpsins. Þeir létu flestir stór orð falla. Margir sögðu að með sam- þykkt frumvarpsins væri jafnrétti til náms á íslandi afnumið. Það væri enn ein aðfórin að velferðar- kerfi landsins. Verið væri að ráðast að efnalitlu fólki í landinu. Verið væri að svipta íslenska námsmenn framfærslueyri næsta haust. Þetta væri upphaf þess að leggja lána- sjóðinn niður og afhenda bönkun- um og þar með kolkrabbanum það vald að segja til um hverjir mættu læra og hverjir ekki. Margt annaö í svipuðum dúr sögðu þingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Össur Skarphéðinsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann var óánægður með 6. grein frumvarps- ins en greiddi fmmvarpinu samt atkvæöi. Hann sagði að gerðar hefðu verið fjölmargar breytingar á frumvarpinu sem allar væm til verulegra bóta. Hann sagðist, þrátt fyrir 6. greinina, standa að sam- komulagi stjómarflokkanna í mál- inu. En komi í ljós að lögin skeröi möguleika einhverra til náms, áskilji hann sér allan rétt til að fá fram breytingar á lögunum. Það heyrðist hlátur og kurr í hópi námsmanna á þingpöllum þegar Össur flutti ræöu sína. -S.dór Námsmenn stóðu fyrir sorgarathötn á Austurvelli i gær eftir að lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna höfðu verið samþykkt. Þeir lögðu blómsveig aö leiði Jóns Sigurðssonar og siðan lagði hver og einn úr hópnum blóm við fótstallinn. DV-myndGVA Námsmenn troðfylltu þlngpalla 1 gær í mótmælaskyni: Þuldu yfir þingmönnum úr verki Jóns forseta lögðu síðan blómsveig að styttu hans á Austurvelli Mjög stór hópur námsmanna fyllti þingpalla og ganga Alþingishússins í gær þegar atkvæðagreiðsla fór fram við afgreiðslu framvarpsins um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Um leið og þingforseti tók máhð á dag- skrá hófu námsmenn upp raust sína og lásu í einum kór úr verki Jóns Sigurðssonar forseta um skólamál. Salome Þorkelsdóttir þingforseti reyndi að stöðva kórinn en gat það ekki. Það er algerlega bannað að lesa svona yfir alþingismönnum af þing- pöllum. Það mun ekki hafa verið gert síðan Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaöur stúdentaráðs en núverandi formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, gerði þaö á sínum tíma. Þá var hann varinn á þingpöll- um af hópi námsmanna svo þing- verðir gætu ekki íjarlægt hann. Eng- in tilraun var gerð til að fjarlægja þennan stóra hóp námsmanna úr Alþingishúsinu í gær vegna kór- flutningsins. Textinn sem náms- menn lásu yfir alþingismönnum er svo hljóðandi: „Með tilliti til þjóðarinnar verður sá tilgangur skólans: Að búa svo undir hverja stétt, að hver þeirra í sinni röð styðji að framfór alls lands- ins, allrar þjóðarinnar, svo að vér gætum smám saman komist þannig á fót, að vér gætum fylgt með fram- fórum hinna menntuðu þjóða á sér- hverri öld, eftir því sem kostur er á, og sigrað sem flestan tálma, sem þar verður á vegi vorum, en alþingi verö- ur ljósastur vottur, hvort þetta heppnast eða ekki. Til þess að ná þessum tilgangi ættum vér allir að stuðla með kostgæfni og alúö og ekki skirrast við þeim kostaðarauka, sem kljúfandi væri, því að engum pening- um er varið heppilegar en þeim, sem keypt er fyrir aldeg og líkamleg fram- fór, sem mest að verða má. Vér eigum aö hefja hugann hátt. (Jón Siurðsson, Um skólamál á íslandi.) Eftir að lögin höfðu veriö samþykkt gengu námsmenn aö styttu Jóns Sig- urðssonar forseta á Austurvelli og framkvæmdu þar sorgarathöfn með því aö leggja blómsveig að fótstalli styttunnar. Síðan lagði hver og einn úr hópnum eitt blóm við fótstallinn. Allt fór þetta kurteislega fram og með miklum alvörublæ. -S.dór Starfsfólk sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva: Hótað átökum til að koma í veg fyrir kjaraskerðingu Bæði Alþýðusambandið og BSRB urðu að hóta því að ekki yrði skrifað undir nýju kjarasamningana nema gengið yrði að kröfum þessara aðila um að laun starfsfólks á sjúkrahús- um og heilsugæslustöðum yrðu ekki skert eins og til stóð. Forsaga málsins er sú að um ára- mótin 1990/1991 yfirtók ríkið rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva af sveitarfélögunum. Á þeim tíma voru í gildi kjarasamningar milli bæjar- starfsmannafélaga um allt land og Launanefndar sveitarfélaga. Rikið gerðist aðih að þessum samningi þeg- ar það yfirtók rekstur sjúkrahús- anna og heilsugæslustöðvanna. Þann 26. apríl síðastliðinn var gengið frá því að það starfsfólk sem fyrir væri á þessum stofnunum héldi sínum kjörum. Hins vegar varð að samkomulagi að nýráöningar yrðu á allt öðrum og lakari kjörum, sam- bærilegum þeim sem ríkisstarfs- menn hafa. Þetta olh mikilli óánægju, enda gat munurinn á jafn menntuöu fólki við sömu störf á sömu stofnun verið aht að 15 þúsund krónur á mánuði. Farið var í að fá þessu breytt og gekk það erfiðlega í fyrstu. Það var ekki fyrr en því var hótað að ekki yrði skrifað undir nýjan kjarasamn- ing að samningamenn ríkisins féhust á að út kjarasamningstímabihð yrðu nýráðningar með sama hætti og ver- ið hefur, nýráðnir verða ekki fyrir kjaraskerðingu. -S.dór Hald lagt á kinda- byssu og fíknief ni Fíkniefnadeild lögreglunnar lagði hald á eins skots kindabyssu viö húsleit í Reykjavík á fimmtudag. Leitin var framkvæmd eftir að upp- lýsingar bárust um aö byssan væri í tilteknu húsi. Á fimmtudagskvöld og aðfaranótt fostudags voru framkvæmdar þrjár aörar húsleitir. Samtals 12 aðhar voru handteknir. Lagt var hald á 16 grömm af amfetamíni, um 10 grömm af hassi og áhöld til fíkniefnaneyslu. Allir þeir sem handteknir voru eru kunnugir fikniefnalögreglunni. Ekki var um að ræða bein tengsl á milh húsleitannaþriggja. -ÓTT Djasssöngvarinn Jon Hendricks & Company komu til landsins i gærmorgun og halda tónleika í Háskólabíói kl. 14.30 í dag. Kappinn minnti helst á fransk- an herramann frá síðustu öld er hann kom út úr Leifsstöð ásamt konu sinni og dóttur. Tónlistin, sem hann syngur, er ekta tuttugustu aldar djass, ættað- ur frá Armstrong, Ellington, Basie, Parker og Miles Davis. „Útsýnið héðan á engan sinn lika,“ sagði Jon er hann kom í svítu sína á Hótel Esju. Sam- nefnt fjall og fegurð Reykjavíkur blasti við augum. „Það verður stórkostlegt að syngja í þessari borg.“ Það er Vernharður Linnet sem hér tekur á móti Hendricks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.