Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Síða 15
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992. 15 Alþjóðleg sam- keppnisaðstaða í vaxandi samkeppni á alþjóölegiun matvælamörkuðum munum við sjá fyrirtæki í sjávarútvegi samein- ast enn meira en orðið er. Sam- keppnisaðilar okkar eru stöðugt að verða stærri og stærri. í þessu sam- bandi vil ég til dæmis benda á að fyrirtækin á austurströnd Kanada, National Sea og Fisherie Products, vinna hvort um sig úr um það bil 70 þúsund tonna þorskafla á hverju ári, en heildarafli þeirra nemur hátt á annað hundrað þúsund tonn- um af botnfiski. í Danmörku hafa sjávarútvegs- fyrirtæki verið að sameinast í stór- um stíl á síðasta ári þar sem menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að til að halda markaðshlutdeild innan sameiginlegs innri markað- ar Evrópubandalagsins verði ein- ingarnar að vera stórar. Velta 15-20 milljarðar Kunnur forystumaður í dönskum sjávarútvegi sagði nýlega að fyrir- tæki með veltu undir 15-20 millj- örðum íslenskra króna yrði aldrei neitt annað en hráefnisframleið- andi fyrir stærri fyrirtæki. Jafn- Kjállariim Magnús Gunnarsson formaður Samstarfsnefndar atvinnurekenda í sjávarútvegi framt er til gamans hægt að nefna að ýmsir að þeim stóru frystitogur- um sem gerðir eru út við Alaska eru gerðir fyrir 20-30 þúsund tonna afla á ári, ég sé því fyrir mér þörf- ina á því að íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki stækki enn frekar til þess að geta staðið styrkari fótum í sam- keppni við þessa risa um leið og þeir styrkja enn frekar það sam- starf sem þau hafa átt sín á milli í áratugi innan sameiginlegra sölu- og markaðsfyrirtækja. Ég er ekki sammála Dananum sem ég vitnaði í hér aö framan um framtíðarmöguleika smærri fyrir- tækja. Ég held að alltaf verði pláss og svigrúm fyrir smærri fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmsum markaðs- hópum ef svo má að orði komast, hins vegar verða þessi fyrirtæki að gæta vel að sér í hinni hættulegu samkeppni sem framundan er. Fækkun milliliða Við þurfum jafnframt að halda áfram þeirri sókn inn á markaðina sem við höfum verið að vinna að á undanförnum árum. Við þurfum að efla markaðsstarfið enn frekar, fækka milliliðum og komast nær neytendunum og dreifingu sjávar- afurða. Við eigum í alvöru að kanna enn frekari kaup á dreifing- arfyrirtækjum á stærstu mörkuð- um okkar og við þurfum, ef þess er nokkur kostur, að byggja upp eða kaupa fleiri eigin vörumerki sem þegar eru þekkt á markaðnum. Mikilvægi sjávarútvegsins í ís- lensku þjóðfélagi er síst að minnka. Ég hef þá trú að greinin verði ekki minna mikilvæg um næstu alda- mót en hún er í dag. Sóknarfærin í sjávarútveginum eru enn til stað- ar. Þau felast í bættri stjómun og hagræðingu innanlands með því að stytta leiðina milli framleiðenda og neytenda og sókn inn á alþjóð- legan sjávarútveg. Ajþjóðlegt umhverfi í stefnumörkun okkar fyrir fram- tíðina verðum við að gera okkur grein fyrir að sjávarútvegurinn starf- ar í cdþjóðlegu umhverfi þar sem heimurinn er stöðugt að minnka og návígi okkar við samkeppnisaðilana er stöðugt að aukast. Krafan um aukna verkaskiptingu þjóða og sérhæfingu felur í sér að hver þjóð einbeiti sér að þvi sem hún gerir best. Við verðum þess vegna að meta stöðu sjávarútvegsins og möguleika hans í framtíðinni í al- þjóðlegu samhengi en ekki aðeins með tilliti til skammtíma hagsmuna innalands. Magnús Gunnarsson „ ... sjávarútvegurinn starfar i alþjóðlegu umhverfi þar sem heimurinn er stöðugt að minnka og návígi okk- ar við samkeppnisaðilann er stöðugt að aukast." „Viö eigum í alvöru að kanna enn frek- ari kaup á dreifingarfyrirtækjum á stærstu mörkuðum okkar og við þurf- um, ef þess er nokkur kostur, að byggja upp eða kaupa fleiri eigin vörumerki sem þegar eru þekkt á markaðnum.“ Af draumafabrikku „... hrukku margir við er þeir fréttu að 30 börn væru án heimilis hér í Reykjavik ... “ Eins og flestir vita er nú farið að tala um spamað hér á landi og aö- hald og hagræðingu. Trúlega hljóma þessi orð líkt og nýyröi í eyrum margra enda hafa þau ekki þótt „fín“ hér á seinni tímum. Fyr- ir nokkrum árum vaktist hér upp pólitísk hreyfing sem vildi vara þjóðina við erlendri skuldasöfnun. Sú fylking fékk lítinn byr og sumir hlógu að slíkri vitleysu. Ég minnist kunningja míns sem kom að máh við mig á ofanverðum dögum Steingríms Hermannssonar í Stjórnarráðinu og kvartaði mjög undan illri meðferö á skuldumm. „Það skulda allir sem einhver veig- ur er í,“ sagði hann. „Það eru að- eins aumingjamir sem ekki skulda.