Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1992, Page 26
34 FIMMTUDAGUR 6.-ÁGÚST 1992. Afmæli Eiríkur Kristófersson Eiríkur Kristófersson, fyrrum skip- herra á varðskipum ríkisins, Hrafn- istu í Hafnarfirði, varð hundrað ára ígær. Starfsferill Eiríkur er fæddur á Brekkuvelli á Barðaströnd. Hann lauk smáskipa- prófi 1917 og farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík ári síðar. Eiríkur fór fyrst á sjó 1908 og var á ýmsum skipum til 1924 en eftir það á skipum Landhelgisgæslunnar og leiguskipum hennar til 1962. Hann var stýrimaður á Enok, skipstjóri á Haraldi, stýrimaður á Óðni (I) og stýrimaður og skipstjóri á Þór (I). Eiríkur var skipstjóri á Hermóöi, Þór (II).Gaut, Oðni (II), Ægi (I), Þór (III) og Óðni (III). Hann var skip- herra í „þorskastríðinu" 1958-61 og átti þá oft i brösum við bresku her- skipin án þess aö til sjóorrustu kæmi en fræg eru „vopnaviðskipti" hans viö breska flotaforingjann Anderson en þeir sendu hvor öðrum ritningargreinar til að sýna fram á rangláta framkomu hvor annars. Eiríkur er einn af stofnendum Skipstjórafélags íslands og var varaformaður þess um tíma, fulltrúi sama félags í Sjómannadagsráði og þingfulltrúi á þingum FFSÍ og sat í Sjódómi Reykjavíkur. Hann hefur átt þátt í að bjarga og aðstoða 640 skip og báta og fengið margar viður- kenningar og heiðursmerki, m.a. frá breska heimsveldinu og dönsku rík- isstjórninni. Eiríkur er heiðursfé- lagiSKFÍ. Fjölskylda Eiríkur kvæntist 1920 fyrri konu sinni, Jóhönnu Unu Eiríksdóttur, þau slitu samvistum. Jóhanna Una var dóttir Eiríks Eiríkssonar, bónda í Tungu í Örlygshöfn við Patreks- fjörð, og konu hans, Jónu Bergljótar Einarsdóttur Thoroddsen. Eiríkur kvæntist 1945 seinni konu sinni, Hólmfríði Gísladóttur. Hólmfríður var dóttir Gísla Kristjánssonar, frá Görðum í Reykjavík, og konu hans, Halldóru Siguröardóttur, frá Akra- nesi. Eiríkur og Jóhanna Una eignuð- ust þijú börn: Sturla, f. 28.10.1922, d. 26.2.1978, fulltrúi hjá Ríkisút- varpinu, hans kona var Sigríður Aðalsteinsdóttir lyfjafræðingur; Bergljót, f. 1.8.1924, skrifstofustjóri hjá ríkissaksóknara, Bergljót á eina dóttur; Eiríkur, f. 22.6.1927, bifreiða- stjóri, maki Jakobína Sigurðardótt- ir, starfsmaður hjá Sjóvá-Almenn- ar, þau eiga einn son, Eiríkur var áður kvæntur Ingunni Sigurðar- dóttur, látin, húsmóður, þau shtu samvistum, þau eignuðust eina dóttur. Eiríkur átti sextán systkini en þau Eiríkur Kristófersson. eru öll látin. Foreldrar Eiríks voru Kristófer Sturluson, f. 17.8.1857, d. 11.6.1927, bóndi á Brekkuvelli á Barðaströnd og hreppsnefndar- og sýslunefndar- maður, og kona hans, Margrét Há- konardóttir, f. 6.8.1859, d. 4.11.1927. afmælið 6. ágúst 85 ára Ingileif S. Guðmundsdóttir, Skeggjagötu 5, Reykjavik. Sigurj ón Jónsson, Snorrabraut 58, Reykjavík. FeRsbraut 4, Skagaströnd. Jens Árni Ingimundarson, Rofabæ 29, Reykjavík. 50ára 75 ára Guðrún Guðgeirsdóttir, Naustahlein 9, Garðabæ. Unnur G. Albertsdóttir, Langholtsvegi 32, Reykíavtk. Hún tekur á móti gestum að Kalda- mælisdaginn. Þorvarður Jóns- Cer,, «Æ3k, son, W~J Víöivangi3, v Hafharfirði. 70 ára Pétur Steinar Jóhannesson, Esjubraut 41, Akranesi. Brynja Böðvarsdóttir, Bröndukvisl 18, Reykjavík. Ásdís Ágústsdóttir, Engjavegi 57, Selfossi. Svala Guðmundsdóttir, Fannafold 149, Reykjavík. Guömundur Vaigeirsson sjómað- ur, Réttarbakka7, Reykjavík. Hansmakier HelgaAðal- steinsdóttir. Þautakaámóti gestumaðheim- ilisínu eftirkl. 18 áafmælisdaginn. Þórdís Annasdóttir, Heggsstöðum, Ytri-Torfustaða- hreppi. Kata Gunnvör Hansen, Hraunbæ 74, Reykjavík. Hatldóra Stefánsdóttir, Vogatungu 101, Kópavogi. 