Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1992. Spumingin Fylgistþú með stjórnmálum? Jónína Guðmundsdóttir, bókasafns- fræðingur og leiðsögumaður: Já, ég fylgist með þeim. Þau skipta okkur miklu máli. Elfa Kristinsdóttir bókasafnsfræð- ingur: Nei, afskaplega lítið. Það er vegna almenns áhugaleysis. Arnar Þór Ragnarsson nemi: Já, með aldrinum fylgist maður meira með þeim. Kristin Valdimarsdóttir nemi: Mjög lítið. Ég hef ekki áhuga. Anna Elín Jasonardóttir nemi: Nei, ég fylgist ekki með þeim. Jón Ármann Steinsson skrifstofu- maður: Já, mér finnst þetta ægilegt karp og það er stundum gaman að fylgjast með því. Lesendur Mótsagnir í ís- lenskum reglum og lagasetningu Helgi Sigurðsson skrifar: Mörg er reglugerðin og lagasetn- ingin hér á landi sem hér hefur verið sett til höfuðs óstýrilátnum almúg- anum. „Með lögiun skal land byggja, en ólögum eyða“, er yfirskrift ís- lensks réttarfars. Mér er samt næst að halda að margt af því sem löggjaf- inn hefur látið frá sér fara sé fremur til að eyða eða a.m.k. til að letja fólk til að vera jafn löghlýðið og flestir vilja innst í eðh sínu vera. - Þeim er því vandi á höndum sem fást við smíði laga og reglugerða sem gilda eiga í þjóðfélaginu og fyrsta skilyrðið tel ég vera það að lögin og reglumar séu 1 samræmi viö almenna skyn- semi og venjur sem viðteknar era í flestum siðmenntuðum menningar- löndum þar sem reynslan hefur sýnt að fólk unir sæmilega við sinn hlut. Tökum nokkur dæmi úr íslensku þjóölífi þar sem fólki hefur verið inn- rætt ákveðin skilgreining á hefðum, háttum eða jafnvel lagagreinum sem eru víðsfjarri sannleikanum eða raunveruleikanum sjálfum eins og hann gerist - eða ætti að gerast ef ekki kæmi til stýring að ofan - óþarfa stýring og vita gagnslaus. Ég byija á þeirri bábilju sem lengi var haldið að fólki hér að kosningar til Alþingis mættu ekki eða gætu ekki farið fram að vori til vegna þess að þær tefðu bændur frá sauðburði! - Á sama hátt mætti halda því fram að kosningar gætu ekki farið fram í desembermánuði vegna þess að þær teföu kaupmenn og verslunarfólk í Bréfritari telur að lög um ökuljós allan sólarhringinn séu fáránleg og verði afnumin einn góðan veðurdag. jólaversluninni! - En þetta er nú bara byijunin. - Svo koma allar reglumar og lögin sem sett hafa verið og ætlað að vera beinlínis til hagsbóta fyrir almenning en hafa reynst fimbulf- amb eitt og gjörsamlega óþörf þegar grannt er skoðað. Settar voru opinberar reglur um vínbann á miðvikudögum. Ekki era mörg ár síðan þaær reglur voru af- numdar enda fjarstæða frá upphafi. - Reglur (frá Ríkisútvarpi) um að hafa sjónvarpslaust á fimmtudögum! Þjónuðu í raun engum tilgangi. Lög sett á Alþingi um að ökumenn aki með fullum ljósum allan sólarhring- inn! Sá dagur kemur að þessi fárán- legu lög verða afnumin og enginn mun skilja hvers vegna þau vora sett. - Bann við sýningu hnefaleika í sjónvarpi á íslandi þótt vitað sé að menn horfa á hnefaleika á öðrum stöðvum en þeirri ríkisreknu. - Bannað að neyta áfengis frá veitinga- stöðum utanhúss þótt ekkert sé við því sagt aö áfengis sé neytt á útisam- komum og fyrir framan alþingishús- ið á sjálfum Austurvelli daglega af hópi manna sem þar hefur aðsetur. Þetta eru aðeins fáein dæmi af mörgum reglum og lögum sem gilda hér en stangast á við almenna skyn- semi og verða því ekki langlíf en ýta undir lögbrot eða misferh á ýmsan hátt þar til löggjafinn tekur sig á og færir til betra horfs. Við kyssum ekki forseta Guðmundur Gíslason hringdi: Ég horfði á innsetningarræöu for- seta íslands í Sjónvarpinu sl. mánu- dagskvöld. Þetta var hátíðleg athöfn svo langt sem hún náði. Þá á ég við góða ræðu forseta, fallegan söng kórsins og hátíðabrag yfir forminu. Þegar sýnt var frá því er menn gengu til forseta og tóku í hönd Vigdísar forseta til að árna henni heilla, fannst mér ekki viö hæfi er menn tóku að kyssa hana á báðar kinnar og staldra við hjá henni til þess eins, að því er virtist, að skjalla forseta umfram það sem hæfir í svona beinni útsendingu til alþjóðar. Þeir fyrstu sem heilsuðu forseta létu nægja að taka í höndina, árna heilla og ganga síöan settlega brott. Þegar svo einn borðum skrýddur gamall embættismaður virtist hafa þörf fyrir að tjá sig umfram þá sem á undan gengu og tók til að kyssa forsetann í bak og fyrir hafa hinir sem á eftir komu líklega haldið að þetta væri við hæfi og sáu sér ekki annað fært en taka upp sama hátt. - Þetta er að mínu mati ekki kurteisi, heldur sýndarmennska. - Ég hef raunar aldrei séð þjóðhöfðingja kysstan á almannafæri svo stíft sem hér var sýnt. - Ég held satt að segja að forsetar séu ekki