Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1992, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreífíng: Sími 63 27 00 Frjálst,óhá6 dagblað FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992. Unni EA 597 bjargað: Veltist um á skerinu „Við vorum kallaðir út um klukk- an fimm en Sandgerðingarnir hálf- tíma fyrr. Við settum slöngubátinn á flot út af Garðskaga og keyrðum beint út að bátnum. Hann hafði rekið stíft að landi, hann var 200-300 metra undan þegar okkar bátur kom að. Það var svo grunnt þama að menn á Sæbjörginni frá Sandgerði, sem er stærri bátur, treystu sér ekki inn fyrr. Þarna var trillan eiginlega orð- in föst á skeri,“ sagði Arnar Jakobs- son, formaður björgunarsveitarinn- ar Ægis í Garði, við DV í morgun. Sjómanni á tæplega 3ja tonna bát, Unni EA 597, var bjargað úr skerja- garði örstutt frá landi skammt frá Lambarifi á Garðskaga snemma í morgun. Björgunarsveitarmenn úr Sandgerði og Garði brugðust fljótt við þegar tiikynning kom frá trill- unni. Dráttartaug var sett úr slöngu- bát, hún færð í stærri björgunarbát og trillan dregin út úr skerjagarðin- um og síðan til Sandgeröis. „Bátinn hafði rekið inn fyrir brotin og upp á sker en það sem bjargaði þessu eiginlega var að það var að byrja að falla að,“ sagði Amar. „Þetta hékk því sem næst á bláþræði. Ég vissi að formaður björgunarsveitar- innar í Sandgerði var að koma út í Garð um þetta leyti. Hann sá bátinn vera að veltast á hliðinni í brotunum. Sjómaðurinn sagði sjálfur á eftir að báturinn hefði fyllst hjá sér. Það má því segja að þetta hafi verið mjög tæpt.“ -ÓTT Vinnuveitendasambandið: Magnúsí f ramboð til formanns? „Það hefur verið þrýst mjög á mig að gefa kost á mér til formennsku í Vinnuveitendasambandinu. Ég er að skoða málið en verð að segja eins og er að ég sækist ekki eftir starfinu," sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnurek- enda í sjávarútvegi, í samtali við DV í morgun. Magnús Gunnarsson þekkir vel til hjá Vinnuveitendasambandinu því hann var framkvæmdastjóri þess fyrir nokkrum árum. Aðalfundur Vinnuveitendasam- bandsins veröur haldinn á morgun, föstudag. Einar Oddur Kristjánsson hefur ákveðið að láta af formennsku. Gunnar Birgisson, núverandi vara- formaður sambandsins, hefur þegar lýst því yfir að hann gefi kost á sér tilformennsku. -S.dór Mjög langt sjúkraflug Þyrla Landhelgisgæslunnar kom úr á fimmta hundrað kílómetra löngu sjúkraflugi laust fyrir klukkan sjö í morgun þegar lent var við Borg- arspítalann með slasaðan sjómann af togaranum Víði EA 910. Þyrlan var tæplega þrjár klukkustundir á lofti án þess að taka bensín. Slysið varð djúpt vestur af Breiða- firði, um 170 sjómílur frá Reykjavík. Þegar þyrlan kom að togaranum hafði hún lagt að baki um 130 sjómíl- ur. Sigurður E. Sigurðsson læknir var látinn síga um borð til að búa um sár sjómannsins sem hafði klemmst og fengið slæmt sár á fæti. „Þeir um borð í Víði gerðu þetta eins og þeir hefðu aldrei gert annað en að taka á móti þyrlu,“ sagði Kristj- án Jónsson, skipherra hjá Landhelg- isgæslunni, við DV í morgun. -ÓTT Á144 km hraða Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: I Listasafni Islands er nú unnið af fullum krafti við undirbúning sýningarinnar 