Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1992, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 1992. 25 Menning Saga-bíó - Mambó-kóngamir: ★★ lA Mambódagar íNewYork Um miðja öld var mambó sá dans sem allir á Vestur- löndum vildu læra. Tónar suður-amerískra hljóm- sveita hljómuðu í stórum danssölum og fólk sveiflaði sér í léttri mambósveiflu. Kvikmyndin Mambó-kóng- amir er að hluta til óður til þessarar tegundar tónlist- ar og er að því leytinu ekki ósvipuð The Commit- ments sem var til dýrðar soultónlistinni. Þessar mynd- ir eiga fleira sameiginlegt, meðal annars eru báðar gerðar eftir þekktum skáldsögum og fékk Oscar Hijue- los Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsögu sína, The Mambo Kings Plays Songs of Love. Tónlistin skipar háan sess í myndinni en er samt umgjörð um drama- tíska sögu um tvo óaðskiljanlega en ólíka bræður. Cesar og Nestor Castillo eru kúbanskir tónlistar- menn. Cesar er sá sem stjómar ferðinni, hljómsveitar- stjórinn og söngvarinn, sjálfstæður, sjálfumglaður og þrjóskur og heillar kvenifólkið. Hann hefur tekið að sér að vemda litla bróður sinn, Nestor, sem er við- kvæmur og tilfinningamikið tónskáld og trompetleik- ari'. Það er einmitt yngri bróður sínum til verndar, þegar Cesar ákveður að nú sé tími fyrir þá að fara frá Ha- vana og leggja New York að fótum sér. í New York er Cesar ekki lengi að sýna fram á snilli þeirra bræðra og stofna þeir hljómsveitina Mambó-kóngamir og vek- ur leikur þeirra mikla hrifningu. En þegar Cesar neit- ar að leyfa glæpakóngnum Fernando Perez að ráða ferðinni em Mambó-kóngunum allir vegir lokaðir og við tekur brauðstrit á daginn sem felst í vinnu við Kvikmyndir Hilmar Karlsson kjötframleiðslu. Draumurinn um frægð og frama er samt ávallt í augsýn en mörg ljón em í veginum, ekki síst þegar þau traustu bönd, sem hafa bundið bræð- uma saman, fara að ghðna. Mambó-kóngamir er glæsileg og áhrifamikil fyrsta hálftímann. Ferðalag þeirra bræðra, tónlistin og drif- krafturinn í eldri bróðumum hrífur áhorfandann með sér, en smám saman fjarar spennan, tónlistin er samt jafngóð alla myndina og textinn vel skrifaður og efnis- mikill. Skuldinni verður að skella á leikstjóránn, Ame Glimcher, en þetta er fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Hann nær ekki fullkomlega að fylgja eftir sterkri byrjun, missir aðeins tökin á viðfangsefninu þegar söguþráðurinn fer í margar áttir. Frekar litlaus gripur The Cure hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein af virtustu rokkhljómsveitum heimsins. Það fer því ekki hjá því að beðið sé í eftirvæntingu eftir hverri nýrri plötu sem hún sendir frá sér og að mikils sé vænst af þeim. Þeir hafa nú gefiö út nýja plötu, Wish, og varla er hægt að segja að þeir standi undir vænting- um. Það er harla fátt merkilegt að finna á Wish og virð- ist sem krafturinn og dulúðin, sem einkenndi þá hér áður fyrr, sé þeim nánast alveg horfin. Þaö er helst í lögunum Cut og End sem tónlistin hrífur mann. Cut er aö mínu mati besta lag plötunnar, kraftmikið lag með illskiljanlegum texta. End er líka kraftmikið og Hljómplötur Pétur Jónasson þungt. Bjagaður gítar og annarlegur taktur, sem fellur vel að stíl Cure, gerir það að einu af eftirminnilegustu lögunum á annars frekar litlausum grip. Þaö ber allt að sama brunni með textana, svo virðist sem andagiftin hafi yfirgefið þá félaga, enda fjalla flest- ir textamir um ástina að einhveiju leyti. Þeir eru svo sem vel gerðir, hnyttnir og oft skemmtilegir en inni- halda lítinn boðskap. Hljóðfæraleikur er að sjálfsögðu fagmannlegur, enda fagmenn að verki, og það sama má segja um sönginn en söngstíll Robert Smith verður þó leiðigjam til lengdar. Þessi plata er aðeins fyrir Cure-aðdáendur. The