40 ára 60 ára Hulda B. Steingrimsdóttir, VesturgötulO, Ölafsfirði, EgillGuðlaugsson, Álfatröð 4, Egilsstöðum. Erlendur Sveinsson, Miðbraut 8, Seltjarnarnesi. Hann veröur að heiman. Björn Sigfússon, Gili, Jökuldalshreppi. Birna Jónsdóttir, Sigurður Trausti Sigurðsson, Ljósheimum 22, Reykjavik. Jón Norbert Ingvason, Leirubakka 2, Reykjavík. Sigurður T. Þorgrímsson, Kambsvegi 19, Reykjavík. Anna Scheving Hansdóttir, Aflagranda 21, Reykjavík. Þorsteinn Jónasson, Orrahólum 7, Reykjavík. Hervör Lúðvílcsdóttir, Suðurgötu 31, Sandgerði. Steinþór Örn Óskarsson, Tunguholti, Fáskrúðsfjarðar- hreppi. Guðmundur Eyþórsson, Brekkuhvammi 4, Búðardal. SKÓÚTSALAN í FULLUM GANGI 10-60% AFSLÁTTUR Innrömmun og hannyrðir hafa flutt í Mjóddina og sameinast Skóverslun Helga. Verið velkomin. Innrömmun og hannyrðir, Skóversltin Helga, Mjódd, sími 71291. Birgir J. Þormóðsson Birgir Jóhann Þormóðsson tækni- fræðingur, Marbakkabraut 13, Kópavogi, varð fertugur á þriðju- daginn. Starfsferill Birgir er fæddur að Kornsá í Húnavatnssýslu en íluttist tveggja ára ásamt foreldrum sínum til Siglufjarðar. Árið 1971 fluttist hann til Reykjavíkur og starfaði hjá Vöru- flutningamiðstöðinni til 1977. Þá fluttist Birgir til Sauðárkróks og læröi rafvirkjun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hann fór til Danmerk- ur í áframhaldandi nám 1981, út- skrifaðist sem rafmagnstæknifræð- ingur frá Ingeniorhojskolen í Sond- erborg 1985 og hóf störf hjá Danfoss í Nordborg. Birgir kom til íslands 1987 og starfaði hjá Héðni hf. í tvö ár. í jan. 1990hófBirgir störfsem deildarstjóri í Tæknivali hf., þar sem hann starfar nú. Fjölskylda Birgir kvæntist 1.12.1973 Elínu Helgu Þorbergsdóttur, f. 6.6.1955, matráði. Foreldrar hennar eru Þor- bergur Jósefsson húsasmiður og S va va Hoj gaar d matráður. Börn Birgis og Elínar eru: Ólafur Páll, f. 13.11.1973; Hrafnhildur, f. 1.11.1977; Svavar Þór, f. 9.3.1986. Systkini Birgis eru: Páll Herbert, flugvirki í Lúxemborg, maki Ingi- björg Þorsteinsdóttir og eiga þau fjögur börn; Álíhildur, verslunar- stjóri á ísafirði, maki Bjöm Birgis- son nemi og eiga þau þrjú börn; Alma Aöalheiöur, kjötiðnaðarmað- ur í Neskaupstað, maki Hafsteinn Birgir J. Þormóðsson. Smári rafvirki og eiga þau þrjú börn. Birgir er sonur Þormóðs Runólfs- sonar, d. 30.8.1977, og Gerðu Edith J. Pálsdóttur, húsmóður á Siglu- firði. Birgir er staddur erlendis. Andlát Páll Líndal Páll Jakob Líndal, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, Bergstaða- stræti 81, Reykjavík, lést 25. júlí. Hann verður jarösunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík kl. 13.30 í dag. Starfsferill Páll var fæddur í Reykjavík 9.12. 1924. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1943 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ1949. Páll varð héraðsdóms- lögmaður 1951 og hæstaréttarlög- maður 1964. Páll var starfsmaður að hluta í ýmsum deildum Stjórnarráðsins 1940-49, fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík 1949, settur sendifulltrúi íslands í Stokkhólmi 1953, skrif- stofustjóri borgarstjórans í Reykja- vík 1956, varaborgarritari 1957, borgarlögmaöur 1964-77, rak lög- stofu í Reykjavík og fékkst jafnframt við ritstörf 1978-85, skipaður déild- arstjóri í iðnaðarráðuneytinu 1986, vann að undirbúningi að stofnun umhverfismálaráðuneytis frá 1989 og skipaður ráðuneytisstjóri hjá umhverflsráðuneytinu 1990 og gegndi því til dauðadags. Páll starfaði að félagsmálum stúd- enta. Hann sat í stjórn Vöku, Orat- ors, stúdentaráði og var form. Stúd- entafélags Reykjavíkur. Páll var rit- ari þorgarráðs og borgarstjómar um langt árabil og gegndi