Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Gorbatsjov-dagar bænda
Bændur tala ekki lengur einum rómi fyrir hinu sjálf-
virka afsetningar- og verðlagningarkerfi, sem hefur
vemdað þá fyrir umhverfi sínu í liðlega þrjá áratugi.
Sumir vilja sættir við neytendur og skattgreiðendur og
enn aðrir vilja horfast í augu við veruleikann.
Á nýloknum fundum samtaka bænda í sauðfjár- og
nautgriparækt og stéttarsambands þeirra komu fram
sjónarmið, sem flokka mætti í þrennt. í fyrsta lagi
skjaldborg um fortíðina, í öðm lagi undanhald fyrir
nútímanum og í þriðja lagi sókn inn í framtíðina.
Miðstefnan hefur tekið völdin hjá forustumönnum
samtakanna. Þeir telja, að ekki sé pólitískur vilji í þjóðfé-
laginu til að leggja auknar byrðar á neytendur og skatt-
greiðendur til þess að sauðfjár- og nautgripabændur
geti haldið áfram að framleiða eins og þá lystir.
Miðstefnumenn vilja taka mið af, að komið hefur í
ljós, að sífellt verður dýrara fyrir neytendur og skatt-
greiðendur að sjá um, að allir bændur geti framleitt
eins og þeim þóknast í skjóli þess, að þeir geti losað sig
við allar afurðirnar og það á fastákveðnu verði.
Miðstefnumenn telja henta bændum að fallast á tak-
mörk framleiðslumagns á móti því, að þjóðfélagið haldi
áfram að veija um 8% af ríkisútgjöldum til stuðnings
landbúnaði, sumpart í nýju formi, og sætti sig við, að
neytendur fái ekki ódýrari afurðir frá útlöndum.
Þetta er einmitt stefna stjórnvalda um þessar mund-
ir. Kostnaði skattgreiðenda er haldið óbreyttum, en pen-
ingunum er varið á annan hátt, sem síður hvetur til
offramleiðslu. Jafnframt er kostnaði neytenda haldið
óbreyttum, hátt yfir því, sem þekkist í útlöndum.
Sumir eru ósáttir við undanhaldið og vilja halda til
streitu hinum ótakmarkaða framleiðslurétti, sem gilti í
þijá áratugi. Þeir neita að horfast í augu við kvótaskerð-
inguna, sem fer senn að verða tilfinnanleg, og saka for-
ustumenn sína um svik við málstað landbúnaðarins.
Aðrir bændur eru hvorki á því, að halda beri dauða-
haldi í steinrunna fortíð, eins og gert var til skamms
tíma, né að rétt sé að fara á skipulegu undanhaldi, eins
og byrjað er að gera um þessar mundir. Þeir vilja taka
örlögin í eigin hendur og sækja inn í framtíðina.
Sumir þeirra hafa þegar gert þetta fyrir eigin reikn-
ing með því að færa sig úr hefðbundnum búgreinum
yfir í staifsemi, sem er utan hins flókna landbúnaðar-
kerfis og nýtur ekki stuðnings neytenda og skattgreið-
enda. í þessum hópi eru ferðabændur og hrossabændur.
Aðrir standa upp á aðalfundum sauðfjár- og naut-
gripabænda og mæla með fijálsum markaði, meira að
segja uppboðsmarkaði. Einn þeirra kvað upp úr með,
að fijáls verzlun væri hluti af lýðræðinu og að hæpið
væri fyrir menn að byggja afkomu sína á styrkjum.
Líkja má stöðu hefðbundins landbúnaðar við ástand
Sovétríkjanna á Gorbatsjovs-tímanum. Þá hafði stein-
runnu kerfi verið hafnað þar eystra og við tekið milli-
bilsástand skipulegs undanhalds, áður en kerfið hrundi
og friðsöm bylting lýðræðis og auðhyggju tók við.
Líklegt er, að skipulega undanhaldið verði ekki lang-
vinnt í landbúnaði á íslandi fremur en það var í sovézk-
um kommúnisma. Það leiðir til hraðrar tekjurýmunar
allra bænda, en ekki til þeirrar grisjunar, sem ein getur
haldið uppi lífskjörum þeirra, sem eftir standa.
Millileiðin mun bresta. Annaðhvort reyna bændur
að komast til baka á flótta inn í vemdað gróðurhúsið
eða þeir reyna að brjótast út úr því til frelsis.
Jónas Kristjánsson
Finnur segir alvarlegt ef ríkisstjórnin neiti að horfast í augu við þá erfiðleika sem hún hafi skapað.
Framsókn boðar
sókn í stað
samdráttar
Fyrir skömmu birtist kjallara-
grein í Dagblaðinu Vísi eftir Bjöm
Bjamason alþingismann undir
heitinu „Framsókn boðar átök“.
Tilefni greinar Bjöms var sam-
þykkt sameiginlegs fundar þing-
flokks og landsstjórnar Framsókn-
arflokksins sem gerð var á Egils-
stöðum um miðjan ágúst.
í greininni snýr Bjöm út úr og
rangtúlkar ályktunina í þeim til-
gangi að fegra stjómarstefnu ríkis-
stjómar Davíðs Oddssonar. Stjóm-
arstefnu sem hefur leitt tíl:
- Stöðnunar, samdráttar og gjald-
þrota fjölda margra fyrirtækja.
- Atvinmfleysis sem fer ört vax-
andi um allt land með þeim alvar-
legu afleiðingum sem það hefur í
för með sér.
- Kaupmáttarskerðingar heimil-
anna, vegna stóraukinna skatta-
álagna.
