Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR l SEPTEMBER 1992.
Utlönd
Gjaldþrotog
í Færeyjum
jerat Dabgaaxd, DV, ftMwyjnin;
Ftekvinnslufyrirtœkið Joensen
og Olsen í Klakksvík, stœrstu
verstöð Færeyja, er orðið gjald-
þrota og líklegt er talið að 1S0
manns missi vinnuna vegna þess.
Klakksvfldngar urðu lika fyrir
áfalli þegar sjö færeyskir togarar
voru reknir frá veiðum Barents-
hafi þar sem margir þeirra voru
úr plássinu.
Þá hefttr tölvufyrirtækiö
Elektron í Þórshöfn lækkaö kaup
starferaanna sinna ura sextán
prósent. Sextíu manns vinna hjá
fyrirtækinu sem sér m.a. um
tölvukerfi tveggja stórra banka í
Færeyjum.
Kjarnorkueyjar
sagðarvera
ibúðarhæfar
Bandarískir vísindamenn segja
aö óhætt sé nú fyrir fólk að snúa
aftur til hluta BikinieyjalUasans
í Marshalleyjum í Kyrrahafi þar
sem geröar voru tilraurar með
kjamorkusprengingar fyrir 46
árum.
Rannsóknir sýna að Eneueyja
er íbúðarhæf en aöaleyjan i klas-
anum er hins vegar enn mjög
menguð af geislavirkum efnum.
Bandaríkjamenn sprengdu ails
23 kjamorkusprengjur á Bikini
og frá því aö fyrsta tilraunin var
gerð áriö 1946 hafe íbúamir flest-
ir búið á afskekktri eyju í Mars-
halleyjaklasanum. Heuter
Díana berst fyrir stööu sirmi innan konungsb ölskyldunnar:
Hótar skilnaði
vegna leiðinda
- vinir Karls prins safna í bók til aö rétta hlut hans
Díana prinsessa kom heim frá Skotlandi í gær. Hún á nu í harðri valdabar-
áttu við tengdamóður sína og eiginmann. Simamynd Reuter
Díana Bretaprinsessa er nú stað-
ráðin í að skilja við Karl mann sin
ef hún fær ekki að haga hjónabandi
þeirra eins og henni best líkar. Vinir
prinsessunnar segja að hún geti ekki
hugsað sér að búa áfram undir sama
þaki og prinsinn vegna þess hve
geðstirður hann er og leiðinlegur.
Blöð í Bretlandi segja að vinir
prinsins standi að baki ófrægingar-
herferð á hendur henni til að rétta
hlut síns manns og að þeir séu að
safna efni í nýja bók um hjónaband
þeirra þar sem sagan verður sögð frá
sjónarhóli Karls.
Talsmaður drottningar neitaði í
gær að segja álit sitt á samsæris-
kenningunni. „Lesið þið bara blöðið
og gerið upp hug ykkar sjálfir," sagði
talsmaðurinn. „Ef þið trúið þessu þá
trúið þið öllu.“
Díana trúir þvi að sögn að hún geti
haldið stöðu sinni innan konungs-
fjölskyldunnar og orðið drottning í
fyllingu tímans þótt hún búi ekki
með Karli. Ólíklegt er hins vegar að
Elísabet drottning samþykki þessa
ráðabreytni. Hún á þó að hafa sætt
sig við áfallið sem skilnaði ríkisarf-
ans fylgir. Það gæti þó leitt til enda-
loka konungsveldis á Bretlandi.
Reuter
Kennsluönnin
er 14 vikur
fyrir jól sem
lýkur með
jóladansleik.
IMÝtt! I\lýtt!
10 tíma námskeió
tvisvar sinnum í viku
(5 viluir), aðeins
fyrir byrjendur.
Barna-, unglinga-
og hjónahópar.
Eldheitir suður-amerískir
og standarddansar.
Gömlu dansarnir sívinsælu.
Rock 'n 'roll - tjútt og boogie.
Kennarí: Jóhannes Bachmann rokkarí, eldhress að vanda.
Meiríháttar líflegir og skemmtilegir barnadansar
fyrir litlu krúttin, yngst 3-5 ára.
Nokkrir erlendir gestakennarar munu
heimsækja skólann I vetur, þar á meðal
Chris og Tracey MHburn frá Ástralíu.
Byrjenda- og framhaldshópar.
Innritun og upplýsingar alla daga frá 10-12
og 13-19 til 8. sept. Símar 39600 og 686893.
Kennsla hefst fimmtud. 10. sept.
Kennslustaður í Reykjavík: Skeifan 11B,
Garðabær: Garðatorgi 1.
Innritun auglýst síðar i: Hellu, Hvolsvelli, Selfossi, Keflavik og Sauðárkróki.
