Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992.
5
Fréttir
Tilraun gerö með þorskeldi á Stöðvarfírði:
Ég er bjartsýnn á þetta
- segir Birgir Albertsson trillukarl
Kiistján Ari, DV, Stöðvaifiiði:
„Hvort þorskeldið svarar kostn-
aði ætti að koma í ljós á næstu
tveimur árum. Komi í ljós að
þorskurinn vill ekkert nema dýr-
indis krásir og vaxi að auki hægt
þá er það sjálfgefið að þessari til-
raun verður hætt. Ég er hins vegar
bjartsýnn á áð þetta borgi sig og
er reyndar sannfærður um að
þorskeldi á eftir að verða mikil-
vægur þáttur í íslenskum sjávarút-
vegi,“ segir Birgir Albertsson,
trillukarl á Stöðvarfirði.
Birgir hefur í samvinnu við
Byggðastofnun, sjávarútvegsráðu-
neytið og fiskútflytjendur á Stöðv-
arfirði hafið þorskeldi í sjókvíum.
Slíkt eldi hefur ekki áður verið
stundaö hér á landi. Slíkt er mikils-
vert ef vel tekst til þar sem þorsk-
kvóti hefur verið skertur mjög.
Eldisfiskinn fær Birgir við sínar
hefðbundnu veiðar en í stað þess
að sleppa eða henda undirmálsfiski
safnar hann honum í ker. Aö lok-
inni veiðiferð er fiskinum síðan
sleppt í sjókvíamar. Samkvæmt
samkomulagi við sjávarútvegs-
ráðuneytið dregst þessi fiskur ekki
frá kvóta Birgis.
„Ég hef ætíð sleppt öllum undir-
málsfiski lifandi frá borði í stað
þess að vigta hann með aflanum.
Fyrir vikið hef ég orðið af umtals-
verðum kvóta. Æth ég hafi ekki
kostnaðinn. DV-mynd GVA
tapaðumtveimurmilljónumkróna til baka af þessum peningum með Alls eru sjókvíarnar hjá Birgi
á þessu. Vonandi næ ég einhveiju eldisstarfinu.“ fjórar talsins og geta þær rúmað
allt að 15 þúsund þorska eða 10
þúsund tonn. Um er að ræða kvíar
sem áöur voru notaðar til laxeldis
á Fáskrúðsfirði. Mánuður er síðan
þetta brautryðjendastarf hófst og
eru nú þegar komnir um 500 fiskar
í kerin. Fram til þessa hefur fiskur-
inn verið fóðraður á síld, loðnu og
öðru gómsæti og þrífst vel. Að sögn
Birgis verður matseðlinum hins
vegar breytt á næstunni. Hver upp-
skriftin verður segir Birgir vera
hernaðarleyndarmál en upplýsir
þó aö nýverið hafi hann fest kaup
á hakkavél og markmiðið er að
lækka verðið á matseðlinum.
Birgir segir mörg óvænt vanda-
mál hafa komið upp í sambandi við
þorskeldið sem þó hafi reynst auð-
velt að yfirstíga. Sem dæmi nefnir
hann að iðulega sé þorskurinn það
uppþemdur af lofti þegar hann er
veiddur að hann hreinlega fljóti
þegar í sjókvíamar sé komið. Til
að bjarga fiskinum frá árásum
fugla og bæta líðan hans segist
Birgir einfaldlega stinga gat á kvið-
inn. .
„Þá sekkur hann sprellfjörugur
til botns,“ segir triilukarlinn sposk-
ur. Að sögn Birgis verður þorskin-
um slátraö upp við bryggju um það
leyti sem hann verður kynþroska
en þá hefur hann náð kjörþyngd.
Aflann á síðan að senda í gámum
á markað í Evrópu þegar verðið er
sem hæst þar.
Toppmynd
með
toppleikurum
Grand Canyon
Steve Martin, Danny
Glover og Kevin Kline
koina hér saman í einni
bestu invnd ársins.
Grand Canvon, mynd
sem hittir í mark.
Grand Canyon, gaman
og alvara með toppfólki.
Grand Canvon vann
gullna björninn í Berlín
í febr. sl.
Grand Canvon er besta
V
myndin í bænum.
*.
Þær gerast ekki inargar
eins og þessi.
Aðalhlutverk: Dannv
*
Glover, Steve Martin,
Kevin Kline, Mary
McDonnell
Leikstjóri: Lavvrence
Kasdan
DANNY
GLOVER
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.20.
ATH. Sýnd í sal 3 kl. 7.
9 9
Diecccol. -thx
SÍMI 11384 - SNORRABRAUT 37 ------
KEVIN STEVE MARY MARY-LOUISE
KLINE MAIUFIN M( DONNELL RARKER
ALFRE
WOODARD