Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992.
Viðskipti
Fiskmarkaöirnir í síöustu viku:
Meðalkílóverð hækkaði um-
talsvert á flestum tegundum
Meðalverö ýsu, þorsks, ufsa og
karfa hækkaöi umtalsvert í síðustu
viku. Framboðið minnkaði enn og
má rekja það til þess að nú líður að
lokum kvótaársins.
DV reiknaði út landsmeðalverð
fyrrgreindra tegunda á öllum fisk-
mörkuöum í síðustu viku. Sam-
kvæmt útreikningunum hafði með-
alkílóverðið á slægðum þorski hækk-
að um rúmar sex krónur og var rúm
91 króna, meðalverðið á slægðri ýsu
hafði hækkað mn tæpar sjö krónur
og var 122 krónur, meðalverð karf-
ans var 45 krónur og hafði hækkað
um tæpar 12 krónur. Ufsinn hækkað
um tæpar sjö krónur, var í 42 krón-
um.
Hæsta meðalkílóverö slægðs
þorsks, sem finna mátti á mörkuðun-
um, var 114,63 krónur og fékkst á
Fiskmarkaði Þorlákshafnar þann 25.
- framboðið minnkar enn
ágúst þegar upp voru boðin rúm 10
tonn. Hæsta meðalverð á slægðri ýsu
var 139,57 krónur og fékkst á Faxa-
markaði þann 27. ágúst þegar upp
voru boðin 2,6 tonn. Hæsta verð á
karfa var 54 krónur og náðist á Faxa-
markaði þann 27. ágúst þegar upp
voru boðin 27 kíló. Ufsinn fór hæst í
49,36 sama dag á Fiskmarkaði Þor-
lákshafnar er boðin voru upp 12
tonn.
Alls seldust 620 tonn á mörkuðun-
um i síðustu viku en það er 229 tonn-
um minna en fyrir tveimur vikum
og 600 tonnum minna en fyrir þrem-
ur vikum. Besti dagurinn, ef litið er
til sölu á mörkuðunum öllum, var
þriðjudagurinn 25. ágúst því þá seld-
ist 161 tonn. Sölumetið í síöustu viku
átti Faxamarkaðurinn með 166 tonn.
-Ari
Fiskmarkaðirnir
— meðalverð á landinu öllu í síðastliðinni viku —
Þorskur □ Ýsa [3 Ufsi ^ Karfi
140
24. ágúst 25. ágúst 26. ágúst 27. ágúst 28. ágúst Meðalverð
Gámafiskur í Bretlandi:
Agætt verð fyrir ufsa og ýsu
- þrjúskipselduerlendis
Alls var selt 431 tonn úr gámum í
Bretlandi í síðustu viku. Það er held-
ur lakara en fyrir tveimur vikum
þegar 688 tonn seldust.
179 tonn seldust af þorski, 86 tonn
af ýsu, 12 tonn af ufsa, 13 tonn af
karfa, 61 tonn af kola, 10 tonn af grá-
lúðu og 68 tonn voru blandaður afli.
Meðalkílóverðið fyrir þorskinn
lækkaði um eina krónu milli vikna,
var í 142 krónum, og ufsinn lækkaði
um 4 krónur, var á 61 krónu. Ýsan
hækkaði hins vegar um 12 krónur
og karfinn um 20 krónur. Meöalverð
kolans var nú 134 krónur, sama og í
vikunni á undan.
Frosti ÞH 229 seldi afla sinn í
Grimsby þann 27. ágúst sl., alls 98
tonn. Söluverðmætið var rúmar 10
milljónir og meðalkílóverö aflans 113
krónur. Fyrir þorskinn fengust 129
krónur á kílóið, 154 krónur fyrir ýs-
una, 58 krónur fyrir ufsann og 84
krónur fyrir karfann.
Tvö skip seldu í Bremerhaven.
Hafnarey SU 110 seldi 80 tonn og
söluverðmætið var 8 milljónir. Viðey
RE 6 seldi 380 tonn og söluverðið var
tæpar 26 milljónir króna.
-Ari
Er Eystrasalt deyjandi haf ?
