Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992. Sérsveitarmennirnir og yfirlögregluþjónninn Yfirmaður í reykvískri lögreglu rit- ar grein í DV þriðjudaginn 25. maí sl. til vamar tveim mönnum úr sérsveit lögreglunnar (svokallaðri víkingasveit). Þessir drengir hans urðu að umtalsefni í spjalli á Bylgj- unni á dögunum. Þetta er prúð- mannlega skrifað en villandi og létt farið með staðreyndir. Heiðar- leg lögregluskýrsla byggist á stað- reyndum alveg á sama hátt og blaðamennska. Manni, eins og honum, sem hefur náð háum metorðum innan Reykjavíkurlögreglu, ber að fara að dæmi Ara fróða sem segir svo í prologus í íslendingabók: „En hvatki es missagt es í fræðum þess- um þá es skylt at hafa þat heldr, es sannara reynisk." Ofurást á lögreglustarfi Ritsmíð lögregluforingjans virð- ist í fljótu bragði anda af kurteisi, einkum í orðfæri, og manni varð á að segja við sjálfan sig: „Ef laganna verðir væm almennt slík fyrir- mynd í kurteisi þyrfti hinn almenni borgari ekki að kvarta undan hrottaskap og þjösnahætti svart- stakka og laganna varða.“ Guðmundur heitir greinarhöf- undur umræddur og er Guðjóns- son. Hann á langan feril aö baki í liðinu. Þegar farið er ofan í saum- ana á pistli hans skín í gegn ofurást á lögreglustarfi og lögregluembætti sem hann þóknast því miður ekki nægilega óvilhallt. Manni dettur í hug það sem haft er eftir Lúðvík 14: „L’état c’est mois“ (ríkið það er ég). Hann (G.G.) virðist vera einn þeirra sem þykir „fint“ að vera lögga. Það er algjör Kjallariim Steingrímur St. Th. Sigurðsson listmálari og rithöfundur misskilningur í lýðræðisríki. Oðru máh gegnir í einvaldsríkjum. Undir kurteisislegu orðalagi lög- regluforingja leynist ósannsögli. Það er ljótt að ljúga, herra Guö- mundur, álíka ljótt og að stela í sumum tilvikum eða lítið betra. - Á einum fimm stöðum í grein G.G. stend ég hann að ljótri lygi. Ranghermi Hvers vegna vilhð þér svona á yður heimildir? Nú skal upp telja. Ranghermi eitt: Það er ekki rétt ályktun og auk þess staölausir staf- ir af hálfu yfirlögregluþjóns aö mér hafi fundist sérsveitarmennimir óvinveittir þar sem þeir hafi ekki viljað fara að beiðni minni um að ljúka málinu með áminningu. Ég fór ekki fram á neitt slíkt. Hins vegar stóð ég fast á því að ég hefði keyrt inn í beygjuna á Hverfisgötu og Snorrabraut á meðan enn logaði grænt ljós. Því bað ég þá um að athuga sinn gang. Hvemig á foring- inn að vita hið rétta þar sem hann var ekki á vettvangi? Hann fer ein- göngu eftir framburöi undirmanna sinna og gerir mig réttlausan. Sér- sveitardrengimir stöðvuðu mig ekki a vettvangi eða viö vettvang sem þeim bar og var í lófa lagið. Þeir firrtu mig hugsanlegum vitn- um, eins og stundum sést í amer- ískum bófakvikmyndum, laumuð- ust á eftir mér um Snorrabraut og vestur Grettisgötu, stöðvuöu mig ekki fyrr en komið var að Baróns- stíg. Þar settu þeir loks á mig blátt ljós og sírenu. Það var löðurmann- legt af strákunum. Ég á þvi miður bágt með að treysta yður héðan í frá, Guðmundur Guðjónsson, hvorki sem manni né laganna verði. Sá sem lýgur heldur því áfram. Þér ruglið saman stað- reyndum á vettvangi og hugleið- ingum mínum og spjalli á Bylgj- unni á