Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992.
Menning
Ný málverk og bók um Kristján Davíösson:
Færist nær náttúrunni
- segir Kristján um málverkin á sýningunni
Á laugardagirm verður opnuð mál-
verkasýning í listhúsinu Nýhöfn viö
Hafnarstræti á nýjum málverkum
eftir Kristján Davíösson. Sama dag
mun koma út bók á vegum Nýhafnar
og Máls og menningar sem ber ein-
faldlega heitið Kristján Davíðsson.
Bókin er í stóru broti og inniheldur
mikinn fjölda litmynda af málverk-
um Kristjáns, auk þess sem Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur fjall-
ar um feril listamannsins. Sýning
þessi og útkoma bókarinnar er öðr-
um þræði til að heiðra listamanninn
en senn liður að sjötíu og fimm ára
afmæli hans.
Kristján er meðal okkar kunnustu
listmálara og er ávallt viðburður
þegar hann heldur sýningu og er
ekki að efa að listunnendur taka sýn-
ingu hans fagnandi, en á henni eru
um það bil tuttugu ný málverk:
„Það er orðinn einhver tími síðan
ég sýndi ný málverk hér á landi. Síö-
ast var ég með í sýningu 1 Kaup-
mannahöfn í fyrra. Málverkin á sýn-
ingunni eru því öll ný, máluð í ár og
í fyrra, en ég reikna með að vera
einnig með nokkrar teikningar sem
gerðar voru 1958 um sama leyti og
ég myndskreytti ljóðabók eftir Jón
Óskar,“ segir Kristján þegar hann er
spurður um verkin á sýningunni í
Nýhöfn.
- Verða sýningargestir varir við ein-
hveijar breytingar hjá þér?
„Kannski er sú breyting, eða það
sýnist mér sjálfum, að ég er að fær-
ast aðeins nær því að gera náttúru-
myndir, náttúran er allavega aug-
ljósari en verið hefur undanfarið, en
ég tel nú að þessi verk séu samt í
beinu framhaldi af því sem ég hef
verið að gera alla tíö og er ég mjög
sáttur við að ég skuli nálgast náttúr-
Kristján Daviðsson við tvö af málverkum sínum sem munu prýða sýningarsal i Nýhöfn næstu vikurnar.
DV-mynd BG
una á þennan hátt.
- Það kemur einnig út bók um þig
og list þína um leið og sýningin verð-
ur opnuð.
„Fyrst þegar ákveðiö var að ég
myndi halda sýningu í Nýhöfn var
ætlunin að gera vandaða sýningar-
skrá en hlutirnir þróuðust þannig að
úr varð bók. Mér skilst að þessi bók
sé í flokki sem Mál og menning er
að gefa út um listir, en það er eigin-
lega þakklátt framtak stjórnenda
Nýhafnar sem er meöútgefandi ef
þessi bók verður að veruleika."
- Hvað tekur við að lokinni þessari
sýningu?
„Það' fylgir ávallt mikiö stúss í
kringum sýningu og þaö stúss verður
enn meira þegar bók er einnig í spil-
inu. Þegar þessu lýkur þá verö ég
feginn næðinu og tek til við að mála
aftur.“
-HK
Nokkrir listamennirnir ásamt börnum við eitt verkið sem nú prýðir Kringluna.
DV-mynd ÞÖK
Bannað að hlæja á listahátíðinni 1 Bergen:
Leikbrúðuland sýndi fyrir
fullu húsi á fimm sýningum
Leikbrúðuland sýndi síðastliðinn
vetur við góðar undirtektir áhorf-
énda senl og gagnrýnenda brúðuleik-
ritiö Bannað að hlæja. 1 framhaldi
var Leikbrúðulandi boðið að sýna
leikritið á Listahátíðinni í Bergen
sem nýlega lauk. Þar sýndi leikhóp-
urinn verkið á norsku og voru sýn-
ingar í litla sal Grieghallarinnar og
var fullt á öllum sýningum. Var leik-
ritinu mjög vel tekið og voru dómar
í norskum blöðum lofsamlegir. Einn
gagnrýnandinn segir meðal annars
að hann hafi aldrei séð jafn áhrifa-
mikiö og myndrænt leikbrúðuleik-
hús. Hann klykkir út með að segja
að leikhópurinn hefði átt það skilið
aö fara með sýninguna á umhverfis-
ráðstefnuna í Brasilíu sem nú fer í
hönd.