“ Aukin neysla og innflutningur Þvi em þessi orö tilfærð hér að ég hygg að þau hafi bergmálaö býsna algeng viðhorf. En nú stend- ur þetta fólk frammi fyrir því að byijað er að skera niður velferðar- kerfið vegna skuldasöfnunar og menn eru hættir að hlæja. Dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabanka, ræddi efnahagsvanda þjóðarinnar á aðalfundi bankans nýlega. Hann sagði þar m.a. „í krónutölu námu lántökur heimil- anna um fjórðungi hærri fjárhafö en atvinnuveganna og ríkisins til samans.“ Um ástæður þessa segir hann: „Nóg lánsfé var jafnframt í boði, ekki aöeins frá innlánsstofn- unum, heldur ekki síst vegna auk- inna lána út á íbúöaviðskipti, sér- staklega eftir tilkomu húsbréfa- kerfisins. KjaHaiinn Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna Þegar htið er á tölur um stór- aukna neyshi og innflutning á tímabihnu frá hausti 1990 til vors 1991 annars vegar, og hina gífur- legu hækkim íbúðalána, og ann- arra lána til heimilanna á sama tímabih, fer varla á mihi mála að þessi þróun ásamt haharekstri rík- issjóðs, átti meginþátt í auknum þjóöarútgjöldum og viðskiptahalla á síðasta ári.“ Og Jóhannes bætir við: „Útfrá þessu sjónarmiði er húsbréfakerf- ið, þar sem lánskjör ráðast af mark- aði, ótvíræð framför frá þeim nið- urgreiddu lánum sem það tók við af.“ í framhaldi af þessu nefnir hann samanburð við önnur lönd og segir: „Þess vegna sé ég enga þörf á því að almenn íbúðalána- starfsemi til einstaklinga sé hér á landi rekin undir forsjá ríkisvalds- ins.“ Þama bendir dr. Jóhannes á hinn stóra þátt húsnæðisstefnunn- ar í efnahagsyanda þjóðarinnar og mætti margt fleira um það segja. Leysir lítinn vanda Það má hka horfa á þessi mál frá annarri hhð, sem of sjaldan er gert. Hvernig er t.d. ástandið í uppeldis- og skólamálum? Eða á öðmm þeim sviðum er snerta hinn mannlega þátt afkomunnar? Nýlega hrukku margir við er þeir fréttu að 30 böm væra án heimihs hér í Reykjavík og hófu fjársöfnun. Um hana er ekkert nema gott að segja, en hún ein leysir þó htinn vanda. Hér er skortur á barnaheimilum og aðeins einn skóh á höfuðborgarsvæðinu mun bjóða bömum samfehda skólavist. Því em böm hlaupandi á daginn milh heimihs og skóla og þurfa stundum yfir umferðargötur. Oft er enginn heima hjá þeim og þau fá því matinn í sjoppu, afþrey- inguna í tækjasölum og menning- una á myndbandaleigum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra svarar aðspurð í Mbl. 12. apríl sl. „Það er annað sem hefur meiri for- gang í þessu þjóðfélagi. Svo virðist sem mannleg verðmæti séu á und- anhaldi. Menn átta sig ekki ahtaf á hvað þetta kostar í auknum út- gjöldum til hehbrigðis og félags- mála.“ Og um afleiðinguna segir hún ennfremur: „Upplausn heimh- is, ofbeldi á ýmsum sviðum, vimu- efnavandamál og jafnvel sjálfsvíg." Og hvað verður svo um þetta unga fólk, ef það kemst í gegnum skólakerfið, sem nú á að skera nið- ur? Hrafn Sæmundsson, atvinnu- málafuhtrúi í Kópavogi, svarar því í Mbl. 23. apríl sl. Ungt fólk „vih ekki eyða bestu árum ævinnar í galeiðuþrældóm fyrir einföldum frumþörfum. Og það er engin ástæða til að fólk þuifí að gera þetta í einu ríkasta landi heims." Þessari sundurlausu frásögn af samfélagi, þar sem stór hluti fólks hefur tileinkað sér þá lífsstefnu að hlaöa sem mest undir sjálft sig, en senda böm sín á götuna, foreldra sína á hæh og sjúka út í geymslu- horn, þar sem pláss kann aö finnast, er best að ljúka með orðum Harðar Bergmann. Hann segir í merkri bók sinni Umbúðaþjóðfélagið m.a. þar sem hann ræðir réttláta skiptingu hús- næðis: „Sem von er reynist það erfitt í þjóðfélagi endalauss saman- burðar á lífsþægindum og sam- keppni einstaklinga um að gera hlut sinn sem stærstan." Og síðar: „í ársbyrjun 1989 vora 10.000 manns komnir í biðröð sem taka mundi 3-4 ár að afgreiða og þurfti 23 milljarða til. - Hugmyndasmiðir draumafabrikkunnar sem átti að gefa öllum kost á að eignast meira og stærra, urðu að viðurkenna aö rekstrargrundvöhur hennar var brostinn." Jón Kjartansson frá Pálmholti „ ... stór hluti fólks hefur tileinkað sér þá lífsstefnu að hlaða sem mestu undir sjálft sig en senda börn sín á götuna, foreldra sína á hæli og sjúka út í geymsluhorn... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.