Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992. Lífsstm DV kannar verð í matvöruverslunum: Islenskar kartöflur á markaðnum Verðkönnun DV fór fram að venju í gær í nokkrum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni var verðið kannað í Fjarðar- kaupum í Hafnarfirði, Kaupstað í Mjódd, Miklagarði við Sund, Hag- kaupi í Kringlunni og Bónusi í Skútuvogi. Ekki er enn farið að selja græn- meti og ávexti í Bónusverslunum eft- ir vigt eins og áformað er. Þær græn- metis- og ávaxtategundir, sem lentu í könnuninni, voru því vigtaöar í Bónusi til að hægt væri að gera sam- anburð, en Bónusbúðirnar hafa hingað til selt slíkt í stykkjatali. Neytendur Eftirtahn tylft vörutegunda var tekin fyrir að þessu sinni: agúrkur, blá vínber, græn paprika, kínakál, perur, bananar, Nesquik (400 g), ýsu- flak, Uncle Ben’s hrísgijón (454 g eða 500 g), Lux handsápa, Gunnars majo- nes (250 ml) og kartöflur. Ný uppskera af íslenskum kartöfl- um er nú loksins komin á markað- inn. Eru margir því sjálfsagt fegnir aö geta nú aftur borðað almennilegar kartöflur. Að venju eru þær dýrastar á þessum árstíma, enda glænýjar, en gert er ráð fyrir að verð fari síöan lækkandi. Bónus selur kílóið af nýju kartöfl- unum á 179 krónur, en þær gömlu seljast í 2 kg pokum á 35 krónur (17,50 krónur kílóiö). Fjarðarkaup selja nýjar á 206 krónur kílóiö, en gamlar í 2 kg pokum á 124 krónur og 5 kg á 254 krónur. Það er Mikligarður við Sund sem selur nýju uppskeruna hvað ódýrast eða á aðeins 49 krónur kílóiö. í Kaupstaði í Mjódd eru nýjar kartöflur seldar í tveggja kílóa pok- um á 198 krónur (99 krónur kílóið) og í Hagkaupum í Kringlunni var hægt að fá glænýjar kartöflur á 199,50 krónur kílóið en þær voru seldar í 2 kg pokum á 399 krónur. Einnig var hægt að fá þar 1 kg af gullauga fyrir 96 krónur og 2 kg af Hornafjarðar- kartöflum fyrir 189 krónur (94,5 krónur kílóið). Ef miðað er við lægsta kartöfluverð á hveijum stað og ekki tekiö tillit til hvort um er að ræða nýja eða gamla uppskeru er ódýrustu kartöflurnar að fá í Bónus á 17,50 krónur kílóið en þær dýrustu í Kaupstað á 97 krón- ur kílóið. Er munurinn 454 prósent. Af öðrum vörutegundum var mesti munurinn á kínakáli. Meðalverð á Hæsta og lægsta verð Nesquick 200 195 190 \ 185 180 Fjarðarkaup j UHagkaup IL Hæst Lægst Handsápa 30 f 7. Kaupstaður Ýsuflak Hæst Lægst Majónes Kaupstaður Hæst Lægst Uncle Ben Hæst Lægst Kartöflur 130 100 Kaupstaöur Enn lækka agúrkurnar Agúrkurnar hafa hríöfallið í verði á undanfomum vikum. Þessa vikuna er meðalverðið 75,70 krónur á kílóið, en fyrir tæplega mánuði var þaö 232 krónur. Nú er um að gera að notfæra sér lága verðið og nota gúrkur í alla mata. Agúrkur em góðar sem álegg, í salöt og einnig er upplagt að súrsa þær fyrir veturinn. Verðið á bláum vínberjum er nú aðeins lægra en verið hefur. Meöal- veröiö nú er 199 krónur en var 216 krónur fyrir mánuði og 191 króna í lok maí. Græna paprikan er enn tiltölulega dýr eftir að hafa lækkað nokkuð í lok júnf. Þessa dagana er meðalverðið 453,30 krónur eftir að hafa kostað 409 krónur um miðjan júlímánuð. Er verðið nú svipað og í byrjun maí. Meðalverð á kínakáli er 150,40 krónur og er hér um að ræða is- lenska framleiðslu. Kínakáhð var mun dýrara þann 15. júlí, en verðiö er svipað nú og fyrir mánuði. Verðið á pemm er á uppleið. Meðal- verðið núna er 137,20 krónur en þann 8. júlí var það 121 króna á kílóið. Meðalverð um miöjan júní var 127 krónur og í maí var það 104 krónur. Ágætis verð er banönum þessa vik- una. Meðalverðið núna er 96,20 krón- ur en var 108 krónur fyrir rúmlega mánuði. Verðiö var ákaflega svipað í júní og maí eða 111 og 112 krónur. -GHK Kartöfluunnendur ættu að geta tekið gleði sina að nýju því