Cure. Standa ekki undir væntingum. Armand Assante og Antonio Banderas leika mambó- bræðurna tvo sem leita að frægð og frama í New York. Armand Assante leikur Cesar af miklum krafti og öryggi en ekki kannski af nógu mikilh dýpt. Assante hefur greinilega lært vel heima, trommuleikur hans er sannfærandi, mambódans hans ágætur og ef hann syngur ástaróðinn til Maríu sjálfur þá hefur hann ágæta söngrödd. Hlutverk Nestors er ekki eins gef- andi, en spánski leikarinn Antonio Banderas, sem hefur gert garðinn frægan í myndum Pedro Almodo- vars, sýnir næman skilning á hlutverkinu. Mambó er ekki í tísku í dag en tónhstin í Mambó- kóngunum er vel þess virði að heyra aftur. Aldurinn er farinn að færast yfir mambóhetjur fyrri ára en tvær þeirra, Tito Puente og Ceha Cruz, koma fram í mynd- inni í litlum hlutverkum. MAMBÓ-KÓNGARNIR (THE MAMBO KINGS) Leikstjóri: Arne Gllmcher. Handrit: Cynthia Cidre eftir skáldsögu Oscar Hijuelos. Kvikmyndun: Michael Ballhaus. Aðalhlutverk: Armand Assante, Antonio Banderas, Cathy Moriarty og Maruschka Detmers. Starfsmaður óskast til almennra verslunarstarfa. Heildverslun Eiríks Ketilssonar, Vatnsstíg 3. Hús til brottfiutnings, Suðurgata 40, Hafnarfirði Kauptilboð óskast í timburhúsið að Suðurgötu 40, Hafnarfirði, án lóðarréttinda, og skal flytja húsið af lóðinni eigi síðar en 1. september 1992. Húsið verður til sýnis í samráði við Árna Sverris- son, framkvæmdastjóra St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. Skriflegum tilboðum skal skila á skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, merkt: Útboð 3832/2, fyrir kl. 11.00 þann 15. júní nk„ þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. IIMNKAUPASTOFNUÍM RÍKISIIMS BORGARTUNI 7. 105 RFYKJAVIK Verzlunarskóli íslands Innritun 1992-1993 Innritun í nám skólaárið 1992-1993 fer fram 3. til 5. júní. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu skól- ans frá kl. 9-18. Grunnskólanemendur Umsókn skal fylgja staðfest Ijósrit af prófskírteini. Innritaðir verða 250 nemendur í 3. bekk. Verzlunarprófsnemendur skulu skila umsókn sinni eigi síðar en 5. júní. Þeir sem hafa verzlunarpróf úr öðrum skólum en Vl þurfa að skila staðfestu Ijósriti af prófskírteini. Öldungadeild Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu skólans 3.-5. júní gegn greiðslu innritunargjalds, kr. 5.750. Ökuleikni BFÖ og DV 15 ára í sumar I Agætu lesendur! tilefni afmælisins verða birtar 8 stuttar greinar um umferðaröryggi og úr þeim verða allar krossaspurningar Ökuleikni 92. Ótti við umferðarspumingar Ökuleikninnar er því ástæðulaus. DV og BFÖ óska ykkur góðs gengis í sumar. __ Gleðilegt suma Ökuleikni 92 - DV Hemlun - Stöóvunarvegalengd Við stöðvun ökutækis er margs að gæta og margir óvissuþættir geta haft áhrif á stöðvunarvegalengdina. Stöðvunarvegalengd er sú vegalengd sem ökutækið fer frá því að ökumaður skynjar að hann þurfi að stöðva. Henni er skipt í viðbragðs- og hemlunarvegalengd. Viðbragðsvegalengd er sú vegalengd sem ökutækið fer þar til byijað er að hemla. Þættir sem hafa áhrif á hana eru; hraði ökutœkis og ástand ökumanns. Astand ökumanns ræðst meðal annars af þreytu, aldri og líkamlegu ástandi. Sé ökumaður ekki með allan hugann við aksturinn eykst viðbragðsvegalengdin. Hemlunarvegalengd er vegalengdin sem ökutækið fer frá því byrjað er að hemla og þar til ökutækið stöðvast. Hér hafa áhrif þættir eins og hraði, halli vegar, yfirborð vegar (þurrt eða blautt), bundið eða óbundið slitlag. Ástand hjólbarða spilar hér stórt hlutverk. Munstur á hjólbörðum er til að bæta grip þeirra þannig að mikið slitnir hjólbarðar auka hemlunarvegalengdina. Tvöfióldun hraða fijórfaldar hemlunarvegalengdina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.