Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992. 5 Fréttir Togarasjómenn óánægðir með nýja reglugerð um möskvastærð í botnvörpum: Verðmæti fyrir á f immtu milljón daglega í súginn Reynir Traustason, DV, Flateyri: Mikil óánægja er meðal togarasjó- manna vegna nýrrar reglugerðar um möskvastærð í botnvörpum. Þar er kveðið á um að möskvi skuli stækka úr 135 mm í 155 mm. Þessi breyting veldur því að fiskur ánetjast miklu meira en áður og er þar af leiðandi ónýtur tíi vinnslu. Þetta á sérstak- lega við þegar um er að ræða veiðar á grálúðu. „Þessi breyting er eitt allsherjar djöfulsins klúður," sagði Gunnar Arnórsson, stýrimaður á togaranum Bessa frá Súðavík. „Það er enginn tiigangur í þessu nema ef vera skyldi sá að eyðileggja fisk. Þetta kostar útgerðina í landinu tugi milljóna króna. Mér er algjörlega hulið hvað vakir fyrir Hafrannsóknastofnun með þessari breytingu," sagði Gunn- ar. Sem dæmi um þann skaða, sem af Bóndl í A-Landeyjum: Mjólkin góð fyrirjörðina Jón Þórðaison, DV, Rangárþingi: „Ég tel það skárri kost að bera umframmjólkina á túnin heldur en að senda hana í mjólkurbúið þar sem hún fer í vinnslu og aldrei fæst neitt fyrir hana, auk þess sem það getur hefnt sín síðar meir með því móti að mjólkurframleiðslurétturinn verði skorinn enn frekar niður hjá okkur bændum,“ segir bóndi í Austur- Landeyjum í Rangárvallasýslu. Bóndinn hellir niður kvöldmjólk- inni en morgunmjólkin er send í mjólkurbúið. Þeir gripir á bænum, sem vilja mjólk, fá eins mikið af henni og þeir geta í sig látið en af- gangurinn, vel á annað hundrað lítra, er látinn standa yfir nótt en að morgni er rjómanum fleytt ofan af og hann notaður í smjörgerð á heim- ilinu og því sem eftir er síðan dreift á túnin. „Þetta er tilraun af minni hálfu. í mjólkinni eru margs konar næring- arefni, sem eru góð fyrir jörðina, svo sem kalk, magnesíum og fosfór. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvernig þetta heppnast," segir bónd- inn. Er langl sfðan þú hefUr llttð Inn ? Vlð b|óðum itér vöndnð hússógn fyrir allt helmllið. HÚSGAGNA HÖLLIIV BILDSHOFÐA 20 - S: 91-681199 þessari breytingu hlýst, má hugsa sér að 20 togarar séu við veiðar á grálúðu. Hjá hverjum þeirra eyði- leggst um 1 'A tonn á dag vegna ánetj- unar. Það þýðir að um 30 tonn af grálúðu eyðileggjast á sólarhring. Verð á sjófrystri grálúðu er í dag 146 krónur kílóið þannig að verðmæti fyrir 4 VI milljón fara í súginn dag- lega. Þetta er auðvitað dæmi en er þó örugglega raunhæft í mörgum til- vikum. JÞ- ' % VlÐ BJOÐUM YKKUR VELKOMIN í NÝJAN OG GRÓSKUMIKINN BÚNAÐARBANKA í KÓPAVOGI Sr*- / Föstudaginn 22. maí og mánudaginn 25. maí tökum við á móti Kópavogsbúum með kaffi og kökum, gosdrykkjum og góðgœti. Tilefnið er sannarlega ánægjulegt: Vorið 1991 efndi Búnaðarbankinn til samkeppni um nýtt útlit og skipulag í afgreiðslusölum bankans. GRÓSKA, tillaga Sigurðar Einars- sonar og Jóns Ólafs Ólafssonar, bar sigur úr býtum og nú verður þessi glæsilega hönnun „frumsýnd" hjá okkur í nýjum afgreiðslusal að Hamraborg 9. Hugmyndin að GRÓSKU er sótt í íslenska flóru, hreinleika og náttúrufegurð landsins. Komið í heimsókn og njótið með okkur GRÓSKU Búnaðarbankans. Paddington kemur í heimsókn kl. 11.00 og 14.00. BIJNAÐARBANKINN - Traustur banki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.