Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992.
Fréttir
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri um upprekstur Mývetninga:
Afrétturinn illa f arinn
og ekki beitarhæf ur
- hvorki nú, 4. júní né yfirhöfuð
„Mergur málsins er sá að flestir
þeir sem fara um afréttinn og um
þetta land hijóta að vera sammála
um það að í raun og veru eru þessi
mellönd ekki beitarhæf, hvorki
núna, 4. júní eða 4. júlí eða yfirhöf-
uð. Afrétturinn er mjög illa farinn
og landið mjög þurrt eftir þurrkana
í vetur og vor.
Það þarf að vinna að því að friða
mellöndin alveg. Það verður hins
vegar ekki gert nema með sam-
komulagi, valdboðsleiðin kemur
ekki tU greina. Það er fræðilega
hægt en kemur ekki til greina að
mínu mati,“ segir Sveinn Runólfs-
son landgræðslustjóri um þá um-
deildu ákvörðun bænda í Mývatns-
sveit að reka fé sitt á hinn við-
kvæma og uppblásna afrétt sinn.
„Þar sem um viðkvæmt land-
svæði er að ræða er ekki tekin
ákvörðun um upprekstur á afrétt
fyrr en gróðurvemdamefnd S-
Þingeyjarsýslu, landbúnaðamefnd
Skútustaðahrepps og sveitarstjóm
hafa fariö í skoðunarferð um afrétt-
inn og metið ástand gróðurs. Þaö
var gert 30. maí og það var sam-
dóma álit að gróður væri betur á
veg kominn en undanfarin tvö ár
a.m.k. Út frá því var ekki talin
ástæða til að fresta upprekstri,"
segir Sigurður Rúnar Ragnarsson,
sveitarsfjóri í Skútustaðahreppi
við Mývatn.
Sigurður Rúnar segir að'Land-
græðslan hafi ekki lagt fram
ákveðnar dagsetningar varðandi
hvenær menn þar vilji heimila
upprekstur en stefnan sé sú að
fækka beitardögum á afréttinum.
Landgræðslan og bændur séu í
sameiginlegu átaki um ræktun hei-
malanda svo slíkt sé unnt en það
mál sé ekki þaö langt á veg komið
að hægt sé að fresta upprekstri. Til
að fækka beitardögunum á afrétt-
inum hafi göngum verið flýtt í fyrra
og áformað sé að rétta strax fyrstu
dagana í september í haust.
Odáðahraun skiptir afrétti Mý-
vetninga í suður- og austurafrétt.
Það svæði, sem nú er rætt um, er
austurafrétturinn og féð sem verið
er að ræða um er á bilinu 5-6 þús-
und.
-pj-GK
Frá árekstursstað á mótum Gránufélagsgötu og Laufásgötu. Innfellda myndin er af sendiferðabifreiðinni sem varð
fyrir sjúkrabifrelöinnl er flutti mann úr fyrri árekstrinum. DV-símamyndir gk
Akureyri:
Sjúkrabíllinn lenti í árekstri
Gyífi Kristjánssan, DV, Akureyn:
Tveir árekstrar uröu á Akureyri
með nokkurra mínútna miUibili í
gær og ekki voru nema um 150 metr-
ar á milli árekstursstaðanna.
Fyrri áreksturinn varð á mótum
Gránufélagsgötu og Laufásgötu. Þar
skullu saman fólksbifreið og lítil
sendiferðabifreið. Sendiferðabifreið-
in hafnaði utan götu og ökumaður
hennar, sem mun hafa kvartaö um
höfuðmeiðsh, var fluttur á sjúkra-
hús.
Ekki tókst betur til en svo að þegar
sjúkrabifreiðin var nýlögð af stað
með manninn lenti hún í árekstri við
aðra sendiferðabifreið. Það var á
mótum Gránufélagsgötu og Hjalteyr-
argötu. Ökumaður sjúkrabifreiöar-
innar ætlaði að aka þar fram úr
sendiferðabifreiðinni en ökumaður
hennar hugðist beygja til vinstri. Þar
uröu ekki meiðsh á fóUd og hélt
sjúkrabifreiðin áfram ferð sinni með
ökumanninn úr fyrri árekstrinum.
Vinna viö fjárlög heldur áfram:
Verðum að f á
skýringar frá
Hafrannsókn
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra
„Það verður að fá skýringar á því
hvers vegna Hafrannsóknastofnun
kemst að svo gjörólíkri niðurstöðu
miðað við Fiskveiöiráðgjafanefnd
Alþjóðahafrannsóknastofnunarinn-
ar.
Hafrannsóknastofnun heldur því
nú raunar fram að þama sé ekki um
svo mismunandi mat að ræða á fisk-
stofnunum eins og þeir hafi verið
heldur snúist máUð um hvað þurfi
að gera til að byggja hrygningar-
stofnana upp á nýjan leik. En það er
ljóst aö okkur var ekki gefið til kynna
að það mætti búast við slíkum tölum
núna. Fjarri því. í fyrra var taUð að
botninum væri náð og það væri von
mn bata.
Við munum ræða við fuUtrúa Haf-
rannsóknar þegar þeirra tiUögur
koma fram því þaðan munu hinar
formlegu tfilögur koma,“ segir Davíð
Oddsson forsætisráðherra.
„Fiskveiðiráðgjafanefnd Alþjóða-
hafrannsóknastofnunarinnar gerir
ekki tiUögur til okkar um skerðingu
á þorskkvóta það er Hafrannsókna-
stofnun sem gerir það þann 15. júní.
næstkomandi.
En ríkisstjórnin hefur verið aö fara
yfir myndina eins og hún blasir við
tíl aö við getum áttað okkur í tíma.