2000 ára litadýrð sem kemur frá Jórdaníu og er í tveimur hlutum, annars vegar gömul mósaíkverk og hins vegar kjólar og skart úr einkasafni í Amman. Kjólarnir, sem allir eru handunnir, eru komnir til landsins og var verið að byrja að taka þá upp úr kössum í morgun. Á myndinni sést Elín Edda Árnadóttir og nokkrir af þessum kjólum. DV-mynd GVA Fimm ökumenn voru teknir á Ak- ureyri í fyrrakvöld fyrir of hraðan akstur. Einn þeirra var á 144 km hraða á Glerárgötu. Þyrla Gæslunnar: Guðmundur Arni í formannsslaginn? - menn velta fyrir sér ýmsum uppstillingum, segir Guömundur Árni Stefánsson Undirbúningur fiokksþings Al- þýðuflokksins, sem hefst 11. júní, er að komast á lokastig. Vitað er aö mikil átök verða um menn og málefni á þinginu. Nú er lagt að Guðmundi Árna Stefánssyni, bæj- arstjóra 1 Hafnarfirði, að fara fram gegn Jóni Baldvin Hannibalssyni i formannskjörinu og þá með Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra sem varaformann. „Þaö er ljóst að menn eru að velta fyrir sér ýmsum uppstillingum varðandi flokksforystuna," sagöi Guðmundur Árni þegar DV spurði hann hvort þessi hugmynd væri á lofti. Meira sagðist hann ekki vilja um málið segja á þessu stigi. Mjög var um það rætt fyrir nokkru að Jóhanna Sigurðardóttir myndi bjóða sig fram sem formann gegn Jóni Baldvin. Líkur á því minnkuðu verulega þegar Jón Baldvin ákvað að fiýta flokksþing- inu en það átti að halda í október í haust. Vítað er aö félagslega sinnað fólk í flokknum styður þau Guðmund Árna og Jóhönnu en irjálshyggju- mennirnir Jón Baldvin og Jón Sig- urðsson. Hvað eftir annað hefur konnð til átaka milli þessara hópa í þing- flokki Alþýðuílokksins í vetur. Má þar nefna frumvarpíð um Lánasjóð íslenskra námsmanna, brottrekst- ur Ragnheiðar Davíðsdóttur úr menntamálaráðí og bankafrum- varp Jóns Sigurðssonar. Jón Bald- vin og hans menn höfðu betur í Ragnheiöar- og LÍN-málunum en Jóhanna og hennar fólk í banka- frmnvarpsmálinu. Fulltrúar á flokksþinghiu verða um 320. Tahð er að armarnir tveir muni vera með hnifjafnt fylgi á þinginu. Vitað er að báðir átaka- hóparnir í flokknum hafa unnið grimmt að því að tryggja sér fylgi á flokksþinginu. i þessum mánuði hafa verið kosnir þingfulltrúar í mörgum félögum en enn hafa eklci öll félögin kosið þingfúlltrúa. Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur flokksins, hefur mætt á hvert kjör- dæmisráðsþingið og flokksfundinn á fætur öðrum að undanfórnu. Jó- hanna sfjórnar starfshópi sem vinnur að undirbúningi velferðar- mála fyrir flokksþingið og hún verður með fund í Rósinni í Reykja- vík 27. maí. Nú þegar störfum Alþingis er lok- ið má gera ráð fyrir að meira fari aö bera á átökunum fyrir flokks- þingið. -S.dór __m___...mmmm LOKI Það vilja bara allir verða formenn allsstaðar! Veðriðámorgun: Svalast á Vestfjörðum Á morgun verður suðlæg átt, víðast kaldi um sunnan- og aust- anvert landið en. hægari norð- austanlands eða breytileg átt vestanlands. Rigning og súld verður sunnanlands og á Vestur- landi en þurrt og sums staðar bjartviðri norðanlands. Hiti verö- ur 3 til 9 stig, svalast á Vestfjörð- um. Veðrið 1 dag er á bls. 36 ÞRfiSTUR 68-50-60 VANIR MENN TVÖFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.