- Vonleysis hjá þjóðinni, vegna
þess bölmóðs sem ríkisstjórnin el-
ur á og heft hefur framtak þjóðar-
innar.
- Stórkostlegra eignatilfærslna í
gegnum gjaldþrotastefnuna.
- Hræðslu launafólks við að beij-
ast fyrir bættum kjörum því ríkis-
stjómin notar atvinnuleysiö til að
halda kjömnum niðri.
Það er gegn þessari stjómar-
stefnu sem Framsóknarflokkurinn
mun beijast.
Það er þessum stjórnarháttum
sem PYamsóknarflokkurinn hafn-
ar algjörlega og lýsir ábyrgð á
hendur þeim stjómmálaflokkum
sem þannig hafa starfað og virðast
ætla að starfa áfram. Bimi Bjama-
syni er auðvitað vorkunn því hann
er fangi þessarar stjómarstefnu.
Atvinnulífið er að stöðvast
Það alvarlega er að ríkisstjómin
neitar að horfast í augu við þá erf-
iðleika sem hún hefur skapað. Öll
hennar vinnubrögð einkennast af
ábyrgðar- og úrræðaleysi. Ríkis-
stjómin leggur allt sitt traust á
bjargráð erlendis frá með samn-
ingnum um evrópskt efnahags-
svæði og á sama tíma er stjómar-
stefnan að sigla íslensku atvinnu-
lífi í strand. Ef ríkisstjómin leið-
réttir ekki starfsskilyrði íslensks
atvinnulífs þá verður enginn hagur
af opnari markaði Evrópu, hvemig
svo sem viö íslendingar tengjumst
honum.
Á áðumefndum sameiginlegum
fundi þingflokks og landsstjómar
framsóknarmanna var þessari
íhaldsstefnu ríkisstjómar Sjálf-
Kjálkriim
Finnur Ingólfsson
alþingismaður Framsóknar-
flokksins í Reykjavík
stæðisflokks og Alþýðuflokks al-
gjörlega hafnað. Fundurinn hvatti
til samstillts átaks ríkisvalds, laun-
þega og atvinnurekenda til þess að
þjóðin gæti hafið nýja framfara-
sókn og þannig losað sig út úr þeim
vanda sem ríkisstjómin hefur
skapað.
Út úr vítahringnum
Fundur landsstjómar og þing-
flokks Framsóknarflokksins lagöi
áherslu á eftirfarandi aðgerðir sem
gætu m.a. verið fyrsta skrefið til
nýrrar sóknar:
- Starfsskilyrði atvinnuveganna
verði lagfærð með fjárhagslegri
endurskipulagningu. Tryggt verði
að raungengi krónunnar sé skráð
í samræmi við getu útflutningsat-
vinnuveganna. Raungengi þarf að
lagfæra með lækkun kostnaðar.
- Raunvextir lækki til samræmis
við það sem algengast er í helstu
viðskiptalöndum okkar.
- Dregið verði úr kostnaði at-
vinnulífsins. Þar gangi stjórnvöld
á undan með því t.d. að fella niður
aðstöðugjald og önnur kostnaðar-
tengd gjöld.
- Þeim skattálögum sem ríkis-
stjóm Davíðs Oddssonar hefur lagt
á atvinnulífið verði aflétt.
- Aflaheimildum Hagræðingar-
sjóðs verði deilt út án endurgjalds
til stuðnings þeim byggðarlögum
sem verða fyrir mestri skerðingu á
þorskveiðiheimildum.
- Eytt verði þeirri óvissu sem rík-
isstjóm Davíðs Oddssonar hefur
skapað í sjávarútvegi. Framsókn-
arflokkurinn hafnar gjörbreyttu
fyrirkomulagi við stjórnun fisk-
veiða, m.a. upptöku veiðileyfa-
gjalds.
- Nú þegar verði dregið úr at-
vinnuleysi. Stjómvöld beiti opin-
bemm aðgerðum til að draga úr
sveiflum í hagkerflnu. Við núver-
andi aðstæöur ber aö flýta fram-
kvæmdum sem hagkvæmt er að
ráðast í.
- Opinbert fjármagn verði lagt
fram til að örva framkvæmdir í
nýjum atvinnugreinum og rann-
sóknir og þróunarstarf í því skyni.
Fyrsta skrefið.
Hér hefur verið gerð grein fyrir
þeim tillögum sem þingflokkur og
landsstjóm Framsóknarflokksins
telja aö geti losaö þjóöina út úr
þeim vítahring stöðnunar og aftur-
halds sem ríkisstjóm Alþýðuflokks
og Sjálfstæðisflokks hefur leitt
hana í.
Ástæðan fyrir því að þessi vett-
vangur er valinn til að gera grein
fyrir þeim tillögum er sú að ekki
var hægt aö láta lesendur blaðsins
sitja uppi með rangtúlkanir og út-
úrsnúning Bjöms Bjamarsonar á
samþykktum þingflokks og lands-
stjómar Framsóknarflokksins.
Finnur Ingólfsson
„Ríkisstjórnin leggur allt sitt traust á
bjargráð erlendis frá með samningnum
um evrópskt efnahagssvæði og á sama
tíma er stjórnarstefnan að sigla ís-
lensku atvinnulífi í strand. Ef ríkis-
stjómin leiðréttir ekki starfsskilyrði
íslensks atvinnulífs verður enginn hag-
ur af opnari markaði Evrópu, hvernig
svo sem við Islendingar tengjumst hon-
11VV. u