- útdráttur úr reglugerð danska fiskveiðiráðherrans
Fiskveiðiráðherrann danski hefur
lagt fram reglugerð um netaveiðar í
Eystrasalti. Reglugerðin er að öllu
leyti unnin af Dönum. Hún var lögð
fyrir undirbúningsfund fyrir fisk-
veiðiráðstefnu sem halda á með ríkj-
um þeim sem stunda veiðar í Eystra-
salti. Undirbúningsfundurinn var
haldinn 20. ágúst í Danmörku en ráð-
stefnan verður síðan haldin 7. sept-
ember 1992. í reglugerðinni kemur
meðal annars fram hver veiðin var
árið 1984 þar sem segir að á svæðun-
um 25-28 hafi veiðin verið 400.000
tonn og á svæðunum 22-24 48.000
tonn.
Árið 1991 var veiðin í öllu Eystra-
salti aðeins 140.000 tonn. Afleiðing
minnkandi veiði er versnandi af-
koma útgerðarinnar og til þess að
bæta þar um hefur veiðin færst mik-
ið í netaveiöar. Þykir mönnum að
minni kostnaður sé við þann veiöi-
skap en tog- eða línuveiðar. Annarra
þjóða fiskimenn hafa einnig snúið
sér að netaveiðunum, svo sem Lett-
lendingar og Litháar. Þeir selja mikið
af afla sínum á Borgundarhólmi og
fá greitt í dönskum krónum og geta
keypt veiðarfæri og annað þar.
Reglugerð um veiðidaga og neta-
íjölda í sjó hefur gilt fyrir Dani en
Fiskmarkaður
Ingólfur Stefánsson
aðeins dagafjöldi með net í sjó fyrir
aðrar þjóðir. Hefur þaö komið þannig
út að aðrir en Danir hafa fjölgað net-
um í sjó þá daga sem veiða má í
hverri viku. Þetta verður meðal ann-
ars rætt á fyrirhugaðri ráðstefnu.
Fiskurinn, sem veiddur er, er sífellt
smærri og við því hafa menn brugð-
ist með þeim hætti að smækka
möskvann. Eru erlendu skipin með
105 mm möskva en Danir með
140-180 mm möskva.
Chile laxaframleiöandi á
heimsmælikvarða
Chile hefur á örfáum árum aukið
laxaframleiðslu sína í 13.462 þ. t. fram
til ársins 1991. Með lágum fram-
leiöslukostaði hefur Chilemönnum
tekist að verða mikilvægir á heims-
markaðnum hvað verð og gæði
snertir. Þannig komst prófessor Dag
Möller að orði í setningarræðu á
fundi í Bergen um laxeldi. Taldi hann
að Chile væri eitt þeirra landa sem
hægast ætti með samkeppni á heims-
markaðnum. Árið 1982 var heims-
framleiöslan á eldislaxi 10.000 tonn
en árið 1991260.000 tonn. Þar af fram-
leiddu Norðmenn 155.000 tonn. Eng-
lendingar voru með næstmesta fram-
leiðslu eða 40.000 tonn, aðrir minna.
Framleiöslukostnaður á hvert kg
fisks er í Noregi 200 ísl. kr. til 236
ísl. kr. í Chile er kostnaðurinn 217
ísl. kr.
Taldi prófessorinn að næsta mikla
verkefnið væri að framleiða heil-
brigðan fisk, svo að ekki þurfi að
gefa mikið af lyfjum, í eldiskvíum.
Sagði hann að mikill vandi væri
vegna lyfjagjafar sem nauðsynleg
væri þar sem 4 milljónir laxa slyppu
árlega úr eldiskvíum og gæti svo far-
ið ef engin lyf væru gefin að þessi
sýkti lax smitaði villta laxinn og
væri þá illt í efni.
Hagnaöur á útflutningi
Ngrðmanna
Útflutningsverðmæti var frá jan-
úar til júlí 119,5 milljarðar n. kr. en
innflutningur 89,5 milljarðar. Á
sama tíma á síöasta ári var mismun-
urinn aðeins 4,5 milljarðar, skip og
olía ekki meðtahn. Verðmæti út-
fluttrar olíu var á sama tíma 56,5
milljaröar og er það svipað og var á
síðastliðnu ári.
