Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Qupperneq 13
r 1992. 13 Sviðsljós Fjölmiðlafólk keppir í golfi og bjóða til golfmóts Stutt er síðan meistarmót flölmiðla í golii fór fram á golfvellinum á Hellu. Mjög glæsileg verðlaun voru í boði og voru mættar þar nokkrar sveitir frá fjölmiðlum og var keppt bæði í sveitakeppni og einstaklings- keppni. Sveit frá RUV sigraði í sveitarkeppn- inni og þaðan voru líka flestir kepp- endur í fjölmiðlamótinu. Á myndinni má sjá keppendur RUV brosandi eftir að hafa sigrað. Auk þess var boðið mörgum af sterkustu kylfmgum landsins til sér- keppni og voru ekki síður glæsileg verðlaunin sem þeir kepptu um. Verðlaun sem styrktaraðilar mótsins gáfu en þaö voru nokkur fyrirtæki stór og smá sem gerðu fjölmiðla- mönnum kleift að halda mótið af miklum myndarskap og höfðu nokkrir þekktir kylfingar á orði að þetta væri eitt skemmtilegasta mót sem þeir hefðu tekið þátt í. í móti hinna sterku tóku þátt auk valinkunnra meistarflokksmanna atvinnumenn okkar, það eru þeir sem eru kennarar við stærstu klúbb- ana, en fá ekki að taka þátt í áhuga- mannamótum. Og það var einmitt einn þeirra, Sigurður Péursson, fyrr- verandi íslandsmeistari, sem bar sig- ur úr býtum, lék á pari vallarins. í lokin var svo haldin keppni meist- aranna um það hver ætti lengsta Slakað á fyrir utan golfskálann og beðið eftir að siðustu menn klári að leika. höggið og þar sigraði atvinnumaöur- inn á Suðumesjum, Phil Hunter. í fjölmiðlamótinu sjálfu var það sveit RUV sem var sigurvegari. í ein- staklingskeppni án forgjafar sigraði Helgi Hólm, en með forgjöf Baldur Hermannsson. Snæddur var kvöld- verður í golfskálanum á Hellu að loknu móti en síðan héldu allir ánægðir í bæinn þrátt fyrir misjafnt gengi á golfvellinum. A þessari mynd eru allt kunnir golfleikarar og meðal þeirra eru sex íslandsmeistarar. í efri röð talið frá vinstri eru: Guðmundur Sveinbjörnsson, Björgvin Þorsteinsson, Björn Axelsson, Arnar Már Ólafsson, Ragnar Ólafsson, Tryggvi Traustason, Sigurður Hafsteinsson og Sigurður Pétursson. í neðri röð eru: Hannes Eyvindsson, Sigurður Sigurðsson, Björgvin Sigurbergsson, Phil Hunter og Gylfi Kristinsson. DV-myndir S ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Ford Ranger XLT 4x4 '92, nýr bill, ek. 4 MMC Pajero 3000 V6 '90, ek. 81 þ. km, þ. km, upph.,o.(l., skipti á ód. Stgrv. 1.950 þ. sjálfsk., skipti á öd. koma til greina. V. 2.050 þ. Enntremur aðrar árgerðir. Toyota 4Runner V6 '91, ek. 23 þ. km, skipti á öd. V. 2.350 þ. Ennfremur árg. '92. Cherokee LTD 4.0 '90, ek. aðeins 24 þ. km, stórglæsilegur, ath. skipti á ód. V. 2.600 þ. Ennfremur árg. '88 og eldri. Ford Explorer XLT '91, ek. 21 þús. km, Audi 80 2.0E '89, ek. aðeins 44 þ. km, Peugeot 205 GR '88, ek. aðeins 33 þ. km. sjáltsk., skipti á ód. koma til greina V. 2.800 sjálfsk., topplúga o.fl. V. 1.500 þ. V. 480 þ. Toyota Corolla 1300 XL '91, ek. aðeins 10 þ. km. V. 850 þ. ijg m í:ix-:. taaHK 'W \ : :■ Nissan Primera 2.0 SLX '91, ek. 20 þ. km, sjálfsk., skipti á ód. koma til greina. V. 1.350 þ. Enntremur árg., '92 ek. 7 þ. Nissan Sunny st. 1600 SLX '91, ek. aðeins 4 þ. km, sem nýr bill, beinsk., 14" álfelg- ur, skipti koma til greina. V. 990 þ. Willys CJ7 Wrangler '88, ek. 75 þ. km, skipti á ód. bíl, jalnvel sendibíl. V. 1.250 þ. MMC L-200 4x4 '91, vsk-bill, ek. 47 þ. km, skipti á ód. bil koma til greina. V. 1.050 þ. Góð kjör. Subaru Legacy 1.8 station 4x4, árg. '90, ek. 32 þ. km, skipti á ód. bil koma til greina. V. 1.280 þ. Ennlremur '91. Höfum kaupanda að Nissan Sunny, 3ja dyra, ’91-’92. Staðgreiðsla Toyota Tercel 4x4 '88, ek. 54 þ. km, sklpti, á ód. bíl koma til greina. V. 750 þ. Subaru 1800 GL 4x4 station '89, ek. 53 þús. km. V. 950 þ. Ennfremur aðrar árgerð- BORGARBILASALAN GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813150 - 813085. Daihatsu Charade '88, ek. 53 þús km, góð kjör. V. 430 þ. Opið sunnud. 13-17 Nýtt Libre sse inv isible IZryjHUmt 14SUP ER 1 3*5 > : lwisiUl# Libresse invisible er aðeins 4 mm. þykkt. Nýja Libresse bindið er helmingi þynnra en venjuleg dömubindi en alveg jafn öruggt. Það er fest með tveimur litlum vængjum, (límflipum), þunnt, öruggt og þægilegt. Ysta lag bindisins, sem er úr nýju efni (Dry sensation), er alltaf þurrt viðkomu, 100% óbleikt. Þú hreinlega _» 1 tekur ekki eftir nýja Libresse invisible dömubindinu. Libresse - alveg náttúrulegt. Kaupsel hf. Sími: 27770 - 27740 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.