Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992.
Fréttir
Spáir hagvexti en
auknu atvinnuleysi
- aukin samneysla og útflutningur eykst
Félag íslenskra iönrekenda, FÍE,
spáir 0,6 prósenta hagvexti á næsta
ári en í spá Þjóðhagsstofnunar er
gert ráð fyrir samdrætti upp á 1,5
prósent. Samkvæmt þjóðhagsspá FÍI
verður atvinnuleysi 3,8 prósent á
móti 3,6 prósentum hjá Þjóðhags-
stofnun. Báðar spámar voru birtar í
ágúst.
| „Það em mestar líkur á atvinnu-
leysi á bilinu 3,5 til 4,5 prósent en það
er þó varlegra að gera ráö fyrir meira
en minna," segir Yngvi Harðarson,
hagfræðingur hjá FÖ. „Við geram
ráð fyrir að jafnvel þó aö landsfram-
leiðsla vaxi muni fyrirtæki halda
áfram hagræðingu sinni cif sama
krafti og fyrr.“
Um ástæðu þess að FÍI spáir hag-
vexti segir Yngvi að gert sé ráð fyrir
aö samneysla vaxi meira á næsta
ári. Skýringin er sögð liggja að hluta
til hjá sveitarfélögunum en einnig er
gert ráð fyrir að vöxtur hjá ríkinu
verði meiri en stefnt er að.
„Við geram einnig ráð fyrir að út-
flutningur dragist saman á þessu ári
en vaxi á næsta ári, þveröfugt við
þaö sem Þjóðhagsstofnun áætlar. Við
gerum sem sagt ráð fyrir að áhrif
kvótaskerðingar séu komin fram,“
segir Yngvi. Hann bendir einnig á að
búist sé við að samningur um Evr-
ópska efnahagssvæðið, EES, hafl já-
kvæð áhrif á útflutning á næsta ári.
„Þegar á heildina er htið erum við
heldur bjartsýnni en þeir hjá Þjóð-
hagsstofnun," segir Yngvi.
-IBS
Hráefnisskortur í ostaframleiðslu:
Mjólkurlaust hjá
KASK í tvær vikur
„Mjólkurkvótimi var bara al-
mennt búinn hjá bændum. Menn
voru búnir að fylla upp í framleiðslu-
réttinn frá síðasta verðlagsári og því
hættir aö framleiða. Það var ekkert
til á svæðinu frá Búðardal til Jökul-
dals. En í dag hefst nýtt verðlagsár
I og því hlýtur þetta að fara að skána,"
segir Eiríkur Sigurðssom, mjólkur-
bússtjóri hjá KASK á Höfn. Þar hefur
vantað mjólk til ostaframleiðslu síð-
ustu tvær vikur. Mjólkurbúið á Höfn
er það eina á landinu sem framleiðir
Mozarella-ost fyrir pitsur og hefur
selt um það bil 20 tonn á mánuði.
Um átta starfsmenn starfa í mjólkur-
búinu.
„Það er búið að vanta hráefni og
við höfum ekki getað annað eftir-
spurn. Við gátum það hins vegar að
mestu leyti fyrr í sumar en höfum
ekki fengið nægt hráefni síðasta
hálfa mánuðinn," segir Eiríkur.
Eiríkur telur eina ástæöuna fyrir
þessum miólkurskorti vera nýja
reglugerð um að ekki megi flytja
heimildir milli ára eins og verið hef-
ur. Áður var leyfilegt að flytja 5 pró-
sent milli verðlagsára. Eiríkur sagð-
ist vonast til þess að ástandið lagað-
ist strax í dag og bændur byrjuðu að
leggja inn og bjóst við að hægt yrði
að fullnægja eftirspurninni strax í
lok þessarar viku eða byijun næstu.
-Ari
Skrifborð nr.56 140cm x 48cm
kr. 8.730,-
Skrifborð nr.54 llOcm x 48cm
kr. 5.960,-
ROSMl® i&G’\7æfl tSfl ®8 ttn&^^gíMioaaQ S^5T0f?
eíialiflæíMiflfls & ^flflaonDQ æfltágSo
Húsgagnahöllin
BÍLDSHÖFÐA 20 - 1X2 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199
ERT ÞÚ ORUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN W/M A FULLRI FERÐI
. . . OG SIMINN ER 63 27 00
^PLAGSBÖK
Vlktn
MAHADATAL
-jssa®. k
N™"ru"*'m.im,0.SÍMA3KnÁ ‘ h
EjARMÁL
minnis
------ *^<*<%%&g**
Námsmenn komast lengra
á Menntabraut!
A Menntabraut Islandsbanka eru nýir og spennandi möguleikar fyrir
námsmenn. Athafnastyrkir eru veittir námsmönnum árlega sem hafa
nýjar hugmyndir um nýsköpun í atvinnulífinu. Námsstyrkir eru veittir sjö
námsmönnum á ári. Vöndub íslensk skipulagsbók sem er afhent ásamt
penna viö skráningu á Menntabraut auöveldar námsmönnum aö
gera áœtlanir og skipuleggja tíma sinn. Tékkareikningur meö
50.000 króna yfirdráttarheimild. Námsmannakort
Menntabrautar veitir aögang aö 95.000 hraöbönkum víöa
um heim. Aö loknu námi eiga námsmenn kost á
langtímaláni. Margir aörir kostir eru í boöi á
Menntabraut.
Komiö og fáiö nánari upplýsingar hjá
þjónustufulltrúum íslandsbanka. Þeir hafa
sérhœft sig í málefnum námsfólks.
Menntabraut íslandsbanka
- frá menntun til framtíöar!
M EN NTABRAUT
Nántsmannapjónusta íslandsbanka