Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR: 6. ÁGÚST 1992. 33 Afmæli Haraldur G. Guðmundsson Haraldur Gísli Guðmundsson neta- gerðarmaður, Holtsbúð 49, Garðabæ, er 75 ára í dag. Starfsferill Haraldur er fæddur á Patreksfirði en ólst upp í Reykjavík. Hann stund- aði sjómennsku frá 13 ára aldri, fyrst á mótorbátum og síðan á tog- urum. Haraldur hóf störf í landi við netagerð 1970, fyrst í Keflavík og síðar hjá Hampiðjunni þar sem hann vann í mörg ár. Haraldur gekk í Stýrimannaskól- ann. Hann útskrifaðist sem neta- gerðarmaður 1972. Á sjómannsárum sínum var Har- aldur trúnaðarmaður Sjómannafé- lagsins um skeið og átti sæti í trún- aðarmannaráði Sjómannafélagsins í nokkur ár. Hann var í stjóm Málm- og skipasmíðafélagsins 1982-86. Haraldur gekk í Nót, Sveinafélag netagerðarmanna, 1972 og var for- maður þess félags 1979-87. Haraldur starfar nú sem gjaldkeri á skrifstofu félagsins. Fjölskylda Haraldur kvæntist 25.101941 Hall- borgu Sigurjónsdóttur, f. 7.12.1921, d. 6.5.1989, saumakonu. Foreldrar hennar voru Sigurjón Símonarson, póstmaður í Reykjavík, og Hólm- fríður Halldórsdóttir húsmóðir. Börn Haraldar og Hallborgar: Sig- uijóna, f. 1942, húsmóðir í Reykja- vík, gift Erni Zebitz sendibílstjóra og eiga þau tvö börn; Guðrún Ág- ústa, f. 1944, bókari í Mosfellsbæ, gift Hafsteini Gilssyni matreiðslu- meistara og eiga þau tvö börn; Eiður Hafsteinn, f. 1947, framkvæmda- stjóri í Garðabæ, kvæntur Hrafn- hildi Sigurbjartsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Ester, f. 1948, sjúkrahði í Kópavogi, gift Siggeiri Olafssyni bílstjóra og eiga þauíjög- ur börn; Jón Ingvar, f. 1953, bifvéla- virkjameistari í Reykjavík, kvæntur Eddu Jóhannsdóttur prófarkalesara og eiga þau fjögur börn; Hólmfríður, f. 1962, nemi í Reykjavík, gift Helga Lárussyni viðskiptafræðingi og eiga Haraldur G. Guðmundsson. þau tvö börn. Áður átti Haraldur Svanberg, f. 1937, bifvélavirkja í Reykjavík, kona hans er Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður. Systkini Haraldar eru Jón Ingvi, f. 1908, d. 1938, bakari og Gísli Nóv- ember, f. 1912, bryti. Bróðir, sam- mæðra, er Sigurbjörn Ámason verkamaður, látinn. Foreldrar Haraldar: Guömundur Erlendsson matsveinn, látinn og Guðrún Ágústa Jónsdóttir, f. 17.8. 1876, d. 1959, verkakona. Hjónáband Þann 25. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Bessastaðakirkju af séra Braga Friðrikssyni, Særún H. Jóns- dóttir og Þórarinn Eggertsson. Heimih þeirra er að Norðurtúni 11, Bessastaðahreppi. Ljósm. Mynd. Þann 25. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Háteigskirkju af séra Sigurði Sigurðssyni, Dómhildur Árnadóttir og Gylfi Magnússon. Heimih þeirra er að Lundarbrekku 6, Kópavogi. Ljósm. Mynd. Þann 25. júlí voru gefin saman í hjónaband í Hvannabrekkukirkju af séra Jensi Nílsen, Ólöf Björk Jóns- dóttir og Agnar Jónsson. Heimili þeirra er að Stekkjarhvammi 6, Búð- ardal. Ljósm. Tryggvi Rúnarsson Þann 18. júlí voru gefin saman í hjónaband í Bústaðakirkju af séra Pálma Matthíassyni Ásdís Árnadótt- ir og Guðmundur F. Jónsson. Heim- Ui þeirra er að Hlyngerði 10, Reykja- vík. Ljósm. Jóhannes Long Fundir Sumarfundur Kiwanis- klúbbanna veröur haldinn í Brautarholti 26 kl. 20. Ræðumaður kvöldsins verður Þórarinn G. Þórarinsson, framkvæmdast. Vinnu- veitendasambandsins. Tapað fundið Kettlingur 3-4 mánaða kettlingur fannst á Skóla- vörðuholti fyrir skömmu. Uppl. í Katt- holti. Tónleikar Listasafn Sigurjóns í kvöld kl. 20.30 verða ljóðatónleikar Sig- ríðar Jónsdóttur, messó-sópran, og Nínu Grimsdóttur endurteknir. Tónleikamir standa í u.