„Við sýndum í Grieghöllinni á
sama tíma og íslandsvikan stóð yfir
en vorum samt hluti af listahátíð-
inni,“ segir Helga Amalds, einn að-
standenda Leikbrúðulands. „Við-
brögð áhorfenda voru ánægjuleg og
dómar mjög góðir og í heild var þessi
ferð mjög vel heppnuð. Það var virki-
lega gaman að sýna í Bergen og vera
þar, mikið um að vera og margt að
sjá. Meðan á dvöl okkar stóð kynnt-
umst við leikhópi frá Dramaten í
Svíþjóð sem sýmli um leið og við og
var Max von Sydow meðal leikara.
Við ætiuðum að sjálfsögðu að sjá
sýningu þeirra en uppselt var á þær
allar. Við fórum aftur á móti út að
borða með Max von Sydow og fleiri
leikurum úr hópnum og áttum
ánægjulega stund."
- Leikbrúðland er á leiðinni í aöra
langferð?
Kringlan:
Ungir myndhöggv-
arar með sýningu
Ungir og hugmyndaríkir myndlist-
armenn hafa ávallt átt það til að
umbreyta viðteknum hugmyndum
manna um listina og hlutverk henn-
ar og eru myndlistarmennimir sem
sýna verk sín í Kringlunni engin
undantekning en þar stendur nú yfir
sýning á verkum eftir unga íslenska
myndhöggvara og kennir þar margra
grasa.
Sýningin, sem haldin er í samvinnu
við Kjarvalsstaði, er yfirlitssýning á
verkum eftir yngstu kynslóð mynd-
höggvara þar sem listamönnunum
hefur verið úthlutað ákveðnu rými í
verslunarmiðstöðinni til að glíma
við. Eins og þeir sem hafa lagt leið
sína í Kringluna undanfama tvo
daga hafa séð þá er hér um frumlega
og forvitnilega sýningu að ræða.
-HK
Aðstandendur Leikbrúðulands í Noregi, talið frá vinstri: Helga Arnalds,
Bryndís Gunnarsdóttir, Hallveig Thorlacíus, Þórhallur Sigurðsson og Erla
Guömarsdóttir. Á myndina vantar Báru Lyngdal.
„Eftir tvær vikur forum við til
Júgóslavíu þar sem við munum sýna
Bannað að hlæja þrisvar og nú verð-
ur það flutt á ensku. Fyrst fomm við
til Slóveníu þar sem allt er með kyrr-
um kjörum og sýnum verkið tvisvar,
en síðan forum við til Zagreb í Króa-
tíu þar sem okkur hefur verið tjáð
að allt sé nú með friði og spekt. Þar
munum við sýna einu sinni.
Sýning okkar í Júgóslavíu er hluti
af mikilli leikbrúöuhátíð, nokkurs
konar ólympíuleikum leikbrúöuleik-
húsa sem haldin er á fjögurra ára
fresti og er þetta í fyrsta skiptið sem
Leikbrúðuland er boðið á slíka hátíð.
