Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1992, Qupperneq 26
26 ’^RlMuDA'G&|Pl:rsl:PTEMBERSM2. Afmæli Kristján Gunnarsson Kristján Gunnarsson prentari, Hraunbæ 66, Reykjavík, er sextugur ídag. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf prentnám í Steindórsprenti haustið 1948 og lauk sveinsprófi í setningu 1953. Þá stundaði hann nám í filmusetningu hjá The Monotype School í London 1967, stundaði nám við Iðnskólann um 1980 og lauk þaðan prófl í ljós- myndun og skeytingu. Kristján starfaði í Steindórsprenti til 1954, stundaði siglingar á erlend- um skipum næstu þijú árin, vann við handsetningu við Prentsmiðju Morgunblaðsins 1957-59, vann í Prentsmiðjunni Eddu til 1960, í Prentsmiðjunni Hilmi 1960-66, starfaði í þijá mánuði hjá Félags- prentsmiðjunni en hóf síðan störf við filmusetningu hjá Lithoprenti eftir námsdvöl í London. Kristján starfaði við plötutöku og skeytingu hjá Blaðaprenti 1972-89, starfaði síð- an hálft ár hjá Odda en hefur starf- að hjá Prenthúsinu sl. tvö ár. Fjölskylda Kristján kvæntist 10.12.1960 Eygló Jónasdóttur, f. 5.1.1939, húsmóður og verslunarmanni. Hún er dóttir Jónasar Guðmundssonar bifreiða- stjóra, sem er látinn, og eftirlifandi konu hans, Sigríðar Álfsdóttur hús- móður. Böm Kristjáns og Eyglóar era Gunnar, f. 27.5.1960, stýrimaður, búsettur í Vestmannaeyjum, en sambýliskona hans er Oddný Bára Ólafsdóttir húsmóðir og eiga þau tvo syni; Unnur, f. 11.3.1%2, húsmóðir í Reykjavík, en sambýhsmaður hennar er Alfreð Bjömsson nemi og eiga þau tvo syni; Sigríður, f. 4.8. 1963, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Guðmundi Hilmarssyni, íþrótta- fréttamanni við DV, og eiga þau tvo syni; Páll, f. 17.6.1969, nemi í Reykja- vík, en unnusta hans er Kristín Scheving nemi. Kristján á tvö systkini. Þau eru Sigurður Gunnarsson, f. 14.2.1929, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Eddu Garðarsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur böm, og Unnur Gunnars- dóttir, f. 15.5.1937, aðstoðarstúlka hjá tannlækni, búsett í Reykjavík, ekkja eftir Helga Björgvinsson hár- skera og eru böm þeirra fjögur. Foreldrar Kristjáns vom Gunnar Kristjánsson, f. 8.4.1898, d. 15.4.1980, vélstjóri í Reykjavík, og kona hans, Ehn Pálsdóttir, f. 9.11.1900, d. 24.10. 1983, húsmóðir. Ætt Gunnar var sonur Kristjáns, b. og sjómanns á Efra-Vaðh á Barða- strönd, síðast á Bíldudal, Þórðar- sonar, b. í Haga á Barðaströnd, Jónssonar, b. og hreppstjóra í Haga, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Ingibjörg Jónsdóttir, verslunar- stjóra í Kúvíkum í Reykjafirði í Strandasýslu, Salomonssonar og konu hans, Ingibjargar Þorsteins- dóttur, prests á Skinnastað, Jóns- sonar, föður Gunnars á Ærlæk, ætt- föður Skíða-Gunnars-ættarinnar. Móðir Gunnars var Sigríður Jóns- dóttir, b. í