mörgum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. form. bygginganefndar, form. skipulagsnefndar, form. almanna- vamanefndar, forstöðum. Húsa- trygginga, form. félagsmálaráðs, form. framkvæmdanefndarfyrstu listahátíðar og form. stjómar Kjar- valsstaða. Páll sat í yfirkjörstjóm Reykjavíkur og var oddviti hennar, form. skipulagsstjómar ríkisins, í stjórn Norræna iðnaðarsjóðsins, í aðalstjóm Norræna umhverfisárs- ins, form. Sambands ísl. sveitarfé- laga og fulltrúi íslands í fastanefnd Sveitarstjórnarþings Evrópuráðs- ins. Páll vann að samningu margra lagafrumvarpa í nefndum. Hann Skrifaöi á annaö hundrað greinar í safnrit, blöð og tímarit og allmargar bækur. M.a. „Reykjavík, sögustaður við Sund“ (þrjú bindi). Páll var í útgáfunefnd Sögu sveitarstjórnar á íslandi og Safns til sögu Reykjavík- ur. Fjölskylda Páll kvæntist 5.5.1950 Evu Úlfars- dóttur, f. 27.12.1925, deildarstjóra í Stofnun Áma Magnússonar, þau slitu samvistum. Foreldrar hennar: Úlfar Karlsson, skósmiöur og versl- unarmaður á Seyðisfirði, og Jónína Steindórsdóttir. Páll kvæntist 13.4. 1974 Guðrúnu Ólafíu Jónsdóttur, f. 20.3.1935, arkitekt. Foreldrar henn- ar: Jón Sigurður Pálmason, bóndi á Þingeyrum, og Hulda Árdís Stefáns- dóttirskólastýra. Börn Páls og Evu: Þórhildur Línd- al, lögfræðingur, maki Eiríkur Tóm- asson hrl.; Jón Úlfar Líndal; Bjöm Líndal, lögfræðingur og aðstoðar- bankastjóri, maki Sólveig Guð- mundsdóttir, lögfræðingur. Sonur Páls og Guðrúnar Ólafíu: Páll Jakob Lándal, nemi í MA. Börn Guðrúnar Ólafíu: Hulda S. Jeppesen sjúkra- þjálfari; Anna Salka Jeppesen mat- reiðslunemi; Stefán Jk. Jeppesen deildarstjóri, maki Bára Magnús- dóttir danskennari. Systkini Páls: Sigurður Líndal lagaprófessor; Álfheiður Birna Líndal húsmóöir; Bergljót Líndal hj úkrunarforstj óri. Foreldrar Páls vom Theodór B. Líndal lagaprófessor og Þórhildur PálsdóttirLíndal. Ætt Theodór var sonur Bjöms Líndal, yfirdómslögmanns og útgerðar- manns, Jóhannessonar. Móöir Theodórs var Sigríður Metúsalems- dóttir, b. á Arnarvatni, Magnússon- ar. Bróðir Metúsalems var Þórar- inn, faðir Magnúsar, afa Magnúsar Torfasonar hæstaréttardómara. Þórarinn var einnig faðir Þorbergs, langafa Steingríms prófessors, foð- ur Héðins, heimsmeistara í skák. Þórhildur var dóttir Páls Briem Páll Jakob Líndal. amtmanns og Álfheiðar Helgadótt- ur. Bróðir Páls amtmanns var Eirík- ur prestaskólakennari, faðir Egg- erts í Viðey, afa Eggerts stærðfræði- prófessors. Annar bróðir Páls var Ólafur, alþingismaður á Álfgeirs- völlum, fyrsti formaður Framsókn- arflokksins, faðir Þorsteins, pró- fasts og ráðherra, og Ingibjargar, konu Bjöms Þórðarsonar forsætis- ráðherra, föður Þórðar ríkissak- sóknara. Systir Páls var Kristín, kona Valgarðs landféhirðis, móðir Ingibjargar, konu Jóns Þorláksson- ar forsætisráðherra og Maríu Krist- ínar, móður Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra og ömmu Magnús- ar Thoroddsen og Helgu Kress. Páll amtmaður var sonur Eggerts Briem, sýslumanns á Reynisstað, Gunnlaugssonar Briem, amtmanns á Gnmd, ættfoður Briem-ættarinn- ar. Móðir Páls var Ingibjörg Eiríks- dóttir, sýslumanns í Kollabæ, Sverr- issonar. Bróðir Álfheiðar var Jón biskup. Annar bróöir Álfheiðar var Tómas héraöslæknir, faðir Helga yfirlækn- is, fóður Tómasar yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. ráðherra. Þriðji bróðir Álfheiðar var Ólafur, prestur á Stóra-Hrauni, afi Ólafs, fyrrv. bankastjóra, fóður Helga stórmeist- ara. Systir Álfheiðar var Sigríöur, móðir Helga augnlæknis, fóður Sig- urðar, stærðfræðiprófessors við MIT. Álfheiður var dóttir Helga Hálfdanarsonar, prestaskólakenn- ara og alþingismanns, og Þórhildar Tómasdóttur Fjölnismanns Sæ- mundssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.