Við höfum fengið fleiri boð um að
koma á brúðuleikhúshátíðir, en óvíst
er um þátttöku vegna mikils kostn-
aðar sem fylgir slíku.“
-HK
DV
Uppseltá
mörgatriðiá
listahátíð
Að sögn Hávars Siguijónsson-
ar, blaðafulltrúa listahátíðar, er
uppselt á nokkur atriði og nánast
uppselt á mörg önnur og hefur
miöasala í heild gengið vel. Fyrst
varö uppselt á tónleika Ninu Sím-
one sem eru annaö kvöld. Upp-
selt var á tónleika James Galway
sem voru í gærkvöldi. Af öðrum
liðum sem uppselt er á eða nán-
ast uppselt, má nefha báöar sýn-
ingar á Mozart au Chocolat, þá
er nánast uppselt á báðar sýning-
ar á Rigoletto, Hamlet, aðra sýn-
inguna á Draumleik, Undraböm-
in frá Rússlandi, May B, ballett-
sýningu Maguay Marin, Fritjof
Fomless og á tónleika Grace
Bunbry er nánast uppselt.
Hverfærleik-
skáldaverðlaun
Norðurlanda
Leikskáldaverðlaun Norður-
ianda verða veitt í fyrsta sinn á
Norrænum leiklistardögum sem
hefjast í Reykjavík á morgun.
Fimm leikskáld hafa verið til-
nefnd og verða þau öll viðstödd
afhendinguna. Þau eru Jess
Ömsbo frá Danmörku fyrir De
forkerte (Vitlaust fólk), Björg Vik
frá Noregi fyrir Reisen til Venezia
(Ferðin tii Feneyja), Barbro
Smeds frá Sviþjóð fyrir Sol och
vár (Sól og vor), Juha Siltanen frá
Finnlandi fyrir Foxtrot og Hrafh-
hildur Hagalín Guömundsdóttir
fyrir Ég er meistarinn. Verðiaun-
in em 50.000 danskar krónur.
Bandamanna-
sagafrumflutt
Frumflutt verður í Norræna
húsinu á laugardaginn Banda-
mannasaga, en Sveinn Einarsson
hefur snúið þessari gamansömu
fomsögu í sjónleik sem verður
frumfluttur af leikflokknum
Bandamönnum. I leikhópnum
em 6 leikarar, Borgar Garðars-
son, sem nú leikur aftur á íslandi
eftir átta ára dvöl erlendis, Ragn-
heiður Elfa Arnardóttir, Jakob
Þór Einarsson, Stefán Sturla Sig-
uijónsson, Felix Bergsson og
Guðni Franzson sem jafnframt
semur tónlist við leikinn. Sveinn
Einarsson leikstýrir. Þess má
geta að fulltrúi frá Vasa-leikhús-
inu í Finnlandi sá æfingu og hef-
ur sýningunni þegar verið boðið
til Finnlands í haust, en þá á að
vígja nýtt leikhús þar.
Bamaheillfær
ágóðaafnýnf
hljómplötu
í vikunni kom út hljómplatan
Þegar þið emð nálægt, en hún er
gefin út i samráði við félagið
Barnalieill sem fer allan ágóöa
af sölunni sem verður varið til
ýmissa verkefna á vegum félags-
ins. Piötunni verður ekki dreift í
búöir en seld í gegnum síma og
hafa viðtökur fyrstu dagana verið
mjög góöar og hafa um þúsund
eintök þegar selst. Öll lögin á
Þegar þið emð nálægt eru samin
af Ingva Þór Kormákssyni og em
lögin við ljóö sem flestöll fjalla
um eða tengjast bömum á ein-
hvem hátt. Ljóðin eru meðal ann-
ars eftir Hannes Pétursson, Þór-
arin Elcfjárn, Steinuimi Sigurðar-
dóttur og ísak Harðarson. Úr-
valsliö söngvara og hljóðfæra-
leikara kemur fram á plötunni
auk leikskóla- og grunnskóla-
bama. Egill Ólafsson, Guörún
Guxmarsdóttir og BergJind B.
Jónasdóttir sjá um sönginn en
útsetningar og upptökusfjóm
annaðist Stefán S. Stefánsson.