Rauðsdal, Guðmundsson- ar, b. og hreppstjóra í Litluhhö á Barðaströnd, Guðmundssonar, b. í Litluhhð. Móðir Sigríðar var Helga Einarsdóttir, b. á Hreggsstöðum, Jónssonar, lögsagnara í Æðey, Ein- arssonar, lögréttumanns á Hreggs- stöðum, Gunnlaugssonar, prests á Stað á Reykjanesi, Snorrasonar. Móðir Einars var Kristín Gísladótt- ir, prófasts í Vatnsfirði, Einarsson- ar, prófasts og skálds í Heydölum, Sigurössonar. Ehn var dóttir Páls, b. á Skúms- stöðum á Eyrarbakka, Pálssonar, b. í Feijunesi í Flóa, Jónssonar, b. á Gaddsstöðum á Rangárvöllum, Kristján Gunnarsson. Jónssonar, b. á Gadddsstöðum, Sveinssonar, b. í Gröf og í Varma- dal, Guðbrandssonar, b. á Moshvoh í Hvolhreppi, Lafranzsonar. Móðir Elínar var Jónína Jónsdótt- ir, b. á Skúmsstöðum, Jónssonar. Kristján verður að heiman á af- mælisdaginn. Ingólfur fær góða gjöf Á þessu ári varð Slysavamadeildin hnattastaðsetningartæki af gerðinni ing í lengdar- og breiddargráðu sem Ingólfur fimmtug. Einnig varð fyrir- Tokimec GR1000 sem sett hefur ver- og hæð yfir sjávarmáh. Myndina tók tækið Friðrik A. Jónsson hf. jafn ið í eina af bifreiðum sveitarinnar. S þegar tækið var afhent. F.v.; Ög- gamalt og í tilefni af afmælunum Staðsetningartækið nemur send- mundur Friðriksson, Böðvar Ás- ákváðu stjómendur F.A.J. hf. að ingar frá gervihnöttum og á skjá geirsson, Engilbert Bjömsson og færa björgunarsveit Ingólfs gervi- tækisinsséstíeinuvetfangistaðsetn- Haraldur G. Samúelsson. Til hamingju með 90 ára Guðlaug Gunnlaugsdóttir, Hombrekku, Ólafsfirði, 80 ára ÁstaÐavíðsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Húntekurá mótigestumsunnu- daginn 6.9. á Hrafnistu mfili klukk- anl5.00og 17.00. Unnur Jóhannsdóttir, Svalbarði 1, Hafnarfirði. Vilborg Einarsdóttir, Hafnarbraut 37, Höfn í Hornafirði. GuðrúnB. Frúnannsdóttir, Vesturbergi 4, Reykjavík. Katrin Georgsdóttir, Vogabraut 24, Akrancsi. Ragnheiður Magnúsdóttir, Garðhúsum 51, Reykja vík. 50 ára Arnar Jóhannsson, Rofabæ 43, Reykjavík, Jónas Blöndal, Dísarási 7, Reykjavík. Magnús Sveinsson, Adolf L. Steinsson, Hofs vahagötu 49, Reykjavik. Holtabrún 8, Ólafsvik. Emil Guðmundsson, Norma Haraldsdóttir, Digranesvegi 34, Kópavogi. Bæjargih 36, Garðabæ. Elísabet Sigurðardóttir, Valgerður Ákadóttir, Kolbeinsgötu 20, Vopnafirði. Grettisgötu 31A, Reykjavik. Guðmundur Lárus Guðmundsson, ................................ Ásgarði 18, Reykjavík. 70ára 40ára Sigurður Pálsson, Kambsvegi32, Reykjavík. Kristin Jónsdóttir, Hunabraut 6, Hvammstanga. Vilborg Nanna Jóhannsdóttir, Sogavegi 28, Reykjavik. Guðrún Halla Gunnarsdóttir, Hún verður stödd að Fífusundí 13, Lynghaga 11, Reykjavik. Hvammstanga, á afmælisdaginn, Guðmundur Guðbjartsson, Jóhannes VUhelm Óiafeson, Staðarhvammi 21, Hafnarfirði. Nönnustíg 12, Hafnarfirði. Óskar Geir Pétursson, Kristín Hansdóttir, Hafnarbraut 2, Suðurfjarðar- Gnoðarvogi 26, Reykjavík. hreppi. Kristín Jónsdóttir, Bryndis Gunnarsdóttir, Heiðargerði 22, Reykiavík. Flúðaseh 72, Reykjavík. _______________________________ Birgir G. Sigurpálsson, oa i__ Vík,Fáskrúösfirði. _____________________ KjartanRagnarsson, Marargötu 7, Grindavík. Sveinfríðnr Sigmar sdóttir, GuðmundurlngiSigurðsson, Garðarsvegi 12, Seyðisfirði. Fellsmúla 2, Reykiavík. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! Svidsljós Gréta Sigurðardóttir Gréta Gunnhildur Sigurðardóthr, húsfreyja að Hólmakoti í Hraun- hreppi í Borgarfirði, er áttatíu og fimmáraídag. Starfsferill Gréta fæddist að Stóruskógum í Kolbeinsstaðahreppi og ólst þar upp til fjögurra ára aldurs en fór þá í fóstur aö Seljum í Hraunhreppi þar sem hún ólst upp til fuhorðinsára. Gréta flutti að Hólmakoti er hún gifti sig og hefur verið þar húsfreyja í búskapartíð þeirra hjónanna. Fjölskylda Grétagiftist 27.12.1939Guðmundi Óskari Helgasyni, f. 7.1.1912, b. að Hólmakoti. Hann er sonur Guð- mundar Helga Guðmundssonar, verkamanns í Borgamesi, Hafnar- firði og b. í Hólmakoti, og Katrínar Maríu Jónsdóttur, húsmóður frá Drápuhhö í Helgafehssveit. Böm Grétu og Guðmundar em Sigrún, f. 29.6.1943, húsmóðir í Garðhúsum í Grindavík, gift Karh Júlíussyni fiskverkunarmanni og eiga þau þrjá syni, og Helgi, f. 25.10. 1947, b. að Hólmakoti, kvæntur Sjöfn Ingu Kristinsdóttur frá Kross- nesi í Norðurfirði á Ströndum og eiga þau fimm böm. Systkini Grétu: Þórður, verka- maður í Borgamesi; Guðný, hús- móðir í Reykjavík; Ólöf, dó ung; Lfija, húsmóðir í Reykjavík; Eiríkur Kúld, vörubifreiðarstjóri í Reykja- vík; Anna Guðrún, húsmóðir í Reykjavík; Ólafur, vömbifreiðar- stjóri í Grindavík; Jósef, sendibif- reiðarstjóri í Reykjavík; Kristín, lést ung, og Ólöf Sigríður, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Grétu voru Sigurður Þórðarson, b. í Fögruskógum í Kol- beinsstaðahreppi, og kona hans, Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja. Ætt Faðir Grétu, Sigurður, var sonur Þórðar, b. á Ytri-Skógum í Kolbeins- staðahreppi, Sigurðssonar, b. á Saurum í Helgafehssveit, Gíslason- ar. Móðir Þórðar var Elín Þórðar- dóttir af Hjarðarfehsætt í Mikla- holtshreppi. Móðir Sigurðar var Ólöf Bjama- dóttir, b. í Haga í Hraunhreppi, Sig- urðssonar og konu hans, Sigríðar Gréta Siguröardóttir. Hansdóttur. Móðir Grétu var Guðrún Guðjóns- dóttir, b. í Hjörsey á Mýrum, Jóns- sonar, b. í Hjörsey, Sigurðssonar og Sigríðar Hafliðadóttur. Móðir Guð- rúnar var Guðný Jóhannsdóttir, b. á Leirulæk í Borgarhreppi, Sigurðs- sonar, b. á ísleiksstöðum í Hraun- hreppi, Einarssonar. Móðir Guðnýj- ar var Guðrún Guðnadóttir, b. og smiðs á Leirulæk, Sigurðssonar. DV SENDLAR ÓSKAST Á AFGREIÐSLU STRAX. Upplýsingar í síma 632777. ov

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.