Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992. LífsstQl DV kannar verð í matvöruverslunum: Verðmunur grænmet- is allt að tvöfaldur Neytendasíöa DV kannaði að þessu sinni verö í eftirtöldum matvöru- verslunum; Bónusi Faxafeni, Fjarð- arkaupi Hafnarfirði, nýrri verslun Hagkaups í Grafarvogi, Kaupstað í Hafnarfirði og Miklagarði við Sund. Bónusbúðimar selja sitt grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanimar' selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló- verð. Að þessu sinni var kannað verðiö á 1 kg af tómötum, gúrkum, gulri papriku, blómkáli, gulrótum, banön- um, grærium vínbeijum, Dansukker sykri, lambakótelettum, þvol upp- þvottalegi, 400 g af Nesquik og viðbit- inu Léttu. Tómatar voru á lægsta verðinu í Bónusi á 176 en í Mikligarði var kgverð 257, Fjarðarkaup 259, Hag- kaup 275 og Kaupstaður 287. Þar mælist munur á hæsta og lægsta verði vera 63 af hundraði. Munurinn á hæsta og lægsta verðinu á gúrkum Hæsta og lægsta verð Lambakótilettur 1100 Hæst Lægst Græn vínber 230 Þvol uppþvottal. 120 Nesquick Gulrætur eru á hagstæðu verði um þessar mundir. er öllu meiri eða 105%. Þær vora á hagstæðcsta verðinu í Bónusi, 130 krónur kilóið. Verðið var 182 í Mikla- garði, 199 í Hagkaupi, 215 í Fjarðar- kaupi og 267 í Kaupstað. Gul paprika fékkst ekki í Mikla- garði að þessu sinni en verðið var lægst i Bónusi, 246 krónur. í Fjarðar- kaupi var verðið 399 en sama verð var í Hagkaupi og Kaupstað, 499 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er mikill eða 103%. Blómkál fæst ekki í Bónusi en verðið var 115 í Fjarðarkaupi þar sem það var lægst, 135 í Miklagarði og 169 í Kaupstað og Hagkaupi. Munurinn á hæsta og lægsta verði er 47 af hundraði. Gulrætur era á hagstæðu verði þessa dagana. Lægsta verðið var að finna í Bónusi, 42 krónur kílóið en þaö var 49 í Fjarðarkaupi, 55 í Mikla- garði og 68 í Hagkaupi og Kaupstað. Það er 62% munur á hæsta og lægsta verði. Bananar kosta 94 í Bónusi þar sem verðið er lægst, 96 í Miklagarði, 119 í Fjarðarkaupi og 125 í Kaupstað og Hagkaupi. Þar munar 33 af hundr- aði á hæsta og lægsta verði. Dansukker sykur fæst ekki í Bón- Sykur 1. kg. 60.......... Hæst Lægst usi en kostar 42 í Miklagarði, 48 í Fjarðarkaupi, 49 í Kaupstað og 50 í Hagkaupi. Munurinn á hæsta og lægsta verði er 19%. Miklu munar á hæsta og lægsta verði á lambakóte- lettum, heilum 57% sem er há tala á vöruflokki af þessu tagi. Kílóverðið var 529 í Bónusi, 635 í Miklagarði, 727 í Kaupstað, 764 í Hagkaupi og 830 í Fjarðarkaupi. Þvol uppþvottalögur er á lægsta verðinu í Miklagarði, 86 krónur, en sama verðið, 99 krónur, var á brús- anum í Fjarðarkaupi, Kaupstað og Hagkaupi. Þvol fæst ekki í Bónusi en munur á hæsta og lægsta verði er 15 af hundraði. Nesquik fékkst aðeins í 2 af 5 verslunum í könnun- inni í 400 gramma umbúðum en Bón- us og Kaupstaður selja bæöi Nesquik í stærri umbúðum. Verðið var 189 í Hagkaupi en 196 í Fjarðarkaupi og munur á verði í þessum tveimur verslunum er 4%. Viðbitið Létta er á lægsta verðinu í Bónusi, 93 krónur en var á 96 í Miklagarði, 115 í Hagkaupi, 119 í Fjarðarkaupi og 139 í Kaupstaö. Þar er munur á hæsta