Það má búast við að tiUögur Haf-
rannsóknastofnunar verði ipjög í
skerðingarátt því það er hún sem
hefur unnið undirbúningsvinnuna
sem ráðgjafanefndin byggir niður-
stööur sínar á.
- Munið þið stoppa vinnu við íjárlög
á meðan þiö bíðiö eftir tUlögum Haf-
rannsóknastofnunar?
„Fjárlagagerðin stendur yfir og er
komin áleiðis. En það er ljóst að
menn verða að setjast niður og hugsa
þaö dæmi upp á nýtt efbr þá mynd
sem dregin hefur verið upp.“
- Ríkissljómin boðaði fimm milij-
arða niðurskurð í ríkisbókhaldinu á
næsta ári nú blasir við stórfeUd
skeröing á þorskkvótanum?
„Það er erfitt að átta sig á þessum
tölum strax en það er ljóst að vandi
ríkissjóðs ef ekkert verður að gert
mun aukast um tæpa þijá mUljarða,
miðað við þær tölur sem ráðgjafa-'
nefndin hefur sett fram. Vinnan við
fjárlögin heldur áfram en það er ljóst
að viö neyðumst til að taka tilUt tU
þessa í framtíðinni. Það væri hins
vegar út í bláinn fyrir mig að velta
því fyrir mér á þessari stundu hvar
við komum tíl með að skera niður
útgjöld vegna minnkandi tekna ríkis-
sjóðs." -J.Mars
Aldreifleirináms-
mennáatvinnu
leysisskrá
Dla horfir meö sumarvinnu hjá
námsmönnum og hafa aldrei fleiri
stúdentar verið áður á skrá hjá At-
vinnumiðlun námsmanna. Þessa
dagana eru um 1300 manns á skrá
en á sama tíma í fyrra voru 800 stúd-
entar án atvinnu. Að sögn Ástu
Snorradóttur hjá Atvinnuniiðlun-
inni eru mun færri störf í boði fyrir
námsmenn í ár en síðustu daga hefur
þeim eitthvaö veriö að fjölga.
„Með tilliti til væntanlegra breyt-
inga hjá Lánasjóðnum er staðan
rnjög erfið hjá námsmönnum. Þeir
verða að treysta á sumarhýruna og
eins og staöan er núna ráölegg ég
fólki aö taka nánast aUt sem býöst,“
sagði Ásta en stúdentar hafa einkum
verið að leita að vinnu tengdri sínu
námi. -bjb
Hafrannsóknastofnun:
Niðurstaðan á ekki að koma á óvart
- fögnum því að fá mat erlends sérfræðings segir Jakob Magnússon
„Fyrir þá sem lásu skýrslu Ha-
frannsóknastofhunar af athygli í
fyrra ætti niðurstaða Fiskveiðiráð-
gjafanefndarinnar ekki að koma á
óvart. í henni stendur meðal ann-
ars að; á undanfómum árum hafi
sóknin í þorskstofninn verið aUt
of hörð. Þrátt fyrir ítrekaðar ráð-
leggingar Hafrannsóknastofnunar
hafi ekki tekist aö byggja upp
þorskstofninn þannig að fleiri ár-
gangar verði að veiðistofni og
hrygningarstofnar vaxi. Þetta er
nú sagt sagt í skýrslunni. Það kem-
ur og fram að veiöistofninn hefur
að verulegu leytí byggst á nýUðun-
un og hrygningarstofninn hefur
verið í lágmarki. TiUögur Alþjóða-
hafrannsóknastofnunarinnar miða
aö því að byggja stofninn upp. Nú
eru að koma sex lélegir árgangar
inn í veiðina og það gefur augaleið
að það er erfitt að byggja upp stofn-
inn við slíkar aðstæður," segir Jak-
ob Magnússon, aðstoðarforstjóri
Hafrannsóknastofnunar.
„Menn þurfa að gera sér grein
fyrir því að ef á að halda áfram
sömu þorskveiði og á þessu ári, sem
menn gera ráð fyrir aö verði 250
þúsund tonn, þá ná þeir ekki sama
magni eftír nokkur ár. Það gengur
svo ört á stofninn. Þá er spursmál-
ið hvort ekki eigi aö reyna að
spoma við. Ég minnist þess ekki
að því hafi verið haldið fram af
stofnuninni í fyrra að botninum
hafi verið náð.
Ráðgjöf stofnunarinnar hefur
ekki verið fylgt varðandi þors-
kveiðamar, að jafnaði hefur verið
farið fram úr tiUögum okkar um
30 prósent. Það hlýtur að koma
fram í minnkandi stofni. Það erum
ekki bara við sem erum vondu
karlamir.
- Nú hafið þið fengið á ykkur gagn-
rýni vegna rangra reiknilíkana og
sjávarútvegsráöherra hefur ákveð-
ið að fá óháðan sérfræðing frá Fis-
heries Laboratory í Lowestoft í
Bretlandi til að leggja mat á niður-
stöður Hafrannsóknastofnunar.
„Ég veit ekki betur en við séum
með einn besta reiknimeistara sem
tíl er í þessu fagi á okkar snæmm.
Það em þá fleiri en við sem kunn-
um ekki aö reikna. Það er mál sjáv-
arútvegsráðuneytisins að fá til sín
erlendan sérfræðing ef þeir trúa
okkur ekki eða Ráðgjafamefnd Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins. Þá er
það aUt í lagi að fá þriöja aðUa inn
í dæmið. Við fógnum því. Ég segi
fyrir mína parta að ég á ekki von
á að það breyti neinu en þaö veröur
að koma í ljós,“ segir Jakob.
-J.Mar