kysstir við opin- berar athafnir nema í austurvegi og í arabalöndum. Hins vegar getur for- seti sýnt þakklæti sitt með kossi, t.d. við lítil böm eins og alþekkt er við opinberar athafnir. Slóðaskapur í Sundlaug vesturbæjar Knstján skrifar: Ég er einn þeirra sem sótt hefur Sundlaug vesturbæjar um árabil. Þangaö er stutt að fara heiman að og laugin er góö og gegn og starfsfólk- ið óaðfinnanlegt. En samt hefur oft og tíðum verið ýmislegu ábótavant og hlutir þar ekki sem skyldi. Síðast þegar ég heimsótti staðinn var ýmislegt úr lagi gengið svo ekki varð við unað. Þar er fyrst til að taka að gufubað var ekki í gangi. Sagt bil- aö. Barnapotturinn var lokaður og búið að girða fyrir hann með sólbaðs- brettum. En það sem mér fannst verst í þetta skipti var að engin upp- hitun var í útiskýli karla eða lampar í lagi. - Þama fer ég gjaman út til að afklæðast og klæðast eftir sund. Þá er gott að hafa hitalampana sem gera það í raun mögulegt að geta af- hafnað sig þama. Aðspurður svaraði starfsmaður mér að þessir lampar væra ekki í notkun á sumrin. Það finnst mér vera ómöguleg skýring. Lítill munur er á veðri hér að vetri til og sumri og full þörf á að hafa þessa lampa í gangi allt árið. Nú ætlaði ég aftur í sund þarna og hringdi því til að kanna hvort áður- nefndir hlutir hefðu verið lagfærðir. Þar var ekkert svar. Eg komst að því eftir öðrum leiðum að lauginni hefði verið lokað. Það væri ekki úr vegi aö símsvari gæfi til kynna hvenær laugin verður opnuð að nýju. - Ég vona hins vegar að húið verði að lag- færa mestu vankantana á þessum annars ágæta sundstað þegar opnað verður að nýju - og hlutunum verði haldið í horfi upp frá því. Það hefur kannski ekki verið vanþörf á endurbótum á Sundlaug vesturbæj- ar eftir allt? EESs Kröfurtil iðnmeistara Björn Sigurðsson skrifar: Þar sem íðnmenntun i löndum innan EES er mjög mismunandi hvaða kröfur verða þá gerðar til iðnmeistara sem vilja starfa í öðr- um EES löndum? Svar utanríkisráðuneytisins; Á þessum sviðum eru mennt- unarkröfur afar mismunandi í aðildarríkjum samningsins. I sumum löndum er einungis kraf- ist starfsreynslu um ákveðið ára- bil en ekki formlegra prófa. Gert er ráð fyrir að iðnmeistari, sem hefur full réttindi í heimalandi sínu, geti fengið réttindi sín við- urkennd í öðrum ríkjum ef hann hefur starfað sex ár sjálfstætt. krafðirsvara Reynir Sigurðsson hringdi: Lítið hefur fram komiö frá þing- mönnum hvemig þeir vilja standa að þessum málum varð- andi veiðiheimildir næsta árs og kvóta Hagræðingarsjóðs. Þegar þingmenn voru teknir tali á Al- þingi um reglugerðina um há- marksveiði tjáðu þeir sig ógjam- an um málið, þótt þeir væru spurðir. Mér fannst t.d. svör þeirra Inga Björns Albertssonar og Eyjólfs Konráðs Jónssonar vera fádæma rýr en þeir sögðust ekki hafa myndað sér skoðun á málinu! - Eða sögðu sem svo að þeir létu heyra frá sér síðar. Ekki hef ég heyrt eða séð svör þeirra ennþá. Fréttamenn eiga að krefja þing- menn svara og láta þá ekki kom- ast upp með að brosa kindarlega og kveinka sér við spumingum um þetta efni. Háálagninger orsök þenslu Brynjar skrifar: Eg er sammála þeim mönnum sem hafa verið aðtjá sig í lesenda- bréfum um að hin geysiháa álagning á vöram og þjónustu hérlendis sé ein helsta orsökin fyrir þeirri þenslu og spennu sem ríkir í efnahagslífi Islendínga. Ég er vel kunnugur verslunar- og viðskiptalífi erlendis, einkum í nokkrum Evrópulöndum. Þar er álagning mun minni en hér, t.d. láta veitingahús í Sviss sér nægja 10% álagningu á útseldar veitingar. Og i þessa vera er álagning í flestum siðmenntuð- um löndum vesturlanda. - Hér er þetta löngu komið úr böndun- um. Tölvanfannst KvðgUUvlvvU lltUlgUIi Hingað í veitingastofuna Pítuna í Skipholti hringdi kona sl. fóstu- dag og taldi að hér hefði ungur drengur gleymt tölvu (eins konar leikjatölvu). Þegar svipast var um eftir tölvunni fannst engin slík á staönum. - Síðar kom hún í ljós við nánari eftirgrennslan. Nú er tölvan sem sé fundin og konan getur því aftur hringt til okkar í Pítunni og þá fengið hana afhenta eftir nánara samtal og sönnun eignarhalds á henni. Síminn hjá okkur í Pítunni er 688150. Evangelíumhlð einarétta? H.G. skrifar: Þjóökirkjumenn Iiafa eitthvað veriö að amast við sértrúarfólki sem þeir nefna svo. Segja þetta fólk hoppi upp, fómi höndum og tali tungum. En er þessu fólki of gott að hoppa upp af fognuðu yfir því aö hafa fundið sinn frelsara, að eigin sögn? Af hverju allt þetta tal um „sértrú“? Er þá virkilega átt við aö það evangelíum, sem kennir sig við þýskan stríðsæs- ingamann, sé það eina rétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.