og lægsta verði 28 af hundraði. Græn vínber fást ekki í Bónusi en voru á lægsta verðinu í Fjarðarkaupi, 149 krónur kílóið. Verðið var 198 í Kaupstað, 212 í Miklagarði, 224 í Hagkaupi og munur hæsta og lægsta verðs mæhst vera 50 af hundraði. -ÍS Gulrætur á hag- stæðu verði Ef línurit vikunnar eru skoðuð sést að verðsveiflur á meðalverði grænmetis era töluverðar og er verð ýmist á upp- eða niðurleið. Ætla mætti þó að þegar á hður sumarið fari meðalverð 1 mörgum tilfehum lækkandi. Meðalverð á gulrótum er hagstætt neytendum um þessar mundir. Það komst mjög hátt í marsmánuði, var þá um 180 krónur en er nú komiö niður í 56 krónur. Gulrætur era ágætar víðast hvar í verslunum. Bananar era eina tegundin í línurit- um vikmmar sem hafa haldið nokk- uð stöðugu meðalverði. Þeir era nú á 112 króna meðalverði en komust niður í rétt rúmar 100 krónur um miðjan marsmánuð. Mjög óeðlileg verðsveifla var á gulri papriku í byrjun apríl og þá komst verðið upp í tæpar 700 krón- ur. Sían hefur það hrapaö mjög og er nú 411 krónur sem er samt sem áöur nokkuð hátt verð. Svipuð upp- sveifla á meðalverði varð á tómötum en skýringarinnar er að leita í því að það var þegar íslenskir tómatar fóra fyrst að koma á markaðinn. Meöalverðið var hæst 370 krónur en er nú komið niður í 251 krónu. Meðalverð á gúrkum hefur farið lækkandi frá byrjun aprílmánaðar þegar það komst rétt yfir 300 króna markiö. Meöalverðið er nú heilum 100 krónumn lægra eða 199 krónur. Meðalverð blómkáls hefur hins veg- ar verið á uppleið, var tæpar 95 krón- ur í lok febrúar en er nú komiö upp í 147 krónur. -ÍS Sértilboó og afsláttur: Gosdrykkir á Hjá Miklagarði við Sund er nú hægt að fá Pepsidrykkinn vin- sæla í tveggja htra flöskum á að- eins 96 krónur. Einnig kryddaö Iambalæri sem er á kílóverðinu 828, Better value plastglös, 100 stykki saman í pakka, á 199 og Curver plastílát af öllum stærð- um og gerðum á afsláttarverði, fotur, bala og raslakörfur. í Fiarðarkaupi var Pepsi í 2 htra umbúðum selt á 99 krónur flask- an, gullauga kartöfiur í tveggja kílóa pokum eru á hagstæðu af- sláttarverði, 65 krónur 2 kg poki, og Maarad strá í 150 gramma pokum á 168 krónur. Fjarðarkaup er alltaf á fimmtudögum með sértilboð á grænmeti og ávöxtum. Perar era á sértilboöi í Hag- kaupi, aðeins 99 krónur kflóiö, sömuleíðis Bratwurst grillpylsur frá Goða sem eru á 499 króna kíló- verð. Einnig Heidelberg dressing, 4 tegundir, thvaldar á grillsteik- ina en 250 ral flaska er á 99 krón- ur og loks FKC maisbaunir i dós, 340 g á 39 krónur dósin. í Bónusi í Faxafeni era í gangi sértilboð á geislaspilastöndum fyrir 20 diska á 99 krónur, plastb- alar, 5 htra, kosta aðeins 139, Di- sney púsluspil fyrir börnin, 4 saman í fotu, á 499 krónur og Boquet D’Os konfektkassar, 500 g, á 499 krónur kassinn. í Kaupstað, Hafnarfirði, er hægt að gera góð kaup í Butler Grand sjálfvirkri kaflikönnu fyr- ir 12 bolla; hún kostar 2.599 krón- ur; Einriig sérstaklega skreytt glös fyrir börn sem kosta 99 krón- ur stykkið, kókómjólkin vinsæla, 18 x V, 1, á 684 krónur og Saltines saltkex, 453 g, á 59 krónur pakk- inn. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.