Euro - Visa - raðgreiðslur FÍD — DÍ
Delors hættir
ef Frakkar
segjanei
Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjómar Evrópubandalags-
ins, sagði í gær að hann mundi ekki
sækjast eftir endurkjöri ef Frakkar
höfnuðu Maastricht-samkomulaginu
um nánari samvinnu landa EB í
þjóðaratkvæðagreiðslu eftir þrjár
vikur.
Delors lét þessi orð falla í útvarps-
viðtali. Dagblaðið Lábération hafði
áður haft eftir honum að hann mundi
segja af sér í árslok ef andstæðingar
Maastricht yrðu ofan á.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
birtist í gær er meirihluti Frakka nú
fylgjandi Maastricht, eða 53 prósent.
Andstæðingar samkomulagsins em
47 prósent. Reuter
Óeining um
aðgerðirgegn
hægriöflum
Þýskir þingmenn héldu neyðar-
fund í gær til að ræða um ofbeldi
hægrisinna í austm-hluta landsins en
þeim tókst ekki að koma sér saman
um leiðir til að taka á því.
Stjómarliðar ítrekuðu kröfur sínar
um að stjómarandstæðingar jafnað-
armanna féllust á að breyta stjómar-
skránni til að hægt yrði að takmarka
straum pólitískra flóttamanna til
Þýskalands.
Innanríkisráðherra Brandenburg
fylkis, þar sem mestu óeirðirnar
uröu um helgina, sagðist búast við
áframhaldandi árásum á gfetiheimili
sem hýsa flóttamenn.
Kiaus Kinkel utanríkisráðherra
sagðfet skammast sín fyrir kynþátta-
ofbeldi hægrfeinnaðra ungmenna
sem breiddfet út frá hafharborginni
Rostock viö Eystrasaltið í síðustu
viku til aö minnsta kosti sjö annarra
austur-þýskra borga um helgina.
Reuter
Lögreglan í Fiónsamti I Dan-
mörku hefur ráöið sérstakan
eyönfepæjara í von um að takast
megi að hefta útbreiðslu sjúk-
dómsins þar í umdæminu. Eyöni-
spæjarinn á að fylgjast með
eyðnismituðu fólki sem finnúr
hjá sér þörf til að samrekkja
hverjum sem er án tillits til hætt-
unnar sem þvx er samfara.
Lögreglan telur að eyðni breiö-
ist einkum út frá fólki sem ekki
lifir ábyrgu kynlífi. Eyðnispæjar-
inn á að hafa hendur í hári þess
og jafhframt aö vara sakleysingj
ana við hættunni af samskiptum
við smitberana.
madurtekinii
með 90 þúsund
sieraionur
Lögreglan í Redbyhavn í Dan-
mörku hefur handtekiö norskan
vaxtarræktarmann eitir að 90
þúsund steratöflur fundust í bíl
hans. Norðmaðurinn var að
koma frá Austur-Evrópu og ætl-
aði að smygla sterunum um Dan-
mörku til Noregs.
Ætlunin var að sefla farminn á
líkamsræktarstöð í Bodo. Verð-
mæti steranna er talið nema um
20 milljónum íslenskra króna.
Lögreglan telur lfldegt að ster-
arnir hafi verið framleiddir í
Búigaríu.
annárudda
Lögreglumaður í Vejle í Dan-
mörku fékk 30 daga skilorös-
bundiö fangelsi íyrir að sparka í
afturendann á manni nokkrum.
Tildrög sparksins voru þau að‘
maðurinn hrækti í andlit lög-
reglumannsins um leið og þeir
mættust á götu. Lögreglumaður-
inn svaraði fyrir sig með því að
snúa sér snöggt við og gefa dón-
anum drag í afturendann.
Tónlistinmá
ekki heyrast
útágötu
Borgarstjómin í Topeka í Kans-
as leggur tíl að bannað verði að
leika tónlfet svo hátt í bilum að
hún heyrist í 30 metra fjarlægö.
Mikið ber á að fólk aki um götur
borgannar með opna bílglugga og
leiki tónlist svo hátt að undir tek-
ur í nærliggjandi húsum. Borgar-
sijórinn, Butch Felker, er á móti
banninu og ætlar að berjast gegn
árettafimmta
hvern nemenda
Könnun meðal nemenda í há-
skólanum í Chattanooga í Tenn-
essee hefur leitt í Ijós að fimmti
hver nemandi hefur orðið fyrir
kynferðfelegri áreitni af hálfu
prófessora við skólann. Einkum
eru það námsmeyjar sem kvarta
undan iærifeðrum sínum.
laukmeðmorði
Mark Bullard, áhugamaður um
ieiiu frá Minnesota, lést eftir leik
fyrir skömmu. Deildar meiningar
voru um hver ætti að leika á
hvaða braut og lauk málum svo
aö Mark var barrnn til óiffls.
Hann lést eftir skamma veru á
Sjúkrahúsi.