dögunum. Ranghermi tvö: Ég uppnefndi aldrei lögregludrengina, hvorki þann með rauða hárið né þann sem Þjóðveijar myndu flokka undir „dunkelblond". Ég mun þegar til kastanna kemur leyfa „chef de la police”, Böðvari, vini að noröan, að heyra upptöku á öllu viðtalinu því og öllu hinu til sönnunar. Ranghermi þijú: Ég viðurkenndi aldrei að ég hefði alfarið ekið á rauðu ljósi þessa umræddu beygju en þegar gula ljósiö kom í miðri beygjunni og svo það rauða strax á eftir átti ég ekki um annað velja en aka á rauðu ljósi þennan tæpa síðari helming leiðarinnar. Slíkt var gert án þess að stofna lífi fólks í hættu (eins og staðan var). Ranghermi fjögur: Þér gefið í skyn að ég hafi svívirt þessa skjól- stæðinga yðar. Það er uppspuni af yður sem ekki voruð á staðnum. Ég spurði þá hvort komin væri heimsendir, það getur ekki talist persónleg svívirðing en þeir hafa takmarkað skopskyn. Ranghermi fimm: Ég minntist aldrei á það við varðstjóra að ég myndi biðja drengina afsökunar ef þeir létu kæru detta niður. Hins vegar bað ég varðstjórann að ég og lögreglumennimir tveir ræddum málin í varðstofunni. Þeir neituðu „Lögreglumaður hefur ekki meiri völd en hver annar borgari í lýö- frjálsu landi,“ segir Steingrimur meðal annars í greininni. að verða viö þeirri bón. Ég fór ein- ungis fram á heiðarleika. Herra yfirlögregluþjónn. Yður hefur brugðist lífsskyldan sem embættismanni og yfirmanni. Þér megið ekki verja mistök og óskyn- samlegt athæfi, hvorki hjá lög- reglumanni né venjulegum borg- ara. Aukinheldur er lögreglumað- ur fyrst og fremst venjulegur borg- ari meðal borgaranna. Ég varð fyr- ir sárum vonbrigðum meö grein yðar. Ég hef rætt aðstæður og máls- atvik við lögmenn með kunnandi og bijósvit sem sannfæra mig um rétt minn. Til munu vera hliðstæð dæmi. Og memento: Lögreglumað- ur hefur ekki meiri völd en hver annar borgari í lýðfrjálsu landi. Vænti þess að lokum að reykvísk lögregla njóti sama trausts og ensku „bobbýamir" nutu lengst af sem þjónar og hjálparhellur fólks- ins. Það er sú siðferðilega líflína sem venjulegum yfirmanni og und- irmanni í íslenskri lögreglu ber aö taka til fyrirmyndar. Steingrímur St. Th. Sigurðsson . .þegargulaljósiðkomímiðribeygj- unni og svo það rauða strax á eftir átti ég ekki um annað velja en aka á rauðu þennan tæpa síðari helming leiðarinn- nvt u Menntastefnan r út um víðan völl Það er aldeilis makalaust hvem- ig menntastefnan hefur vaðið út um víðan völl, svo gersamlega úr öllum tengslum viö raunveruleik- ann og úr öllu samhengi viö þarfir atvinnulífsins aö furðu sætir. Aus- ið hefur verið ótæpilega úr sameig- inlegum sjóðum í ómarkvissa menntun án tillits til þarfa þjóðfé- lagsins, engum til góðs, hvorki þjóðinni í heild né því fólki sem eytt hefur löngum tíma í nám sem lítil not em fyrir og veitir því sára- htla möguleika til þess að fram- fleyta sér og sínum og verður vart í náinni framtíð. Atvinnunárnsmenn Á sama tíma og þetta er gert er verkmenntun og uppbygging at- vinnulífsins látin sitja á hakanum og menn horfa aðgerðalausir á heilu starfsgreinamar veslast upp og verða nær að öngvu. Því legg ég til að Happdrætti Háskólans verði nú um stundarsakir breytt í Happdrætti