að glæný uppskera er aö koma á markaðinn þessa dagana. Idnakáh er nú 150,40 krónur kílóið. í Bónus var kílóið á 80 krónur en á 199 krónur í Kaupstað. Er því hvorki meira né minna en 148 prósent mun- ur þar á milli. Kínakálið var á 135 í Fjarðarkaupum, og 169 í Hagkaupi og Miklagarði. Ýmsar vörar fengust ekki á öllum stöðunum. Til dæmis var ekki hægt að fá Nesquik í 400 g pakkningum í Bónus, Miklagarði og Kaupstað. Munurinn á verðinu í Hagkaupi og Fjarðarkaupum var aðeins 3,7 pró- sent. Uncle Ben’s hrísgijón í 454 g eða 500 g pökkum fengust heldur ekki í Bónus og Miklagarði. Munur- inn á þyngd hggur í því að 454 g pakk- amir eru í annarri mæheiningu, þ.e.a.s. pundum. Var svipað verð á hrísgrjónunum þar sem þau fengust. í Kaupstað vom þau á 78 krónur (500 g) en 72 krónur í Fjarðarkaupum og Hagkaupi (454 g). Mesti verðmunur á nýjum ýsuflök- um var 15 prósent. Kílóið er á 404 krónur í Bónusi en 465 í Fiarðar- kaupum. Auk þess veitir Bónus 5 prósent afslátt af ýsunni við kassann. I Hagkaupi eru flökin á 449 krónur kíóið, í Kaupstað á 455 krónur kílóið og í Miklagarði á 462 krónur kílóið. Lux handsápa kostaði 16 kónur í Bónus, 19 krónur í Miklagarði, 21 krónur í Fiarðarkaupum, 22 krónur í Hagkaupi og 28 krónur í Kaupstað. Gunnars majones var ódýrast í Bón- usi, á 48 krónur. í Miklagarði kostar það 55 krónur, 59 krónur í Hag- kaupi, 63 krónur í Fjarðarkaupum og 76 krónur í Kaúpstað. Munurinn á hæsta og lægsta verði er 58,3 pró- sení. Agúrkurnar voru á 52,5 krónur kílóið í Bónusi, 69 krónur í Hag- kaupi, 79 krónur í Fíarðarkaupum og Miklagarði og 99 í Kaupstað. Bláu vínberin seljast á 169 krónur kílóið í Miklagarði, 199 í Kaupstað og Hag- kaupi, og 229 í Fiarðarkaupum. Græn paprika fékkst ekki í Bónusi eða Miklagarði. í Fiarðarkaupum var hún ódýrust, á 390 krónur kílóið, en á 485 krónur kílóið í Hagkaupi og Kaupstað. Perumar vom á 169 krón- ur kílóið í Miklagarði og Kaupstað, 129 í Fjarðarkaupum, 120 krónur í Bónusi og 99 krónur í Hagkaupi. Aðeins fengust annars flokks banan- ar í Miklagarði og voru þeir seldir á 55 krónur kílóið. í Fiarðarkaupum, Hagkaupi og Kaupstað voru banan- arnir á 125 krónur en á aðeins 51 krónu í Bónusi og er verðmunurinn 145 prósent. ' -GHK Sértilboö og afsláttur: Rækjur og frampartur Ýmis konar sértilboð em í gangi þessa vikuna eins og venj an er. I Kaupstað í Mjódd eru í boði 500 g af rækjum á 298 krónur. Þar er einnig hægt aö fá 500 g pakka af Hy-Top komflexi á 129 krónur, 200 g af Póló kexi á 89 krónur og Nopa þvottaduft (75 dl) á 259 krónur. í Bónusí er 500 g af Guld kaffl á sértilboði eða á 169 krónur. Aet II örbylgjupopp kostar 189 krónur og eru sex pokar saman í pakka. Einnig er Krtiger cappucino kaffi á 254 krónur. Fíarðarkaup era með sértílboð á grihsöguðum framparti og er hann á 398 krónur. Einn og hálfur litri af Þrifi með sítrónuilmi er á 192 krónur, McVites Homewheat súkkuiaðikex (300 g) er á 129 krónur og 567 g af Dole ananas- hringjum er á 69 krónur. Auk þess er hægt að kaupa Bonduehe niðursoðnar smágthrætur á 56 krónur dósina. í Miklagarði em Ijalddýnur seldar með miklum afslætti þessa dagana og ef til vill vert aö athuga það fyrir næsta sumar. Em dýn- urnar nú seldar á 2.695 og 2.995 krónur. Þar er einnig hægt að fá gammósíur á 395 krónur og fimm ITV myndbandsspólur á 1950. Er hver spóla 195 mínútur að lengd. Hagkaupsverslanirnar em með Daloon vorrúllur, þrjár saman í pakka, á 199 krónur, tvær flöskur af Weha hárnæringu á 279 krónur og Formula 77 uppþvottalög á 59 krónur. Auk þess eru svokallaöar Flórídana mjónur á sértilboði. Fást þær nú þijár saman í pakka á 99 krónur, en um fjórar tegund- ireraðræða. -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.