þ.b. eina klst. t Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför Óla Kristjáns Sigurðssonar, forstjóra Olíuverslunar íslands hf. Sérstakar þakkir til starfsmanna og viðskiptamanna Olís. Gunnþórunn Jónsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Sumartónleikar Ríkisútvarpsins Á fimmtudagskvöldum í ágúst verða tón- leikar í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1, og koma þar fram þeir 8 flytj endur sem vald- ir hafa verið til þátttöku í úrshtaáfanga keppninnar um Tónvakann. Úrslitaá- fanginn hefst á morgun, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 20, en þá koma fram þær Ásthildur Haraldsdóttir flautuleikari og Kristín Sædal Sigtryggsdóttir sópran- söngkona. Tilkyimingar Norræna húsið Fimmtudagskvöld kl. 19 verða tónleikar með hljómsveitinni Titicaca frá Perú, einnig verður opið hús kl. 20.30 og flytur Kristín Bjamardóttir sagnfræðingur fyr- irlestur um Reykjavík fyrr og nú. 13. ág- úst heldur Heimir Pálsson cand. mag. fyrirlestur um íslenska menningu gegn- um aldimar. Fyrirlestrarnir verða fluttir á sænsku. Landsmót Votta Jehóva Ljósberar, verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi, dagana 7.-9. ágúst. Tilgangur mótsins er að hjálpa öllum þjónum Jehóva að verða betri ljósberar. Margt verður sér til gamans gert en há- punktur mótsins verður síðdegis á sunnudeginum þegar fluttur verður op- inberi fyrirlesturinn Fylgið ljósi heims- ins. Mótinu lýkur með innilegri hvatn- ingu. Alls verða flutt 30 erindi ásamt við- tölum og sýnikennslum. Allir em vel- komnir og er aðgangur ókeypis. Hafnargangan í kvöld, fimmtudagskvöld 6. ágúst, verð- ur farið frá Hafnarhúsinu kl. 21 og geng- ið með höfninni út á Grandagarð og Slysavamafélag islands heimsótt. Þátt- tekendur verður boðið í siglingu á björg- unarskipinu Henrý Á. Hálfdánarsyni. Sumarbridge í Reykjavík Spilað verður í Smnarbridge í Reykjavík á fóstudaginn 7. ágúst. Spilamennska fell- ur því niður laugardaginn 8. ágúst, vegna úrshtaleikja í handbolta á ÓL. Keppnin hefst kl. 19 á fóstudaginn. í næstu viku verður síðan hefðbundin dagskrá. Sum- arbridge lýkur laugardaginn 12. septem- ber. Banvæn þrá Út er komin ný bók frá Úrvalsbókum, Banvæn þrá, eftir Gary Devon. Þetta er erótísk og félagsleg spennusaga í sér- flokki mn háttsettan mann sem verður gagntekinn af ást til bamungrar stúlku. Prentun annaðist Fijáls fjölmiðlun. Veidivon • Þeir voru á bökkum Rangánna í gærdag og höfðu fengið tvo laxa þegar myndin var tekin, frá vinstri Gardner Grant, Mike Fitzerald og Thorpe Mckenzie. Rangárnar höfðu gefið 233 laxa í gærkvöldi. Árbæjarfossinn er í baksýn. DV-mynd ÞE Toppstaðan í laxveiðinni í gærkvöldi: Forysta Þverár í Borg- arfirði 300 laxar Þverá í Borgarfirði heldur ennþá toppsætinu og munar 300 löxum á henni og næstu veiðiá. Við kíktum á stöðuna í