atvinnuuppbyggingar til þess að stuðla að margvíslegri uppbyggingu fiölbreyttra atvinnu- greina og til þess að skapa fiöl- breytt störf og auknar tekjur í þjóð- arbúið. Það er nokkuð Ijóst að án verðmætasköpunar getur velferð- arþjóðfélag ekki þrifist og að á lær- dómnum einum saman getum við aldrei lifað. - Og því segi ég lifað, því mér finnst eins og á hðnum árum hafi komiö upp ný stétt sem ég hef kahaö atvinnunámsmenn. Þeir flakka um á milli námsgreina KjáUaiiim Jóhann Guðbjartsson smiöur án þess að ljúka prófum og lifa á námslánum praktuglega, enda hef- ur fólk víst umtalsvert rýmri fiár- ráð í gegnum þetta kerfi en að vinna fyrir sér úti á hinum al- menna vinnumarkaði. Mér finnst það hreint með ólík- indum að greindir og vel menntað- ir menn skuh halda því fram að þörf sé fyrir tvo háskóla á landinu, þ.e.a.s. annan á Akureyri og hinn í Reykjavík. Þar sem 5.000 nemend- ur sitja við nám auk ahra þeirra sem þar að auki stunda nám við erlenda háskóla blasir við sú stað- reynd að fleiri eru við háskólanám en sem nemur ahri sjómannastétt- inni, svo ótrúlegt sem það nú hljómar. Ofmenntunarstefna Mér verður oft hugsað til þess, að einhvemtíma á ámnum frá 1970 til 74 stóð til að koma á fót haffræði- deild við Háskólann, þvi mönnum fannst það ekki vansalaust aö ekki skyldi vera slík dehd við þessa æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Alhr vissu þá jafnt og nú að það er sjórinn sem þjóðin lifir á og myndi gera um ókomin ár. Því var ákveðið að bæta úr og stofna haf- fræðideild við Háskóla íslands og bæta þar með úr brýnni þörf þjóð- arinnar til að geta menntað hér á landi haffræðinga. En það má taka fram th glöggvunar að hjá Haf- rannsóknarstofnun unnu um þess- ar mundir 3 menn, það best ég man, og önnuöu ágætlega þeim verkefnum sem vinna þurfti. Einn þessara þriggja manna var ráðinn til aö veita deildinni forstöðu og vantaði þá ekkert annað en nem- endur. Svo leið haustiö og enginn gaf sig fram til að nema fræðin. Það leiddi svo til þess að þetta þjóðþrifamál, sem mönnum fannst þetta vera á þeim tíma, náöi ekki fram að ganga. Sem betur fer, næg virðist nú vit- leysan vera samt. Þau eru mörg dæmin sem hægt er að nefna um þessa fáránlegu ofmenntunar- stefnu sem rekin hefur veriö. Má t.d. nefna að um sextíu manns eru við nám í kvikmyndagerð f útlönd- um og þegar hefur á annan tug lok- iö námi í greininni. Þetta finnst mér vera sláandi dæmi um fárán- leikann í þessum efnum. Það hlýt- ur að vera deginum ljósara að ekki veröur mikh þörf fyrir shkan fiölda kvikmyndagerðarmanna í náinni framtíð. Nú má enginn skhja orð mín svo aö ég sé alfarið á móti æðri mennt- un, því það er ég ahs ekki. En hóf er best á hveijum hlut, eins og máltækiö segir, og nauösynlegt er aö sníða sér stakk eftir vexti, jafnt í þessum efnum sem öðrum, og því þörf á að aölaga menntunina þörf- um atvinnulífsins. Jóhann Guðbjartsson „Þau eru mörg dæmin sem hægt er að nefna um þessa fáránlegu ofmenntun- arstefnu sem rekin hefur verið. Má t.d. nefna að um sextíu manns eru við nám í kvikmyndagerð í útlöndum og þegar hefur á annan tug lokið námi í grein- inni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.