Kúrekastígvél úr steinbítsroði
Gerard Kerr hefur nú hafiö fram-
leiðslu á kúrekastígvélum úr stein-
bítsroði. Hann hefur fengið sérlega
sútun á roði og hefur Texasbúunum
litist vel á stígvélin. Framleidd hafa
verið nokkur pör af handsaumuðum
stígvélum og eru Ameríkanamir
stórhrifnir af þeim. Einnig telur
hann að selja megi ýmsar vörur úr
sútuðu þorskroði. Gerir hann ráð
fyrir aö hafa 17 manns við þessa
framleiðslu til að byija með. Einnig
er talað um að framleiða bikini úr
sömu efnum.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaðurinn 31. ágúa seidusi alls 3,657 lonn
Magn í Verðíkrónum
tonnum Meóal Lægsta Hæsta
Blandað 0,115 19,37 16,00 20,00
Háfur 0,017 12,00 12,00 12,00
Skarkoli 0,060 75,00 75,00 75,00
Steinbítur 0,015 95,00 95,00 95,00
Þorskur, sl. 1,684 79,26 75,00 87,00
Ufsi 0,317 33,23 30,00 34,00
Ýsa, sl. 1,349 98,91 80,00 131,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
31. ágúst wldust «Hs 23,916 tonn.
Gellur 0,009 370,00 370,00 370,00
Háfur 0,088 15,91 15,00 17,00
Ýsa 9,175 112,01 104,00 124,00
Smáýsa 4,961 80,00 80.00 80,00
Þorskur 4,993 98,91 88,00 99,00
Smárþorskur 0,322 76,00 76,00 76,00
Ufsi 3,603 42,00 42,00 42,00
Steinb./Hlýri 0,040 97,00 88,00 103,00
Skötubörð 0,004 20,00 20,00 20,00
Karfi 0,159 34,81 30,00 52,00
Blálanga 0,050 70,00 70,00 70,00
Lúða 0,462 317,17 290,00 405,00
Keila 0,047 34,00 34,00 34,00
Fiskmarkaður Suðurnesja 31. ágúst seldust atls 7,900 tonn.
Þorskur 1,078 95,67 85,00 108,00
Ýsa 1,554 112,32 100,00 124,00
Ufsi 4,274 40,89 40,00 43,00
Lýsa 0,022 20,00 20,00 20,00
Karfi 0,812 46,00 46,00 46,00
Steinbítur 0,034 85,00 85,00 85,00
Skötuselur 0,027 220,00 220,00 220,00
Kinnar 0,099 165,30 90,00 195,00
Fiskmarkaður Þorlákshafnar
31. ágúst sefdust alls 3,544 tonn.
Háfur 0,033 9,00 9,00 9,00
Karfi 1,474 50,64 50,00 55,00
Keila 0,502 42,00 42,00 42,00
Langa 0,034 55,00 55,00 55,00
Lúða 0,064 331,71 320,00 365,00
Lýsa 0,196 16,00 16,00 16,00
Skata 0,084 70,00 60.00 95,00
Skötuselur 0,619 190,00 190,00 190,00
Sólkoli 0,004 30,00 30,00 30,00
Steinbítur 0,022 76,00 76,00 76,00
Þorskur, sl. 0,117 87,00 87,00 87,00
Ufsi 0,004 30,00 30,00 30,00
Ýsa, sl. 0,391 105,70 100,00 112,00
Fiskmarkaður Vestmannaeyja
31. ágúst seldust atls 26987 tonn.
Þorsicur 7,060 96,85 82,00 99,00
Undirmáls- 0,057 40,00 40,00 40,00
þorskur
Ufsi 15,327 45,00 45.00 45,00
Langa 0,275 50,00 50,00 50,00
Karfi 0,0262 37,00 37,00 37,00
Ýsa 3,896 99,85 75,00 107,00
Fiskmarkaður Breiðafjarðar
31. águst seldiKt alls 2,716 tonn.
Þorskur 2,372 77,54 74,00 82,00
Ýsa 0,194 90,00 90,00 90,00
Karfi 0,134 36,00 36,00 36,00
Steinbítur 0,010 30,00 30,00 30,00
Blandaður 0,006 10,00 10,00 10,00
Fiskmarkaður Isafjarðar
31. égúst seldust atls 8.012 tonn
Þorskur 5,672 86,64 69,00 96,00
Ýsa 1,978 98,63 97,00 100,00
Lúða 0,362 267,35 255,00 300,00
Fiskmarkaður Patreksfiarðar
31. ígúst seldust olls 0,349 tonn
Gellur 0,020 305,00 305,00 305,00
Þorskur, sl. 0,329 86,00 86,00 86,00