gærkvöldi. „Það eru komnir 1815 laxar og hann er 23 punda sá stærsti," sagði Óli Olesen, kokkur í veiðihúsinu við Þverá, í gærkvöldi. „Síðasta holl hjá okkur veiddi 56 laxa eftir þriggja daga veiði. Það mætti fara að rigna, við þurfum þess svo sannarlega hérna. En laxinn gengur ennþá í ána en tekur mjög ílla þessa dagana. Hérna niðurfrá eru það maðkurinn og flugan en uppfrá bara flugan," sagði Óh ennfremur. Norðurá í Borgarfirði í öðru sæti „Það eru komnir 1515 laxar og það eru komnir tveir 19 punda á land. Sigurður Fjeldsted veiddi annan þeirra í morgun," sagði Halldór Nikulásson, veiðivörður í Norðurá, í gærkvöldi. „Það er óhemjumikið af fiski í ánni en ekki eru allar stangimar í veiði, þær eru ekki seldar. í veiðistaðnum Poka og þar fyrir ofan og neðan er mikið af laxi, þeir em þarna í hóp- um,“ sagði Halldór í lokin. Laxá í Aðaldal í þriðja sæti „Æth Laxá í Aðaldal sé ekki rétt kringum 1500 laxa og það bætist vel við á hveijum degi,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson á bökkum Langár í gærkvöldi. Grímsá í Borgarfirði hefur gefið 1310 laxa núna og er í fjórða sæti. „Langá hefur gefið 960 laxa og við fórum yfir þúsundið um helgina,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, er við spurðum um Langá á Mýrum, en • Þau eru vígaleg með bleikjuveið- ina sína úr Hvolsá í Dölum þau Ragnar Már Helgason og Helga Dögg Helgadóttir. hún er í fimmta sæti. Svo kemur Laxá í Kjós með 930 laxa og hann er 20,5 punda sá stærsti þar. Rétt fyrir neðan er Laxá á Ásum, Elliðaámar, Hofsá í Vopnafirði og Haffjarðará svo einhverjar séu nefndar til sögunnar. Mikið af laxi í Flókadalsá „Á þessari stundu eru komnir á milh 150 og 160 laxar, stærsti laxinn er 14 pund,“ sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum er við spurðum um Flókadalsá í Borgarfirði í gærkvöldi. „Það er mikið af laxi í ánni en þeir taka illa hjá veiðimönnum, æth það sé ekki mest af fiski í Hjálmsfossi, þar em þeir í bunkum. Birgir Jó- hannsson tannlækriir var fyrir skömmu og veiddi 6 laxa á flugur. Núna voru að hætta hérna í ánni Hannes Pálsson, Jón Aðalsteinn Jónsson og Gunnar Helgason, þeir fengu eitthvað af laxi hérna,“ sagði Ingvar í lokin. -G.Bender Lokað vegna jarðarfarar Vegna jarðarfarar Páls Líndals ráðuneytisstjóra verður umhverfisráðuneytið lokað frá hádegi í dag. Umhverfisráðuneytið LJÚFFENGIR KÍNVERSKIR RETTIR 15% KYNNINGARAFSLÁTTUR B • • TILBOÐSRÉTTIR FRÁ 11-1 OG 5-7 Opið virka daga kl. 11-22 Opið um helgar kl. 11-23.30 (ATH. heimsendingarþjónusta.) KINAHOLLIN Sigtúni 3 sími 629060 Nauðungaruppboð Að kröfu Hreins Pálssonar hdl. verður haldið uppboð til sölu á eftirtöldu lausafé: Jarðýtu Caterpillar DC6, árg. 1971, ásamt kælivatnselementi og 2 notuðum framhjólum og bifreið Toyota Camry 1985 með eink.númerinu K-2021. Uppboðið fer fram rétt norðan við bæinn Skarð á Vatnsnesi þriðjudaginn 25. ágúst kl. 17.00. Uppboðskilmálar eru til sýnis á skrifstofu sýslumanns, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, s. 95-24157. Munir seljast í því ástandi sem þeir eru í við uppboðið. Greiðsla við hamarshögg. Blönduósi, 21. júlí 1992 Sýslumaðurinn á Blönduósi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.